Menn hljóta að vera farnir að pæla í þessu. Eftir Skýrslu skrifar handritið sig sjálft. Yfirheyrslusenurnar, plottin, næturfundirnir. Sennilega eru Sigurjón Sighvats og Friðrik Þór/Balti búnir að tala saman. Plottið er alveg týpískt hasar. Svo er það flóttinn undan réttvísinni. Einkaþotueltingaleikur. Keyrt hratt um margar borgir á flottum bílum. Búið að máta svala leikara í útrásarvíkingana. Hilmir gæti mögulega meikað Jón Ásgeir. Var það ekki Steini Bakk sem var þessi ofursvali Bjöggi í Skaupinu? Alltsaman töff gaukar. Flottar andhetjur á flótta.
En. Hver er svo eftirlýstur af Interpool?
Alveg ... kjag-kjag-kjag og líta út eins og moldvarpa ... „Hæ. Ég heiti Siggi...“
Og Pétur Jóhann er kominn í aðalhlutverkið. Myndin hefur aðeins færst til um genre. Er ekki lengur hasarmynd heldur svona ... Fargo. Eða Big Lebowski. Undarlegt fólk í skrítnum aðstæðum.
Í fjarska heyri ég símann hans Ragnars Bragasonar hringja... Eða jafnvel David Lynch?
11.5.10
Að búa í landi þar sem engu er treystandi.
Ferlega er nú gott að Sérstakur skuli virðast ætla að vinna vinnuna sína alveg sjálfur.
Nóg er það nú samt.
Hinn dómstóllinn er að skíta á sig og ætlar á morgun að hengja nokkra bakara fyrir heilan haug af smiðum sem næstum öll þjóðin er sammála um að hafa framið þjóðþrifaverk en ekki glæp.
Það þarf að standa yfir hinni nýju ríkisstjórn, annars gerir hún ekki neitt. Með besta vin kvótagreifanna í fjármálaráðuneytinu og getur sig hvergi hreyft fyrir vinum og kunningjum.
Á Alþingi situr hver mútuþeginn uppá öðrum. Og enginn segir af sér. Og á meðan er Alþingi hreint ekki treystandi til að vinna vinnuna sína.
Bankarnir halda áfram að glæpamannast. Það þarf að fylgjast með þeim, eftir föngum, og ybba sig í hvert skipti sem gluggatjöld bærast eitthvað þannig að skíni í svínaríið fyrir innan.
Svo þarf að reyna að eiga sem minnst viðskipti við glæpamenn. Skítt með hvað það kostar, það borgar sig í óráðinni framtíð, en það er engin smá rannsóknarvinna sem liggur að baki.
Fjölmiðlar eru í eigu glæpamanna. Það er á við meiriháttar dulmálsráðningar að lesa "í gegnum" Moggan, Fréttablaðið og nú verður vandhorft á fréttir Stöð 2, þegar sú fréttastofa var alveg að verða trúverðug þrátt fyrir eignarhald.
Það liggur við að allir Íslendingar þurfi að hætta í vinnunni. Aðhaldið tekur alveg 8 tíma á dag, minnst. Ég spái landflótta úr þreytu. Það er mjög slítandi að búa í landi þar sem engu er að treysta.
Nóg er það nú samt.
Hinn dómstóllinn er að skíta á sig og ætlar á morgun að hengja nokkra bakara fyrir heilan haug af smiðum sem næstum öll þjóðin er sammála um að hafa framið þjóðþrifaverk en ekki glæp.
Það þarf að standa yfir hinni nýju ríkisstjórn, annars gerir hún ekki neitt. Með besta vin kvótagreifanna í fjármálaráðuneytinu og getur sig hvergi hreyft fyrir vinum og kunningjum.
Á Alþingi situr hver mútuþeginn uppá öðrum. Og enginn segir af sér. Og á meðan er Alþingi hreint ekki treystandi til að vinna vinnuna sína.
Bankarnir halda áfram að glæpamannast. Það þarf að fylgjast með þeim, eftir föngum, og ybba sig í hvert skipti sem gluggatjöld bærast eitthvað þannig að skíni í svínaríið fyrir innan.
Svo þarf að reyna að eiga sem minnst viðskipti við glæpamenn. Skítt með hvað það kostar, það borgar sig í óráðinni framtíð, en það er engin smá rannsóknarvinna sem liggur að baki.
Fjölmiðlar eru í eigu glæpamanna. Það er á við meiriháttar dulmálsráðningar að lesa "í gegnum" Moggan, Fréttablaðið og nú verður vandhorft á fréttir Stöð 2, þegar sú fréttastofa var alveg að verða trúverðug þrátt fyrir eignarhald.
Það liggur við að allir Íslendingar þurfi að hætta í vinnunni. Aðhaldið tekur alveg 8 tíma á dag, minnst. Ég spái landflótta úr þreytu. Það er mjög slítandi að búa í landi þar sem engu er að treysta.
10.5.10
Rólátabelgir
Þessa dagana er gríðarlega mikið hafst við utandyra. Þannig dvöldum við hjónin til skiptist með yngri börnin á rólóum miðborgarinnar obbann af deginum í gær.
Á einum tímapunkti, og reyndar lengi, vorum við á Tjarnarborgarróló. Þar var margt um manninn og flest börnin að leika sér að leiktækjum svona eins og venjur gera ráð fyrir. Ungur maður stundaði myndarlegan bakarísrekstur í kofa í sandkassanum. Börnin mín hlupu hins vegar öskrandi um allt á æðisgengnum flótta undan ímynduðu skrímsli.
Ég velti dáldið fyrir mér hvort ég ætti að þykjast eiga einhver önnur börn ... nei, ég lýg því. Ég er ferlega montin af því hvað þau hafa mikið ímyndunarafl. Mér gengur ekkert að venja þau á eitthvað gláp. Þau endast takmarkað yfir sjónvarpi nema þau séu aðframkomin af þreytu. Hins vegar eru þau mjög hrifin af tónlistarmyndböndum á Youtube. Þar eru They Might Be Giants í uppáhaldi. Og ekki endilega barnalögin þeirra. Helst reyndar þau sem eru með hauskúpum, múmíum og blóði. Nýlega hafa ákveðin lög með Jack Johnson bæst í hópinn.
Dótið þeirra er yfirleitt ekki notað eins og „til er ætlast“. Það endar yfirleitt sem einhverskonar uppfyllingarefni eða er haft fyrir eitthvað annað en það er í einhverjum svakalegum leik þar sem úlfar, ljón, skipsskaðar og önnur ævintýri koma yfirleitt við sögu. Litir, pennar og öll skriffæri eru reyndar notuð mikið og rétt. En reyndar ekkert endilega á þartilgerð blöð eða litabækur en það er önnur saga. Og Freigátan hefur fólk og skepnur í litabókunum sínum undantekningalítið með rauð augu.
Annars, í óspurðum fréttum, unglingurinn skreppur norður í land á miðvikudaginn, ef aska leyfir. Móðir vor ætlar kannski að kíkja á okkur um helgina, ef aska leyfir. Á föstudaginn þarf ég að tala við norskan-danskan áhugaleikhúsmann um leiklist, ef aska leyfir (þeir sem fatta hversu fyndin einmitt þessi þjóðblanda af áhugaleikhúsmanni er, njóti) annars er brjálað að gera, þó ýmislegt hangi klárlega á öskunni.
Svo er ég að klára aðstoðarkennsluna í því sem ég kunni lítið í og byrja að undirbúa kennsluna í því sem ég veit ekkert um.
Semsagt, úr öskunni í eldinn...
9.5.10
Ef ég væri sérstakur saksóknari ...
... og mætti spyrja Sigurð Einarsson að hverju sem er, gæti ég örugglega ekki staðist freistinguna að spyrja hann að einu:
AF HVERJU ERTU EKKI MEÐ NEIN AUGU????!!!!
AF HVERJU ERTU EKKI MEÐ NEIN AUGU????!!!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)