Var að átta mig á því að ég hef ekki heyrt í einum einasta jólafýlupoka fyrir þessi jól! Mikil undur. Yfirleitt lendir maður nú alltaf í einum eða tveimur sem segjast „ekki sjá tilganginn með öllu þessu veseni“ eða bölsótast yfir því að einhverjir skulu græða á öllu saman. Svo eru náttlega allir sem eru of matsjó til að viðurkenna að þeim þyki jafnvæmið fyrirbæri og jólin, með öllu sínu glimmeri, falleg og góð.
En, í ár hefur jólafýlan verið víðsfjarri. Reyndar smá hætta á að hún taki að ásækja mig eftir hádegi þar sem ég hyggst eyða eftirmiðdeginu í Kringlunni... Ásamt hálfri þjóðinni.
Talandi um þjóðina, ég lenti á smá hugstrump um heims- og þjóðmálin og var að huxa um að rífa smá kjaft. Endaði í langhundi.
Það er helst í fréttum að ríkisstjórnin ætlar að kaupa verk Sigmunds á 18 milljónir. Ekki það að öll hans verk eru varðveitt, til útgefin og hvur veit hvað, en þegar mann vantar pening er náttlega fínt að vera vinur Sjálfstæðisflokksins. Ætli ég geti selt ríkisstjórninni eitthvað, t.d. sál mína, fyrir 18 milljónir? Þá gæti ég akkúrat keypt piparkökuhúsið.
Og Bin Laden kallinn er búinn að senda frá sér tilkynningu þar sem hann áréttar að stjórnvöld í Sádi-Arabíu séu ekki vinir sínir. Er þetta ekki stórmerkilegt? Sádí er landið sem beinast lægi við að kenna um tilvist hans og Al-Kaída. Á móti kemur að þetta er eitt af fáum löndum sem Bandaríkjamenn vilja alls ekki pota neitt í. Hvað sem mannréttindabrotum, hryðjuverkasamtökum eða gereyðingavopnaeign líður. Og svo skemmtilega vill til að Usama kallinn tekur skýrt fram með reglulegu millibili að þeir séu ekki vinir hans. Tilviljun? My ass. (Mitt félagsheimili.)
Ætla menn virkilega ekkert að fara að sjá í gegnum þetta?
Ég verð alltaf fokvond þegar ég heyri menn halda því fram í fúlustu alvöru að það hafi þurft að koma Saddam og Talebönum frá völdum þar sem þeir hafi verið svo vondir við þegnana sína. Ekki það að það sé ekki alveg laukrétt. En hvað með alla einvaldana í Afríku? Hvað með borgarastíðið í Kongó þar sem 3 milljónum manna var slátrað á 5 árum? Hvað með Sádí Arabíu? Hvað með Bandaríkin þar sem menn fá að drepast ofan í klofin á sér umvörpum vegna vanrækslu stjórnarinnar? Hvað með talebanísku sértrúarþorpin í Bandaríkjunum þar þar sem allir vita að mannréttindi eru fótum troðin? Það er meira að segja búið að gera bandaríska fréttaþætti um þá í lange baner. Og er í ljósi alls þessa virkilega einhver svo skyni skroppinn að halda að Bandaríkjamenn séu að slátra Írökum með mannréttindasjónarmið að leiðarljósi?
Og er einhver að kaupa það að við séum á lista hinna sauðheimsku og viljugu af sömu ástæðu? Nei, við erum þar vegna þess að við erum hérna með hersetið land. Og við þurfum að halda áfram að sleikja bandaríska rassa á meðan við viljum hafa vinnu fyrir Suðurnesjamenn og nærsveitunga og alþjóðaflugvöll.
Allt þetta vita allir, og það fer í pirrurnar á mér að forsætisráðherrarnir mínir, núna tveir í röð, skuli ekki bera meiri virðingu fyrir heilabúum landsmanna en svo að þeir skuli reyna statt og stöðugt að ljúga einhverju öðru.
En, staðreyndin er sú að í ákveðnum málefnum er ríkisstjórnin okkar leppstjórn. Við höfum aldrei verið sjálfstætt ríki, þó við viljum halda öðru fram á 17. júní. Sorrí gæs, frelsishetjurnar góðu störfuðu til einskis í sexhundruð sumur og gengu til einskis götuna fram eftir veg. Það er bara þannig. Daginn eftir lýðræðistökuna, eða jafnvel fyrr, seldum við landið. Reyndar bara fyrir nokkuð gott verð. Eða vildu menn kannski heldur búa enn í torfkofum og vera kotbændur?
Þjóðarhreyfingin verður sumsé að gera sér grein fyrir því hvað það gæti hugsanlega kostað okkur að fara af þessum ágæta lista. Eru menn til í að fara alltaf á báti til útlanda?
17.12.04
16.12.04
Það var náttúrulega ljóst, áður en ég flutti í dásamlegu íbúðina mína, að kannski yrði ég þar ekki sérstaklega lengi. Var náttúrulega þegar búin að leggja drög að huxanlegri stækkun á fjölskyldunni, og það um tvo frekar en einn. (Þar á ég við Rannsóknarskipið og Smábátinn, svona til að enginn misskilningur fari nú á kreik.)
Og það verður að viðurkennast að ég var farin að huxa til þess með hálfgerðum hryllingi að þurfa huxanlega í fyrirsjáanlegri framtíð að flytja búferlum úr dásamlega hanabjálkanum mínum sem brakar í í einhverja drapplitaða blokk í úthverfi með ferköntuðum gluggum og baðkari í staðlaðri stærð.
En í gær herti ég loxins upp hugann og gáði hvað er þarna úti. Bara svona til að vita það. Og er rórra. Á meðan svona piparkökuhús eru að laumast um á markaðnum annað slagið þá hlýtur að verða hægt að finna eitthvað skemmtilegt í fyrirsjáanlegu framtíðinni líka.
Og það verður að viðurkennast að ég var farin að huxa til þess með hálfgerðum hryllingi að þurfa huxanlega í fyrirsjáanlegri framtíð að flytja búferlum úr dásamlega hanabjálkanum mínum sem brakar í í einhverja drapplitaða blokk í úthverfi með ferköntuðum gluggum og baðkari í staðlaðri stærð.
En í gær herti ég loxins upp hugann og gáði hvað er þarna úti. Bara svona til að vita það. Og er rórra. Á meðan svona piparkökuhús eru að laumast um á markaðnum annað slagið þá hlýtur að verða hægt að finna eitthvað skemmtilegt í fyrirsjáanlegu framtíðinni líka.
15.12.04
Það veit sennilega ekki á gott þegar það er búið að sjóða á manni einu sinni, og maður er búinn að rífa kjaft á leiklistarspjallinu, fyrir klukkan 10. Bölvaðir bjánar út um allt, alltaf hreint.
Og bíllinn nennti ekki heim úr vinnunni í gærkvöldi, þverskallaðist við að fara í gang og fékk að gista þar. Vona bara að hann taki við sér á eftir, til þess að Faðir Vor geti fengið hann lánaðan.
Og ég er ekkert farin að jólast. Alveg pollróleg yfir því líka. Er næstum alveg viss um að jólin koma hvað sem ég geri eða geri ekki. Næstum alveg. Íbúðin er allavega öll í drasli og ég er ekki búin að kaupa svo mikið sem eina jólagjöf. Sé fram á að eyða helginni í Smáralindinni, ef drossían lofar.
Og ég skil ekki hvert tíminn fer. Nú er einhver búinn að vera að fikta í þessu.
Og ég er búin að vera að reyna að komast að því hvort næsta Harry Potter bók sé ekki á leiðinni. En, nei. Ég komst bara að því að höfundurinn er óléttur, einu sinni enn. Getur þetta fólk ekki hamið sig nokkra stund? Hins vegar las ég heimasíðu J.K. Rowling áðan, alveg upp til agna, og fyrirgaf henni barnadelluna, upp að vissu marki. Þessi vefur er nefnilega skemmtilegur og fær hérmeð fastan link.
Líka Osho.com, Zen tarot, sem hefði náttúrulega átt að vera komið inn fyrir löngu.
Og bíllinn nennti ekki heim úr vinnunni í gærkvöldi, þverskallaðist við að fara í gang og fékk að gista þar. Vona bara að hann taki við sér á eftir, til þess að Faðir Vor geti fengið hann lánaðan.
Og ég er ekkert farin að jólast. Alveg pollróleg yfir því líka. Er næstum alveg viss um að jólin koma hvað sem ég geri eða geri ekki. Næstum alveg. Íbúðin er allavega öll í drasli og ég er ekki búin að kaupa svo mikið sem eina jólagjöf. Sé fram á að eyða helginni í Smáralindinni, ef drossían lofar.
Og ég skil ekki hvert tíminn fer. Nú er einhver búinn að vera að fikta í þessu.
Og ég er búin að vera að reyna að komast að því hvort næsta Harry Potter bók sé ekki á leiðinni. En, nei. Ég komst bara að því að höfundurinn er óléttur, einu sinni enn. Getur þetta fólk ekki hamið sig nokkra stund? Hins vegar las ég heimasíðu J.K. Rowling áðan, alveg upp til agna, og fyrirgaf henni barnadelluna, upp að vissu marki. Þessi vefur er nefnilega skemmtilegur og fær hérmeð fastan link.
Líka Osho.com, Zen tarot, sem hefði náttúrulega átt að vera komið inn fyrir löngu.
14.12.04
Fór á samlestur hjá Hugleik í gær. Ætlaði „bara að kíkja og sjá framan í fólkið“ alveg ákveðin í að „gera ekkert eftir áramót“ en þegar á hólminn var komið greip mig einhver óútskýranleg löngun til að vera aðstoðarleikstjóri. Enda leikstjórar verka vorsins ekki af verri endanum, Bergur Ingólfs og Toggi, en þeir eru þeir einu sem, fattaði ég á leiðinni heim, hafa leikstýrt verkum í fullri lengd eftir mig. Tilviljun? Trúlega.
Ég sumsé bauðst til að vera aðstoðarleikstjóri í hverju sem vera vildi og þar með er planið um að "gera ekkert" farið út um gluggann. En, iss, var einhver að trúa á það?
Og, er búin að skipuleggja leikhúshelgi um þá næstu. Bara svona af því að mér finnst fyndið að hafa leikhúshelgi helgina fyrir jól þegar allar keeellingar eiga að vera uppi á eldhússkápunum, samkvæmt forskrift móður minnar. Finnst ég vera að rebella.
Á föstudaginn ætla ég að vera á Memento Mori, aftur, á laugardag ætla ég að sjá Birdy hjá Leikfélagið Hafnarfjarðar, ef hægt sé, og á sunnudaginn verk Stúdentaleikhússins sem menn halda vart vatni yfir.
Einhvern tíma skilst mér svo að kraftflimtingamaðurinn Snorri minn Hergill sé með uppistand og það ætla ég helst að sjá líka. Síðasta helgi fyrir jól verður semsagt alveg vaðandi í menningu.
Ég sumsé bauðst til að vera aðstoðarleikstjóri í hverju sem vera vildi og þar með er planið um að "gera ekkert" farið út um gluggann. En, iss, var einhver að trúa á það?
Og, er búin að skipuleggja leikhúshelgi um þá næstu. Bara svona af því að mér finnst fyndið að hafa leikhúshelgi helgina fyrir jól þegar allar keeellingar eiga að vera uppi á eldhússkápunum, samkvæmt forskrift móður minnar. Finnst ég vera að rebella.
Á föstudaginn ætla ég að vera á Memento Mori, aftur, á laugardag ætla ég að sjá Birdy hjá Leikfélagið Hafnarfjarðar, ef hægt sé, og á sunnudaginn verk Stúdentaleikhússins sem menn halda vart vatni yfir.
Einhvern tíma skilst mér svo að kraftflimtingamaðurinn Snorri minn Hergill sé með uppistand og það ætla ég helst að sjá líka. Síðasta helgi fyrir jól verður semsagt alveg vaðandi í menningu.
12.12.04
Í gær var nú aldeilis góður dagur. Á meðan ég var ennþá á náttfötunum unnu mínir menn skemmtilegan sigur á þessum illum með þeim afleiðingum að ég söng hástöfum í baðinu, nágrönnum mínum eflaust til mikillar skemmtunar. Og þá er bara að vona að þessir haldi þessum á mottunni í dag til þess að mínir hangi á öðru sætinu í deildinni.
Og þá eru mínir allt í einu komnir í topp-ish slag við menn litlabróður, sem fyrir skemmstu voru lávarðar heims. Það er nú aldeilis skemmtilegt.
Og þá eru mínir allt í einu komnir í topp-ish slag við menn litlabróður, sem fyrir skemmstu voru lávarðar heims. Það er nú aldeilis skemmtilegt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)