Jámjám.
Verslunarmannahelgin átti að vera þvílíkt skynsamleg vinnuhelgi þetta árið. Ætlaði nú aldeilis að nota þriggja daga frí í vinnunni til að gera skurk í ritgerðinni og allt. Enda löngu hætt að vera hefð fyrir að gera eitthvað skemmtilegt, hef ekkert gert um þessa ágætu helgi síðan ég fór í Eyjar 1997.
Ætla reyndar aðeins að hitta Aðalbjörn í kvöld yfir nokkrum bjórum... langar svo eiginlega soldið á Borgarfjörð Eystri á laugardagin... og vera fram á sunnudag... eða mánudag.
Það lítur semsagt út fyrir að þetta verði fyllsta verslunarmannahelgin í mörg ár.
Svona getur nú lífið komið manni á óvart.
1.8.03
30.7.03
29.7.03
Skýring komin á sniff-ástandi á verkstæði. Loftræstikerfi reyndist vera bilað. Þarafleiðandi lyktar forvörsluverkstæði eins og þynnir um óákveðinn tíma. (Víííí!)
Rakst á skemmtilega kenningu:
(Gróflega þýtt.)
Konur eru eins og hundar.
Þær geta alveg bjargað sér sjálfar á meðan þær fá að vera í friði og ferðast um í hópum í sínu náttúrulega umhverfi. Þegar það er búið að húsvenja þær þurfa þær hins vegar mikla umönnun og athygli.
Karlmenn eru eins og kettir.
Þeir geta alveg verið sætir og mjúkir en gera það bara þegar hentar þeim og vilja helst fara sínar eigin leiðir.
Hundum og köttum kemur yfirleitt illa saman.
Og þar hafiði það, kæru systkin.
Rokk on!
Rakst á skemmtilega kenningu:
(Gróflega þýtt.)
Konur eru eins og hundar.
Þær geta alveg bjargað sér sjálfar á meðan þær fá að vera í friði og ferðast um í hópum í sínu náttúrulega umhverfi. Þegar það er búið að húsvenja þær þurfa þær hins vegar mikla umönnun og athygli.
Karlmenn eru eins og kettir.
Þeir geta alveg verið sætir og mjúkir en gera það bara þegar hentar þeim og vilja helst fara sínar eigin leiðir.
Hundum og köttum kemur yfirleitt illa saman.
Og þar hafiði það, kæru systkin.
Rokk on!
28.7.03
27.7.03
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)