25.12.10

Jólakort!

Aldrei slíku vant voru send jólakort í ár. Þess vegna var ekki birt jólakveðja hér á aðfangadagskvöld. Líka vegna þess að þetta er lélegasta bloggár sögunnar. Bót og betrun á næsta ári. En hér ætla ég nú samt að birta sýnishorn.

Þetta jólakort var ekki sent:


Þetta var eina myndin sem náðist af Hraðbátnum í myndatökunni. Hann vildi bara alls ekki taka þátt í henni.

Þetta var hins vegar sent!Gleðileg jól!

21.12.10

Síðasti vinnudagur fyrir jól!

Eða, vinnumorgun. Ætla að láta mig hverfa um hádegi.
Og mikið hroðalega ætti maður nú að vera að taka til á skrifborðinu sínu...

En, neinei. Best að hanga bara á internetinu og gá hvort þetta reddist ekki.

It's the Icelandic way!