1.1.10

Hmm... Árið framundan?

Ég hefi ferlega litla tilfinningu fyrir ári komanda. Mjög spennandi. Eða mjög leiðinlegt. Annaðhvort. Ég hélt að kínverska árið komandi yrði mér gríðarlega hagkvæmt. Af því að það er ár tígursins eins og ég. En ekki er svo. Vegna þess að ég er veikur viður, og árið komanda hið kínverska er metal. Það þýðir að kínverska árið komanda er eins mikið óhappa og hægt er, fyrir mig. (Væri annað ef ég væri sterkur viður. Sem fer eftir fæðingardegi og fæðingartíma.) Og Rannsóknarskip verður alveg jafnóheppinn og ég. Vegna þess að hann er sterkt vatn. Væri mjög heppinn ef hann væri veikt vatn. Hmmm.

Svo rak ég reyndar augun í að þetta ætti að vera fimmta af sex óhappaárum hjá mér. ... Ókei. Vill reyndar til að síðustu árin þykja mér hafa verið einstaklega dásamleg og ábatasöm á allan hátt. Kannski kínverjar hafi bara annað verðmætamat en ég? Hvar ætli gerist eiginlega þegar kemur almennilegt happaár?

Svo er ég búin að spá í ýmis spil og ráða í hina og þessa forboða. Hvað alheiminn varðar held ég að fátt gríðarlega óvænt gerist á þessu ári. Ég sjálf ætti líklegast ekkert að vera að taka neinar brjálaðar áhættur á hlutabréfamörkuðum... vegna þess að ég er einmitt alltaf svo vön því... heldur vinna bara vel og vandlega að öllusaman og vera ekki að tefla á nein tæp vöð.

Samt virðast vera einhverjir peningar að þvælast í kringum okkur hjónin. En virðast verða okkur mest til bölvunar. Eins og peningar eru jú gjarnan.

Æi, fokkitt.

Ég hlakka til á þessu ári. Allt löngu útplanað og skipulagt. (Það er svona að eiga Rannsóknaráætlun.) Ég veit hvað verður á Bandalaxskólanum og er með valkvíða. Sumarið er meira og minna planað. Leiklistarhátíð og svona. Ég ætla að halda áfram að doktora, hlaupa, spila og syngja. Og held að þetta verði bara gaman. Hvað sem allri óheppni líður.

Ég hef sjaldan vitað jafnmikið um hvað komi til með að gerast á neinu ári eða þessu. Kannski er ég þess vegna óvenjulítið forspá. Óvissuþættir eru hreinlega bara hverfandi.

Gaman aððessu.

Svona lætur maður þegar maður er ekki að halda áramótapartí og nennir ekki að spila póker við fjölskylduna. Sveimér ef maður byrjar ekki bara árið með Stig Larson uppí rúmi.

Gleðilegt ár og góða nótt.

31.12.09

2009

Árið var hafið í Brekku, Eyjafjarðarsveit, við undirleik flugelda.

Síðan var haldið í bæinn að gera byltingu, við undirleik búsáhalda.

Svo urðu yngri börnin 1 og 3ja ára.

Móðurskip vann á Bjartinum alla byltinguna og fram undir vor. Kláraði svo M.A. gráðu hina síðari og fór með hana á atvinnuleysisbætur. Fór á leikritunarnámskeið í Færeyjum í maí og í Svarfaðardal í júní. Það var gaman. Ákvað í framhaldinu að missa 20 kíló. Verkefni sem nú er hálfnað með dyggri aðstoð félaganna hlaupa og Herba. Hljóp 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu. Sem telst óneitanlega til stórtíðinda.

Ákvað um svipað leyti að fara í doktorsnám og rannsaka samfélagsádeilu í leikhúsi fyrir og eftir hrun. Og byrja líka að læra til trúbadors. Bæði verkefni eru í farvegi.

Rannsóknarskip var í feðrunarorlofi fram á sumar. Hóf síðan á ný að kenna í skóla Haganna með haustinu hvar Smábátur hóf einnig nám eftir að hafa lokið námi við Vesturbæjarskólann um vorið. Una feðgar hag sínum vel á þeim bænum, að mér heyrist.

Í haust hóf Hraðbátur nám sitt, settist á leikskólabekk í smábarnaleikskólanum Sólgarði, sem er háskólaleikskóli. Hann kann gríðarlega vel við sig, en missti heilmikið úr síðla haustmánaða sökum langvinns heilsuleysis, sem þó snöggskánaði þegar rörabúnaður var lagður í eyru honum.

Freigáta hélt áfram á Drafnarborg og hefur verið hraust allt árið og hinn mesti dugnaðarforkur. Að loknu sumarlayfi flutti hún af litludeild yfir á stórudeild og vonandi fær Hraðbátur pláss á sömu stofnun á hausti komanda.

Hvað gerðist fleira?

Allir uxu heilmikið. Nema Móðurskip sem óx og minnkaði svo heilmikið aftur. Og vonast eftir frekari rýrnun á komandi mánuðum.

Á leikvígstöðvunum lék Smábáturinn frumraun sína, ja svona allavega í fullri lengd, með Hugleiknum. Móðurskip aðstoðarleikstýrði hinu sama verki, Ó þú, aftur, sem sýnt var á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins síðasta vor. Eitthvað meira var nú sjálfsagt einþáttungast... ég bara man það ekki, nema hvað við hjónin áttum bæði þætti í jóladagskrá Hugleiksins nú í desember.

Sumrinu var varið í austrinu og norðrinu að venju.

Þetta er nú allt í belg og biðu hjá mér.

Sennilega var þetta bara frekar venjulegt ár, svona innan heimilis. Ef ekki væri til sjónvarp og internet hefðum við ekkert tekið mikið eftir neinni kreppu, sosum. Ekkert minni peningar en venjulega, bara.

En samkvæmt kínverskri stjörnuspeki verður komandi ár arfaskítt hjá okkur hjónum báðum. En það byrjar ekki fyrr en 14. febrúar, svo, den tid den sorg.

Árið komanda hefjum við á Egilsstöðum, undir fullu tungli og rakettureyk.

Gleðilegt, ár, takk fyrir það gamla. Og allt það.

28.12.09

Hlandfata ársins?

Voða væmið alltaf þetta „Maður ársins.“ Þessi er búinn að standa sig svoooo veeeel... bleblebleeee. Allir í fyrirframnostalgíu og vellingi. Afsakið meðan ég æli.

Starta hér með annari kosningu og miklu meira spennandi.

Hver er Hlandfata* ársins?

* Hlandfata: (skv. orðabók Hálfvitanna) leiðinlegur OG óheiðarlegur einstaklingur. (Annaðhvort er ekki nóg.)
Af nógu að taka!

Einhver?