Ég veit það ekki.
Fjölskyldufaðir sem vinnur mikið (úti?) stendur sig vel. Vinnur vel fyrir sér og sínum. Gott hjá honum.
Fjölskyldufaðir sem er heimavinnandi stendur sig enn betur. Rosalega duglegur að nenna að sjá um heimilið. Þvílíkt gott hjá honum.
Móðir sem vinnur mikið úti "nennir ekkert að hugsa um þessa krakka sína."
Móðir sem er heimavinnandi "nennir ekki að vinna og lætur bara kallinn sjá fyrir sér."
Vandlifað. Þ.e.a.s. ef maður er kona.
Jafnrétti?
Ja, ég vona að þetta sé ekki það.
20.3.09
17.3.09
Jóga með útsýni
Allt er best á Egilsstöðum. Líka jóga.
Nú jógar venjulega hver með sínu lagi. Venjulega vil ég hafa augun lokuð allan tímann og hjá venjulega kennaranum mínum get ég það, nánast.
Jóga á Egilsstöðum er ekki fyrir neina aukvisa. Enda Ásmundur Þórarinsson hreint engin kjeeelling. Þegar maður er hjá nýjum kennara þarf maður að opna augun oft í tíma. Þegar ég jóga í golfskálanum að Ekkjufelli með úthéraðið fyrir framan nefið á mér loka ég þeim hins vegar ekki neitt. Hreint ynnndisleg lífsreynsla. Það eina sem kemst í hálfkvisti er útijóga í Svarfaðardalnum í sólskini með undirleik jaðrakan(an?)s.
Móðir mín fær semsagt ekki að brúka neina jógatíma á meðan ég verð hér. Enda er hún svo dugleg í barnabörnunum að ég sé þau varla nema þegar hún neyðist til að fara í vinnuna. Sem hún gerir ekki nema annan hvern dag. Svo ætlar veðrið líka að breyta þessu í sumarfrí hjá okkur. Búið að spá gargandi sól og blíðu hér það sem eftir er dvalar.
Börnin eru búin að vera dugleg að hnoðast úti í hraðminnkandi snjónum. Hraðbáturinn hefur tekið þvílíkum framförum á þessum fáu dögum og ferðast nú oftar á tveimur jafnfljótum en fjórum. Óðal feðranna ber heimsókn barnabarnanna alla jafna gríðarleg merki. Hér er allt tjá og tundri, þrátt fyrir miklar útivistir. Í gangi eru einnig miklar æfingar með svefntíma með það að augnmiði að fá angana til að vera hreyfingarlausa helst alveg fram undir átta á morgnana. Gengur ekkert sérstaklega.
Ég hef mestar áhyggjur af því að amman missi svefn. Þá meina ég aðallega þann sem hún fær sér venjulega yfir fréttunum á kvöldin. Núna er hér enginn svefnfriður nema í mesta lagi yfir blánóttina. (Nema auðvitað í morgun þegar Móðurskipið lagði sig "aðeins" aftur um hálfníuleytið og vaknaði hálftólf, og fann ömmuna úti í garði í miklu stuði með ormunum.)
Fréttir af Liverpool-förum eru stopular, en glaðlegar.
Jæjah. Best að fara að taka á sig náðir. Amman ætlar víst í vinnuna á morgun svo maður verður víst að standa sig. Meira að segja möguleiki á að við leggjumst eitthvað í heimsóknir, ef bráðnar sæmilega af gangstéttum.
Nú jógar venjulega hver með sínu lagi. Venjulega vil ég hafa augun lokuð allan tímann og hjá venjulega kennaranum mínum get ég það, nánast.
Jóga á Egilsstöðum er ekki fyrir neina aukvisa. Enda Ásmundur Þórarinsson hreint engin kjeeelling. Þegar maður er hjá nýjum kennara þarf maður að opna augun oft í tíma. Þegar ég jóga í golfskálanum að Ekkjufelli með úthéraðið fyrir framan nefið á mér loka ég þeim hins vegar ekki neitt. Hreint ynnndisleg lífsreynsla. Það eina sem kemst í hálfkvisti er útijóga í Svarfaðardalnum í sólskini með undirleik jaðrakan(an?)s.
Móðir mín fær semsagt ekki að brúka neina jógatíma á meðan ég verð hér. Enda er hún svo dugleg í barnabörnunum að ég sé þau varla nema þegar hún neyðist til að fara í vinnuna. Sem hún gerir ekki nema annan hvern dag. Svo ætlar veðrið líka að breyta þessu í sumarfrí hjá okkur. Búið að spá gargandi sól og blíðu hér það sem eftir er dvalar.
Börnin eru búin að vera dugleg að hnoðast úti í hraðminnkandi snjónum. Hraðbáturinn hefur tekið þvílíkum framförum á þessum fáu dögum og ferðast nú oftar á tveimur jafnfljótum en fjórum. Óðal feðranna ber heimsókn barnabarnanna alla jafna gríðarleg merki. Hér er allt tjá og tundri, þrátt fyrir miklar útivistir. Í gangi eru einnig miklar æfingar með svefntíma með það að augnmiði að fá angana til að vera hreyfingarlausa helst alveg fram undir átta á morgnana. Gengur ekkert sérstaklega.
Ég hef mestar áhyggjur af því að amman missi svefn. Þá meina ég aðallega þann sem hún fær sér venjulega yfir fréttunum á kvöldin. Núna er hér enginn svefnfriður nema í mesta lagi yfir blánóttina. (Nema auðvitað í morgun þegar Móðurskipið lagði sig "aðeins" aftur um hálfníuleytið og vaknaði hálftólf, og fann ömmuna úti í garði í miklu stuði með ormunum.)
Fréttir af Liverpool-förum eru stopular, en glaðlegar.
Jæjah. Best að fara að taka á sig náðir. Amman ætlar víst í vinnuna á morgun svo maður verður víst að standa sig. Meira að segja möguleiki á að við leggjumst eitthvað í heimsóknir, ef bráðnar sæmilega af gangstéttum.
15.3.09
Á Egilsstöðum
Mikið hrrrryllilega höfum við það nú gott. Alla jafna er frekar slæmt að afar og ömmur skuli vera svona óheppilega fjarri. Á móti kemur að þá sjaldan við hittum þau tökum við allt dekrið út í einu svakalegu óverdósi. Bara í dag hef ég fengið að leggja mig aftur um morguninn, fara út að labba og bara alla jafna hugsa um í mesta lagi eitt barn í einu.
Svo fór ég líka í kaupfélagið. (Sem heitir það alltaf, sama hversu mikið það fer á hausinn.) Ég nenni næstum aldrei að kaupa mér föt nema þegar ég kem hingað. Og í dag fékk ég að fara aaaalein í búð og verslaði mér alklæðnað á níuþúsundkall. Og verslaði ekki eina lufsu á börnin.
Svo erum við auðvitað búin að borða okkur til óbóta og fengum læri í hádeginu.
Á morgun fæ ég að brúka jógatíma móður minnar meðan hún passar börnin.
Freigátan fékk að fara út hvenær sem hún vildi í dag, skóflaði snjó, byggði snjókerlingar, hitti hundvinkonu sína síðan síðasta sumar, tvær langömmur... var enda sofnuð fyrir klukkan sex og ekki séns að vekja hana í kvöldmatinn. Hraðbátur kom lasinn austur en er allur að jafna sig og stefnir í að verða hitalaus á morgun. Heyrði í feðgunum sem urðu eftir í höfuðborginni, áðan. Þar ráða menn sér ekki fyrir tilhlökkun en eru ekki byrjaðir að pakka. Þeir fljúga til Manchester á morgun og stefna síðan á vit ævintýranna í borg Bítlanna.
Djull svakalega erum við öll að hafa það fínt í sjálftekna vorfríinu.
Munur að geta hagað sér svona! Er enn ákveðnari en áður í að gera aldrei neitt "af viti" eins og til dæmis að fá mér "almennilega vinnu" í lífinu. Þetta er svo alvarlega gaman.
Svo fór ég líka í kaupfélagið. (Sem heitir það alltaf, sama hversu mikið það fer á hausinn.) Ég nenni næstum aldrei að kaupa mér föt nema þegar ég kem hingað. Og í dag fékk ég að fara aaaalein í búð og verslaði mér alklæðnað á níuþúsundkall. Og verslaði ekki eina lufsu á börnin.
Svo erum við auðvitað búin að borða okkur til óbóta og fengum læri í hádeginu.
Á morgun fæ ég að brúka jógatíma móður minnar meðan hún passar börnin.
Freigátan fékk að fara út hvenær sem hún vildi í dag, skóflaði snjó, byggði snjókerlingar, hitti hundvinkonu sína síðan síðasta sumar, tvær langömmur... var enda sofnuð fyrir klukkan sex og ekki séns að vekja hana í kvöldmatinn. Hraðbátur kom lasinn austur en er allur að jafna sig og stefnir í að verða hitalaus á morgun. Heyrði í feðgunum sem urðu eftir í höfuðborginni, áðan. Þar ráða menn sér ekki fyrir tilhlökkun en eru ekki byrjaðir að pakka. Þeir fljúga til Manchester á morgun og stefna síðan á vit ævintýranna í borg Bítlanna.
Djull svakalega erum við öll að hafa það fínt í sjálftekna vorfríinu.
Munur að geta hagað sér svona! Er enn ákveðnari en áður í að gera aldrei neitt "af viti" eins og til dæmis að fá mér "almennilega vinnu" í lífinu. Þetta er svo alvarlega gaman.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)