12.4.08

Ef ekki væri fyrir ísöldina værum við strýtuþörungar

sagði Rannsóknarskip mér áðan, eftir sjónvarpinu. Áhugavert. Alveg er ég viss um að strýtuþörungar lifa spennandi lífi. Hann var semsagt að horfa á heimildarmynd um Jörðina.
Ég er einmitt búin að vera að huxa svolítið um ósonlagið sem enginn minnist á lengur. Kannski er það bara rigningarhaustið og hríðaveturinn en mér finnst sólin alveg ógurlega öskrandi björt og gul þessa dagana. Er eiginlega orðin alveg dauðleið á henni þegar hún loxins fer úr íbúðinni minni á kvöldin.
Er búin að komast að því að það er ekki endilega brjálaður kostur að hafa stofuna alla í suður og suðvestur.

Annars hef ég ekkert svakalegar áhyggjur af hlýnun jarðar. Er eiginlega alveg viss um að við komum til með að hafa tíma til að flýja til fjalla. Nema þetta endi eins og í Waterworld. Sem væri nú afleitt. Afspyrnu leiðinleg mynd.

Einn svaka góður punktur kom í lokin á þessum Jarðarþætti. Jörðinni stafar ekki hætta af mannkyninu. Við getum gert okkar versta, Jörðin jafnar sig á nokkrum ármilljónum. Mannkynið á hins vegar á hættu að útrýma sjálfu sér og hinum spendýrunum. En það kemur örugglega eitthvað annað í staðinn. (Strýtuþörungar?)

Og mér skilst að ósonlagið sé allt að jafna sig. Sennilega var það bara hárspreysúðun túberinganna og eitísins sem fór svona með það. Kannski lagast líka gróðurhúsaáhrifin þegar allir verða komnir á rafbíla. Verst að svo getur komið eldgos og rústað öllusaman.

Morguninn var annars afkastamikill. Fórum í heimsókn með börnin þrjú og kenndum fólki með eitt svoleiðis að meta kyrrðina.

11.4.08

Dekr

Æ, hvað mar er nú vel giftur alltaf.
Rannsóknarskipið kom snemma heim og tók hvítvoðunginn með sér að sækja leikskólabarnið og var jafnvel að spá í að fara síðan með þau í heimsókn. Ég er þess vegna ein heima (!) búin að fara í langt og ilmandi bað og hafa heilmikinn tíma í heimildavinnu. Sem felst í því að safna saman allri umfjöllun sem ég finn um leikfélagið Hugleik, á þessu stigi málsins. Ég er að reyna að hemja mig og safna öllu bara saman núna, en ekki lesa það allt. En tvær stórar og feitar opnugreinar gat ég ekki stillt mig um að skoða staf fyrir staf. Nefnilega greinarnar um ferðir Sálna Jónanna á leiklistarhátíð í Harstað og flakkið í framhaldinu.

Ég fór næstum að grenja. Hroðalega var gaman. Að huxa sér að einu sinni hafði maður aldrei farið á leiklistarhátíð! Svo er ég að fara að hitta Bingófólkið á sunnudaginn. En ég ætla einmitt að smygla mér með þeim á hátíð í Lettlandi í ágúst.

Það sem örlögin ofdekra mann.

En þegar þessi færsla er kláruð er þrenningin komin heim. Freigátan búin að detta í stiganum og fá myndarlega kúlu á ennið og Hraðbáturinn búinn að gubba á hreinu fötin mín.

Ojæja. Þetta var nú samt einkar góður klukkutími.

10.4.08

Url

Byrjum á byrjuninni.
Fyrirlesturinn var í morgun tilbúinn í tölvunni, en eftir að gera lokayfirlestur og prenta út.
En.
Freigátan reyndist hafa hita og þurfa að vera heima og Hraðbáturinn var í geðvonskukasti allan morguninn, svo fyrirlesturinn flutti ég óyfirlesinn, illa lyktandi og úldin. Talaði í hálftíma, mest um Hugleik, í samtímaleiklistarkúrsi, þar sem yfirlýst markmið er að sjá sem flest nýsamin íslensk leikrit, og gleymdi algjörlega að agitera fyrir sýningunni sem er í gangi, eða þeirri sem er eftir. Fáviti.

Spýttist að því loknu heim til að hleypa Rannsóknarskipi aftur í vinnuna og tóxt fyrir eitthvað kraftaverk að svæfa báða ormana og halda þeim þannig á meðan ég fundaði með leikstjóranum á óskrifaða leikritinu (sem á að verða tilbúið eftir 20 daga) (og er búið að selja nokkrar sýningar á.) (Íks!)

Að því loknu tók við að halda ormunum ógrenjandi þangað til Rannsóknarskip kæmi heim. Sem gekk ekki vel. Stofan var bakarofn og við fluttum út á svalir. Púllaði þó eitt megauppeldi. Freigátan hefur tekið uppá þeim leiða ávana að væla voða mikið ef allt er ekki nákvæmlega að hennar skapi. Í dag setti ég hana inn í rúm í einu vælukastinu og sat síðan þar hjá henni og útlistaði að ef menn vældu svona væru þeir þreyttir og þyrftu að fara að sofa. Eftir það þurfti ég ekki nema að minnast á það til að sú stutta steinhætti við að væla og biði þæg og góð eftir að ég hefði tíma til að sinna henni. En það þarf gjarnan aðeins að bíða eftir því þegar maður á lítinn og geðvondan bróður.

Heim spýttist Rannsóknarskip síðdegis, og ég í búð, ekkert var til. Fattaði reyndar í miðri búðarferð að ég var barnlaus í verslun, líklega í fyrsta sinn síðan einhvern tíma í fyrra, svo ég gat virt fyrir mér hillur, skoðað tilboð, og líklega munað eftir öllu sem vantaði. Endaði með að eyða formúgu (í kreppunni) og nú er allt til svo verðbólgan má koma. 

Svo var kvöldmatnum troðið í börnin og ég, ennþá illalyktandi og með gubb og hor á báðum öxlum, upp í Möguleikhús í miðasöluna fyrir 39 og 1/2 viku.

Geðveiki lokið? Eður quað?

Múgur og margmenni mætti til sýningar. Þegar vér miðaseljur vorum farnar að tjilla. Töldum sýningu hafna, kom annað í ljós. Einhver fjárinn hafði hlaupið í hljóðið, eða hlaupið með það, allavega heyrðist bara ekki baun í bala. Stórskotalið leikara og tæknimanna öthugði og öthugði og ljóst varð fljótlega að miklar aðgerðir þurfti og allt í einu var andfúla miðaseljan bara aftur komin með fullt anddyri mispirraðra áhorfenda sem veita þurfti skemmtan og upplýsingu eftir því sem við átti. Og bjór.

Af stað komst sýningin þó um síðir, eftir merkilega fáar endurgreiðslur. Eftir hlébjórsöluna skaust Móðurskipið heim, eins og elding, til að taka kolbrjálaðan Hraðbátinn af Rannsóknarskipi sem nú situr og fer yfir próf.

Sú andfúla getur hins vegar ekki hætt að múltítaska, horfir á sjónvarpið, bloggar og hefur ofan af fyrir Hraðbátnum sem er venju fremur ör og skrafhreyfinn, líklega af allri stressuðu mjólkinni sem hann hefur fengið í dag.

Vonandi sofnar hann þó fljótlega. Sú gamla ætlar þá að hitta tannburstann sinn og fara í LangÞráð bað.

Árangur daxins:
- Leikritið sem þarf að skrifast á næstu 20 dögum þarf að skrifast talsvert betur, en þó ekki jafnmikið og ég bjóst við. Sem er gott. Þó vantar í það nokkur stuð.
- Ritgerðin sem skila á uppkasti af eftir 20 daga og endanlegri eftir 35 hefur tekið á sig einhverja stefnu. Sem ég man vonandi ennþá næst þegar ég má vera að því að vinna í henni.

Á morgun heldur nefnilega belunin áfram. Fyrramáls fer Rannsóknarskip með Freigátuna á Barnaspítala Hringsins þar sem á að skafa úr eyrunum á henni og skoða nefkirtlana. Eftir skóla hjá Smábátnum á síðan að skulta honum í röngtenmyndatöku þar sem hann meiddi á sér fótinn um síðustu helgi og hefur verið eitthvað skakklappandi síðan.

Og við Rannsóknarskip finnur bæði fyrir byrjunareinkennum flensu.
Ef ein helvítis pestin enn er komin í hús er séns að ég missi restina af vitinu.

9.4.08

Horfi út í snjóinn

og í útvarpinu heyrist:

Nagladekkin eiga að fara af 15 apríl. Vertu tímanlega.

Svo koma fréttir af hálkuslysum morgunsins.

Soldið súrró.

Eins og leiklistarmannfræðiskólinn hans Barba.
Fyrirlesturinn mjakast samt og mjakast...

8.4.08

Óskast

Eyddi morgninum í að borga reikninga og panta tíma hjá læknum.
Vantar ritara.

Allir gestir í dag fengu að passa 1 eða fleiri barn á meðan ég gerði kaffi.
Vantar ráðskonu.

Skil ekki orðin í kenningum mannsins sem ég ætla að brúka í fyrirlestri ekkjámorgun heldur hinn.
Vantar heila.

Bara eitt að gera í stöðunni. Muna vel og vandlega setningu sem ég fékk einu sinni í zen-tarrottinu og hef hangið á með nöglum og tönnum geðheilsu minnar síðan:
There's more important things in life then being on top of things.
Lauslega þýtt:
Ýmislegt er mikilvægara en að hafa allt á hreinu.
Það er nú gott.

Í öðrum fréttum er það að ég skrifaði lítið eintal fyrir nokkrum árum. Svo gleymdi ég því. Í gær hringdi maður og vildi fá að leikstýra því. Ég varð glöð og hissa. Í dag hringdi annar maður og vildi líka setja upp sama eintalið. Varð meira hissa. Vill til að til eru tvær útgáfur af því. Og gaman væri líka að sjá það í tveimur mismunandi uppsetningum. 
Það væri vissulega ofdekur við höfundinn, en það má láta sig dreyma.

Í leikstjóra verxins sem ég á að vera að skrifa hefur ekki heyrst. Sem er eins gott þar sem ég má ekkert vera að því að tala við hann fyrr en á föstudaginn. Þá verður nefnilega allt gott.

---

Þegar ég póstaði sá ég hvaða dagur er. Það er brúðkaupsafmælið okkar. Dagur er að kveldi kominn, ég var búin að gleyma því og Rannsóknarskip er útí bæ að horfa á fótbolta.
Bara gargandi rómantík á tveggja ára ammlinu...

6.4.08

Freigátusögur


Freig��tan er tveggja ��ra. Stundum er h��n alveg hro��alega ������g, grenjar og tekur frekjuk��st �� opinberum vettvangi ��egar s��st skyldi. Stundum heyrir h��n alls ekki hva�� er sagt vi�� hana. ��g veit ekki hvort ��a�� er vegna eyrnab��lgu e��a vegna fa��ernis hennar, sem heyrir ��egar �� hann er yrt �� um 50% tilfella. Svo er h��n alveg svakalega str����in og finnst h��n gjarnan fyndin ��egar h��n gerir ��fugt vi�� ��a�� sem henni er sagt. H��n hefur ��v�� heyrt ��msar skammir, sem hrynja reyndar af henni algj��rlega eins og vatn af g��s.

Einhvern t��ma raxt ��g s����an �� eitthva�� uppeldisr���� var��andi ��a�� a�� me�� ��v�� a�� segja svo ungum b��rnum a�� gera ekki eitthva�� v��ri ma��ur �� rauninni bara a�� gefa ��eim hugmyndir a�� einhverju sem gaman v��ri a�� gera. Ma��ur ��tti ��v�� ekki a�� segja ��eim hva�� ��au eigi ekki a�� gera, heldur ��a�� sem ��au eigi a�� gera. Og reyna a�� beina athyglinni eitthvert anna�� ef ekki vill betur. ��g er a�� pr��fa ��etta, og ��a�� er alveg a�� bera talsver��an ��rangur.

����an hetja��ist ��g vi�� a�� senda Ranns��knarskip �� Kringluna og var ein heima me�� ��au tv�� litlu �� me��an. ��egar Hra��b��turinn var a�� bor��a f��kk Freig��tan ������g��arkast og f��r a�� henda pleim��d��ti um allt g��lf. Minnug ekki ekki reglunnar stillti ��g mig um a�� segja henni a�� gera ��a�� ekki, e��a h��tta ��v��, og svo kom eitthva�� �� Stundinni okkar sem vi�� g��tum horft saman ��. A�� ��v�� loknu skipa��i ��g henni a�� t��na n�� upp ��a�� sem h��n hef��i hent �� g��lfi��. H��n h��fst ��egar handa vi�� ��a�� og sag��i:��
- J��, og skammast m��n!

Forgangur?

Hvílík forkunnargeðveiki sem er að gera, allt í einu. Móðurskipið gengur fyrir kaffi og spýtist um, útúrstressað og þorir ekki að láta eitt einasta sekúndubrot fara til spillis. Þessi færsla gerir það ekki heldur, hún á að vera fræðileg rannsóknarúttekt á því hvort ekki megi fleygja fyrir róða einhverju verkefni.

Þýðingar:
Svosem kannski það leiðinlegasta. En gengi Bandaríkjadalsins hefur ekki verið annað eins um aldaraði, svo ég tími ekki í frí frá því akkúrat núna.

Ritgerð:
Tæknilega séð þarf ég ekki einu sinni að klára einingarnar fimm sem lánasjóðurinn vill að ég klári á önninni, (fæ ívilnun vegna barneignar og 75% lán þó ég klári ekki fleiri) þar sem ég á 5 aukaeiningar frá því fyrir áramót. En á þeim er ég að nískast þar sem ég geri rannsóknarverkefni í haust (sem ég geri reyndar í sumar) og get þess vegna fengið 75% lán í haust fyrir að gera mest lítið. Sem ég þarfnast þar sem ég tek fæðingarorlofið í sumar og Hraðbáturinn verður orðinn miklu fyrirhafnarmeiri í haust þegar hann verður farinn að skríða og velta. Svo, nei, ekki get ég sleppt ritgerðinni.

Leikrit:
Það er ekki til í mínum karakter að segja nei þegar ég er beðin um að skrifa leikrit og jafnvel hótað fjárgjöf fyrir. Reyndar er það á hóld í augnablikinu, leikstjóri á eftir að tímasetja fund þar sem hann ætlar að segja mér hvað er að því. (Er hálfpartinn að vona að hann segi mér að troða því upp í félaxheimilið á mér. Það væri þá einu verkefninu sjálfhætt.)

Börnin:
Vil ég síðan síst alls vanrækja. Þau verða víst ekki eilíflega hjá manni. Eins og maður hrökk svakalega upp við um daginn þegar það elsta fór allt í einu í mútur. Enda finnst mér mjög stutt síðan ég var sjálf barn en nú hafa samt foreldrar mínir verið einir í kotinu í bráðum áratug. Svo það er vissara að leika við krakkana sína, og mikið af því, áður en þau hætta endanlega að hafa tíma til þess.

Heimilið:
Er það sem þarf stundum að vera afgangs, en það er hreint ekki gott þegar maður er eiginlega í of fáum fermetrum og hvert smádrasl verður til þess að nálinni hættir að vera niður stingandi og ófært verður í sum herbergi. En gagnger endurskipulagning verður víst að bíða betri tíma.

En í augnablikinu er Smábáturinn enn fyrir norðan og litlu ormarnir sofandi, svo það er best að hella í sig meira kaffi og halda áfram að ramba á barmi albrjálæðis með geðofsaglampa í augum.