3.10.03

Hélt ég myndi eiga mjög rólegan morgun í vinnunni, ein á minni hæð og svona. Ekki aldeilis, hingað ruddust inn allir verkalýðsforkólfar landsins í skoðunarferð, nýkomnir innan af Kárahnjúkum alveg rasandi yfir ástandinu þar, þar að auki fastir fyrir austan vegna anna í flugi.
Semsagt, morguninn fór mikið í verkalýðsmál.

Svo er snjókoma. Ég held menn verði bara að sæta sig við það að veturinn í vetur ætlar að vera öflugur og erfiður, allavega hérna megin á skerinu.

Nú er ég að verða komin í helgarleyfi frá mínu lífi og fer í bæinn að hitta önnur líf og leikfélög. Er annars komin með hálfgerð fráhvörf frá geðsjúklingunum mínum í Gaukshreiðrinu eftir 5 daga pásu og hlakka mikið til að halda áfram í því dæmi á mánudaginn.
Mikið gaman.

1.10.03

Lenti í miklum hremmingum á fríkvöldinu fyrir framan sjónvarpið. Á ákveðnum tímapunkti stóð valið um að glápa á skandinavískan listdans og Völu Matt heima hjá Bó Hall. Skemmst frá því að segja að ég var næstum búin að éta af mér hausinn í hamslausum leiðindum og fór og gróf upp einu vídjóspóluna sem ég á.

Ræð mönnum eindregið frá fríkvöldum, nema þeir hafi aðgang að góðum og vanabindandi tölvuleik, góðu glápsafni og/eða einhverjum til að káfa á í sófanum á meðan.

Hingað streyma annars skólabörn í hrönnum í dag, fyrirsjáanlegar æfingar með kellunum mínum á "Sambekkingum" þau kvöld sem eftir eru fram á föstudag, en það er einmitt uppáhalds dagurinn minn ;-)

30.9.03

Jæja.
Þetta er undarleg vika, leikstjórinn í burtu og í kvöld þarf ég ekki að gera NEITT! Er næstum viss um að það er ekkert í sjónvarpinu þannig að það verður örugglega bara leiðinlegt.
Við erum annars byrjuð að æfa leikrit fyrir örleikritahátíðina góðu (sem verður í Borgarleikhúsinu 25. október, daginn eftir frumsýningu á Gaukshreiðrinu). Við erum að æfa leikritið "Sambekkingar" eftir Dr. Tótu með leikonunum Ástu Jóhannsdóttur, Guðlaugu Ólafsdóttir (Gullu) og Guðrúnu Gunnarsdóttur (mömmu hennar Halldóru). Eins og þeir sem til þekkja geta ímyndað sér þá eru þær leikæfingar skemmtilegar samkomur, svo ekki sé meira sagt.
Er að huxa um að fara á Eskifjörð og skoða Erró sýningu seinnipartinn, og blaðra svo um það í útvarpið í vikunni.
Gamangaman.