Ég er ekki viss um að hún fái neitt í jólagjöf!
23.11.07
Ögglí Mamma
Freigátan hefur tekið uppá því að benda á ljóta fésið á Ögglí Bettí hvar sem hún sér það, og segja, hátt og snjallt, þó hún sé úti í búð: MAMMA!
M-Dagar
Nú eru Mánudagar og Miðvikudagar orðnir Meðgöngudagar. Var að skrá mig í Meðgöngujóga, sem ég fer í í hádeginu á M-dögunum, á undan bumbusundinu. Ég var búin að ákveða að þegar skólinn yrði búinn ætlaði ég þvílíkt að einbeita mér að því að vera svo innnnlifað ólétt að annað eins hefði ekki sést.
Enda bara um að gera. Nú eru ekki nema 2 mánuðir eftir af þessari óléttu sem ég hef annars lítið mátt vera að því að velta mér uppúr, og maður veit aldrei hvenær manns síðasta ólétta er upp runnin.
Ofurlítil Duggan er annars alveg steinhætt við að vera róleg. Þvert á móti held ég að hún sofi aldrei og hún er farin að sparka meira og fastar en ég man eftir að Freigátan hafi gert á sama aldri. Sem gerir það að verkum að mér finnst hún enn meira vera strákur. (Fordómar? Já.)
En nú þarf ég að afla mér upplýsinga. Um ýmislegt. Mér finnst ég hafa átt að eiga Inferno Dantes hérna einhversstaðar. Er að velta fyrir mér hvort ég á að nenna að leita hér, eða fara bara beint í hlöðuna til að finna út úr því. Okkur vantar svona Heimilis-Gegni. Sem segir manni hvaða bækur eru til, og hvar þær eru staðsettar í húsinu. (Þó það geti verið: "Á bak við hilluna í stofunni" eða "Undir náttborðinu hans Árna". Svo þarf ég að athuga samræmda vestræna stafsetningu á nokkrum arabískum orðum og komast að einhverjum aðalatriðum um Ottoman heimsveldið. (Kóranfjandinn.) Og er ekki enn byrjuð að þýða helv... viðbjóðsljóðin úr Blómum illskunnar eftir Baudelaire. Hefur annars nokkur dundað sér við að þýða ljóðin Til lesandans og Hræ úr þeim bálki, sér til skemmtunar? Ég á að gera einhverja tilraun, en hef bara ekki fengið andann yfir mig.
Altént gaman að það skuli vera föstudagur. Ástæðan fyrir nýlegafundnu dálæti mínu á föstudögum er reyndar tiltölulega áttrætt. Hún er sú að þá get ég hlustað á Óskastundina hjá Gerði G. Bjarklind á milli 9 og 10 á morgnana. Ég held það sé uppáhaldsútvarpsþátturinn minn. Óskalagaþáttur eldri borgara.
Best að reyna að gera eitthvað, fram að sundi.
22.11.07
Ekki nóg með
að hinir bráðskemmtilegu skólamiðvikudagar séu orðnir þungir í togi, þeir eru farnir að hafa hin mestu eftirköst. Er alveg eins og öjmingi í dag og nenni engu. Byrjaði á að fara á Bandalagið og trufla fólk í vinnunni og drekka frá því kaffi. Kom heim og leysti úr einhverju af aðgerðalista daxins, en þurfti svo að leggja mig. Og svaf eins og grjóthnullungur í tvo tíma. Og borðaði svo allt sem til var.
Komin aftur að tölvunni, en gæti alveg bara auðveldlega farið aftur að sofa. Ætla nú samt að reyna að gera eitthvað á meðan ég píska Smábát áfram í píanóæfingunni þangað til hann fer í tónfræðitíma, og þangað til ég sæki Freigátuna. En ljóst er að ýmislegt verður eftir af aðgerðalista daxins.
Ætla síðan að sækja Freigátuna snemma (þarf reyndar að versla fyrst, af því að ég borðaði allt) og svo ætlum við mæðgur að hafa það þvílíkt náðugt seinnipartinn. Hún er búin að vera með mikið mömmukast og setur upp eitthvað á bilinu stóra skeifu til hágrenjs þessa dagana þegar ég skil hana eftir á leikskólanum. En svo er víst allt í himnalagi með hana þegar ég er búin að hypja mig úr auxýn. Nema hvað hún er víst óttalega léleg að borða. Hvaðan sem hún hefur það nú...
Hún fær allavega góðan mömmutíma í dag áður en kemur að því að pína í hana kvöldmatinn.
Og rétt að vekja athygli á því að Rannsóknarskip hefur allt í einu tekið upp á því að blogga á hverjum degi, marga daga í röð!
Komin aftur að tölvunni, en gæti alveg bara auðveldlega farið aftur að sofa. Ætla nú samt að reyna að gera eitthvað á meðan ég píska Smábát áfram í píanóæfingunni þangað til hann fer í tónfræðitíma, og þangað til ég sæki Freigátuna. En ljóst er að ýmislegt verður eftir af aðgerðalista daxins.
Ætla síðan að sækja Freigátuna snemma (þarf reyndar að versla fyrst, af því að ég borðaði allt) og svo ætlum við mæðgur að hafa það þvílíkt náðugt seinnipartinn. Hún er búin að vera með mikið mömmukast og setur upp eitthvað á bilinu stóra skeifu til hágrenjs þessa dagana þegar ég skil hana eftir á leikskólanum. En svo er víst allt í himnalagi með hana þegar ég er búin að hypja mig úr auxýn. Nema hvað hún er víst óttalega léleg að borða. Hvaðan sem hún hefur það nú...
Hún fær allavega góðan mömmutíma í dag áður en kemur að því að pína í hana kvöldmatinn.
Og rétt að vekja athygli á því að Rannsóknarskip hefur allt í einu tekið upp á því að blogga á hverjum degi, marga daga í röð!
21.11.07
Ég sofnaði í lyftunni
á leiðinni frá fjórðu niður á fyrstu í Árnagarði í dag. Greinilega orðin of ólétt fyrir löngu miðvikudagana. Eins gott að útvarpsþáttagerðin kláraðist í dag. Þar með myndaðist át og sundgat á miðjum miðvikudögum. Svo klárast eitt á viku hér eftir, sýnist mér.
Líka farin að þurfa að forgangsraða þvottinum betur. Bumban er farin að standa út úr næstum öllu sem ég á. Veit ekki hvað ég heiti núna.
20.11.07
Þar sem háir haugar...
Stundum er maður alveg hrrroðalega stressaður. Þannig er ég búin að vera fyrir þennan dag. Vissi samt að ég hefði "einhvern tíma" milli mæðraskoðunar og stúdíós. Svo að lokayfirferðir og útprentanir á öllu þessu mikilvæga sem ég er að fara að gera í dag fengu að bíða fram á "síðustu stundu". Sem gerði það að verkum að ég var búin með alltsaman og orðin fullkomlega tilbúin og niðurpökkuð ofan í skólatösku tveimur tímum áður en ég átti að mæta neinsstaðar.
Góð ráð voru dýr. Hvað skyldi fá það óþvegið, af fyrirliggjandi?
Eftir að hafa huxað mig vel og vandlega um fattaði ég að ég sat í "skrifstofunni" eins og aukaherbergið heitir þessi árin, við alvarlega hættu á skriðuföllum fjalla úr hreinum þvotti, bókum og pappír hverskonar. Ég horfði huxi í kringum mig og ákvað að við svo búið mætti ekki standa.
Nú er hver einasta pjatla af fjölskyldunni komin á sinn lögboðna stað, nema það sem enn er óþvegið. Bókum og öðrum pappír hefur ennfremur verið raðar og staflað í þartilgerðar hillur og pappírsstaflar sem bíða flokkunar gera það nú þannig staðsettir að ekki stafi af þeim skriðuhætta. Og heldur er ég nú montin. Þetta hefur staðið lengi til. Og enn er klukkutími til stefnu.
Ekki skal ég þó þverþræta fyrir það að enn er líklega meirihluti heimilisins í megnustu óreiðu. Afstaða milli hluta er oftar en ekki órökrétt og fæst sem er í gólfinu á að vera þar. En ég skammast mín ekki baun. Við hjón erum búin að vera svo óstjórnlega dugleg utan heimilis undanfarið að það má alveg vera drasl. Gólfið er hvort sem er svo ljótt að það er bara betra að það sjáist ekki.
Mæðraskoðun var annars með öllu tíðindalaus. Ég er ekki með neinn blóðþrýsing af viti, frekar en venjulega. (Rannsóknarskip lét hins vegar mæla sinn í gær og á að fara í svoleiðis í hverri viku... virkar hann sem týpan sem er með háan blóðþrýsting...?) Ofurlítil Duggan virðist vera í réttri stærð, er með fínan hjartslátt og er farin að hreyfa sig engu minni er Freigátan gerði, þrátt fyrir að hafa farið rólega af stað í því. Þyngdaraukning Móðurskips, með öllu, er ennfremur algjörlega í neðra meðallagi. Það eina sem kom í ljós var að Móðurskipið er heldur lágt í járni, svo það er víst betra að fara að éta spínat og kjet.
Enda er komið hádegi, svo það er best að gera það undireins.
Góð ráð voru dýr. Hvað skyldi fá það óþvegið, af fyrirliggjandi?
Eftir að hafa huxað mig vel og vandlega um fattaði ég að ég sat í "skrifstofunni" eins og aukaherbergið heitir þessi árin, við alvarlega hættu á skriðuföllum fjalla úr hreinum þvotti, bókum og pappír hverskonar. Ég horfði huxi í kringum mig og ákvað að við svo búið mætti ekki standa.
Nú er hver einasta pjatla af fjölskyldunni komin á sinn lögboðna stað, nema það sem enn er óþvegið. Bókum og öðrum pappír hefur ennfremur verið raðar og staflað í þartilgerðar hillur og pappírsstaflar sem bíða flokkunar gera það nú þannig staðsettir að ekki stafi af þeim skriðuhætta. Og heldur er ég nú montin. Þetta hefur staðið lengi til. Og enn er klukkutími til stefnu.
Ekki skal ég þó þverþræta fyrir það að enn er líklega meirihluti heimilisins í megnustu óreiðu. Afstaða milli hluta er oftar en ekki órökrétt og fæst sem er í gólfinu á að vera þar. En ég skammast mín ekki baun. Við hjón erum búin að vera svo óstjórnlega dugleg utan heimilis undanfarið að það má alveg vera drasl. Gólfið er hvort sem er svo ljótt að það er bara betra að það sjáist ekki.
Mæðraskoðun var annars með öllu tíðindalaus. Ég er ekki með neinn blóðþrýsing af viti, frekar en venjulega. (Rannsóknarskip lét hins vegar mæla sinn í gær og á að fara í svoleiðis í hverri viku... virkar hann sem týpan sem er með háan blóðþrýsting...?) Ofurlítil Duggan virðist vera í réttri stærð, er með fínan hjartslátt og er farin að hreyfa sig engu minni er Freigátan gerði, þrátt fyrir að hafa farið rólega af stað í því. Þyngdaraukning Móðurskips, með öllu, er ennfremur algjörlega í neðra meðallagi. Það eina sem kom í ljós var að Móðurskipið er heldur lágt í járni, svo það er víst betra að fara að éta spínat og kjet.
Enda er komið hádegi, svo það er best að gera það undireins.
Ef það skyldi skemmta einhverjum
finnst mér rétt að skýra frá því að NjarðarSkjöldurinn var afhentur í Iðnó klukkan hálfníu í morgun.
Einmitt þá sátum við Freigátan og lásum Fasteignablaðið.
Hún vill fá hús með rólum fyrir utan.
Svo tjáir hún manni reglulega að hún vilji fisk, þessa dagana, en það er vegna þess að hún varð fyrir bókmenntalegum áhrifum á degi íslenskrar tungu. Ef íslenskir höfundar eru að reyna að selja barnabækur; það borgar sig greinilega að fara og vera með upplestur í leikskólum. Jafnvel á kríladeildinni. Freigátan hefur síðan setið með bókatíðindin og potað í myndina af bókinni "Ég vil fisk" auk þess að hafa titilinn yfir hátt og í hljóði oft á dag. Við ætlum nú samt að reyna að láta það bíða til jóla að hún eignist þetta ágæta skáldverk.
Þá er að athuga hvað Ofurlítil Duggan vill í dag.
Er á leiðinni í mæðraskoðun.
19.11.07
Hættur á heimilum
Rannsóknarskip bað Smábát að leggja á borð fyrir kvöldmatinn.
Smábátur brást hið besta við, þar til hann missti ("missti"?) disk ofan á tærnar á Rannsóknarskipi.
Rannsóknarskip fékk pulsuna sína inn á bað þar sem hann sat og kældi á sér vesalings tásurnar.
Ljóst er að næst þegar Rannsóknarskip óskar eftir aðstoð Smábáts við heimilisstörfin verður það úr felum.
Meik or breik
Í dag er undirbúningsdagur fyrir einn af þessum Afar Mikilvægu Dögum sem allt virðist hrúgast á. Á morgun er nefnilega einn svoleiðis.
- Um morguninn er mæðraskoðun. Undirbúningur fyrir hana er reyndar minniháttar, þarf bara að finna blaðið sem ég fékk í sónarnum fyrir margt löngu... en hef óljósan grun um hvar það er.
- Eftir hádegi verður gerð önnur tilraun til upptöku útvarpsþáttarins sem klúðraðist svo eftirminnilega í þarsíðustu viku. Ég er búin að laga handritið að öllum reglum kúnstarinnar og koma öllum upptökum yfir á form sem allar græjur í útvarpshúsinu eiga að skilja. Á reyndar eftir að skella öllu saman á pugg, en það ætti að vera létt verk. Svo er bara að vona að tæknin stríði okkur ekki neitt. Á líka eftir að prenta út í þríriti.
- Svo er að æða beinustu leið þaðan í þýðingafræðitíma þar sem ég þarf að halda fyrirlestur upp úr grein um skjátexta. Ég er nokkurn veginn búin að skrifa hann og gera slatta af kraftbendilsglærum máli mínu til útskýringar. Á bara erftir að reyna að vinna soldið í þessu, setja sjóið á nemendasvæðið mitt (þá get ég náð í það beint í tölvuna með skjávarpanum í dýflissu XI. Tæknin.) og svo nottla prenta út og svona.
Eftir þennan þýðingamikla dag sem hefur úrslitaáhrif í helmingnum af náminu mínu, get ég síðan haldið upp á að hann sé búinn með því að láta fara vel um mig og horfa á....
EKKERT Í SJÓNVARPINU.
Auðvitað þarf þetta að vera fokkíng þriðjudagur.
18.11.07
Dagar...
Á miðvikudaginn verður dagur forvarna. Um daginn var dagur íslenskrar tungu. Svo þurfti líka í síðustu viku að halda upp á afmæli Astridar Lindgren og Jóns Sveinssonar. Konur hafa, að mig minnir, allavega þrjá daga á ári. Svo eru dagar geðfatlaðra, björgunarsveita, barna, gamalmenna... ég held það stefni í að allir þjóðfélagshópar, sjúkdómar, öll vandamál og allir minnihlutar verði komnir hver með sinn dag.
Nú hlusta ég mikil á Rás 1 þessa dagana, og mér finnst ekki líða þannig vika að ekki sé "dagur" einhvers. Og þeim fjölgar með hverju árinu. Alltaf eru fleiri og fleiri að gera eitthvað merkilegt, og deyja svo, og alltaf er verið að grafa upp fleiri og fleiri dauða snillinga og brúka afmælisdagana þeirra í einhver bráðnauðsynleg baráttumál. Og ekki skal ég mæla á móti því, flest eða allt eru þetta ógurlega merkilegir málafrlokkar og fólk sem verið er að halda uppá og vekja athygli á með öllum þessum dögum.
En fer ekki hinn venjulegi dagur að verða í útrýmingarhættu? Ég held að það þurfi hið snarasta að taka einn dag frá, sem þar og með verður kallaður Venjulegi dagurinn. Og það verður bannað að tileinka hann einu eða neinu. Þetta á bara að vera svona dagur til að fara í vinnuna, setja í vél, horfa á sjónvarpið og bora í nefið. Og ef hann þarf að miðast við einhvern þrælómerkilegan vikudag. Ekki mánaðardag því hann má alls ekki lenda á helgi.
Þetta gæti til dæmis verið annar þriðjudagurinn í október, eða eitthvað þannig.
Ég held mest upp á venjulegu dagana. Þessa sem eru ekki tileinkaðir neinu og fara bara í daglegt amstur og ekkert sérstakt stendur til. Þeir eru bestir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)