Íbúðin sem við erum nú að fara að flytja í datt í hausinn á okkur um kvöldmatarleytið fyrir svosem hálfum mánuði síðan. Rétt í því sem ég var að skella grjónagrautnum á borðið hringdi systir mín og hafði séð hana auglýsta á fésinu, þannig að ég hékk í símanum, fór á feisbúkk, svo aftur í símann... og á allt þetta gerðist á kvöldmatar- og háttatíma yngri kynslóðarinnar.
Olli það ýmsum óróleika.
Til dæmis skrifaði Hraðbáturinn með grænum tússlit á gólfið. Pabbi hans þreif það upp um leið og upp komst og sagði: „Þetta má alls ekki! Ég er búinn að selja þetta gólf!“
Þegar átti síðan að fara að hátta var sá stutti allur grænn um munninn. „Hann sleikjaði gólfið!“ sagði systir hans. Þá hafði hann skrifað meira á gólfið, en brugðið á það ráð að sleikja það upp, þar sem gólfið væri, jú, orðið annarra eign.
Í morgun var ég heima með veika Freigátu. Hún er orðin ansi flutningaspennt og vill helst pakka niður öllu dótinu sínu. Sem ég er alltaf að reyna að útskýra fyrir henni að borgi sig ekki að gera strax, þar sem þau þurfi að leika sér að því í þessa níu daga sem eru fram að flutningum. (Auk þess sem það er nú mest í kössum, alla jafna... tja, þegar er nýbúið að taka til.)
Þegar ég var að gefa henni lýsi í hádeginu sullaði ég á gólfið. Þá kvein í henni: „Mamma! Þú ert búin að selja þetta gólf!“
Í fyrramálið förum við og göngum endanlega frá sölunni á gólfinu. Þá eigum við ekkert gólf sem bankinn getur kippt undan okkur, lengur.
Vonandi getum við notið þess í einhver ár að reyna að skemma ekki gólfið hans Ella P.
24.3.11
21.3.11
Breytingar!
Annasöm helgi að baki.
Það er helst í fréttum að nú erum við bara að flytja til Kópavox eftir hálfan mánuð!
Skoðuðum íbúðina hans Ella frænda. Hún er STÓR! Allt sófasettið kæmist inn í stofuna í einu, líklega verður hægt að fara báðumegin fram úr hjónarúminu, hárblásarinn kemst fyrir inni hjá unglingnum og allskonar lúxus sem við erum ekki vön. Já, og allir skór veraldar komast fyrir í forstofunni. (Fjölskyldan sem hefur ekki haft forstofu í 5 ár sér nú frammá að detta jafnvel bara ekki um neitt þegar komið er inn úr dyrunum!
Elli frændi verður fjölskyldudýrðlingurinn.
(Allavega þangað til íbúðin selst og hann hendir okkur út. En, er á meðan er.)
Aðrir en ég í fjölskyldunni eru nú samt svolítið tvíbentir yfir breytingum. Þetta eru óttalegar breytingafælur. Ný tegund af klósettpappír getur alveg valdið andvökum. En ég læt það ekki á mig fá. Mér finnst skemmtilegt að breyta. Allavega svona rækilega til batnaðar. Hlakka óstjórnlega til vorsins í nágrenni allra útivistardásemda Fossvogsdals og hef fulla trú á að allir lifi hamingjusamir til æviloka. Hvorki meira né minna.
Svo fór ég á tvenna tónleika með Band on Stage um helgina. Gaman var það. Á daginn var ég síðan dáldið mikið einstæð móðir þar sem Smábátur og Rannsóknarskip eru nú á lokasprettinum í æfingum á söngleiknum Hairspray sem hún Sigga Birna er að setja upp með Hagaskólaliðinu. Það er því hætt við að við sjáum þá feðga ekki mikið fyrr en bara við flutninga.
En það er kominn tími til að viða að sér kössum og setja ofan í þá. Já, og henda dáldið rækilega. Mig langar að fara aðeins í gegnum gleymsluna áður en brestur á með flutningum.
Sölufundurinn af okkar íbúð er á föstudaginn og þá fáum við væntanlega á hreint hvað nýir eigendur vilja að við verðum snögg að drífa okkur út.
Innanum kassa-niður-í-pökkun næstu helgar verður haldið Hugvísindaþing í HÍ. Hvar ég ætla að segja hluti í málstofu um leikhús. Hvurt ég þarf að ákveða, hanna og skrifa í þessari viku. Orðin brjálæðislega langt á eftir áætlun á þessari önn. Þarf virkilega að hífa rannsóknina upp á raðskatinu í apríl. Sem er grimmastur mánaða.
Grrrrr.
Það er helst í fréttum að nú erum við bara að flytja til Kópavox eftir hálfan mánuð!
Skoðuðum íbúðina hans Ella frænda. Hún er STÓR! Allt sófasettið kæmist inn í stofuna í einu, líklega verður hægt að fara báðumegin fram úr hjónarúminu, hárblásarinn kemst fyrir inni hjá unglingnum og allskonar lúxus sem við erum ekki vön. Já, og allir skór veraldar komast fyrir í forstofunni. (Fjölskyldan sem hefur ekki haft forstofu í 5 ár sér nú frammá að detta jafnvel bara ekki um neitt þegar komið er inn úr dyrunum!
Elli frændi verður fjölskyldudýrðlingurinn.
(Allavega þangað til íbúðin selst og hann hendir okkur út. En, er á meðan er.)
Aðrir en ég í fjölskyldunni eru nú samt svolítið tvíbentir yfir breytingum. Þetta eru óttalegar breytingafælur. Ný tegund af klósettpappír getur alveg valdið andvökum. En ég læt það ekki á mig fá. Mér finnst skemmtilegt að breyta. Allavega svona rækilega til batnaðar. Hlakka óstjórnlega til vorsins í nágrenni allra útivistardásemda Fossvogsdals og hef fulla trú á að allir lifi hamingjusamir til æviloka. Hvorki meira né minna.
Svo fór ég á tvenna tónleika með Band on Stage um helgina. Gaman var það. Á daginn var ég síðan dáldið mikið einstæð móðir þar sem Smábátur og Rannsóknarskip eru nú á lokasprettinum í æfingum á söngleiknum Hairspray sem hún Sigga Birna er að setja upp með Hagaskólaliðinu. Það er því hætt við að við sjáum þá feðga ekki mikið fyrr en bara við flutninga.
En það er kominn tími til að viða að sér kössum og setja ofan í þá. Já, og henda dáldið rækilega. Mig langar að fara aðeins í gegnum gleymsluna áður en brestur á með flutningum.
Sölufundurinn af okkar íbúð er á föstudaginn og þá fáum við væntanlega á hreint hvað nýir eigendur vilja að við verðum snögg að drífa okkur út.
Innanum kassa-niður-í-pökkun næstu helgar verður haldið Hugvísindaþing í HÍ. Hvar ég ætla að segja hluti í málstofu um leikhús. Hvurt ég þarf að ákveða, hanna og skrifa í þessari viku. Orðin brjálæðislega langt á eftir áætlun á þessari önn. Þarf virkilega að hífa rannsóknina upp á raðskatinu í apríl. Sem er grimmastur mánaða.
Grrrrr.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)