Ég er þreytt eftir þennan vetur. Og líka svolítið extra í dag, eftir að hafa setið með góðu fólki niðri á Unga yfir bjór, þar sem við sátum og hlógum eins og hýenur langt fram yfir miðnætti.
Hlátursköst eru smitandi. Og örugglega meinholl. En ég gæti ekki haft eftir neitt af bullinu sem við vorum að hlæja að. Ég man ekkert af því. En gaman var.
En ég er með vorþreytu. Þó ég sé að hitta fólk sem mér finnst skemmtilegt að hitta, dettur mér sjaldan neitt í hug að segja við það. Þó bærinn sé að springa úr skemmtilegum menningarviðburðum, finnst mér best að horfa bara á sjónvarpið. Og þó Freigátan sé alltaf jafnsæt og skemmtileg, finnst mér stundum alveg hrikalega erfitt að eltast við hana.
Ég held ég sé bara orðin frekar útbrunnin, eitthvað. Aldurinn er farinn að segja til sín, ég er farin að Þurfa sumarfrí. (Hingað til hafa þau eiginlega verið meira svona, tími til að gera eitthvað.) Við Rannsóknarskip höfum verið að spekúlera í helgarferð, fyrir bara okkur tvö, í júlí, kannski. Kannski til Stratford. Eða Ítalíu. Og í júní býst ég við að vera að ferðast og hanga um landið og miðin. Verð kannski á Egilsstöðum á meðan Árni er á skólanum.
Allavega ætla ég að hanga mikið, huxa lítið, skrifa svolítið, og dæsa.
Að því loknu verð ég kannski orðin eitthvað brattari.
27.4.07
26.4.07
Ferðamannatíminn er hafinn!
Hjálpaði villtum ferðalöngum að finna Laugaveg og Aðalstræti á leiðinni í vinnuna í morgun.
Í gær frömdum við Freigáta líka einstaklega þarft vorverk. Húsfélagið í húsinu okkar á nefnilega trampólín. Við Gyða tókum okkur til, í gær, og púsluðum því öllu saman. Þ.e., ég púslaði, á meðan hún reyndi að komast upp með að smakka á öllu sem hún fann. Þar á meðal var nagli, spýta, nokkrir steinar og ánamaðkur. (Kannski Tryggvi? Ég var allavega að huxa um að kenna henni "Stíga og snúa." Þessi var bara fyrir þá sem sáu Epli og eikur.)
Allavega, upp komst trampólínið og síðan gerði ég þau mistök að leyfa henni að labba á því. Það fannst henni mjöööög gaman. En mér fannst það mjöööög hættulegt. Ég hélt í hana allan tímann, en var samt alvarlega að huxa um að senda barnaverndarnefnd á sjálfa mig.
Hjól Smábáts fer í langþráða viðgerð í dag og huxanlega er fjölskylduferð í Vesturbæjarlaugina á prjónunum.
Það er komið sumar!
Í gær frömdum við Freigáta líka einstaklega þarft vorverk. Húsfélagið í húsinu okkar á nefnilega trampólín. Við Gyða tókum okkur til, í gær, og púsluðum því öllu saman. Þ.e., ég púslaði, á meðan hún reyndi að komast upp með að smakka á öllu sem hún fann. Þar á meðal var nagli, spýta, nokkrir steinar og ánamaðkur. (Kannski Tryggvi? Ég var allavega að huxa um að kenna henni "Stíga og snúa." Þessi var bara fyrir þá sem sáu Epli og eikur.)
Allavega, upp komst trampólínið og síðan gerði ég þau mistök að leyfa henni að labba á því. Það fannst henni mjöööög gaman. En mér fannst það mjöööög hættulegt. Ég hélt í hana allan tímann, en var samt alvarlega að huxa um að senda barnaverndarnefnd á sjálfa mig.
Hjól Smábáts fer í langþráða viðgerð í dag og huxanlega er fjölskylduferð í Vesturbæjarlaugina á prjónunum.
Það er komið sumar!
25.4.07
...með útivist og fersku lofti
Fyrstu árin sem ég starfaði hér á Bandalaginu tók ég strætó í vinnuna. Hann stoppaði á Hlemmi. Þetta var í gamla daga þegar Keisarinn var hérna rétt hjá. Þá voru iðulega einhverjir á Hlemmi, á morgnana, sem voru að bíða eftir að hann opnaði.
Síðan ég flutti vestur í bæ, eftir endurkomu mína, liggur heimleiðin mín í gegnum miðbæinn. Ég hef því endurheimt innsýn mína í rónaflóru landsins. Það er bara einn sem ég kannast við frá því í "gamla daga." Og hún er kona. Á sama tíma og ég hef elst um átta ár hefur hún elst um áttatíu. Einu sinni heyrði ég hana tala við einhvern, í strætó. Hún var að bjóða þessum kunningja sínum í heimsókn, á Herinn, en tók það fram að hún ætlaði ekki að bjóða honum í glas, þó hún ætti pela, því hún ætlaði að eiga eitthvað til helgarinnar.
Ég velti aðeins vöngum yfir þessu. Sé maður rónafólk, í fullu starfi, þykir manni samt ástæða til að einbeita fylleríum á helgar? Eitthvað segir mér nú samt að henni hafi gengið illa að spara umræddan pela til helgarinnar, blessaðri.
Ég kannaðist nefnilega eitthvað við þessa tilfinningu. Ég man þegar ég var í menntaskólanum, og maður þurfti að láta kaupa fyrir sig áfengi á Seyðisfirði. Ef maður var nú til dæmis búinn að því á fimmtudegi, og tóxt kannski líka að klára alla stærðfræðina OG eðlisfræðina, snemma, þá var nú ekki alveg víst að neitt mikið lifði fram á föstudag... (Tekið skal fram að börnin mín verða flengd á Arnarhóli ef þau ætla að fara að verða eins drykkfelldir unglingar og ég var.)
En núna? Áfengi liggur ósnert upp um alla veggi heima hjá mér, mánuðum og árum saman, án þess að ég taki eftir því.
Er hægt að vaxa upp úr alkóhólisma?
Aftur að rónaflórunni. Ég geri mér alltaf far um að ganga nálægt þeim og hlera . Mér þykja þau svolítið merkileg, þetta fólk sem gerir sér ferskt loft og útivist að ævistarfi.
Einu sinni vorkenndi ég þeim. Svo áttaði ég mig á því að þau vita öll hvar Vogur er. Einhver þeirra vita að þau eiga að taka geðlyfin sín. Þau gætu ekki lifað af við þessar aðstæður með alvarlega greindarskerðingu. Þau halda kannski að þau hafi enga stjórn á lífum sínum, en þau hafa hana.
Það er ekki hægt að synda "óvart" á móti straumnum.
Þau velja að sitja frekar á bekk og drekka bjór, heldur en að fara í bað. Þau vilja frekar vera full en vinna hjá Kaupþingi eða í álveri.
Einhvern tíma heyrði ég einn þeirra segja, í samtali við mann sem var að segja honum að fara nú "að gera eitthvað í sínum málum":
"Já, en, það er bara svo erfitt..."
Við hin vinnum vinnurnar okkar, þvoum fötin okkar og borgum húsnæðislánin. Er það endilega auðvelt? Ég er svolítið búin að átta mig á valfrelsi rónaflórunnar. Og allra fíkla, ef út í það er farið. Ég held kannski að menn átti sig misvel á því að maður þarf stundum að gera fleira en gott þykir.
En áhugi minn hefur ekkert dvínað. Hvernig fara þau að þessu? Að hanga bara? Kannski mánuðum saman. Og ef þau eru á leiðinni eitthvert, þá hefur það ævinlega á sér gífurlega áríðandi yfirbragð. Þá ganga menn ábúðarmiklir um miðbæinn og eiga "erindi". Þegar slær í brýnu fer það ekki framhjá neinum í tíu metra radíus. Öll gleði og sorg er höfð til sýnis þar sem þau eru stödd.
Það er reyndar búið að gera heimildarmyndina "Hlemmur", en ég væri alveg til í að sjá mynd þar sem þeim væri fylgt eftir í svosem eins og sólarhring eða viku. Bara til að gá hvað þau gera. Án þess að dæma eða fordæma, hægri eða vinstri. Án þess að menn séu nokkuð að mjólka "mannlega harmleikinn" út úr aðstæðunum. Eða birta tölulegar sjokk-upplýsingar um hve oft þessi eða hinn hafi farið í meðferð, hve mörg börn viðkomandi hafa yfirgefið eða komið mömmu sinni til að gráta. Mynd sem gleðst bara, reiðist og syrgir með hinum ofurdramatísku viðföngum sínum og bætir í mesta lagi við heimspekilegum vangaveltum.
Gummi? ;-)
[Tileinkað fjölskyldumeðlimnum fyrir westan ekki tilheyrði rónaflórunni, en féll þó nýlega fyrir hendi Bakkusar.
Hvíli hann í friði.]
Síðan ég flutti vestur í bæ, eftir endurkomu mína, liggur heimleiðin mín í gegnum miðbæinn. Ég hef því endurheimt innsýn mína í rónaflóru landsins. Það er bara einn sem ég kannast við frá því í "gamla daga." Og hún er kona. Á sama tíma og ég hef elst um átta ár hefur hún elst um áttatíu. Einu sinni heyrði ég hana tala við einhvern, í strætó. Hún var að bjóða þessum kunningja sínum í heimsókn, á Herinn, en tók það fram að hún ætlaði ekki að bjóða honum í glas, þó hún ætti pela, því hún ætlaði að eiga eitthvað til helgarinnar.
Ég velti aðeins vöngum yfir þessu. Sé maður rónafólk, í fullu starfi, þykir manni samt ástæða til að einbeita fylleríum á helgar? Eitthvað segir mér nú samt að henni hafi gengið illa að spara umræddan pela til helgarinnar, blessaðri.
Ég kannaðist nefnilega eitthvað við þessa tilfinningu. Ég man þegar ég var í menntaskólanum, og maður þurfti að láta kaupa fyrir sig áfengi á Seyðisfirði. Ef maður var nú til dæmis búinn að því á fimmtudegi, og tóxt kannski líka að klára alla stærðfræðina OG eðlisfræðina, snemma, þá var nú ekki alveg víst að neitt mikið lifði fram á föstudag... (Tekið skal fram að börnin mín verða flengd á Arnarhóli ef þau ætla að fara að verða eins drykkfelldir unglingar og ég var.)
En núna? Áfengi liggur ósnert upp um alla veggi heima hjá mér, mánuðum og árum saman, án þess að ég taki eftir því.
Er hægt að vaxa upp úr alkóhólisma?
Aftur að rónaflórunni. Ég geri mér alltaf far um að ganga nálægt þeim og hlera . Mér þykja þau svolítið merkileg, þetta fólk sem gerir sér ferskt loft og útivist að ævistarfi.
Einu sinni vorkenndi ég þeim. Svo áttaði ég mig á því að þau vita öll hvar Vogur er. Einhver þeirra vita að þau eiga að taka geðlyfin sín. Þau gætu ekki lifað af við þessar aðstæður með alvarlega greindarskerðingu. Þau halda kannski að þau hafi enga stjórn á lífum sínum, en þau hafa hana.
Það er ekki hægt að synda "óvart" á móti straumnum.
Þau velja að sitja frekar á bekk og drekka bjór, heldur en að fara í bað. Þau vilja frekar vera full en vinna hjá Kaupþingi eða í álveri.
Einhvern tíma heyrði ég einn þeirra segja, í samtali við mann sem var að segja honum að fara nú "að gera eitthvað í sínum málum":
"Já, en, það er bara svo erfitt..."
Við hin vinnum vinnurnar okkar, þvoum fötin okkar og borgum húsnæðislánin. Er það endilega auðvelt? Ég er svolítið búin að átta mig á valfrelsi rónaflórunnar. Og allra fíkla, ef út í það er farið. Ég held kannski að menn átti sig misvel á því að maður þarf stundum að gera fleira en gott þykir.
En áhugi minn hefur ekkert dvínað. Hvernig fara þau að þessu? Að hanga bara? Kannski mánuðum saman. Og ef þau eru á leiðinni eitthvert, þá hefur það ævinlega á sér gífurlega áríðandi yfirbragð. Þá ganga menn ábúðarmiklir um miðbæinn og eiga "erindi". Þegar slær í brýnu fer það ekki framhjá neinum í tíu metra radíus. Öll gleði og sorg er höfð til sýnis þar sem þau eru stödd.
Það er reyndar búið að gera heimildarmyndina "Hlemmur", en ég væri alveg til í að sjá mynd þar sem þeim væri fylgt eftir í svosem eins og sólarhring eða viku. Bara til að gá hvað þau gera. Án þess að dæma eða fordæma, hægri eða vinstri. Án þess að menn séu nokkuð að mjólka "mannlega harmleikinn" út úr aðstæðunum. Eða birta tölulegar sjokk-upplýsingar um hve oft þessi eða hinn hafi farið í meðferð, hve mörg börn viðkomandi hafa yfirgefið eða komið mömmu sinni til að gráta. Mynd sem gleðst bara, reiðist og syrgir með hinum ofurdramatísku viðföngum sínum og bætir í mesta lagi við heimspekilegum vangaveltum.
Gummi? ;-)
[Tileinkað fjölskyldumeðlimnum fyrir westan ekki tilheyrði rónaflórunni, en féll þó nýlega fyrir hendi Bakkusar.
Hvíli hann í friði.]
24.4.07
Nú er lag
Í fyrsta skipti í nokkur ár sé ég fram á að geta skrifað hvað sem ég vil, í sumar. Ekkert liggur fyrir af fyrirframpöntuðu. Sem væri kannski áhyggjuefni ef ég væri leikskáld að fyrirvinnu, en er hreint spennandi í minni stöðu. Svona getur nú verið ljómandi að vera amatör. ;-)
Í tilefni þess fór ég að gramsa í leikritum og handritum, sýndum og ósýndum, uppköstum og einþáttungum, og komst að því að líklega á ég eitthvað um hillumetra, ef þetta væri í einhverju öðru en bætum.
Ætla að vinna heilmikið í sumar, og leggja svona... allavega eitthvað, vonandi, fyrir Hugleikinn í haust. Af því að þar er nú alltaf svo mikill leikritahörgull. Eða hittó...
Er allavega farið að klæja heilmikið í leikskáldið að fara að garfa eitthvað í þessum gömlu tilraunum til handrita. En mikið djöfull eru þau nú, mörg hver, (ja, ókei, flest hver) (eða, eiginlega bara öll), hund-hroooðalega vond. Sýnd sem ósýnd. Foj.
Námskeiðið sem ég fór á hjá Bjarna Jónssyni í vetur ofsækir nú öll mín gömlu handrit. Ég sé ekkert nema "jammogjæja", "hummogjáog seisei" og aðra óþarfa hortitti. Hrædd um að þetta styttist allt um að minnsta kosti helming þegar búið verður að hreinsa til.
Sussussu.
En, semsagt, ég held það sé að bresta á löngu tímabært ritkast.
Í tilefni þess fór ég að gramsa í leikritum og handritum, sýndum og ósýndum, uppköstum og einþáttungum, og komst að því að líklega á ég eitthvað um hillumetra, ef þetta væri í einhverju öðru en bætum.
Ætla að vinna heilmikið í sumar, og leggja svona... allavega eitthvað, vonandi, fyrir Hugleikinn í haust. Af því að þar er nú alltaf svo mikill leikritahörgull. Eða hittó...
Er allavega farið að klæja heilmikið í leikskáldið að fara að garfa eitthvað í þessum gömlu tilraunum til handrita. En mikið djöfull eru þau nú, mörg hver, (ja, ókei, flest hver) (eða, eiginlega bara öll), hund-hroooðalega vond. Sýnd sem ósýnd. Foj.
Námskeiðið sem ég fór á hjá Bjarna Jónssyni í vetur ofsækir nú öll mín gömlu handrit. Ég sé ekkert nema "jammogjæja", "hummogjáog seisei" og aðra óþarfa hortitti. Hrædd um að þetta styttist allt um að minnsta kosti helming þegar búið verður að hreinsa til.
Sussussu.
En, semsagt, ég held það sé að bresta á löngu tímabært ritkast.
23.4.07
Úff
Að vera í bíl í tvo daga til að stoppa í einn dag borgar sig engan veginn. Fengum reyndar út úr því hreint frábæra fermingarveislu, en fjölskyldan er hálfmygluð í dag. Ekki síst Smábátur sem fékk í magann (fyrir fermingarveislu, ekki eftir) og fékk því að vera eftir fyrir norðan og kemur með flugi í kvöld.
Annars er Freigátan með útrásarleysi af hreyfiþörf en foreldrarnir með ökusyfju. Fer illa saman. Annars er umsjón Freigátunnar vandamál Rannsóknarskips, þennan morguninn eins og aðra. Ég er bara að tjilla í vinnunni. Spurning hvernig það verður þegar þetta snýst við, í haust. Þegar ég fer í skóla og hann að vinna. Þá þarf ég að fara að bera einhverja ábyrgð á heimilishaldinu.
Úffpúff, eins gott að Freigátan verði komin inn á leikskóla, þá. Sem minnir mig á það, ég þarf að fara í Vesturgarð og athuga hvað ég skrifaði á umsóknina hennar. Þarf kannski eitthvað að breyta því hvaða leikskóla við viljum hafa til vara (á eftir þessum sem er hinumegin við götuna) í ljósi breyttra aðstæðna. Ég held ég hafi miðað við leiðina heiman frá mér á Bandalagið, á sínum tíma. Datt auðvitað ekki í hug að ég væri eitthvað að fara að hætta hér... sem mér finnst reyndar ennþá mjög fjarlæg og ógnvekjandi tilhuxun.
Er maður kannski geðbilaður að fara aftur í nám og skipta (ja, að einhverju leyti) um starfsvettvang, á miðjum aldri?
Æi, pfff. Þetta verður örugglega bara fínt. Allavega meira spennandi en skerí, sko.
Annars er Freigátan með útrásarleysi af hreyfiþörf en foreldrarnir með ökusyfju. Fer illa saman. Annars er umsjón Freigátunnar vandamál Rannsóknarskips, þennan morguninn eins og aðra. Ég er bara að tjilla í vinnunni. Spurning hvernig það verður þegar þetta snýst við, í haust. Þegar ég fer í skóla og hann að vinna. Þá þarf ég að fara að bera einhverja ábyrgð á heimilishaldinu.
Úffpúff, eins gott að Freigátan verði komin inn á leikskóla, þá. Sem minnir mig á það, ég þarf að fara í Vesturgarð og athuga hvað ég skrifaði á umsóknina hennar. Þarf kannski eitthvað að breyta því hvaða leikskóla við viljum hafa til vara (á eftir þessum sem er hinumegin við götuna) í ljósi breyttra aðstæðna. Ég held ég hafi miðað við leiðina heiman frá mér á Bandalagið, á sínum tíma. Datt auðvitað ekki í hug að ég væri eitthvað að fara að hætta hér... sem mér finnst reyndar ennþá mjög fjarlæg og ógnvekjandi tilhuxun.
Er maður kannski geðbilaður að fara aftur í nám og skipta (ja, að einhverju leyti) um starfsvettvang, á miðjum aldri?
Æi, pfff. Þetta verður örugglega bara fínt. Allavega meira spennandi en skerí, sko.
22.4.07
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)