Dagur aðgerða.
Í dag skal yfirdráttarheimild hækkuð um nokkrar grilljónir og fjármunir sem þannig skapast fluttir til Írlands. (Ef mér text að unga meili þar að lútandi á þjónustufulltrúa sem er ekki í barneignafríi.) Svo er bara að vona að eitthvað komi út úr styrkjabetli, annars er ég bara í djúpum skíti.
Svo þarf að staðfesta að ég ætli að útskrifast í sumar, en ekki vera viðstödd, þar sem ég ætla að eyða útskriftardeginum mínum í Svarfaðardal. Jihú.
Svo þarf ég að senda fyndna innritunarbréfið til Írlands, hvar ég er m.a. búin að afsala mér öllum rétti til lögsókna sökum tjóns sem ég gæti beðið á sálu minni, lífi og limum, á meðan ég dvel undir hatti Allihies Language & Arts Centre.
Var líka að reka augun í það að samhliða námskeiðinu getum við tekið önnur "hliðarfög" m.a. í írskri tónlist og Riverdans (!)
Svo er náttlega aðgerð aðgerðanna, í dag á að skera gat á handlegginn á mér og fjarlægja eitt prik og á meðan það fer fram á ég að vera sofandi. Sem þýðir að nú er ég búin að vera vakandi í meira en 2 tíma án kaffis eða annars, votts eða þurrs.
Grrrr.
Svo er systir mín að fara að halda útskriftartónleika sína úr Tónó í kvöld. Vona að hún sé ekki algjörlega farin yfirum af stressi. Ég ætla að hjálpa henni að festa slifsið á peysufötin (!) með annarri.
Já, og svo er víst eitthvað prófarkarlestrar-verkefni.
Oj, svona dagar. Og svo er meira að segja rigning.
30.4.04
29.4.04
Var að fá meiri upplýsingar frá Írlandi, Það er alltsaman voða spaugilegt. Við umsóknareyðublað til að fylla út, m.a. þar sem við skrifum undir að við getum ekki lögsótt kennarana eða aðra aðstandendur námskeiðs ef við lendum, beint eða óbeint í einhverju tjóni á þessu námskeiði. Mjög amerískt.
Svo kom bréf frá yfirmanni Centersins sem heldur námskeiðið um ýmsar aðstæður á staðnum. Þar kom m.a. fram að þar er allra veðra von, jafnvel á sama deginum, (semsagt, ekki einu sinni eins og maður sé að fara af landinu) og að sum okkar koma til með að búa soldið úti í sveit. Standard Svarfaðardalsbúnaður er sumsé við hæfi. Og svo kom eitt alveg meinfyndið:
"A pocket lamp is also a good idea. The countryside is a dark place at night, although at the time of year you are coming, it stays light until nearly eleven o’clock. The pubs stay open later than that however…"
Sumsé, reiknað með listrænum fyllerýum, eins og sagði í öðru bréfi sem laut að dægradvöl og skoðunarferðum um svæðið (og pöbbana) "all in the name of inspiration".
Sé sjálfa mig alveg fyrir mér, veltast um blidfulla í myrkrinu einhversstaðar úti í írskri sveit... með vasaljós! Og svo getur maður ekki einu sinni súað þó maður detti í skurð! Strax komið gott efni í eintal.
Svo kom bréf frá yfirmanni Centersins sem heldur námskeiðið um ýmsar aðstæður á staðnum. Þar kom m.a. fram að þar er allra veðra von, jafnvel á sama deginum, (semsagt, ekki einu sinni eins og maður sé að fara af landinu) og að sum okkar koma til með að búa soldið úti í sveit. Standard Svarfaðardalsbúnaður er sumsé við hæfi. Og svo kom eitt alveg meinfyndið:
"A pocket lamp is also a good idea. The countryside is a dark place at night, although at the time of year you are coming, it stays light until nearly eleven o’clock. The pubs stay open later than that however…"
Sumsé, reiknað með listrænum fyllerýum, eins og sagði í öðru bréfi sem laut að dægradvöl og skoðunarferðum um svæðið (og pöbbana) "all in the name of inspiration".
Sé sjálfa mig alveg fyrir mér, veltast um blidfulla í myrkrinu einhversstaðar úti í írskri sveit... með vasaljós! Og svo getur maður ekki einu sinni súað þó maður detti í skurð! Strax komið gott efni í eintal.
28.4.04
Er búin að eiga einkar framtakssamt kvöld með honum Tolla (sumsé, ekki þeim sem ég sef hjá, heldur þeim sem miklu nær er að kalla því ónefni, Aristótelesi) við að endursemja og laga (og lengja) þruglkenndan kafla í ritgerðarskrímslinu. Allt í einu gerði ég síðan "eitthvað" eins og gjarnan gerist þegar puttarnir á manni flækjast í lyklaborðinu, allar spássíur fengu geðsýkiskast og náðu inn á miðjar síður og gerðin lengdist um einar 10 blaðsíður. Ég starði dáleidd á skjáinn í nokkra stund en ákvað síðan að lifa ekki lengur í sjálfsblekkingu og fór út í meiriháttar handavinnu við að laga. Að því loknu, ó vei ó vei, var gerðarfjandinn 5 blaðsíðum styttir en áður. Ég er niðurbrotin og með taugaáfall. Tröll taki Bill Gates og allar hans uppfinningar, innblásnar af Satni. Kem til með að þurfa í meiriháttar lagfæringar, einhverntíma.
En, eins og hann Tolli segir, um trúverðugleika í persónusköpun:
"Karlmennska er skapgerðareinkenni, en lítt samræmist það konu að sýna karlmennsku eða snilli."
Sko, ef ég sýndi ekki af mér annað slagið kvenlega heimsku og klúðurgang, þá væri ég einfaldlega ekki trúverðug, sem persóna.
En, eins og hann Tolli segir, um trúverðugleika í persónusköpun:
"Karlmennska er skapgerðareinkenni, en lítt samræmist það konu að sýna karlmennsku eða snilli."
Sko, ef ég sýndi ekki af mér annað slagið kvenlega heimsku og klúðurgang, þá væri ég einfaldlega ekki trúverðug, sem persóna.
Höfuðborgin er heilaskemmandi.
Ég rak augun í það, þegar ég fór að lesa aftur í tímann, hversu gífurlega mikið meira var um heimspekilegar vangaveltur og "útaflagnir" af öllu mögulegu hér á meðan ég bjó fyrir austan. (Einnig fyndið hversu mikið ég notaði orðfæri föður míns.) Núna er ég hins vegar greinilega orðinn illa sjálfhverfur höfuðborgarbúi, þessa dagana hef ég ekki skoðanir á nokkrum sköpuðum hlut og yppi í mesta lagi öxlum yfir fréttum. Já, nú þarf maður að fara að skammast sín. Trúlega verður ógurlega hollt að fara í heilastrekkingu og sjóndeildarhringsstækkun til Írlands.
Í anda almannaheilla ætla ég að setja hér eina tilkynningu:
Leikfélagið Sýnir hefur huxað sér að setja upp í sumar hið stórklassíska verk Stútungasögu og verður það sýnt í Heiðmörk. Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í listrænni og heilnæmri útivist í sumar og verða á svæðinu, endilega mæti á fyrsta samlestur á sunnudaginn (2. maí) í Hugleikhúsinu (Eyjaslóð... 9 held ég) klukkan 15.00. Leikstjóri verður Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, betur þekktur (af þeim sem þekkja hann) sem Denni.
Þetta verður örugglega allt hið skemmtilegasta mál, enda verkið stórfyndið, skrifað af Ármanni Guðmundssyni, Hjördísi Hjartardóttur, Sævari Sigurgeirssyni og Þorgeiri Tryggvasyni.
Og svo þarf ég greinilega virkilega að fara að velta fyrir mér hinu Stórveraldlega Samhengi og fara að skrifa eitthvað af viti hér aftur. Grrrr.
Ég rak augun í það, þegar ég fór að lesa aftur í tímann, hversu gífurlega mikið meira var um heimspekilegar vangaveltur og "útaflagnir" af öllu mögulegu hér á meðan ég bjó fyrir austan. (Einnig fyndið hversu mikið ég notaði orðfæri föður míns.) Núna er ég hins vegar greinilega orðinn illa sjálfhverfur höfuðborgarbúi, þessa dagana hef ég ekki skoðanir á nokkrum sköpuðum hlut og yppi í mesta lagi öxlum yfir fréttum. Já, nú þarf maður að fara að skammast sín. Trúlega verður ógurlega hollt að fara í heilastrekkingu og sjóndeildarhringsstækkun til Írlands.
Í anda almannaheilla ætla ég að setja hér eina tilkynningu:
Leikfélagið Sýnir hefur huxað sér að setja upp í sumar hið stórklassíska verk Stútungasögu og verður það sýnt í Heiðmörk. Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í listrænni og heilnæmri útivist í sumar og verða á svæðinu, endilega mæti á fyrsta samlestur á sunnudaginn (2. maí) í Hugleikhúsinu (Eyjaslóð... 9 held ég) klukkan 15.00. Leikstjóri verður Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, betur þekktur (af þeim sem þekkja hann) sem Denni.
Þetta verður örugglega allt hið skemmtilegasta mál, enda verkið stórfyndið, skrifað af Ármanni Guðmundssyni, Hjördísi Hjartardóttur, Sævari Sigurgeirssyni og Þorgeiri Tryggvasyni.
Og svo þarf ég greinilega virkilega að fara að velta fyrir mér hinu Stórveraldlega Samhengi og fara að skrifa eitthvað af viti hér aftur. Grrrr.
27.4.04
Ég'r veik, aðallega í bakinu sem ég fórnaði til Leikfélags Hafnarfjarðar um helgina, og er ekki í vinnunni, en meira og minna vakandi samt, í dag. Var búin að vera vakandi og ekki í vinnunni í u.þ.b. 10 mínútur í dag þegar ég var orðin viðþolslaus af því að vera ekki í vinnunni. Þá urðu ákveðnir atburðir til þess að ég fór að lesa bloggið mitt. Allt frá upphafi fyrir um ári síðan.
Það er alveg fyndið. Þar sá ég t.d. svart á hvítu að ef ég hef ekki geðveikt að gera þá verð ég alveg stjarnspólandi vitlaus. Svosem eins og ég er að verða í dag, og ætla þess vegna í vinnuna á morgun, hvernig sem ég fer að því.
Einnig sá ég að mér hefur þótt ástæða til að minnast á það með reglulegu millibili að vegabréfið mitt er útrunnið. Fékk vægt hjartaáfall, það er ennþá útrunnið og ég veit ekki einu sinni hvernig eða hvar maður lætur endurnýja það, á ekki mynd afmér og þarf að nota það eftir um mánuð. Sjitt.
Og nú er tölvuþolið útrunnið, bakið allt í klessu og ég þarf að sitja/liggja öðruvísi/ annarsstaðar. Það er ekki fyndið hvað ég nenni ekki til læknis. Best að taka um 10 armbeygjur og gá hvað gerist.
Það er alveg fyndið. Þar sá ég t.d. svart á hvítu að ef ég hef ekki geðveikt að gera þá verð ég alveg stjarnspólandi vitlaus. Svosem eins og ég er að verða í dag, og ætla þess vegna í vinnuna á morgun, hvernig sem ég fer að því.
Einnig sá ég að mér hefur þótt ástæða til að minnast á það með reglulegu millibili að vegabréfið mitt er útrunnið. Fékk vægt hjartaáfall, það er ennþá útrunnið og ég veit ekki einu sinni hvernig eða hvar maður lætur endurnýja það, á ekki mynd afmér og þarf að nota það eftir um mánuð. Sjitt.
Og nú er tölvuþolið útrunnið, bakið allt í klessu og ég þarf að sitja/liggja öðruvísi/ annarsstaðar. Það er ekki fyndið hvað ég nenni ekki til læknis. Best að taka um 10 armbeygjur og gá hvað gerist.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)