8.4.06

Bara svona...

Freigátan heitir Gyða. Í höfuðið á mömmu minni.

Og við giftum okkur í leiðinni.

Meira síðar.

Frú Sigríður

7.4.06

Láki?

Er með Þolláxmessutilfinningu. Komið fram undir miiðnætti og allt svona næstum tilbúið. Börnin eru sofnuð og jólaleg þögn hvílir yfir heimilinu. Býst næstum við að heyra jólakveðjur ef ég kveiki á útvarpinu...

Foreldrunum mínum seinkaði fram úr öllu viti og þau eru ekki komin enn.

Best að skella í einn brauðrétt.

Kræst

Þegar maður byrjar að taka til, þá fyrst fer nú allt á hvolf. Öll sængurföt heimilisins eru strípuð úti að viðra sig. Ekkert er á sínum stað eftir ryksugun. Allt er semsagt orðið hreint og fínt, nema það sem sést.

Freigátan svaf í rimlarúmi í fyrsta skipti í nótt, var enda farin að vinna stórfelld skemmdarverk á vöggunni sem hún var með í láni. Ég er ekki frá því að hún hafi stækkað í nótt.

Og ég er búin að fá nýju gleraugun mín. Nú sé ég í gegnum holt og hæðir og fyrir horn. Það getur nú komið sér vel.

Og slatti af börnunum mínum frá Montpellier ætlar að mæta í skírn. Mikið ógurlega finnst mér það nú gaman. Ég hélt ég væri búin að týna þeim öllum.

Og, ég gleymdi að monta mig, þáttur sem ég leikstýrði, Kratavar, fer á einþáttungahátíð í Borgarleikhúsinu í maíbyrjun. Það verður nú stuð. Og sennilega fær Hugrún syss þá langþráðan draum uppfylltan og fær að passa.

6.4.06

Ætli sé mjög óviðeigandi...

...að láta fyrstu gestina í skírnarveislu bara byrja á að taka til og skúra? Nú væri aldeilis lag að fara að gera eitthvað svoleiðis. Freigátan sofandi. Rannsóknarskipið sömuleiðis. Smábáturinn ekki kominn úr skólanum og huxanlega farinn að leika við einhvern. En ég sit bara og blogga. Í haug af ófrágengnum þvotti, í óryksuguðum sófa og með fæturna á óskúraða gólfinu. Þetta er ekki fallegt afspurnar.

Annars er ég líka með fréttir að handan. Fékk smáskilaboð frá henni Svandísi handan Atlantsála á afmælinu mínu. (Hún hefur sko verið horfin um hríð.) Sagði hún enga ástæðu til áhyggna, hún kæmist bara sjaldan á veraldarvefinn þessa dagana. Þau skötuhjúin væru að fara að skila franska húsinu þann 20. þessa mánaðar, fengju hús í London í maíbyrjun og hún stendur því í stórskemmtilegum millilandaflutningaundirbúningi þessa dagana, bandólétt.

Jæjah, best að fara að gera eitthvað. Einntveirogfimm!

5.4.06

KALLLLT!

Í dag eiga margir bágt. T.d. allir sem þurfa að vera úti, eða fara þangað einhverra erinda. Sem og systir mín sem er að reyna að ná úr sér flensu í þessum manndrápskulda. Hins vegar eiga Bibbi og félagar óvenjugott að vera á Kúbu.

Svo er svo skrítið að það er alveg sama hvað ég tek mikið til, það ruslast alltaf strax til aftur. Er allavega að huxa um að nenna ekki að brjóta saman þvott strax, heldur láta fara vel um mig í sófanum, innan um allt draslið, hlusta á norðangarrann og lesa Narníubókina mína.

Ég segi það enn og aftur. Það er gott að vera í fæðingarorlofi.

Væri reyndar komin heim úr vinnunni þó ég væri það ekki.

Bara gott að vera svona almennur letingi.

4.4.06

Ammli!

Ég er 32 ára í dag! Jeij!
Fékk morgunmatinn í rúmið og svo fórum við með Freigátuna í 9 vikna skoðun. Hún er orðin 59 cm og tæp 6 kíló. Stór og feit. Ekki skrítið að ég mjókki með hverri vikunni. Barnið er að éta mig. Fékk líka afmælisgjafir. Stóra bók með öllum Narníusögunum á ensku og ógnarfagurt hálsmen sem ég valdi sjálf. Já, heitmaður minn er frekar dásamlegur.

En mikið finnst mér nú skrítið að vera ekkert að leiksýningast á afmælinu mínu. Það hefur sárasjaldan komið fyrir síðan ég komst til vits og ára. En það er allavega stjórnarfundur hjá Hugleik í dag, þannig að það er þó allavega eitthvað svoleiðis að gera.

Frá skírnarundirbúningsnefnd:
Rannsóknarskip og Smábátur fara í klippingu í dag. Ég er búin að taka ákvörðun um að fresta frekari gluggatjaldasaumi fram yfir páska. Einnig búin að taka slíka um að fresta frekari tiltekt og þrifum fram á ca. fimmtudag/föstudag, þar sem við verðum annars bara búin að rusla til og skíta út aftur. Hefi í dag fest kaup á andlitsfarða sem er í stíl við hinn nýfengna litarhátt minn. Einnig naglalakki sem er í stíl við átfittið. Þetta ætlar að verða afkastamikill dagur.

3.4.06

Brjálaður snjór...

Það eru bara jólin?

Skýrsla fyrir Ylfu sem aldrei hefur haldið skírnarveislu:
Skírnarundirbúningur gengur þannig að ég er búin að sauma fyrir alla glugga heimilisins nema einn. Í hann er ég með óþægt efni sem ég get ekki saumar títuprjónalaust. Þeir eru týndir og það fást ekki svoleiðis nema lengst uppi á Laugavegi. Og þangað nenni ég ekki í ófærðinni dag. Þreif í staðinn klósettin þannig að nú getur maður speglað sig í þeim. Heimilismönnum verður bannað að kúka í þau fram að veislu. Spurning hvað ég á svo að taka mér fyrir hendur það sem eftir er dax. Var að reikna lauslega út hvort viðlegubúnaður heimilisins dugar öllum næturgestum um næstu helgi, og sýnist svo vera. Menn verða bara að vera sáttir og sofa þröngt.

Held ég þurfi að fara að gera lista yfir allt sem er eftir.

Og nú er hætt að vera brjáluð snjókoma og komin hláka. Veðrið í Reykjavík er vangefið.