16.2.07

D-E

Ótrúlega mikið af drömum og dagskrám byrjar á D.
Merkilega margir einþáttungar byrja á E.
Tilviljun?

15.2.07

Kvöldverðurinn...

...fór vel fram, að mestu. Kakósúpa var á borðum og umræðan fór víða. Meðal annars voru reifuð hvað yrði gert við unglinga á þessu heimili sem yrðu staðnir að því að fara í dópið. Það endaði með því að Smábátnum var nóg boðið og sagði:
Árni, viltu gjöra svo vel að hætta að tala um rassskellingar og gaddavír við matarborðið!

Áður var hann búinn að benda kurteislega á að hann væri nú aðeins 10 ára gamall og ef til vill væri ekki tímabært að fara að ræða tengdadætur.
Ekkert má nú...

Kisi

Freigátan er búin að læra orðið kisi. Það er notað um ýmislegt, m.a. ketti, hunda, kindur, páfagauka, ungabörn og Mikka mús. Svo verpur hún líka sætari og skemmtilegri með hverjum degnum. Hvernig sem hún fer nú að því. Hér eru sýnidæmi:


Tískusýning: Þennan svakalega bleika galla fékk hún í afmælisgjöf frá afa og ömmu Smábátsins. Nú fær Sigurður formaður með bleikufóbíuna sennilega illt í tennurnar...


Þetta eru Gyða og Vala vinkona. þær hittast reglulega og horfa á fótbolta, á meðan feðurnir ræða umönnun smábarna og öryggi á heimilum.

14.2.07

Valentín

Nú á degi heilags Valentínusar hef ég huxað mér að vera einstaklega rómantísk við Rannsóknarskipið mitt. Hann á það líka svo sannarlega skilið fyrir að vera hinn fullkomni eiginmaður og heimilisfaðir í hvívetna. Ég er enn að átta mig á heppni minni. Hún bara bestnar og bestnar.

Hitt er svo annað og verra mál að mig langar ógurlega mikið í hjartalaga súkkulaði. En það gengur alls ekki þar sem hins stranga og sjálfskipaða eftirjólamegrun lítur slíkt slikkerí óblíðum augum. Neysla þess er eiginlega alveg kolbönnuð.

En í tilefni dagsins held ég sé algjörlega viðeigandi að segja frá uppgötvun sem ég gerði í gær á rútínuferð um linkana mína. Hann Júllijúl, sem aldrei gerir neitt nema í ökkla eða eyra, er hættur að vera letibloggari og orðinn súper-páer-oftádag-bloggari. Og er að sjálfsögðu búinn að setja inn ýmislegt fallegt á Valentínusardaginn.

13.2.07

Nýttnýtt

Smátur ók suður með afa sínum og ömmu í gær, eftir jarðarför, og eyddi hjá þeim nóttinni. Ég flaug í bæinn um kvöldið, til að geta mætt í vinnuna í morgun. Rannsóknarskip og Freigáta eru á leiðinni, akandi, og fara að renna í hlað. Þetta gerði það að verkum að ég eyddi kvöldinu, nóttinni og deginum, algjörlega Freigátulaus. Það var alveg nýtt. (Ég eyddi reyndar einni helgi án hennar á Selfossi í haust, en þá var ég nú bara svo full á nóttunni og önnum kafin á daginn að ég tók ekkert eftir því...)

Allavega, eftirfarandi athuganir voru gerðar:
- Það er ekki auðveldara að vakna við vekjaraklukkur en börn.
- Rúmið mitt er best, sama hvort ég er ein í því eða ekki.
- Annaðhvort hef ég smitast af snyrtimennskunni á heimili bróður míns, eða að ég er hreint orðin óvön því að vera ekki með hendurnar fullar af "einhverju" allan daginn. Er búin að gera alþrif á heimilinu og þvo hverja tusku af allri fjölskyldunni. Endar sennilega með því að ég verð týpan sem rykmoppar alla íbúðina í hverri viku, líka herbergin sem enginn hefur farið inn í, þegar börnin verða farin að heiman.

Heimilið er sumsé algjörlega blettlaust og tilbúið til að feðgin renni í hlað og rusli til.

A-Á-B

Kemur kannski ekki sérlega á óvart, en:

- Ótrúlega mörg leikrit heita "Á" eitthvað eða einhverju.
- Það eru líka frekar mörg leikrit sem byrja á "Ást"
- Öll leikrit sem heita "Bréf" eitthvað í leikritasafni Bandalaxins, í fullri lengd, eru dramatísk. Og þau eru þrjú.
- Það eru bara til 4 leikrit hér sem byrja á C.

Þetta voru fróðleiksmolar úr vinnunni.

Enduropnum

með því að óska formanni vorum og frú, þeim Írisi og Sigga, innilega til hamingju með dömuna sem þeim fæddist 070207. Mér er stórlega til efs að áður hafi Hugleixstjórn átt við annað eins barnalán að stríða. Og verið er að sjá fyrir næstu kynslóð Hullara. En næsta kynslóð virðist hins vegar ætla að eiga við karlmannaleysi að stríða, nema við fáum afkomendur Ylfu aftur í bæinn.