29.3.03

Jæja, þá hefur þvílík blogggleði gripið um sig hjá öllum (nema Svandísi) að maður verður víst að fara að sýna einhvern smá lit.

Ég er að huxa um að fara á opnun á málverka- og ljóðasýningu úti á flugvelli á eftir og þykjast vera í sex and the city... venda síðan kvæði mínu rækilega í kross í kvöld og fara til Rannveigar að prjóna (Guðrún frá Lundi, aftur.)
Svo er ég að fara til Akureyrar á morgun og verð væntanlega úr bloggsambandi fram að næstu helgi, en þá verður væntanlega búið að taka úr mér allt blóðið og allan heilavökvann.
Núh? Var að fá skilaboð um að Berglind hefði hringt, ætla að hringja í hana NÚNA!
Biðja ekki allir að heilsa...? Hihihi

27.3.03

Var að sækja um gífurlega spennandi starf sem kynningarfulltrúi fyrir Kárahnjúkadæmið... ég meina... góð tungumálakunnátta... skrifstofu-eitthvað... fullt af péningum... búseta á Austurlandi... bara stóðst ekki mátið.
Er annars að fara til Akureyris á spíttla á mánudaginn og ætla að segja þeim að nú bara verði þeir að laga mig afffþvíað ég ætla að fara að verða svo gífurlega "important bísnessvúman" í dragt.
Hmm? Því ekki?
Annars er alltaf verið að auglýsa einhverjar gasalega spennandi vinnur hérna þessa dagana. Greinilega allir að farast úr bjartsýni og stórhug, enda verða allir örugglega löngu búnir að eyða öllum virkjunar- og álverspéning löngu áður en hann verður kominn in á nokkurn bankareikning.
Gerum ekki ráð fyrir öðru en dæmigerðri íslenskri yfirdráttarsálfræði.
En, það þýðir ekkert annað en að reyna að græða á þessu. Eins og ég heyrði einn bónda segja í dag: "Það verður náttúrulega bara að auglýsa það almennilega að hér er allt til sölu, dautt sem lifandi..." (Hann var reyndar bara að tala um kjöt og kindur, en þetta getur alveg átt við um mig líka, dauða eða lifandi.)
Jibbíkóla fyrir því.

24.3.03

Og annað:

What Sort of Hat Are You? I am a Halo.I am a Halo.


I believe I am perfect. Others may not think so, but those others are wrong. What Sort of Hat Are You?
Í nafni persónulegrar enduruppbyggingar þá ætla ég að halda áfram að velta sjálfri mér og öðrum upp úr útkomum úr sjálfsprófum, ef þær eru góðar og skemmtilegar:

What Flavour Are You? I taste like Peanut Butter.I taste like Peanut Butter.


I am one of the most blendable flavours; I go with sweet, I go with sour, I go with bland, I go with anything. I am practical and good company, but have something of a tendency to hang around when I'm not wanted, unaware that my presence is not welcome. What Flavour Are You?
Var að skila skattframtali! Jibbíkóla! (Það stóð reyndar næstum ekkert á því, en samt, gífurlegt afrek.)

Annars, allt í ljóma hérna í góða veðrinu, við mamma fórum á Reyðarfjörð um helgina og báðum til Alcoa við nýjasta trúartákn Austurlands, skilti með mynd af álveri. Algóður Alcoa var bara kátur, allavega er ennþá sól.
Til að standa undir nafni sem heimasæta er ég síðan farin að prjóna. Ætla að prjóna risastórt bútateppi úr allskonar afgangsgarni sem mamma mín á. (Nauðsynlegt fyrir fólk sem helst ekki á manni, maður verður bara að prjóna sér stórt og flámælt "teppe".)
Semsagt, sat heima með foreldrum mínum alla helgina og prjónaði eins og hverönnur forpipruð fröken. Fannst ég vera í skáldsögu eftir Guðrúnu frá Lundi og var alvarlega að huxa um að fara að baka í frystinn.
Fer vonandi á spítla á Akureyri bráðum, en þá ætla ég að þykjast vera í sjúkrahússögu í rauðu seríunni og hafa augun opin fyrir myndarlegum/óhamingjusömum/þungthöldnumafalheimsáhyggjum læknum. Það er sumsé þema í gangi.
Nú ætla ég að gá hvort einhverjir fleiri hafi læknast af bloggletinni. (Skildi Spunkhildur nokkur frá Tókastöðum til dæmis vera einhvers staðar á lífi...?)