Ég hef ekki farið í bíó árum saman. En, svei mér þá, ég held maður verði eiginlega að sjá þessa.
Þetta er líklega möstsí fyrir alla Nexussara og alla sem einhvern tíma hafa spila AD&D.
Það rifjaðist einmitt upp fyrir mér karakter sem ég átti einu sinni. Hún hét Míff og var eitthvað um metershár hálfdvergur. Indæl stúlka með grænt hár. Ég spilaði hana heilt páskafrí í bílskúrnum hjá Svandísi. Ég og kumpánar mínir lentum í ýmsum ævintýrum. Til dæmis skeit Þráinn ofan í holu og fékk sverð upp í rassinn.
Það voru dagarnir.
24.5.07
Samtímadýrkun
Í dag bloggar Viðar Eggerts um þroskadýrkun. (Bloggið hans er btw. frábær lesning á hverjum degi.) Þroskadýrkun felst í því að vilja helst vera eldri en maður er og fagna hverjum degi þar sem hann færir mann nær því. Öfugt við æskudýrkun.
Ég held að ég sé haldin samtímadýrkun.
Mér fannst hrrroðalega skemmtilegt að vera barn. Og leika mér úti og inni og vera á leikskólanum, og svo í skólanum, og gera allt sem því fylgdi. Mér fannst líka skemmtilegt að vera unglingur. Þá var öll veröldin spennandi og alltaf eitthvað nýtt að gerast. Eins voru menntaskóla- og háskólaárin hrrroðalega skemmtileg, með öllu djamminu og vitleysunni sem því fylgdi, dramaköstum, blankheitum, lærdómsleti og pizzuáti. Svo var gaman að búa í útlöndum. Skipta svona alveg um umhverfi og félagsskap og enduruppgötva sjálfan sig þar sem enginn þekkir mann. Það var líka gaman að koma aftur heim, rifja upp hvað Ísland er best og vera allt í einu orðinn þrítugur.
Og allt er að dásamlegt núna. Mér finnst frábært að vera gift og tveggja barna móðir og takast á við uppeldið, íbúðakaupin og allt sem því fylgir. Mér finnst vinnan mín æði, en hlakka samt til að fara í nám í haust og athuga hvað framtíðin ber síðan í skauti sér. Svo er ég líka alveg til í að eignast miklu fleiri börn, ef Alheimurinn lofar.
Það verður líka meiriháttar að sjá börnin vaxa úr grasi og athuga hvað verður úr þeim. Verða allt í einu orðin tvö í kotinu. Þá er alls ekki ólíklegt að við förum að læra samkvæmisdansa (ef við verðum ekki búin að því fyrr) og fara í safna- og leikhúsferðir til útlanda, alveg í akkorði. Og leika miklu meira með Hugleik. Í ellinni ætla ég svo að hafa tíma til að lesa allar bækurnar og horfa á allar myndirnar.
Ég held ég sé hvorki með æsku- né þroskadýrkun.
Hins vegar hafa mér alltaf þótt svakalega skemmtilegir og spennandi tímar Núna.
Ég held að ég sé haldin samtímadýrkun.
Mér fannst hrrroðalega skemmtilegt að vera barn. Og leika mér úti og inni og vera á leikskólanum, og svo í skólanum, og gera allt sem því fylgdi. Mér fannst líka skemmtilegt að vera unglingur. Þá var öll veröldin spennandi og alltaf eitthvað nýtt að gerast. Eins voru menntaskóla- og háskólaárin hrrroðalega skemmtileg, með öllu djamminu og vitleysunni sem því fylgdi, dramaköstum, blankheitum, lærdómsleti og pizzuáti. Svo var gaman að búa í útlöndum. Skipta svona alveg um umhverfi og félagsskap og enduruppgötva sjálfan sig þar sem enginn þekkir mann. Það var líka gaman að koma aftur heim, rifja upp hvað Ísland er best og vera allt í einu orðinn þrítugur.
Og allt er að dásamlegt núna. Mér finnst frábært að vera gift og tveggja barna móðir og takast á við uppeldið, íbúðakaupin og allt sem því fylgir. Mér finnst vinnan mín æði, en hlakka samt til að fara í nám í haust og athuga hvað framtíðin ber síðan í skauti sér. Svo er ég líka alveg til í að eignast miklu fleiri börn, ef Alheimurinn lofar.
Það verður líka meiriháttar að sjá börnin vaxa úr grasi og athuga hvað verður úr þeim. Verða allt í einu orðin tvö í kotinu. Þá er alls ekki ólíklegt að við förum að læra samkvæmisdansa (ef við verðum ekki búin að því fyrr) og fara í safna- og leikhúsferðir til útlanda, alveg í akkorði. Og leika miklu meira með Hugleik. Í ellinni ætla ég svo að hafa tíma til að lesa allar bækurnar og horfa á allar myndirnar.
Ég held ég sé hvorki með æsku- né þroskadýrkun.
Hins vegar hafa mér alltaf þótt svakalega skemmtilegir og spennandi tímar Núna.
Klikk...
Fengum flugu í höfuðið í gær.
Hvernig væri nú að skreppa með alla fjölskylduna til Montpellier í svona viku til hálfan mánuð?
Ca. 19. júní til 4. júlí?
Ég er mjög upptekin af þessari hugmynd.
En veit ekki hvort hún er alls kostar framkvæmanleg...
Hvernig væri nú að skreppa með alla fjölskylduna til Montpellier í svona viku til hálfan mánuð?
Ca. 19. júní til 4. júlí?
Ég er mjög upptekin af þessari hugmynd.
En veit ekki hvort hún er alls kostar framkvæmanleg...
23.5.07
Get ekki sofið
þessar næturnar. Ætla hreinlega aldrei að leka út af á kvöldin. Ef þetta verður svona aftur í kvöld ætla ég að fara fram og skrifa eða eitthvað. Í andvökum mínum hef ég hugsað um atvinnuástandið á Vestfjörðum. Og lent á þanka sem er sennilega afar óvinsæll.
Þannig er að fyrir einum tuttugu árum síðan uppgötvuðu Íslendingar, og voru þar á eftir nær öllum þjóðum heims, að hægt er að éta fleira en rollukjöt og ýsu. Og hafa fleira en kartöflur og smjör með því. Menn fóru að vera með allskonar fordildir í matargerð og láta ofan í sig alls konar útlenskan óþverra. Það var nú eins gott, þar sem rollukjötið var að verða búið með allan gróður af landinu og þeir fáu fiskar sem eftir voru í sjónum orðnir einmana.
En það var svo skrítið, að þó fólkið væri hætt að éta kjetið og fiskinn, þá vildi það samt halda áfram að framleiða svoleiðis. Upp spruttu kjötfjöll og smjörfjöll og fiskfjöll. Og menn klóruðu sér mikinn í höfðunum yfir þessu. Og eru enn að. Þetta var, og er, svona eins og Litla gula hænan, öfugsnúin. Allir vilja finna fræið, mala kornið, baka brauðið, og allt það. En enginn vill éta brauðið. Það myglar bara.
Mér finnst menn ekki eiga skýlausan rétt á því að yfirvöld reddi þeim óbreyttri heimsmynd. Atvinnugreinar fæðast og deyja eftir því hver eftirspurnin er. (Í dag þýðir til dæmis ekkert að ætla að framleiða rafmagnsritvélar. En ég vona nú að fólkið úr rafmagnsritvélaverksmiðjunum hafi haft vit að að bíða ekki eftir örðum tækifærum í þeim geira...) Og að geta gengið að sömu verksmiðjuvinnunni alla ævi er engum manni hollt. Mig hryllir við því að búa í samfélagi þar sem næstum allir vinna í sömu verkmiðjunni. Og ég er orðin frekar andsnúin stóriðjunni. Ekki vegna þess hvað hún gerir náttúrunni eða útlitinu á landinu, heldur hvað hún gerir samfélaginu. Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert sérstaklega hrifin af ýmsu sem ég sé vera að gerast í samfélaginu fyrir austan. (Ég held ég sé líka með langhund um verksmiðjusamfélög og stórfyrirtæki í hausnum á mér... en það er efni í annan hund.)
Oft er úr vöndu að ráða, í þessu lífi. Stundum fyrir marga í einu. Það sem mér finnst að hið opinbera ætti að gera er að kaupa óseljanlegu húsin af fólki sem vill fara annað. Ég hef enga trú á að hinar dreifðari byggðir eigi eftir að vera lengi í eyði eða sumarbústaðabyggð.
Þar kemur tæknivæðingin inn í. Með hverju árinu fjölgar störfum sem menn geta unnið hvar sem er. Þá þurfa menn bara að eiga tölvu og internet. Ég held nefnilega að hinar dreifðari byggðir eigi mikla framtíð fyrir sér, þegar fjölskyldufólk getur í auknum mæli tekið vinnuna með sér hvert sem er, og stjórnað því algjörlega hvar það býr. Og, þetta eru ekki bara störf fyrir einhverja svakalega langskólamenntaða einstaklinga. Tæknibúnaður er líka að verða einfaldari með hverju árinu.
Ég sé alveg fyrir mér að menn hefðu smekk fyrir því að búa einhversstaðar þar sem þeir geta haft þrjár hænur, fjórar kindur og skroppið og veitt grásleppu í soðið um helgar. Ég hlakka til að geta valið úr svoleiðis samfélögum á Vestfjörðum.
Fólk verður að haga búsetu eftir atvinnu, í bili, en ég held að menn verði að átta sig á því að það er hægt að gera fleira en eitt. Ef menn kunna bara að gera eitt, sem er ekki lengur í boði, þurfa menn að læra eitthvað annað. En það finnst mér líka að ríkið ætti að styrkja.
En ég held að þetta þýði að ég sé algjörlega á móti því að ríkið sé að niðurgreiða landbúnað og sjávarútveg sem slíkan.
Þetta er nú sennilega óvinsælasta skoðun sem ég hef haft lengi.
Líklega eins gott að ég er ekki að fara að heimsækja Sverri mág um helgina. ;-)
Þannig er að fyrir einum tuttugu árum síðan uppgötvuðu Íslendingar, og voru þar á eftir nær öllum þjóðum heims, að hægt er að éta fleira en rollukjöt og ýsu. Og hafa fleira en kartöflur og smjör með því. Menn fóru að vera með allskonar fordildir í matargerð og láta ofan í sig alls konar útlenskan óþverra. Það var nú eins gott, þar sem rollukjötið var að verða búið með allan gróður af landinu og þeir fáu fiskar sem eftir voru í sjónum orðnir einmana.
En það var svo skrítið, að þó fólkið væri hætt að éta kjetið og fiskinn, þá vildi það samt halda áfram að framleiða svoleiðis. Upp spruttu kjötfjöll og smjörfjöll og fiskfjöll. Og menn klóruðu sér mikinn í höfðunum yfir þessu. Og eru enn að. Þetta var, og er, svona eins og Litla gula hænan, öfugsnúin. Allir vilja finna fræið, mala kornið, baka brauðið, og allt það. En enginn vill éta brauðið. Það myglar bara.
Mér finnst menn ekki eiga skýlausan rétt á því að yfirvöld reddi þeim óbreyttri heimsmynd. Atvinnugreinar fæðast og deyja eftir því hver eftirspurnin er. (Í dag þýðir til dæmis ekkert að ætla að framleiða rafmagnsritvélar. En ég vona nú að fólkið úr rafmagnsritvélaverksmiðjunum hafi haft vit að að bíða ekki eftir örðum tækifærum í þeim geira...) Og að geta gengið að sömu verksmiðjuvinnunni alla ævi er engum manni hollt. Mig hryllir við því að búa í samfélagi þar sem næstum allir vinna í sömu verkmiðjunni. Og ég er orðin frekar andsnúin stóriðjunni. Ekki vegna þess hvað hún gerir náttúrunni eða útlitinu á landinu, heldur hvað hún gerir samfélaginu. Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert sérstaklega hrifin af ýmsu sem ég sé vera að gerast í samfélaginu fyrir austan. (Ég held ég sé líka með langhund um verksmiðjusamfélög og stórfyrirtæki í hausnum á mér... en það er efni í annan hund.)
Oft er úr vöndu að ráða, í þessu lífi. Stundum fyrir marga í einu. Það sem mér finnst að hið opinbera ætti að gera er að kaupa óseljanlegu húsin af fólki sem vill fara annað. Ég hef enga trú á að hinar dreifðari byggðir eigi eftir að vera lengi í eyði eða sumarbústaðabyggð.
Þar kemur tæknivæðingin inn í. Með hverju árinu fjölgar störfum sem menn geta unnið hvar sem er. Þá þurfa menn bara að eiga tölvu og internet. Ég held nefnilega að hinar dreifðari byggðir eigi mikla framtíð fyrir sér, þegar fjölskyldufólk getur í auknum mæli tekið vinnuna með sér hvert sem er, og stjórnað því algjörlega hvar það býr. Og, þetta eru ekki bara störf fyrir einhverja svakalega langskólamenntaða einstaklinga. Tæknibúnaður er líka að verða einfaldari með hverju árinu.
Ég sé alveg fyrir mér að menn hefðu smekk fyrir því að búa einhversstaðar þar sem þeir geta haft þrjár hænur, fjórar kindur og skroppið og veitt grásleppu í soðið um helgar. Ég hlakka til að geta valið úr svoleiðis samfélögum á Vestfjörðum.
Fólk verður að haga búsetu eftir atvinnu, í bili, en ég held að menn verði að átta sig á því að það er hægt að gera fleira en eitt. Ef menn kunna bara að gera eitt, sem er ekki lengur í boði, þurfa menn að læra eitthvað annað. En það finnst mér líka að ríkið ætti að styrkja.
En ég held að þetta þýði að ég sé algjörlega á móti því að ríkið sé að niðurgreiða landbúnað og sjávarútveg sem slíkan.
Þetta er nú sennilega óvinsælasta skoðun sem ég hef haft lengi.
Líklega eins gott að ég er ekki að fara að heimsækja Sverri mág um helgina. ;-)
22.5.07
Tvennt
1. Er forsvaranlegt að fara austur í Egilsstaði, aðallega til að fara í partí? (Aukaafsökun væri líka að leyfa ömmu-Freigátu að leika sér með litlu-Freigátu um hvítasunnuna.) Stefnan var annars tekin norður, og Rannsóknarskip og Smábátur verða sendir þangað. Enda gengur sauðburðaraðstoð í Brekku sjálfsagt bara betur ef við Gyða verðum ekki að þvælast fyrir... Sko, ég er komin langleiðina með að réttlæta þetta fyrir sjálfri mér og bóka sennilega flug bráðum.
2. Fyrir frumsýningu á Listin að lifa var ég mikið að hugsa um að kaupa mér kínverskan kjól. Svo hætti ég við það. Keypti mér í staðinn kínverskan efripart sem ég er búin að nota gífurlega mikið. Nú er ég ákveðin. Fyrir Þjóðleikhússýninguna verður umræddur kjóll verslaður. Þá fara næstu vikur í eftirfarandi valkvíða:
- Stuttar ermar eða engar?
- Hvaða litur?
Ég hallast frekar að mynd af einum stórum páfugli en mynstri. Og síðum frekar en stuttum.
Einhver með skoðun?
2. Fyrir frumsýningu á Listin að lifa var ég mikið að hugsa um að kaupa mér kínverskan kjól. Svo hætti ég við það. Keypti mér í staðinn kínverskan efripart sem ég er búin að nota gífurlega mikið. Nú er ég ákveðin. Fyrir Þjóðleikhússýninguna verður umræddur kjóll verslaður. Þá fara næstu vikur í eftirfarandi valkvíða:
- Stuttar ermar eða engar?
- Hvaða litur?
Ég hallast frekar að mynd af einum stórum páfugli en mynstri. Og síðum frekar en stuttum.
Einhver með skoðun?
21.5.07
Urrandi framkvæmdagleði...
Það var einhvern veginn þannig að við fluttum í miðju annríki. Svo var allt gert "fínt" fyrir jólin, en við kláruðum eiginlega aldrei að koma okkur fyrir. Og svo tekur það hlutina nú venjulega nokkur ár að finna sína réttu staði. (Giska ég á. Ekki að ég hafi nokkurn tíma búið á sama stað í nokkur ár.)
En nú undir kvöld fékk ég andann yfir mig og skipti um herbergi á nokkrum kommóðum. Ég held það hafi bara verið hið bezta mál og ég er farin að hugsa mjög um margt sem væri gaman að gera við heimilið. (Einmitt rétti tíminn, núna þegar ég fer að sjá fram á sumarútlegðina.)
Í dag sá ég hundaskít á Laugaveginum. Þá sjaldan ég sé svoleiðis langar mig að vita hvað er títt í Montpellier. Ég á alnetið og svo brá við að ég rakst á "handbókarvef" sem búið er að gera um þann bæ. Sem er frábært. Þá hef ég eitthvert að vísa fólki sem leitar til mín eftir upplýsingum um það. (Sem gerist einstöku sinnum.) Svo er pöbburinn minn kominn með þennan fína vef.
Þá þarf ég aldrei að fara þangað aftur. Sem er nú gott. Það er svo ógurlega úrleiðis, og ef maður er að þvælast í Suður-Frakklandi á annað borð, þá er nú margt meira spennandi að skoða en þessi höfuðborg hundaskítsins.
Hvernig virkar annars þetta myspace? Ég ætlaði bara að skrifa eitthvað fyndið á mæspeisið hjá O'Carolans, en þá er það ekki hægt nema maður sé með svoleiðis sjálfur. Og eins og maður nenni því eitthvað.
Isssss...
En nú undir kvöld fékk ég andann yfir mig og skipti um herbergi á nokkrum kommóðum. Ég held það hafi bara verið hið bezta mál og ég er farin að hugsa mjög um margt sem væri gaman að gera við heimilið. (Einmitt rétti tíminn, núna þegar ég fer að sjá fram á sumarútlegðina.)
Í dag sá ég hundaskít á Laugaveginum. Þá sjaldan ég sé svoleiðis langar mig að vita hvað er títt í Montpellier. Ég á alnetið og svo brá við að ég rakst á "handbókarvef" sem búið er að gera um þann bæ. Sem er frábært. Þá hef ég eitthvert að vísa fólki sem leitar til mín eftir upplýsingum um það. (Sem gerist einstöku sinnum.) Svo er pöbburinn minn kominn með þennan fína vef.
Þá þarf ég aldrei að fara þangað aftur. Sem er nú gott. Það er svo ógurlega úrleiðis, og ef maður er að þvælast í Suður-Frakklandi á annað borð, þá er nú margt meira spennandi að skoða en þessi höfuðborg hundaskítsins.
Hvernig virkar annars þetta myspace? Ég ætlaði bara að skrifa eitthvað fyndið á mæspeisið hjá O'Carolans, en þá er það ekki hægt nema maður sé með svoleiðis sjálfur. Og eins og maður nenni því eitthvað.
Isssss...
Vorlyndið
Nú er ég farin að berjast við vorið. Merkilegt að verða alltaf þunglyndur á vorin. Þá vil ég helst skríða ofan í holu. Ég man að þetta var sérlega slæmt hitt vorið sem leikritið mitt fór í Þjóðleikhúsið. Þá langaði mig mest að skríða ofan í holu. Og nú er það sama uppi á tengingnum. Hvað er það, eiginlega? Mér finnst ég yfirleitt, á þessum árstíma, öllu klúðra, ekkert geta, og ólíklegt að neitt sem ég kem nálægt fari öðruvísi en mjöööög illa.
Og ég veit ekki hvaðan ég hef þetta. ALLT sem ég kem nálægt fer alltaf VEL og það er ALLTAF ALLT MÉR að þakka.
(Eða það þarf ég líklega allavega að fara að segja speglinum á hverjum degi.)
En í dag er ég eitthvað að rífa mig upp. Kannski vegna þess að það er snjókoma?
Er annars að fást við það stórskemmtilega verkefni að velja mér kúrsa til að taka eftir áramót í háskólanum. Allir skyldukúrsarnir mínir eru á haustönn. Ætlaði að vera megadugleg í haust og taka 20 einingar, þar sem þá er kennd útvarpsþáttagerð í menningarmiðlun, en þegar ég fór að skoða stundatöflur þá sá ég að hann er kenndur á nákvæmlega sama tíma og aðalritstjórnarkúrsinn. Ljóta óheppnin. En, þá eru þrír sem ég get valið í hvaða mastersnámi sem er í hugvísindadeild.
Einn er algjör sefölgeligheð. Hann heitir Íslensk samtímaleikritun í ljósi leiklistarkenninga 20. aldar. (Hljómar sennilega ótrúlega óspennandi fyrir flesta, en fyrir mér er þetta svona... nammi, sérhannað fyrir mig.) Og þá eru tveir eftir. Eitt og annað er í boði. Eins og til dæmis "Skynsemin og viturt hjarta" í heimspekideild hjá Róberti Haralds, Franskar bókmenntir á 19. öld, ef maður nennir að lesa meira af Proust, sem ég óverdósaði nú eiginlega á um árið, og kúrs í enskudeild um David Mamet kemur mjög sterklega til greina.
Sussu, hvað þetta verður skemmtilegt. Fyrst er það bara að þreyja helv... sumarið.
Og ég veit ekki hvaðan ég hef þetta. ALLT sem ég kem nálægt fer alltaf VEL og það er ALLTAF ALLT MÉR að þakka.
(Eða það þarf ég líklega allavega að fara að segja speglinum á hverjum degi.)
En í dag er ég eitthvað að rífa mig upp. Kannski vegna þess að það er snjókoma?
Er annars að fást við það stórskemmtilega verkefni að velja mér kúrsa til að taka eftir áramót í háskólanum. Allir skyldukúrsarnir mínir eru á haustönn. Ætlaði að vera megadugleg í haust og taka 20 einingar, þar sem þá er kennd útvarpsþáttagerð í menningarmiðlun, en þegar ég fór að skoða stundatöflur þá sá ég að hann er kenndur á nákvæmlega sama tíma og aðalritstjórnarkúrsinn. Ljóta óheppnin. En, þá eru þrír sem ég get valið í hvaða mastersnámi sem er í hugvísindadeild.
Einn er algjör sefölgeligheð. Hann heitir Íslensk samtímaleikritun í ljósi leiklistarkenninga 20. aldar. (Hljómar sennilega ótrúlega óspennandi fyrir flesta, en fyrir mér er þetta svona... nammi, sérhannað fyrir mig.) Og þá eru tveir eftir. Eitt og annað er í boði. Eins og til dæmis "Skynsemin og viturt hjarta" í heimspekideild hjá Róberti Haralds, Franskar bókmenntir á 19. öld, ef maður nennir að lesa meira af Proust, sem ég óverdósaði nú eiginlega á um árið, og kúrs í enskudeild um David Mamet kemur mjög sterklega til greina.
Sussu, hvað þetta verður skemmtilegt. Fyrst er það bara að þreyja helv... sumarið.
20.5.07
Allt að koma
Ég er búin að vera nokkurn veginn vakandi í allan dag. Það hefur nú ekki gerst lengi. Enda eins gott, ég þarf að vinna á morgun, hvað sem tautar og raular.
Tölvumálin eru veikari en ég. Ég er með tvö tölvupóstföng. Annað vill ekki senda, ég fæ ekki póst í hitt. Svo var ég að strauja tölvuna mína. Núna kannast hún ekkert við þýðingaforritin. Ég er búin að vera að leita ráðlegginga hjá fallegu mönnunum á helpdeskinu í Indlandi, en það er snúið þegar annar tölvupósturinn manns vill ekki senda, hinn tekur ekki við og maður getur ekki verið vakandi. Úffff.
Næstu mál á dagskrá er að fara í háskólann, skrá mig í kúrsa og fá netfang, sem vonandi vill bæði senda og taka við, og kaupa mér alminilega tölvu. (Lesist: makka.) Held samt að ég athugi fyrst hvað tannlæknirinn sem ég þarf að fara til á morgun, af því að ég mélaði jaxl, hefur huxað sér að kosta. En mig langar samt alveg hrrroðalega í makka. Lítinn. Helst fyrir sumarfrí.
Tölvumálin eru veikari en ég. Ég er með tvö tölvupóstföng. Annað vill ekki senda, ég fæ ekki póst í hitt. Svo var ég að strauja tölvuna mína. Núna kannast hún ekkert við þýðingaforritin. Ég er búin að vera að leita ráðlegginga hjá fallegu mönnunum á helpdeskinu í Indlandi, en það er snúið þegar annar tölvupósturinn manns vill ekki senda, hinn tekur ekki við og maður getur ekki verið vakandi. Úffff.
Næstu mál á dagskrá er að fara í háskólann, skrá mig í kúrsa og fá netfang, sem vonandi vill bæði senda og taka við, og kaupa mér alminilega tölvu. (Lesist: makka.) Held samt að ég athugi fyrst hvað tannlæknirinn sem ég þarf að fara til á morgun, af því að ég mélaði jaxl, hefur huxað sér að kosta. En mig langar samt alveg hrrroðalega í makka. Lítinn. Helst fyrir sumarfrí.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)