11.6.09

Hrunið

er allt of góð bók.
Skrifaði ekki staf í orrustunni í sumarbústaðnum. Spilaði því síður á gítar. Og vanrækti fjölskylduna við hvert tækifæri. Las bara og las og las Hrunið. Eins og ófrásérleggjandi reifara.
Er kreppunörri.

Eníhú.
Fengum snert af jeppaduld og fórum Kaldadal á almerunni aftur frá Húsafelli. Hefði gengið ljómandi nema fyrir eitt grjót á afleitum stað. Rannsóknarskip hefur dvalið með heimiliskerruna á verkstæði núna seinnipartinn.

Og ég ætti virkilega að vera að pakka fyrir Skólann í Svarfó. Sem hefst á morgun. Er ekki búin að pakka svo mikið sem einni brók og man ekkert hvað maður hefur með sér í svona. Veit bara að brekkubuxurnar eru orðnar of... litlar. Enda skilst mér að brekkan sé dauð.
Enda hefði undirrituð líklega betra af blaki, fjallgöngum, jóga og huxanlega gufum í frístundum. En þetta verður líklegast afar mikið niðursitjandi, eins of höfundanámskeið vilja vera.

Já, gula flíspeysan með öllum skólamerkjunum. Best að setja hana einhversstaðar. Og svo miður sjarmerandi sveitaföt... Og svo ætti maður nú að fara aðeins í ríki í fyrramálið... Hmmmm.
Jájá, þetta verður örugglega bara gaman.
Hef ekki farið á skólann síðan 2003!

Veit ekki hvort ég get internetað í Dalnum Svarfaðar.
Ætla að reyna að halda einhvers konar dagbók, allavega.