Langhundur
Aldrei slíku vant er rólegt í vinnunni og ég fór að huxa um kennarana og þjóðfélagið. Kom sjálfri mér á óvart (eða þannig) með því að hafa aragrúa af róttækum skoðunum. Nú er ég að huxa um að hrifla smá, enda er þetta eins og með sígarettuna og strætóinn, þá kemur örugglega einhver.
Fyrst verð ég að setja milljón spurningarmerki við þessar undarlegu tölur sem ég er búin að vera að heyra um "meðallaun". Og líka, um laun eftir háskólamenntun. Ég er með 5 ára háskólamenntun, búin að vera með þriggja ára háskólamenntun árum saman og hef aldrei nokkurn tíma komist nálægt þeim launum sem kennarar eru að fara fram á í byrjunarlaun. Og það er ekki bara ég. Svona allt í allt þá sýnist mér fólk þurfa að vera komið mjög langt upp metorðastigann hjá sínu fyrirtæki til að vera komið með það sem í dag er kallað "meðallaun".
En, mér finnst kjarabarátta kennara alls ekki eiga að snúast um það. Heldur þarf að leiðrétta alvarlega hugsanavillu í samfélaginu.
Það er einhvern veginn þannig að í dag vilja menn meta allt til fjár. Ekkert telst með nema það sé hægt að sýna fram á hagnað í krónum og milljónum. Heilbrigðiskerfið á að standa undir sér. Sem og menntakerfið. Og það í peningun, heilbrigði og menntun múgsins virðist bara ekki skipta nokkru einasta máli í þessu samhengi. Er ekki eitthvað bogið við þessa heimsmynd? Manngildið er úrelt. Fólk þarf að skila hagnaði með allri sinni tilvist. Annars hrynur hagkerfið og það er sko alvarlegra en Skaftáreldarnir.
Þó svo að ég hafi ekki komið að fjölgun mannkyns á einn eða annan hátt þá, svo ég vitni í Whitney Houston, trúi ég því nú samt að börnin séu framtíðin.
Kennarar gegna mikilvægasta hlutverki í þjóðfélaginu. Þeir eru að ala upp komandi kynslóðir. Þetta er starf sem verður aldrei metið til fjár. Og hæfileikunum sem fólk þarf að hafa til að vera góðir kennarar er ekki hægt að ná með neinni menntun.
Mér finnst að, sama hvað það kostar eða hvaðan peningarnir koma, eigi kennarar að vera með hæst launuðustu stéttum þjóðfélagsins. Skilyrðislaust. Kennarastöður eiga að vera svo eftirsóttar að á hverju hausti ætti hver einasti skóli að geta valið úr aragrúa umsókna og greina hafrana frá sauðunum og velja hæfasta fólkið í þjóðfélaginu til að sinna þessum mikilvægu hlutverkum. Og þessi hæfni fer alls ekkert endilega eftir menntun. Kennarar þurfa að geta haldið aga, alveg án þess að fá kvíðaköst, í 20 manna bekk. (Ættu reyndar að vera fleiri og þurfa að kenna færri í einu.) Þeir þurfa að geta menntað marga og mismunandi einstaklinga í ýmsu, sinnt þörfum hvers og eins, tekið á öllum vandamálum sem upp kunna að koma og verið um leið góðar og heilsteyptar fyrirmyndir. Þeir þurfa að vera algjör ofurmenni.
Sjálf fæ ég kvíðaköst við það eitt að hugsa til þess að vera í þessari aðstöðu og fólkið sem leggur á sig þetta hugsjónastarf á góðan slurk af minni virðingu.
Og mér finnst þetta alltsaman liggja svo gjörsamlega í augum uppi. Ég þoli ekki að hinn vestræni heimur skuli liggja svo gjörsamlega á hægri hliðinni þessa áratugina að það skuli vera orðin mönnum algjörlega hulið hvað skiptir máli í þessum heimi. Meira að segja uppeldi barna þarf að "borga sig"! Í peningum!
Ég er búin að vera viðvarandi fokkíng pisst off yfir þessu öllu saman frá því að ég fæddist og kommúnistinn og mannúðarpúkinn í mér rís annað slagið upp á afturlappirnar og brjálast þannig að minnstu munar að ég stofni stjórnmálaflokk. (Guð forði...)
Svo get ég nú yfirleitt svæft þá félaga aftur með því að leggjast aftur til sunds í efnishyggjunni og hugsa um hvað ég ætla að kaupa næst í fallegu, barnlausu og mannúðarsnauðu veröldina mína.
19.11.04
Fyrir Varríus minn, af því að hann ætlar að vera svo vænn að lána mér síma:
Toppar og botnar úr negravinnu Zatans
Topp 5
5. Þegar ég þarf að nota tölvupugginn minn til að komast inn (kerfi sem var sett á eftir handrukkarana). Mér finnst það svo kúl.
4. Þegar ég les sportið.
3. Þegar blaðamenn taka upp á því að syngja fyrirsagnir eins og blaðsöludrengir til að prófa þær.
2. Vinnan er á kvöldmatartíma. Fín megrun.
1. Þegar eru pizzur. Þær birtast stundum, alveg upp úr þurru. Þá er þessi prófarkalesari miklu kátari og velvirkari. (Þó megrunin fari fyrir lítið.)
Botn 5
1. Starfið felst í stafsetningu. Let's face it, nobody's dreamjob.
2. Þegar fólk les yfir öxlina á mér... og finnur vitleysur.
3. Þegar það eru ekki pizzur og ég er svöng.
4. Þegar það er of vont veður til að fara út að reykja.
5. Þegar koma handrukkarar og rusla til.
Svo mörg voru þau orð.
Toppar og botnar úr negravinnu Zatans
Topp 5
5. Þegar ég þarf að nota tölvupugginn minn til að komast inn (kerfi sem var sett á eftir handrukkarana). Mér finnst það svo kúl.
4. Þegar ég les sportið.
3. Þegar blaðamenn taka upp á því að syngja fyrirsagnir eins og blaðsöludrengir til að prófa þær.
2. Vinnan er á kvöldmatartíma. Fín megrun.
1. Þegar eru pizzur. Þær birtast stundum, alveg upp úr þurru. Þá er þessi prófarkalesari miklu kátari og velvirkari. (Þó megrunin fari fyrir lítið.)
Botn 5
1. Starfið felst í stafsetningu. Let's face it, nobody's dreamjob.
2. Þegar fólk les yfir öxlina á mér... og finnur vitleysur.
3. Þegar það eru ekki pizzur og ég er svöng.
4. Þegar það er of vont veður til að fara út að reykja.
5. Þegar koma handrukkarar og rusla til.
Svo mörg voru þau orð.
Fór á sultugóða tónleika eftir vinnu í gær. Verst að ég man ekki hvað hljómsveitin heitir. Allavega, Jón Geir er í henni og hún var að spila á Airwaves og er að fara að spila smá í útlöndum. Þetta er allavega alveg súpergóð grúppa sem samanstendur að þremur snillingum. Lovely. (Þeir sem vita hvað hún heitir mega alveg skrifa það í komment.)
Vegna þessa útstáelsis er ég illa sofin í dag, en annars bara frekar kát. Þrátt fyrir ýmsan afturfótagang í lífinu.
Gleðilegan föstudag og farsæla komandi hláku,
Vegna þessa útstáelsis er ég illa sofin í dag, en annars bara frekar kát. Þrátt fyrir ýmsan afturfótagang í lífinu.
Gleðilegan föstudag og farsæla komandi hláku,
18.11.04
Ekki vænti ég...
...að einhver þarna úti eigi gsm-síma sem hann er hættur að nota?
Minn er nefnilega í sjúkdómsgreiningu og verður utan þjónustusvæðis næstu 5-10 daga. Mennirnir í búðinni áttu ekki annan til að lána mér á meðan. Þannig að ég er sambandslaus við umheiminn, ekki með heimasíma eða dyrabjöllu og ekki nokkur leið að ná í mig þessa dagana nema á bandalaginu mínu á milli 9 og 13 virka daga eða í tölvupóstinum (eða hér).
Enda þýðir svosem lítið að reyna að ná í mig, það er eitthvað mikið að gera núna og verður það væntanlega áfram... næstu 5-10 virka daga að minnsta kosti.
Ef einhver gæti síðan lagt svo á og mælt um að það komi hláka, nógu lengi til að ég komist að sækja nagladekkin, þá væri það líka vel þegið.
Er að vinna í topp- og botnlista yfir Dv-ið, að áskorun Varríusar.
Málið er í athugun.
...að einhver þarna úti eigi gsm-síma sem hann er hættur að nota?
Minn er nefnilega í sjúkdómsgreiningu og verður utan þjónustusvæðis næstu 5-10 daga. Mennirnir í búðinni áttu ekki annan til að lána mér á meðan. Þannig að ég er sambandslaus við umheiminn, ekki með heimasíma eða dyrabjöllu og ekki nokkur leið að ná í mig þessa dagana nema á bandalaginu mínu á milli 9 og 13 virka daga eða í tölvupóstinum (eða hér).
Enda þýðir svosem lítið að reyna að ná í mig, það er eitthvað mikið að gera núna og verður það væntanlega áfram... næstu 5-10 virka daga að minnsta kosti.
Ef einhver gæti síðan lagt svo á og mælt um að það komi hláka, nógu lengi til að ég komist að sækja nagladekkin, þá væri það líka vel þegið.
Er að vinna í topp- og botnlista yfir Dv-ið, að áskorun Varríusar.
Málið er í athugun.
17.11.04
Nú ætla ég að hætta á að hljóma kannski eins og geðverri systir mín. En:
Það er ekki búandi í þessu helvítis djöfulsins skítalandi!
Þetta er algjörlega veðurtengd pirra.
Það er staðreynd að mér er illa við að keyra bíla. Í hvert skipti sem ég sest undir stýri, sem ég geri ekki nema ég þurfi þess, er ég fullkomlega meðvituð um það að ég sé að fara að stýra maskínu sem er óútreiknanlegri en karlmenn og drepur fleiri Íslendinga en reykingar og skotvopn samanlagt ár hvert. Sérstaklega er mér ekki um að aka í ófærð á svæðum þar sem aðrir bílar eru mikið að þvælast fyrir mér. Í gær upplifði ég mína verstu martröð.
Drossían var sem sagt tilbúin úr viðgerð. Þegar ég tók stóra gula bílinn neðan úr bæ var að byrja að snjóa. Ég gerði mitt besta til að beita fjölkynngi á leiðinni upp á höfða til að breyta snjókomunni í rigningu. Eitthvað klikkaði, þannig að hún breyttist í byl. Og bíllinn á sumardekkjum. Keyrði heim til mín með hjartað í buxunum. Lagði og signdi yfir, þar sem illa skóað greyið fær sennilega bara að bíða vors, nákvæmilega á þessum stað. Ég fer ekki einu sinni að sækja vetrardekkin fyrr en síðasta snjókornið verður horfið af götunum. Mér er sama þó það verði ekki fyrr en um páska.
Dagurinn fór ekki batnandi. Þegar ég var á leiðinni í vinnu Zatans var ennþá bylur. Ég villtist á Miklatúninu. Í fúlustu alvöru. Hefði auðveldlega getað orðið úti. Þegar ég kom í vinnuna var síminn minn svolítið blautur, en virkaði samt. Skömmu síðar lenti hann í kaffitengdu vinnuslysi og hefur síðan ekki verið til viðræðu. Téður sími er líka eina vekjaraklukkan mín. Og ábyrgðarskírteinið af honum hefur eitthvað mislagst í flutningunum og hefur opinberlega verið lýst týnt.
Mitt karma var ekki gott í gær. Held ég þurfi að snúa af öllum villum míns vegar.
Það er ekki búandi í þessu helvítis djöfulsins skítalandi!
Þetta er algjörlega veðurtengd pirra.
Það er staðreynd að mér er illa við að keyra bíla. Í hvert skipti sem ég sest undir stýri, sem ég geri ekki nema ég þurfi þess, er ég fullkomlega meðvituð um það að ég sé að fara að stýra maskínu sem er óútreiknanlegri en karlmenn og drepur fleiri Íslendinga en reykingar og skotvopn samanlagt ár hvert. Sérstaklega er mér ekki um að aka í ófærð á svæðum þar sem aðrir bílar eru mikið að þvælast fyrir mér. Í gær upplifði ég mína verstu martröð.
Drossían var sem sagt tilbúin úr viðgerð. Þegar ég tók stóra gula bílinn neðan úr bæ var að byrja að snjóa. Ég gerði mitt besta til að beita fjölkynngi á leiðinni upp á höfða til að breyta snjókomunni í rigningu. Eitthvað klikkaði, þannig að hún breyttist í byl. Og bíllinn á sumardekkjum. Keyrði heim til mín með hjartað í buxunum. Lagði og signdi yfir, þar sem illa skóað greyið fær sennilega bara að bíða vors, nákvæmilega á þessum stað. Ég fer ekki einu sinni að sækja vetrardekkin fyrr en síðasta snjókornið verður horfið af götunum. Mér er sama þó það verði ekki fyrr en um páska.
Dagurinn fór ekki batnandi. Þegar ég var á leiðinni í vinnu Zatans var ennþá bylur. Ég villtist á Miklatúninu. Í fúlustu alvöru. Hefði auðveldlega getað orðið úti. Þegar ég kom í vinnuna var síminn minn svolítið blautur, en virkaði samt. Skömmu síðar lenti hann í kaffitengdu vinnuslysi og hefur síðan ekki verið til viðræðu. Téður sími er líka eina vekjaraklukkan mín. Og ábyrgðarskírteinið af honum hefur eitthvað mislagst í flutningunum og hefur opinberlega verið lýst týnt.
Mitt karma var ekki gott í gær. Held ég þurfi að snúa af öllum villum míns vegar.
16.11.04
Smitaðist af topptíu listamanninum Varríusi og datt í hug að gera topp fimm og botn fimm yfir það sem er skemmtilegast og leiðinlegast í vinnunni:
Botn 5
1. Þegar fólk hringir og segist ætla að koma „fyrir eitt“ að sækja eitthvað. Kemur svo tvær mínútur í og þarf voðalega mikið að skoða þegar ég er að flýta mér. (Athugist, á ekki við um fólk sem ég þekki og kemur í kaffi. Bara ókunnuga.)
2. Þegar fólk hringir og vantar leikrit og segir „Æi, veistu ekki um eitthvað skemmtilegt, með hlutverkum fyrir 15 unglingsstelpur...?“
(Veit um fullt af skemmtilegu. Veit hins vegar sjaldnast neitt um viðkomandi leikhóp eða hans smekk. Og leikrit fyrir 15 unglingsstelpur eru almennt ekki til.)
3. Þegar vítisvélin bilar og étur og krumpar eina handritið af einhverju meistaraverkinu.
4. Þegar unglingar koma inn, eftirlitslausir í hópum, bara til að skoða.
5. Þegar ég er með einhvern skemmtilegan í kaffi og allt fyllist af ókunnugum sem þurfa þjónustu.
Topp 5
5. Þegar ég sest fyrir framan tölvuna og skoða ruslpóstinn með fyrsta kaffibollann á morgnana.
4. Þegar margir skemmtilegir koma í kaffi í einu.
3. Þegar ég þarf að umslaga fundarboð eða formannapóst.
2. Þegar ég þarf að ljósrita leikrit sem eru búin að vera í umslögum áratugum saman og ég get sett þau í möppur með löggildri merkingu.
1. Þegar ég þarf að fara á Bandalagsþing, haustfundi, skólaslit, hátíðir eða annað þessháttar, hérlendis sem erlendis.
Topplistinn gæti reyndar verið endalaust lengri, þar er nefnilega næstum alltaf gaman í þessari vinnu. Því væri öfugt farið í Starfi Satans sem ég er í seinnipartinn...
Botn 5
1. Þegar fólk hringir og segist ætla að koma „fyrir eitt“ að sækja eitthvað. Kemur svo tvær mínútur í og þarf voðalega mikið að skoða þegar ég er að flýta mér. (Athugist, á ekki við um fólk sem ég þekki og kemur í kaffi. Bara ókunnuga.)
2. Þegar fólk hringir og vantar leikrit og segir „Æi, veistu ekki um eitthvað skemmtilegt, með hlutverkum fyrir 15 unglingsstelpur...?“
(Veit um fullt af skemmtilegu. Veit hins vegar sjaldnast neitt um viðkomandi leikhóp eða hans smekk. Og leikrit fyrir 15 unglingsstelpur eru almennt ekki til.)
3. Þegar vítisvélin bilar og étur og krumpar eina handritið af einhverju meistaraverkinu.
4. Þegar unglingar koma inn, eftirlitslausir í hópum, bara til að skoða.
5. Þegar ég er með einhvern skemmtilegan í kaffi og allt fyllist af ókunnugum sem þurfa þjónustu.
Topp 5
5. Þegar ég sest fyrir framan tölvuna og skoða ruslpóstinn með fyrsta kaffibollann á morgnana.
4. Þegar margir skemmtilegir koma í kaffi í einu.
3. Þegar ég þarf að umslaga fundarboð eða formannapóst.
2. Þegar ég þarf að ljósrita leikrit sem eru búin að vera í umslögum áratugum saman og ég get sett þau í möppur með löggildri merkingu.
1. Þegar ég þarf að fara á Bandalagsþing, haustfundi, skólaslit, hátíðir eða annað þessháttar, hérlendis sem erlendis.
Topplistinn gæti reyndar verið endalaust lengri, þar er nefnilega næstum alltaf gaman í þessari vinnu. Því væri öfugt farið í Starfi Satans sem ég er í seinnipartinn...
Ég á í siðferðilegri krísu.
Þannig er að þegar maður vinnur þar sem ég vinn og býr þar sem ég bý þá þarf maður að ganga hluta af Laugaveginum, stundum oft á dag. Ég þarf m.a. að ganga fram hjá nokkrum búðum sem ég VEIT að ég hef ekki efni á að versla í.
Kannski hefur milljónaeyðsla síðustu mánaða stigið mér til höfuðs, en undanfarið hef ég gert þau mistök að láta mig fara að langa... og langa... í dásemdarflík sem ég þarf að ganga fram hjá oft á dag. Í gær hleypti ég í mig kjarki, fór inn í búðina og gáði hvað dásemdin kostaði. 19.900 krónur íslenskar. Þar með hélt ég að málið væri dautt.
Litli eyðslupúkinn í hausnum á mér vildi nú samt ekki alveg gefast upp og minnti mig á það að það er nú alveg að koma frumsýning... og gaman væri nú að vera í nýrri dásemd... á nýja leikritinu...
Þetta er að verða þolraun hin mesta fyrir viljastyrkinn. Og enginn veit hvernig fer.
Annars getur verið að þetta leysi sig sjálft á næstu dögum. Drossían er víst að verða tilbúin, með nýjum ljósum, nýjum dempurum að framan og nýjum og skínandi öxli. Í beinu framhaldi þarf hún að fara í skoðun og á vetrardekk. Þar með gætu nú peningarnir alveg bara eiginlega orðið búnir, óvart, og þá þarf líklega ekki að velta frekar fyrir sér alltofdýrum dásemdum.
En ég komst hins vegar á æfingu á Memento Mori í gær. Sú sýning verður allra dásemda virði, sýnist mér.
Semsagt, enn í krísu.
Þannig er að þegar maður vinnur þar sem ég vinn og býr þar sem ég bý þá þarf maður að ganga hluta af Laugaveginum, stundum oft á dag. Ég þarf m.a. að ganga fram hjá nokkrum búðum sem ég VEIT að ég hef ekki efni á að versla í.
Kannski hefur milljónaeyðsla síðustu mánaða stigið mér til höfuðs, en undanfarið hef ég gert þau mistök að láta mig fara að langa... og langa... í dásemdarflík sem ég þarf að ganga fram hjá oft á dag. Í gær hleypti ég í mig kjarki, fór inn í búðina og gáði hvað dásemdin kostaði. 19.900 krónur íslenskar. Þar með hélt ég að málið væri dautt.
Litli eyðslupúkinn í hausnum á mér vildi nú samt ekki alveg gefast upp og minnti mig á það að það er nú alveg að koma frumsýning... og gaman væri nú að vera í nýrri dásemd... á nýja leikritinu...
Þetta er að verða þolraun hin mesta fyrir viljastyrkinn. Og enginn veit hvernig fer.
Annars getur verið að þetta leysi sig sjálft á næstu dögum. Drossían er víst að verða tilbúin, með nýjum ljósum, nýjum dempurum að framan og nýjum og skínandi öxli. Í beinu framhaldi þarf hún að fara í skoðun og á vetrardekk. Þar með gætu nú peningarnir alveg bara eiginlega orðið búnir, óvart, og þá þarf líklega ekki að velta frekar fyrir sér alltofdýrum dásemdum.
En ég komst hins vegar á æfingu á Memento Mori í gær. Sú sýning verður allra dásemda virði, sýnist mér.
Semsagt, enn í krísu.
15.11.04
Komin aftur. Mikil snilldarhelgi með Rannsóknarskipinu mínu. Hitti líka mestallan flotann og nokkra smábáta.
Freyvengir skemmtu mér konunglega á laugardaxkvöld. Upplifði m.a. að heyra verðandi mágkonu mína flytja Ruslönulagið af mikilli tilfinningu og verðandi mág minn skríða um með buxurnar á hælunum á flótta undan Playboy-kanínum syngjandi "Love hurts" með harmkvælum.
Dansaði mér síðan harðsperrur og endaði kvöldið með því að stíga á stokk, ásamt Eló (ekki hljómsveitinni), og flytja gamalt júróvísjónlag frá Danmörku með tilþrifum. Gerði þar með kommbakk á sviðið í Freyvangi, en hef ekki tjáð mig þar síðan í leikferð með Embættismannahvörfin 1997.
Og ðett vos ðett. Svo kom ég aftur í bæinn, allt í einu kominn vetur og jólaskreytingar á Laugaveginn... hvað var ég eiginlega lengi í burtu?
Freyvengir skemmtu mér konunglega á laugardaxkvöld. Upplifði m.a. að heyra verðandi mágkonu mína flytja Ruslönulagið af mikilli tilfinningu og verðandi mág minn skríða um með buxurnar á hælunum á flótta undan Playboy-kanínum syngjandi "Love hurts" með harmkvælum.
Dansaði mér síðan harðsperrur og endaði kvöldið með því að stíga á stokk, ásamt Eló (ekki hljómsveitinni), og flytja gamalt júróvísjónlag frá Danmörku með tilþrifum. Gerði þar með kommbakk á sviðið í Freyvangi, en hef ekki tjáð mig þar síðan í leikferð með Embættismannahvörfin 1997.
Og ðett vos ðett. Svo kom ég aftur í bæinn, allt í einu kominn vetur og jólaskreytingar á Laugaveginn... hvað var ég eiginlega lengi í burtu?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)