Í morgun var orðið bjart þegar ég vaknaði. Það er alltaf jafn ánægjuleg nýbreytni.
Er andfélaxlega þenkjandi þessa dagana. Og líður bara fantavel með það. Nema þegar ég þarf að vera í vinnunni og ókunnugt fólk þarf að vera að hafa samskipti við mig. Vil helst vera heima á náttfötunum, pjattast í íbúðinni minni, skrifa dót og horfa á sjónvarpið, sama hvað er íðí. Hef huxað mér að halda uppteknum hætti svo lengi sem mér stendur hugur til. Er og verð innipúki.
Komin með krónískt ofnæmi fyrir fólki sem ætlar að sækja um í leiklistarskólann. Hlakka mikið til eftir 3 ár þegar EKKI verður tekið inn. Er aukinheldur að huxa um að stinga uppá að helv... eintalamöppurnar verði gefnar Listaháskólanum til eignar, enda eiga þær miklu betur heima þar. Ef maður huxar útí það, er það Bandalaginu nokkuð til haxbóta að menn streymi í leiklistarnám hvar menn læra að líta niður á oss amatöra? Held ekki. Ættum frekar að hafa sérstaka ráðgjafarskrifstofu sem telur fólk af því að fara í svoleiðis. Yfirskriftin gæti verið: Leiklistarnám, Issssss!
18.2.05
17.2.05
Í vinnunni minni fæ ég oft allskonar spurningar. Stundum get ég svarað þeim (Ef spurt er um hvar menn fá einhverjar ofur-effekt-förðunarvörur er svarið oft bara: Í útlöndum.) En stundum alls ekki. Mér vefst sjaldan jafnmikið tunga um höfuð og fingur um lyklaborð eins og þegar ég fæ fyrirspurnir frá kennurum, í kringum árshátíðir, þegar verið er að spyrja um leikrit sem "henta" ákveðnum aldurshópum.
Í fyrsta lagi hef ég lítið umgengist börn frá því að ég var slíkt sjálf, og get því ómögulega gert mér í hugarlund hvaða verk "henta" þeim. (Enda, ef kennarar vita það ekki, hver þá?) Í öðru lagi er ég eiginlega ekki sammála því að menn eigi almennt að geta fengið upp í hendur skemmtiefni sérsniðið að þeirra aldri.
Þegar ég var lítill ormur í barnaskóla settu efstu þrír bekkirnir jafnan um leikrit á árshátíð. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var 11 ára settu þau upp "Betri er þjófur í húsi en snuðra á þræði" eftir Dario Fo. Það var hin besta skemmtan, þó það sé náttúrulega alls ekki sniðið að þörfum unglinga á neinn hátt. Þegar ég var í 9. bekk settum við upp valda kafla úr Valtý á grænni treyju, samtengda með sögumennsku. Fornyrt gæruskinn sem getur engan veginn talist við hæfi barna. Gerði nú samt bara ágætis lukku, ef ég man rétt.
Sem sagt, er á því að það sem "hentar" börnum geti mjög auðveldlega verið það sama og hentar fullorðnum, svo framarlega sem viðfangsefni séu ekki því meira óviðeigandi. Enda hefur það litla sem ég hef unnið með og séð af börnum í leikhúsi sýnt mér það að þau eru mjög samviskusamir leikarar, taka leikstjórn jafnan betur en fullorðnir og eru fljótari að læra textann sinn. Þurfa þess vegna síst á idjótískari viðfangsefnum að halda.
Börn eru nefnilega ekki jafnmiklir kjánar og fullorðnir virðast stundum halda.
Í fyrsta lagi hef ég lítið umgengist börn frá því að ég var slíkt sjálf, og get því ómögulega gert mér í hugarlund hvaða verk "henta" þeim. (Enda, ef kennarar vita það ekki, hver þá?) Í öðru lagi er ég eiginlega ekki sammála því að menn eigi almennt að geta fengið upp í hendur skemmtiefni sérsniðið að þeirra aldri.
Þegar ég var lítill ormur í barnaskóla settu efstu þrír bekkirnir jafnan um leikrit á árshátíð. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var 11 ára settu þau upp "Betri er þjófur í húsi en snuðra á þræði" eftir Dario Fo. Það var hin besta skemmtan, þó það sé náttúrulega alls ekki sniðið að þörfum unglinga á neinn hátt. Þegar ég var í 9. bekk settum við upp valda kafla úr Valtý á grænni treyju, samtengda með sögumennsku. Fornyrt gæruskinn sem getur engan veginn talist við hæfi barna. Gerði nú samt bara ágætis lukku, ef ég man rétt.
Sem sagt, er á því að það sem "hentar" börnum geti mjög auðveldlega verið það sama og hentar fullorðnum, svo framarlega sem viðfangsefni séu ekki því meira óviðeigandi. Enda hefur það litla sem ég hef unnið með og séð af börnum í leikhúsi sýnt mér það að þau eru mjög samviskusamir leikarar, taka leikstjórn jafnan betur en fullorðnir og eru fljótari að læra textann sinn. Þurfa þess vegna síst á idjótískari viðfangsefnum að halda.
Börn eru nefnilega ekki jafnmiklir kjánar og fullorðnir virðast stundum halda.
16.2.05
Að vera í leikfélagi er góð skemmtun.
Sérstaklega þegar gengur vel, allir eru glaðir, og leikstjórinn tekur magnaða sýnikennslu í því hvernig á að slást við klósettpappírsrúllu. Það er nú bara með því fyndnara sem ég hef nokkurn tíma séð, og á eftir að vekja mér fliss í tíma og ótíma um ókomin ár.
Lítið gleður vesælan.
Annars er víst Höfundafundur hjá Hugleiki um helgina.
Er að huxa um að róta aðeins í skúffunum og félaxheimilinu og vita hvað ég finn.
Og bíllinn er farinn í langþráða framrúðuaðgerð! En að sjálfsögðu gerðist það ekki fyrr en næsta vandamál lét á sér kræla, núna logar á honum rafmagnsljós öllum stundum. Megi skrattinn hirða öll ökutæki heims.
Er líka farin að bölva þessum vetri hraustlega oft á dag. Hann hefur nú staðið yfir áratugum saman og verður meira pirrandi með hverju hreti. Þá leggst maður undir feld og hugsar um frostaveturinn mikla, 1999-2000, þegar ég bjó í Kópavogi, átti ekki bíl, enga úlpu og götótta kuldaskó og innkoma komst ekki einu sinni nálægt því að duga fyrir uppsöfnuðum neysluskuldum. Það var einmitt þá sem ég parkeraði vísakortinu og yfirdráttarheimildinni. Já, þessi vetur er nú kannski ekkert svo slæmur.
Hef séð þá verri.
Snjóaveturinn mikli er reyndar ekki leiðinlegur í minningunni. Stúdentaleikhúsið endurstofnaði sig með sýningu á Tartuffe, og við Svandís hittumst gjarnan á miðvikudagskvöldum og átum klósettpappír. (Klósettpappír hefur sem sagt oft spilað merkilegar rullur í lífi mínu. Alveg burtséð frá tilætlaðri notkun.) Það var nú ágætis hefð. Þess utan gerir fátæktin mann einstaklega hoj og slank. Myndir af sjálfri mér frá þessum tíma vil ég að menn þykist að hafi endurspeglað mitt rétta útlit, að mér framliðinni.
Fátt er svo með öllu illt...
Sérstaklega þegar gengur vel, allir eru glaðir, og leikstjórinn tekur magnaða sýnikennslu í því hvernig á að slást við klósettpappírsrúllu. Það er nú bara með því fyndnara sem ég hef nokkurn tíma séð, og á eftir að vekja mér fliss í tíma og ótíma um ókomin ár.
Lítið gleður vesælan.
Annars er víst Höfundafundur hjá Hugleiki um helgina.
Er að huxa um að róta aðeins í skúffunum og félaxheimilinu og vita hvað ég finn.
Og bíllinn er farinn í langþráða framrúðuaðgerð! En að sjálfsögðu gerðist það ekki fyrr en næsta vandamál lét á sér kræla, núna logar á honum rafmagnsljós öllum stundum. Megi skrattinn hirða öll ökutæki heims.
Er líka farin að bölva þessum vetri hraustlega oft á dag. Hann hefur nú staðið yfir áratugum saman og verður meira pirrandi með hverju hreti. Þá leggst maður undir feld og hugsar um frostaveturinn mikla, 1999-2000, þegar ég bjó í Kópavogi, átti ekki bíl, enga úlpu og götótta kuldaskó og innkoma komst ekki einu sinni nálægt því að duga fyrir uppsöfnuðum neysluskuldum. Það var einmitt þá sem ég parkeraði vísakortinu og yfirdráttarheimildinni. Já, þessi vetur er nú kannski ekkert svo slæmur.
Hef séð þá verri.
Snjóaveturinn mikli er reyndar ekki leiðinlegur í minningunni. Stúdentaleikhúsið endurstofnaði sig með sýningu á Tartuffe, og við Svandís hittumst gjarnan á miðvikudagskvöldum og átum klósettpappír. (Klósettpappír hefur sem sagt oft spilað merkilegar rullur í lífi mínu. Alveg burtséð frá tilætlaðri notkun.) Það var nú ágætis hefð. Þess utan gerir fátæktin mann einstaklega hoj og slank. Myndir af sjálfri mér frá þessum tíma vil ég að menn þykist að hafi endurspeglað mitt rétta útlit, að mér framliðinni.
Fátt er svo með öllu illt...
15.2.05
Er syfjuð, önug og geðvond. Til að reyna að létta mér lundina fór ég að huxa um að það kemur ný Harry Potter bók út á árinu. Það hjálpaði ekki mikið, það eru ennþá 5 mánuðir og einn dagur þangað til. Skrattans.
Ætla í staðinn að fara á Amazon og finna allskonar dót sem mig langar í en get samt ekki eytt peningunum í þar sem ég nenni ekki að eiga kreditkort... fyrr en í næstu viku, ca.
Stundum er samt skemmtilegt að láta sig langa.
Ætla í staðinn að fara á Amazon og finna allskonar dót sem mig langar í en get samt ekki eytt peningunum í þar sem ég nenni ekki að eiga kreditkort... fyrr en í næstu viku, ca.
Stundum er samt skemmtilegt að láta sig langa.
14.2.05
Allt í einu fattaði ég að það er Valentínusardagur. Ákvað að rannsaka Valentínus. Þegar ég gúgglaði upp málinu þá fékk ég eiginlega deja blogg. Fannst ég hafa fundið þetta alltsaman út áður, og bloggað um. Garfaði aftur í tímann, fann reyndar ekkert á þessu bloggi, en gróf hins vegar upp tæplega ársgamla færslu eftir sjálfa mig á nornablogginu sem í er eftirfarandi:
Dýrðlingar sem enn er haldið upp á eru mér áhugaefni, sérstaklega eftir að ég komst að því að heilagur Patrekur, sem hálf heimsbyggðin tilbiður með hamslausu fylleríi ár hvert, var nú bara munkurinn sem datt fyrst í hug að kristna Írland... hver svo sem tengingin á því er við brennivín og skrílslæti.
Heilagir Valentínusar voru sumsé þrír, og allir píslarvottar. Tveir þeirra þjáðust á Ítalíu á seinni hluta þriðju aldar og sá þriðji í Afríku, ekki vitað hvenær. Dagur heilags Valentínusar hefur þó ekkert með þjáningar að gera, þó það væri e.t.v. maklegt og réttvíst. Hann er hreinlega orðinn að þessari mökunarhátíð vegna tímasetningar sinnar í árinu. Um miðjan febrúar var nefnilega sagt (alltént í Englandi og Frakklandi) að fuglar byrjuðu að para sig. Þessi vísun var áberandi í frönskum og enskum skáldskap frá 14. og 15. öld og sennilega er elsta dæmið í kvæði Chaucer's, "Parliament of Foules":
For this was sent on Seynt Valentyne's day
Whan every foul cometh ther to choose his mate.
Þá vaknar spurningin, eiga fleiri "rómantískar" hátíðir uppruna sinn í náttúrunni? Bóndadagur er kannski þegar hann er vegna þess að það er um svipað leyti sem byrjað er að hleypa hrútum til? Ég er allavega miklu sáttari við tilvist Valentínusardax fyrst skýringuna er að finna í gröðum fuglum frekar en væmnum munkum.
Sendi með þessum fróðleik Rannsóknarskipinu mínu ástarogsaknaðarkveðjur. Vona að það verði nærstaddara á Valentínusardögum komanda.
Dýrðlingar sem enn er haldið upp á eru mér áhugaefni, sérstaklega eftir að ég komst að því að heilagur Patrekur, sem hálf heimsbyggðin tilbiður með hamslausu fylleríi ár hvert, var nú bara munkurinn sem datt fyrst í hug að kristna Írland... hver svo sem tengingin á því er við brennivín og skrílslæti.
Heilagir Valentínusar voru sumsé þrír, og allir píslarvottar. Tveir þeirra þjáðust á Ítalíu á seinni hluta þriðju aldar og sá þriðji í Afríku, ekki vitað hvenær. Dagur heilags Valentínusar hefur þó ekkert með þjáningar að gera, þó það væri e.t.v. maklegt og réttvíst. Hann er hreinlega orðinn að þessari mökunarhátíð vegna tímasetningar sinnar í árinu. Um miðjan febrúar var nefnilega sagt (alltént í Englandi og Frakklandi) að fuglar byrjuðu að para sig. Þessi vísun var áberandi í frönskum og enskum skáldskap frá 14. og 15. öld og sennilega er elsta dæmið í kvæði Chaucer's, "Parliament of Foules":
For this was sent on Seynt Valentyne's day
Whan every foul cometh ther to choose his mate.
Þá vaknar spurningin, eiga fleiri "rómantískar" hátíðir uppruna sinn í náttúrunni? Bóndadagur er kannski þegar hann er vegna þess að það er um svipað leyti sem byrjað er að hleypa hrútum til? Ég er allavega miklu sáttari við tilvist Valentínusardax fyrst skýringuna er að finna í gröðum fuglum frekar en væmnum munkum.
Sendi með þessum fróðleik Rannsóknarskipinu mínu ástarogsaknaðarkveðjur. Vona að það verði nærstaddara á Valentínusardögum komanda.
Nú er maður farinn að lifa lífinu!
Sat uppi á mínum hanabjálka, fyrir framan tölvuna og sjónvarpið til skiptis, og stundum bæði í einu, alla helgina. Fyrir utan laugardaxæfingu með Hugleik. Hitti ekki nokkurn einasta mann. Ætlaði á Mementó á sunnudaxkvöld, en gleymdi því þar sem ég var að horfa á heimildarmynd um Kjarval. Er einstaklega endurnærð eftir heimóttarskapinn. Þetta var náttúrulega takmarkið með fjárfestingunni í þessu eðalhúsnæði. Það gerðist meira að segja alveg smávegis á ritvellinum! Já, kraftaverkin gerast alveg.
Svo sá ég eitt fyndið í fréttunum. Menn eru að hafa áhyggjur af því að ef kæmi til kjarnorku-hryðjuverkaárása (sem ég sé reyndar ekki muninn á og bara kjarnorku-árásum) útum alla Evrópu þá yrði EFNAHAGURINN illa úti. Þetta þótti mér stórmerkilegt sjónarmið. Eftir því sem ég best man frá því þegar kjarnorkustríð voru meira í umræðunni, þá voru afleiðingar kjarnorkuárása nú meira og minna þær að flestir væru dauðir, mestallt ónýtt, og svo sæi kjarnorkuveturinn um flesta þá sem eftir tórðu.
Þannig að, þegar örfáir geislavirkir vesalingar sitja eftir í Evrópu, með krabbamein í fimbulkulda, ætli efnahagsmálin verði aðaláhyggjuefnið? Bull erþetta. Það skiptir sem sagt minnstu máli með fólkið, dýrin og húsin. En ef peningarnir lifa ekki af, ÞÁ FYRST erum við í vandræðum.
Sat uppi á mínum hanabjálka, fyrir framan tölvuna og sjónvarpið til skiptis, og stundum bæði í einu, alla helgina. Fyrir utan laugardaxæfingu með Hugleik. Hitti ekki nokkurn einasta mann. Ætlaði á Mementó á sunnudaxkvöld, en gleymdi því þar sem ég var að horfa á heimildarmynd um Kjarval. Er einstaklega endurnærð eftir heimóttarskapinn. Þetta var náttúrulega takmarkið með fjárfestingunni í þessu eðalhúsnæði. Það gerðist meira að segja alveg smávegis á ritvellinum! Já, kraftaverkin gerast alveg.
Svo sá ég eitt fyndið í fréttunum. Menn eru að hafa áhyggjur af því að ef kæmi til kjarnorku-hryðjuverkaárása (sem ég sé reyndar ekki muninn á og bara kjarnorku-árásum) útum alla Evrópu þá yrði EFNAHAGURINN illa úti. Þetta þótti mér stórmerkilegt sjónarmið. Eftir því sem ég best man frá því þegar kjarnorkustríð voru meira í umræðunni, þá voru afleiðingar kjarnorkuárása nú meira og minna þær að flestir væru dauðir, mestallt ónýtt, og svo sæi kjarnorkuveturinn um flesta þá sem eftir tórðu.
Þannig að, þegar örfáir geislavirkir vesalingar sitja eftir í Evrópu, með krabbamein í fimbulkulda, ætli efnahagsmálin verði aðaláhyggjuefnið? Bull erþetta. Það skiptir sem sagt minnstu máli með fólkið, dýrin og húsin. En ef peningarnir lifa ekki af, ÞÁ FYRST erum við í vandræðum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)