Ætli það þurfi ekki bara að leggja í alveg huuuundleiðinlega vinnu á Íslandi í endurbyggingu regluverksins og hagkerfisins frá grunni þannig að enginn megi ráða vin sinn, eða sjálfan sig, til neins og að alla hluti verði bara að gera... gáfulega.
Ef ég væri á þingi núna myndi ég sko drífa í að segja af mér. Þessa vinnu þarf að vinna samhliða því að taka endalausan hala af óvinsælum ákvörðunum. Ég er löngu hætt að fatta hvað liðið er að spá að hanga á ráðherrastólum sínum eins og hundar á roði. Það eru erfiðir tímar framundan. Og þeir verða verstir á þingi, bæði erfiðir og leiðinlegir. Þ.e.a.s fyrir venjulegt fólk.
En ýmsir virðast nú komnir fram á sjónarsviðið sem hafa virkilegan áhuga á, og gáfulegar hugmyndir um, hvað þarf að gerast til að Íslenska stjórnkerfið, og þar með hagkerfið virki. Hagfræðingar skrifa gáfulegar greinar í haugum og hrúgum og heimspekingar eru líka að koma sterkir inn. Svo bara allskonar snillingar. Mig langar að sjá þessa menn, ef ekki á þingi þá í ráðgjafarstöðum úti um alla vinnuna sem vonandi fer að fara í gang. (Ekki að ég hafi froskarassgatsvit á því hvað er gáfulegast að gera, hef bara einhverjar óljósar hugmyndir um að menn ættu kannski að vera með einhverja menntun eða reynslu af einhverju sem tengist ráðuneytunum sem þeir ætla að stjórna og ráða hæfasta fólkið í viðeigandi störf.)
Svo veit ég líka að til eru menn sem eru búnir að vera svo algjörlega obbsessd af hagkerfisumræðum í mörg ár að hann hefur verið næstum búinn að drepa kærustuna sína úr leiðindum úti á djamminu af því að hann getur ekki hætt að tala við vini sína um hagkerfið á fylleríum. (Minnir mig á hvernig við Berglind gátum orðið á eðlisfræðibrautarárunum.)
Semsagt, Siffa bró og hagkerfisvini hans á þing!
En ég er ekki að djóka með þetta, ég fékk hálfgerða magapínu bara við að skrifa þessa færslu. Held ég sé í alvörunni komin með eitthvað óþol gagnvart kreppuhjalinu öllusaman. Eða kannski er þetta bara vond samviska yfir að hafa ekki enn drullað sér á Austurvallarmótmæli sem eru þó í um 7 mínútna göngufæri.