28.3.09

Er allt orðið vitlaust?

Er Davíð Oddsson lagstur á árarnar með kosningabaráttu Vinstri grænna?
Þessi ræða var alveg... meiriháttar.

27.3.09

Þrettándakvöld

er fantagóð og skemmtileg sýning. Ungir og upprennandi leikarar standa sig með prýði og ekki deili ég baun af gagnrýni á framsögn. Eldri leikarar voru einnig fantatraustir, ég hélt þó mest upp á amatörinn Eggert Þorleifsson sem var öðrum feti framar í flestum fyndum þessarar sýningar.

Ég velti aðeins fyrir mér öllu þessu hvíta. Öllum ofurhreina einfaldleikanum. Stílhreinindi hafa verið inn. Ætli það breytist í kreppunni? Eða ekki? Forvitnilegir tímar framundan. Jájá.

Svo var alþjóðlegi leikhúsdagurinn í dag, skal ég segja ykkur.

Eitt og hitt

Þetta er nú ekki alveg eðlilegt. Ég veit ekki hvað það er. Geðlyfin? Annríkið? Eitthvað er allavega þvílíkt að draga úr bloggafköstum. Enda er ég alveg að verða stressuð. Fyrirséð er algjört verkefnaleysi, í alveg fyrirsjáanlegri framtíð, en fram að því er allt geðveikt. Nokkur deddlæn: Lokaverkefninu ætla ég að skila þann 24. apríl, ca. Útvarpsþáttur þyrfti að vera nokkuð tilbúinn viku síðar. Svo er frumsýning hjá Hugleiknum 15. maí. Í Þjóðleikhúsinu. Sem, var ég að átta mig á, þýðir að ég verð væntanlega sýningarstjóri í Þjóðleikhúsinu, eina sýningu. Spes.

Svo, margt sem er alveg hægt að kála sér úr stressi yfir, vilji maður.

En til að byrja með á ég eftir næstu viku hér á Bjartinum og á laugadagskvöld er baunasúpan hjá Hugleiknum. Smábátur er að fara í kristinlega kirkjuferð og spilar svo á tónleikum á sunnudag. Geðveikt stuð um helgina.

Í gær voru foreldrin mín í bænum vegna jarðarfarar móðurbróður míns sem við systkinin mættum öll í. Jarðarförin var alveg dásamleg, í troðfullri Neskirkju, og erfidrykkjan ekki síðri, á Hótel Sögu. Sjaldan sem nánast öll systkini mömmu og öll þeirra slekti eru saman komin. Hittum örugglega hundrað ættingja.

Ókei. Best að reyna að standa sig í því sem eftir er af vinnunni.

24.3.09

Höfuðborgin

Komin til borgar höfuðsins og byrjaði að verða stressuð strax á leiðinni. Sá Rannsóknarskip og -sbróður í mýflugumynd, fleygði Freigátunni á leikskóla og flengdist í "vinnuna". Veit síðan bara ekkert hvað ég á að gera við mig. Né heldur hvað hefur verið um að vera í umheiminum og man fátt og veit færra. Þarf eitthvað að búa mér til skipulag. Þarf að klára lokaverkefnið á næsta mánuði, eða eitthvað, og eitthvað að skipuleggja þennan útvarpsþátt... Man ekki rútínuna, veit ekki neitt... já best að búa til skipulagsskjal og senda nokkra tölvupósta.

Hitti annars Möggu Gutt í fluginu og hún hjálpaði mér með ormana. Var það einstaklega heppilegt þar sem þau voru frekar tjúlluð.

Fékk ekki útlhutun úr leikritunarsjóðnum Prologosi... Andskotans djöfuls fokk. Jæja, skrifa þá bara bókmenntir í sumar á atvinnuleysisbótum. Hef huxað mér að hnussa og frussa yfir því hver fær úthlutað, nema það verði einhver sem ég þekki. Náið. Ætti að reyna að vera duglegri að sækja um styrki og verkefni og eitthvað. Það er bara svo djöfull leiðinlegt. Meira gaman að gera eitthvað annað meðan leikritunarverkefni koma ekki til mín. Eins gott að nóg skráist á námskeiðið sem ég ætla að vera á í Svarfaðardalnum í júní. Annars verð ég geðveik(ari) úr svekkelsi. (Best að gera það samt ekki fyrirfram... þarf að njósna um stöðuna á Bandalaginu við tækifæri.)

Og hvað ætla ég að gera fyrsta morguninn sem ég gæti hugsanlega látið Rannsóknarskip um börnin og sofið lengur en til hálfsjö? Jú, vakna klukkan hálfsjö og fara í jóga.

22.3.09

Þetta helzt

- Á fertuga systur síðan á fimmtudag.
- Þann sama dag lést einn af (10) bræðrum móður minnar eftir langvinn veikindi.
- Siffi bró og Bjarkey (mág?) útskrifuðust úr meistaranámi í Bretlandi með fáránlega hatta á hausunum.
- Okkur á Austurhorninu hefur tekist að gera næstum alveg út af við afann og ömmuna á, þau eru bæði raddlaus.
- Rannsóknarskip og Smábátur skelltu sér á leik og Púlarar hysjuðu uppum sig af því tilefni og rústuðu Aston Villurum, 5 - 0.

Svo bloggleysi kemur ekki til af tíðindaleysi. Heldur þvert á móti. Er farin að hlakka verulega til að verða á ný tvístætt og útivinnandi foreldri á þriðjudag.
Stop.