Undur og stórmerki!
Fór á kaffihús eftir bókavöku í gærkvöldi, sem telst ekki sérstaklega til tíðinda. Við Lóa vorum hins vegar rétt sestar með bjórana okkar þegar allt fylltist af KONUM! Huxa sér kvenfólk úti að djamma á Egilsstöðum og fullt af því. Testósterónmengun sem hefur verið allsráðandi síðan í vor, víðsfjarri. Ég endaði með því að skemmta mér konunglega á fjórða bjór og koma mér upp þessari líka fínu þynnku fyrir daginn í dag. (Sem reyndist ekki sérstaklega góð hugmynd, held ég þurfi kannski að keyra bæði á Skriðuklaustur og Seyðisfjörð í dag...)
Endurlifa æskuna...
Svo er ég búin að vera að lesa bók sem heitir Sesselja Agnes. Þessa bók var ég og eitthvað af stelpunum með á heilanum svona um 12 ára aldurinn. Hún er ennþá algjör snilld, en eiginlega alls engin barnalesning. Ég er núna mjög montin af því að við höfum á barnsaldri haft gaman af bók sem er t.d. full af tilvitnunum í Schopenhauer....
Mikið svakaleg heilabörn höfum við verið.
Allavega, er að huxa um að fara ég veit ekki hvert og leita að ég veit ekki hverju...
6.12.03
5.12.03
4.12.03
Hmmm. Það eru eitthvað svo ógurlega mörg fynd í gangi í heiminum í dag að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja...
Egilsstaðir hafa tekið á sig gamalkunnan blæ. Nú er komin hin dæmigerða "Egilsstaðafærð" eins og ég man hana. Semsagt, það er eins og bærinn hafi verið glerlagður og hvergi séns að hanga í lappirnar utan dyra.
Þetta hefur það í för með sér að Egilsstaðabúar hafa þurft að þróa með sér sérhæft göngulag og nú vaga allir um eins og fótbrotnar hænur.
Í gær fékk ég spaugilegt símtal. Kona ætlaði að selja mér eitthvað á þeim forsendum að í símaskrá stendur að ég sé til heimilis að Samtúni 2. (Sbr. sumarið 2000) Konan sagðist sumsé vera að hringja fyrir hönd íþróttafélagsins Þrótts.
Ég leiðrétti misskilninginn, sagðist búa á Egilsstöðum og þar með vera stuðningsmaður Hötts.
Konan skyldi ekki brandarann.
Svo er ég ennþá að flissa yfir síðustu Spaugstofu sem er eitthvað það fyndnasta sem ég hef séð lengi.
Siðblinda er sjúkdómur!
Og svo boxið... sem fékk ágætis kjaftshögg um síðustu helgi og hefur verið uppspretta talsverðra flimtinga í kommentakerfi Varríusar síðan.
Ný frétt af boxurum í útvarpinu í dag. Ég hló svo mikið að ég frussaði kaffi út um nefið.
Það er bara eitthvað við myndina af boxurum í landsliðsbúningum með kókaín uppi í rassinum...
Mikið væri gaman að hafa hæfileika Sigmunds núna!
Egilsstaðir hafa tekið á sig gamalkunnan blæ. Nú er komin hin dæmigerða "Egilsstaðafærð" eins og ég man hana. Semsagt, það er eins og bærinn hafi verið glerlagður og hvergi séns að hanga í lappirnar utan dyra.
Þetta hefur það í för með sér að Egilsstaðabúar hafa þurft að þróa með sér sérhæft göngulag og nú vaga allir um eins og fótbrotnar hænur.
Í gær fékk ég spaugilegt símtal. Kona ætlaði að selja mér eitthvað á þeim forsendum að í símaskrá stendur að ég sé til heimilis að Samtúni 2. (Sbr. sumarið 2000) Konan sagðist sumsé vera að hringja fyrir hönd íþróttafélagsins Þrótts.
Ég leiðrétti misskilninginn, sagðist búa á Egilsstöðum og þar með vera stuðningsmaður Hötts.
Konan skyldi ekki brandarann.
Svo er ég ennþá að flissa yfir síðustu Spaugstofu sem er eitthvað það fyndnasta sem ég hef séð lengi.
Siðblinda er sjúkdómur!
Og svo boxið... sem fékk ágætis kjaftshögg um síðustu helgi og hefur verið uppspretta talsverðra flimtinga í kommentakerfi Varríusar síðan.
Ný frétt af boxurum í útvarpinu í dag. Ég hló svo mikið að ég frussaði kaffi út um nefið.
Það er bara eitthvað við myndina af boxurum í landsliðsbúningum með kókaín uppi í rassinum...
Mikið væri gaman að hafa hæfileika Sigmunds núna!
3.12.03
Going, going...
gone. Glettingur farinn í prentun. Gífurlegt letilíf framundan. Er að þykjast vinna í ritgerðinni, held hún verði tilbúin einhverntíma... kannski. Og prjóna jólagjafir á verksmiðjuhraða.
Þrjár vikur til aðfangadax!
Hef huxað mér að gefa öllum eilífa hamingju í jólagjöf. (Fæst örugglega í kaupfélaginu.)
gone. Glettingur farinn í prentun. Gífurlegt letilíf framundan. Er að þykjast vinna í ritgerðinni, held hún verði tilbúin einhverntíma... kannski. Og prjóna jólagjafir á verksmiðjuhraða.
Þrjár vikur til aðfangadax!
Hef huxað mér að gefa öllum eilífa hamingju í jólagjöf. (Fæst örugglega í kaupfélaginu.)
2.12.03
30.11.03
Í dag eru liðin 35 ár síðan foreldrin mín brugðu sér, bandólétt, upp í Vallaneskirkju og létu gifta sig að viðstöddum einhverjum örfáum sem ég veit ekki einu sinni hverjir voru.
Á heimilinu er ekki til giftingarmynd af þeim. Né heldur annars staðar á Austurlandi, mér vitanlega. Hjá ömmu fyrir vestan er ein, þar sem þau brosa voða fallega hvort upp í annað. Það líður næstum yfir móður mína í hvert sinn sem hún sér þessa mynd af því að henni finnst hún eitthvað svo væmin og hallærisleg.
Mamma var búin að steingleyma því að hún ætti brúðkaupsafmæli þangað til ég mundi það og fór að óska henni til hamingju núna seinnipartinn. Pabbi mundi það reyndar, en þótti ekkert taka því að vera að hafa orð á því neitt sérstaklega. Þeim þykir bara ekkert sérstakt tiltökumál að þau skuli vera gift.
Það er sennilega bara alveg laukrétt hjá þeim að vera ekkert að gera veður út af því. Á þessu heimili hefur allavega ævinlega ríkt að mestu leyti friður og eining. (Nema kannski þegar við Hugrún vorum yngri og reyndum að kála hvort annarri á daglegum basís, eða þegar við förum allar að leggja litla bróður okkar í einelti... en svoleiðis smáatriði virðast ekkert hafa káfað upp á samlyndi hjónanna foreldra vorra.)
Ég vona allavega að ég geti einhverntíma verið búin að vera gift í 35 ár án þess að taka sérstaklega mikið eftir því. Ef hægt er að þola einhvern nálægt sér í allan þann tíma án þess að þurfa að halda sérstaklega upp á það hlýtur dæmið að ganga einstaklega vel upp.
Á heimilinu er ekki til giftingarmynd af þeim. Né heldur annars staðar á Austurlandi, mér vitanlega. Hjá ömmu fyrir vestan er ein, þar sem þau brosa voða fallega hvort upp í annað. Það líður næstum yfir móður mína í hvert sinn sem hún sér þessa mynd af því að henni finnst hún eitthvað svo væmin og hallærisleg.
Mamma var búin að steingleyma því að hún ætti brúðkaupsafmæli þangað til ég mundi það og fór að óska henni til hamingju núna seinnipartinn. Pabbi mundi það reyndar, en þótti ekkert taka því að vera að hafa orð á því neitt sérstaklega. Þeim þykir bara ekkert sérstakt tiltökumál að þau skuli vera gift.
Það er sennilega bara alveg laukrétt hjá þeim að vera ekkert að gera veður út af því. Á þessu heimili hefur allavega ævinlega ríkt að mestu leyti friður og eining. (Nema kannski þegar við Hugrún vorum yngri og reyndum að kála hvort annarri á daglegum basís, eða þegar við förum allar að leggja litla bróður okkar í einelti... en svoleiðis smáatriði virðast ekkert hafa káfað upp á samlyndi hjónanna foreldra vorra.)
Ég vona allavega að ég geti einhverntíma verið búin að vera gift í 35 ár án þess að taka sérstaklega mikið eftir því. Ef hægt er að þola einhvern nálægt sér í allan þann tíma án þess að þurfa að halda sérstaklega upp á það hlýtur dæmið að ganga einstaklega vel upp.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)