20.2.04

Það er ótrúlega gaman að prjóna. Þetta er vangefin fíkn sem ég skil ekki hvernig virkar! Ég huxa þessa dagana á hverjum morgni, þegar ég dreg sjálfa mig á lappir og finnst ég vera nýkomin af leikæfingu, að Í DAG ætli ég að sofa eftir vinnu. Enda aðgerðin *aldrei að vinna fulla vinnu aftur* meðal annars hönnuð til að búa til svoleiðis lúxus þegar mikið liggur við. En, gúddmorníng, þegar ég kem heim fer ég að prjóna. Og svo er allt í einu komin leikæfing.
Er að huxa um að leggja til að búningar og leikmynd í næsta leikrit verði alfarið prjónað. Ég vorkenni karlkyninu sem getur, karlmennsku sinnar vegna, ekki orðið háð þessari nytsamlegu fíkn.

Komin með nýtt á heilann, nefnilega Viljandi. Það er leiklistarhátíð í bænum Viljandi í Eistlandi í ágúst. Nú er ég ekki búin að taka þátt í neinni ferðavænni sýningu á þessu ári, en það er samt orðið mér mikið hjartans mál að einhver reglulega kúl og skemmtileg sýning fari, helst einhverjir sem ég þekki. (Það er náttúrulega næstbest á eftir því að hafa komið í bæ sem heitir Viljandi að þekkja einhvern sem hefur...)

Annars allt of langt síðan ég hef farið á Leiklistarhátíð og ég huxa að ég mundi jafnvel endurnýja vegabréfið mitt til að komast á slíka. Þrátt fyrir að hafa lýst frati á útlönd á síðasta ári og látið það renna út. Viljandi.

Leikritið annars allt að skríða saman, held ég, allavega það sem ég hef heyrt og séð af því í gegnum saumavélargnýinn. Engin æfing í kvöld. Semsagt, prjóna.

18.2.04

Skenntilegt...
You're Pale Fire!

by Vladimir Nabokov

You're really into poetry and the interpretation thereof. Along the
road of life, you have had several identity crises which make it very unclear who you
are, let alone how to interpret poetry. You probably came from a foreign country, but
then again you seem foreign to everyone in ways unrelated to immigration. Most people
think you're quite funny, but maybe you're just sick. Talking to you ends up being much
like playing a round of the popular board game Clue.Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.

Þórunn Gréta (linkur hér við hliðina) er búin að vera að velta fyrir sér fegrunaraðgerðarmálum. Sem og Siggdís (líka linkur hér) og Páll Ásgeir (linkur frá Varríusi) velti fyrir sér um daginn fegrunaraðgerð Ruthar Reginalds. Nú er þetta eitt af eilífðarmálunum sem ég veit ekki alveg hvort ég nenni að velta fyrir mér, en finn samt ákveðna þörf... best að koma því bara frá sér svo það sé til friðs.

Það eru greinilega allavega tveir andstæðir pólar í þessu máli. Sumsé, fylgjandi því að menn geri bara hvað það við sinn skrokk sem þeim sýnist, ef þeim líður betur með það, og svo hinn póllinn sem finnst fólk vera að reyna að laga hluti utan frá, í stað þess að reyna að "vinna í sér". Þórunn Gréta velti upp muninum á fegrunar- og lýtaaðgerð. Vissulega góður punktur. Mér finnst bara erfitt að skilgreina hvað er "lýti", eða benda á ákveðna staðla í þvi efni.

En það er þetta með útlitið, almennt. Ég persónulega sé mig eiginlega aldrei og er nú bara svo sjálfhverf að ég velti því lítið fyrir mér hvað aðrir sjá. Ég verð hins vegar gífurlega hreykin og uppmeðmér ef menn hlusta á það sem ég er að segja, eða lesa það sem ég skrifa. Það finnst mér skipta meira máli heldur en hvernig skurnið lítur út. Í þessu efni er ég hins vegar ekki frá því að hið "fullkomna" útlit geti þvælst fyrir mönnum. Ég hef allavega ákveðna tilhneygingu til að afgreiða sætar stelpur með barbí-útlit sem óttalega lofthausa sem ég nenni ekki að hlusta á. (Oft náttúrulega komist að hinu gagnstæða, ef ég er pínd til að hlusta á þær og skammast mín þá hroðalega fyrir fordómana.)

Fegrunaraðgerðir ku menn stunda "fyrir sjálfa sig". Þ.e.a.s., til að þeim gangi betur að lappa upp á sjálfstraustið með því að spegla sig í áliti annarra. En eru einhverjir "aðrir" hæfari til að meta mann að verðleikum frekar en maður sjálfur? Einkum og sérílagi þeir sem þekkja mann ekki betur en svo að þeir hafa bara útlitið til að dæma eftir? Gerum við því virkilega skóna að "ókunnugir" séu eitthvað að mynda sér skoðun á tilvist manns, nema í mestalagi augnablik í eilífðinni?
Og á þessum síðustu og verstu tímum þegar allir eru á kafi í eigin hrukkum, er þá einhver að horfa hvortsemer?

Við erum öll ósýnileg í stórveraldlegu samhengi og því fylgir endalaust frelsi sem ég held að allt of fáir átti sig á. Menn velta sér allt of mikið upp úr þessu og hér með ætla ég líka að hætta því.

16.2.04

Stal þessum af bloggi Tótu Víólu. Veit að þjófnaður er hálsskurðarsök, það er bara ekki annað hægt þegar maður hlær upphátt við tölvuna.

Kona nokkur var að versla í Bónus-verslun í hverfinu. Hún var búin að setja 3 lítra af létt mjólk í körfuna ásamt 1 eggjabakka með 10 eggjum, 1/2 lítra af appelsínusafa, 1 höfuð kínakál, kaffipakka og bréfi af beikoni.
Ölvaður maður fyrir aftan hana í röðinni fylgdist með þegar hún raðaði þessum hlutum á færibandið við kassann. Þegar kassadaman tók til að lesa strikamerkin inn sagði drukkni maðurinn hæglátlega: "Þú ert örugglega einhleyp "! Konunni gramdist þessi ummæli drukkna mannsins en jafnframt fannst henni athugasemdin skondin þar sem það var vissulega rétt, hún var einhleyp. Hún virti fyrir sér þessa sex hluti á bandinu og furðaði sig á hvernig í ósköpunum hann gæti komið með svona fullyrðingu af þessum ósköp venjulegu innkaupum. Forvitnin varð henni um megn svo hún sagði: " Þetta er vissulega hárrétt hjá þér. Hvernig í ósköpunum geturðu séð það??" . . .
og drukkni maðurinn svaraði:

" Af því að þú ert ljót!"
Viðburðarík helgi að baki. Eftir djammríka viku var ekki slegið slöku við. Föstudagur var allur samkvæmt áætlun. Mikið gaman á báðum sýningum. Sérstaklega komu Biskupstungurnar skemmtilega á óvart, eins og reyndar líka síðast þegar ég sá það ágæta félag performera.

Á laugardaxkvöld hittust síðan keellingarnar heima hjá mér og Ástu undir því yfirskini að ætla að nornast. Það fór hins vegar út í svaklega skemmtilegan kjaftagang og rauðvínssull fram yfir miðnætti, hjá mér, lengur hjá sumum. Það leiddi óneitanlega af sér ákveðin heilsufarsleg vandkvæði framan af sunnudegi, en algjörlega þess virði.

Á sunnudaginn flutti síðan Hugleikur í Tjarnarbíó þar sem við síðan renndum okkur einu sinni á rassinum i gegnum allt leikritið. Það hefði alveg getað gengið ver. Svo fór kvöldið í dásamlegan mat hjá tengdó og dásamlegt hálfsofandi DVD gláp með mínum dásemdar unnusta.

Semsagt, hin allra besta ljómandi helgi. Svo er bara eftir lokaspretturinn á vinnslu þessarar ágætu sýningar, næstu tvær vikur verða sumsé dáldið vansvefta og skrítnar. Veit ekki hversu mikið ég blogga alveg á næstunni, en á örugglega eftir að "ná ekki upp í nefið á mér" yfir einhverju, en kannski ekki jafn mörgu og venjulega.