Það var allt morandi í lausum bílastæðum á fyrstu hæðinni í bílastæðahúsinu! Í vetur var aldrei neitt laust nema niðri í þriðja kjallara þegar ég kem í vinnuna, í sumar hef ég getað lagt niðri í öðrum kjallara, en þetta á sér engin fordæmi. Ég er greinilega næstum ein í heiminum um að vera í vinnunni, eins og fífl. Hér er líka allt á seinna seinna hundraðinu í gráðum á selsíus. Ég er að huxa um að fara að svara "leikritabræðslan" í símann. (Ef svo ólíklega vill til að einhver hringi.)
Í öðrum stórtíðindum er það helst að það er búið að selja ömmuhús á Egilsstöðum. Amma mín er búin að vera á sjúkrahúsi í 3 ár og á ekki afturkvæmt, og nú er loxins búið að selja íbúðina hennar. Það er skrítið. Afi og amma bjuggu alltaf við hliðina á pabba og mömmu svo við ólumst ekkert minna upp hjá þeim. Og það var nú oft stuð þar. Stundum var svo mikið af gestum á sumrin að það var allt teppalagt með fólki. Skrítið að átta sig á því að þau eru alveg, alveg farin.
Jæja, ég gæ hvort húsið verður kannske á sölu sumarið 2012.
(Er með það sem viðmiðunarártal til að stækka flotastöðina og skipta huxanlega um staðsetningu á henni. Þetta er sumarið áður en Smábáturinn fer í menntaskóla og Freigátan fer í skóla.) Reyndar ágætt að láta þetta í hendurnar á einhverjum handlögnum í millitíðinni. Við Rannsóknarskip erum hreint ekki smíðin.
Jæjah. Best að klára K.
27.7.07
26.7.07
K
Var að rekast á hinn, án efa, stórskemmtilega farsa "Kvenfólkið heftir okkur" eftir Oskar nokkurn Braaten. Hann skrifaði m.a. hinn endurfrægða farsa Ráðskonu Bakkabræðra, ef ég man rétt. Ég varð bara að koma þessum stórkskemmtilega titli á leikverki að. En ekki gaf ég mér nú tíma til að glugga í það.
Já, Hugrún, Freigátan, Rannsóknarskipið og myndavélin koma heim í kvöld. Ef ekki hafa tekist almennilegar myndir á þeirri græju veit ég að Sverrir mágur tók haug af skemmtilegum myndum um daginn, sem ég get sjálfsagt gabbað hann til að senda mér eitthvað af.
Og. Ég Veit. Sennilega eru Kóreufarar nú sofandi á sitt græna, slituppgefnir eftir ferðina yfir höfin og löndin, en samt er ég að farast úr frekju og forvitni og er farið að Dauð-Langa í færslu í dagbókina þeirra. Vona af öllum kröftum að einhver stikkorð um ferðina verði komin þangað fyrramáls.
Já, Hugrún, Freigátan, Rannsóknarskipið og myndavélin koma heim í kvöld. Ef ekki hafa tekist almennilegar myndir á þeirri græju veit ég að Sverrir mágur tók haug af skemmtilegum myndum um daginn, sem ég get sjálfsagt gabbað hann til að senda mér eitthvað af.
Og. Ég Veit. Sennilega eru Kóreufarar nú sofandi á sitt græna, slituppgefnir eftir ferðina yfir höfin og löndin, en samt er ég að farast úr frekju og forvitni og er farið að Dauð-Langa í færslu í dagbókina þeirra. Vona af öllum kröftum að einhver stikkorð um ferðina verði komin þangað fyrramáls.
Ofurlítil Duggan – Stjarnfræðilegar horfur
Ofurlítil Duggan hefur huxað sér að verða Vatsberi. Eins og Freigátan varð, þrátt fyrir upprunaleg áform um að verða Steingeit. Ef Ofurlítil Duggan verður líka lengur en 10 dögum framyfir að bakast, verður hún fiskur, eins og Hugga móða.
Eins og Freigátan fæðist hún líklega nálægt kínverskum áramótum. (Freigátan fæddist á kínverskum gamlársdag á ári tréhanans. Þrátt fyrir eftirgrennslanir hefur mér ekki tekist að finna hvaða hjátrýr eru í gangi yfir svoleiðis. En ég er nokkuð viss um að þær eru til.) Ofurlítil Duggan fæðist, samkvæmt ásettu, á þriðja degi árs jarðarrottunnar. Þar með bætist hún í hóp rottanna tveggja sem fyrir eru í fjölskyldunni, Rannsóknarskips og Smábáts. (Þar með er komin skýring á hví okkur fjölgar svona. Við erum rottufjölskylda.) Þó þarf hún ekki að vera nema þremur dögum á undan áætlun til að verða eldsvín. Og þau hef ég nú bara sjaldan rekist á í lífinu.
Með því að gjóa augunum á samsetningu þessara stjörnumerkja sýnist mér Ofurlítil Duggan ætla að verða efni í mikinn artífart. Þó á jarðareðlið í rottumerkinu eftir að jarðbinda nokkuð vatsberaloftið eða fiskavatnið sem ætti að verða áberandi. Ýmislegt bendir til félagslyndis, en þó ekki sérstaklega mikils hávaða. Enda væri það nú frekar undarlegt, með barn af ætt og kyni Brekku í Eyjafjarðarsveit. (Ég á reyndar alltaf nokkuð erfitt með að kaupa þetta með innhverfa, hljóðláta og íhuguluna eðli sem ku eiga að vera einkenni fiskamerkisins... Kannski hefur hreinlega orðið einhver misskilningur um fæðingardag Huggu syss.)
Þá er búið að koma fyrstu spádómum um það á blað. Eftir hádegið er fyrsta mæðraskoðun, hvar ég vonast til að fá upplýsingar um hvað Grindhvalasundið hefur huxað sér að vera lengi í sumarfríi.
Og Hulda er fyrst í veðbankann. Hún spáir 8. feb. Betur að satt væri. Ég ætla að bíða og gá hvort spánornin Ringsted frá Bolungarvík spær einhverju um málið. Hún hefur þann leiða ávana að spá illum og seinum fæðingum og hafa rétt fyrir sér.
Já, og tekið skal fram, kvillarnir í jólalaginu er nú kannski ekki allir alveg sannir og/eða rétt tímasettir. Ég hafði t.d. morgunógleði á kvöldin. En hún er búin núna og ekkert að plaga mig nema ég er komin með helv... öflugan grindverk. En nú er maður í þjálfun. Ræktin er enn stunduð en ekki með alveg jafn miklu trukki á stöku stað. Pantaður hefur verið tími í sjúkraþjálfun og beðið með nokkurri óþreyju eftir að grindhvalasund apist úr sumarfríi.
Allt undir kontróli.
Eins og Freigátan fæðist hún líklega nálægt kínverskum áramótum. (Freigátan fæddist á kínverskum gamlársdag á ári tréhanans. Þrátt fyrir eftirgrennslanir hefur mér ekki tekist að finna hvaða hjátrýr eru í gangi yfir svoleiðis. En ég er nokkuð viss um að þær eru til.) Ofurlítil Duggan fæðist, samkvæmt ásettu, á þriðja degi árs jarðarrottunnar. Þar með bætist hún í hóp rottanna tveggja sem fyrir eru í fjölskyldunni, Rannsóknarskips og Smábáts. (Þar með er komin skýring á hví okkur fjölgar svona. Við erum rottufjölskylda.) Þó þarf hún ekki að vera nema þremur dögum á undan áætlun til að verða eldsvín. Og þau hef ég nú bara sjaldan rekist á í lífinu.
Með því að gjóa augunum á samsetningu þessara stjörnumerkja sýnist mér Ofurlítil Duggan ætla að verða efni í mikinn artífart. Þó á jarðareðlið í rottumerkinu eftir að jarðbinda nokkuð vatsberaloftið eða fiskavatnið sem ætti að verða áberandi. Ýmislegt bendir til félagslyndis, en þó ekki sérstaklega mikils hávaða. Enda væri það nú frekar undarlegt, með barn af ætt og kyni Brekku í Eyjafjarðarsveit. (Ég á reyndar alltaf nokkuð erfitt með að kaupa þetta með innhverfa, hljóðláta og íhuguluna eðli sem ku eiga að vera einkenni fiskamerkisins... Kannski hefur hreinlega orðið einhver misskilningur um fæðingardag Huggu syss.)
Þá er búið að koma fyrstu spádómum um það á blað. Eftir hádegið er fyrsta mæðraskoðun, hvar ég vonast til að fá upplýsingar um hvað Grindhvalasundið hefur huxað sér að vera lengi í sumarfríi.
Og Hulda er fyrst í veðbankann. Hún spáir 8. feb. Betur að satt væri. Ég ætla að bíða og gá hvort spánornin Ringsted frá Bolungarvík spær einhverju um málið. Hún hefur þann leiða ávana að spá illum og seinum fæðingum og hafa rétt fyrir sér.
Já, og tekið skal fram, kvillarnir í jólalaginu er nú kannski ekki allir alveg sannir og/eða rétt tímasettir. Ég hafði t.d. morgunógleði á kvöldin. En hún er búin núna og ekkert að plaga mig nema ég er komin með helv... öflugan grindverk. En nú er maður í þjálfun. Ræktin er enn stunduð en ekki með alveg jafn miklu trukki á stöku stað. Pantaður hefur verið tími í sjúkraþjálfun og beðið með nokkurri óþreyju eftir að grindhvalasund apist úr sumarfríi.
Allt undir kontróli.
25.7.07
Ofurlítil duggan
(Með sínu lagi:)
Á fyrstu viku meðgöngu gaf storkhelvítið mér
Geðveika grindargliðnun
Var að huxa um að semja jólalag um fyrstu 12 vikur meðgöngu, en gafst upp á fimmtu.
En það má gjarnan verða safnverkefni.
Allavega, Ofurlítil Duggan er væntanleg í heiminn þann 9. febrúar, á afmælinu hennar Rannveigar. Ég reikna reyndar ekki með henni degi fyrr en hálfum mánuði seinna. Og látið ekki vinnuheitið blekkja ykkur. Kyn er óvitað og verður fram að fæðingu. Í þágu þess að hafa einhverja spennu í þessu. Smábátur er samt búinn að panta bróður. Freigátan lætur sér fátt um finnast, en þykir þó sándið í ístru móður sinnar eitthvað hafa breyst til hins betra og trommar á hana við hvert tækifæri.
Úff, hvað ég er fegin að þetta er opinbert. Þá getur maður farið að láta bumbuna lafa og hætt að finna upp lélegar afsakanir fyrir áfengisneysluleysi.
Meðgöngutikkerar eru uppáfinding sem ég var ekki búin að uppgötva þegar ég var síðast í svoleiðis. Er búin að finna þrjá sem mig langar í. Þá er bara að komast að því hvernig maður setur svoleiðis inn.
Á fimmtu viku meðgöngu gaf storkhelvítið mér
Hægðatregðu
Morgunógleði
Engan bjór
Ekkert að reykja
Og geðveika grindargliðnun
Á fyrstu viku meðgöngu gaf storkhelvítið mér
Geðveika grindargliðnun
Var að huxa um að semja jólalag um fyrstu 12 vikur meðgöngu, en gafst upp á fimmtu.
En það má gjarnan verða safnverkefni.
Allavega, Ofurlítil Duggan er væntanleg í heiminn þann 9. febrúar, á afmælinu hennar Rannveigar. Ég reikna reyndar ekki með henni degi fyrr en hálfum mánuði seinna. Og látið ekki vinnuheitið blekkja ykkur. Kyn er óvitað og verður fram að fæðingu. Í þágu þess að hafa einhverja spennu í þessu. Smábátur er samt búinn að panta bróður. Freigátan lætur sér fátt um finnast, en þykir þó sándið í ístru móður sinnar eitthvað hafa breyst til hins betra og trommar á hana við hvert tækifæri.
Úff, hvað ég er fegin að þetta er opinbert. Þá getur maður farið að láta bumbuna lafa og hætt að finna upp lélegar afsakanir fyrir áfengisneysluleysi.
Meðgöngutikkerar eru uppáfinding sem ég var ekki búin að uppgötva þegar ég var síðast í svoleiðis. Er búin að finna þrjá sem mig langar í. Þá er bara að komast að því hvernig maður setur svoleiðis inn.
Á fimmtu viku meðgöngu gaf storkhelvítið mér
Hægðatregðu
Morgunógleði
Engan bjór
Ekkert að reykja
Og geðveika grindargliðnun
Til Kóreu og Kína
Þá hafa Mementóar yfirgefið svæðið og hafið skrif á dagbók sem þegar virðist ætla að vera dandalaskemmtileg. Hún er hér.
Ég fékk allt í einu svo algjörlega yfirþyrmandi löngun til að sjá þessa sýningu, einu sinni einu sinni enn, að ég er að huxa um að gá hvort ég get ekki grafið upp diskinn hérna einhversstaðar í vinnunni og tekið hann með mér heim.
Er enn að jafna mig á Harry Potter. Sérstaklega þar sem ég get ekki gert mitt venjulega trix og lesið hana tvisvar í röð. (Eins og kannski einhverjir muna er ég búin að banna mér að lesa bækur sem ég hef lesið áður á þessu ári.) Venjulega les ég nýjan Potter af svo mikill áfergju að í fyrsta skipti að ég þarf að lesa hana aftur og betur. Nú er það ekki í boði fyrr en þann 1. janúar. Ég reyndi að fara ekki langt á undan sjálfri mér, en held ég þurfi samt aðra yfirferð. Svo jólabækurnar koma til með að fá smá pásu um áramótin.
Er annars búin að ákveða, til að næsta ár verði nú ekki eitt allsherjar deja, að þá megi aðeins 10. hver bók vera áður lesin. Og bækur sem ég skannaði fyrir próf í bókmenntafræðinni teljast til ólesinna. Og þó ég haldi þessu munstri til æviloka er mér stórlega til efs að ég nái einhverntíma að ljúka bókasafni okkar hjóna. (Sérstaklega þar sem það bætist alltaf hressilega í það í hvert sinn sem Rannsóknarskip villist inn í bókabúð.)
Átti t.d. ólesna Amy Tan sem svæfði mig í gærkvöldi.
Öll mín samúð er í augnablikinu hjá Kóreuförum sem eru á þessari stundu líklega enn í fyrsta flugi morgunsins og eiga að því loknu eftir marrrgra tíma flug til Kína, og svo eitt enn til Kóreu. Úgh.
Ég fékk allt í einu svo algjörlega yfirþyrmandi löngun til að sjá þessa sýningu, einu sinni einu sinni enn, að ég er að huxa um að gá hvort ég get ekki grafið upp diskinn hérna einhversstaðar í vinnunni og tekið hann með mér heim.
Er enn að jafna mig á Harry Potter. Sérstaklega þar sem ég get ekki gert mitt venjulega trix og lesið hana tvisvar í röð. (Eins og kannski einhverjir muna er ég búin að banna mér að lesa bækur sem ég hef lesið áður á þessu ári.) Venjulega les ég nýjan Potter af svo mikill áfergju að í fyrsta skipti að ég þarf að lesa hana aftur og betur. Nú er það ekki í boði fyrr en þann 1. janúar. Ég reyndi að fara ekki langt á undan sjálfri mér, en held ég þurfi samt aðra yfirferð. Svo jólabækurnar koma til með að fá smá pásu um áramótin.
Er annars búin að ákveða, til að næsta ár verði nú ekki eitt allsherjar deja, að þá megi aðeins 10. hver bók vera áður lesin. Og bækur sem ég skannaði fyrir próf í bókmenntafræðinni teljast til ólesinna. Og þó ég haldi þessu munstri til æviloka er mér stórlega til efs að ég nái einhverntíma að ljúka bókasafni okkar hjóna. (Sérstaklega þar sem það bætist alltaf hressilega í það í hvert sinn sem Rannsóknarskip villist inn í bókabúð.)
Átti t.d. ólesna Amy Tan sem svæfði mig í gærkvöldi.
Öll mín samúð er í augnablikinu hjá Kóreuförum sem eru á þessari stundu líklega enn í fyrsta flugi morgunsins og eiga að því loknu eftir marrrgra tíma flug til Kína, og svo eitt enn til Kóreu. Úgh.
24.7.07
Einbúi
Þá er ég komin heim, ein míns liðs. Það er nú aldeilis furðulegt. Eins gott að ég hef Harry Potter til að halda mér selskapinn og allt draslið í íbúðinni til að sjá mér fyrir öðrum verkefnum. Annars ætla ég að nota Freigátulausu dagana til að sitja og liggja eins og hráviði um alla íbúð, án þess að það sé prílað eða hoppað á mér, taka til án þess að það sé ruslað aftur til samstundis, og láta almennt friðlega.
Og svo er það nottla vinnan.
Nú byrjar J.
Og svo er það nottla vinnan.
Nú byrjar J.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)