Mér finnst svo stórmerkilegt að stjórnarslitin hafi einmitt borið upp á kínverskum nýjársdegi að ég lagðist í smá rannsóknir. Og komst að því að þetta er afskaplega skiljanlegt.
Þann 26. jan. tók sumsé ár uxans við af ári rottunnar. Uxarnir hoppa og trampa og ryðjast, en þeim er ómögulegt að smjúga og fela. Maður veit yfirleitt alveg nákvæmlega hvar maður hefur þá.
Davíð Oddsson er rotta. Var enda alveg í essinu sínu á liðnu ári.
Geir H. Haarde er kanína. Spes. Og svolítið... krípí.
Árni greyið Mathiesen er hundur. Björgvin G. líka. Enda hafa þeir legið einstaklega vel við höggi og eru alveg eins og lamdir hundar eftir þetta alltsaman.
Þorgerður Katrín er snákur.
Björn Bjarnason er api. Eitthvað ferlega rétt við það.
Jóhanna Sigurðar og Ingibjörg Sólrún eru báðar hestar, nema Jóhanna er vatnahestur og Ingibjörg er tréhestur. Steingrímur J. er sauður. Þau eru sem sagt líka öll dýr sem lætur betur að trampa heldur en læðast.
Éld menn ættu að athuga þessi mál vel þegar þeir fara að raða á framboðslistana. Best verður að hafa uxana efsta. Þeir eru fæddir 1973, 1961, 1949 o.s.fr.v. (Og líka í janúar árin á eftir.) Eftir stutta könnun sýnast mér vera fjórir uxar á þingi. Sigurður Kári og Ragnheiður Ríkarðs eru samkvæmt þessu vonarstjörnur sjálfstæðisflokksins, formannskosningar í Framsókn hefðu farið betur nokkrum dögum síðar fyrir hann Höskuld og Ásta Ragnheiður er uxi samfylkingar. VG á engan uxa á þingi en áberandi mikið af sauðum og hestum.
Ég er mjög bjartsýn á uxaríkisstjórnina. Ég held að smá ruðningur sé fínn eftir alla klækinu og undirferlið undanfarin ár.
Þess má geta að þetta ku eiga að vera ömurlegt ár fyrir mig. Tígrisdýr eru frekar tegundin sem læðist og eiga að hafa sig einstaklega hæg á þessu ári. Um næstu kínversku áramót hefst ár tígursins og þá mun minn tími koma!
30.1.09
Óstjórn
Jæjah. Þá er byltingin búin. Pöbullinn búinn að ná því fram sem hann vildi, þó stjórnmálamenn vilji, einhverra hluta vegna, ekki viðurkenna það. Stjórnleysi, stjórnarkreppa og allt í voðanum, eða hvað? Mér sýnast nú aðallega bara vera jólin úti.
Vér kommúnistar erum samt að sjálfsögðu annars sinnis. Nú fáum við velferðarsinnaða vinstristjórn. Loksins. Þá verður allt fallegt og gott, allir glaðir og góðir hver við annan og alltaf gott veður. Siðbót gerist hraðskrefa og þjóðin verður brátt nægjusöm, saklaus og glöð eins og nýfædd gimbur. Þannig er það bara.
Og þeir stuttbuxnadrengir í Sjálfstæðisflokknum sem ætla að fara að halda öðru fram eru bara afturhaldsíhaldstittir.
Fór á "fund" í gærkvöldi og held ég sé ennþá full. Ætla að vinna heima hjá mér í dag.
Afmæli yngri barnanna verða haldin hátíðleg um helgina. Einnig ætlum við Smábátur að bregða okkur á samlestur hjá Hugleiki. Og Móðurskipið þarf að reyna að hreyfa sig eitthvað. Allt of þægilegt að vinna í 50 skrefa fjarlægð frá heimili sínu. Ef það.
Vér kommúnistar erum samt að sjálfsögðu annars sinnis. Nú fáum við velferðarsinnaða vinstristjórn. Loksins. Þá verður allt fallegt og gott, allir glaðir og góðir hver við annan og alltaf gott veður. Siðbót gerist hraðskrefa og þjóðin verður brátt nægjusöm, saklaus og glöð eins og nýfædd gimbur. Þannig er það bara.
Og þeir stuttbuxnadrengir í Sjálfstæðisflokknum sem ætla að fara að halda öðru fram eru bara afturhaldsíhaldstittir.
Fór á "fund" í gærkvöldi og held ég sé ennþá full. Ætla að vinna heima hjá mér í dag.
Afmæli yngri barnanna verða haldin hátíðleg um helgina. Einnig ætlum við Smábátur að bregða okkur á samlestur hjá Hugleiki. Og Móðurskipið þarf að reyna að hreyfa sig eitthvað. Allt of þægilegt að vinna í 50 skrefa fjarlægð frá heimili sínu. Ef það.
28.1.09
27.1.09
Gera ráðherrar ekki neitt?
Að vera þingmaður er fullt starf. Ekki satt? Eða það skyldi maður ætla af þingmannalaununum.
Er þá ekki eitthvað bogið við það að ofan á þingmennskuna geti menn líka verið ráðherra?
Sem er starf sem gefur hálfgerð ofurlaun?
Tala nú ekki um þegar menn ætla sér að vera tvö- eða þrefaldir ráðherrar?
Er sólarhringur Össurar Skarphéðinssonar eitthvað lengri en annarra?
Er ekki atvinnuleysi í þjóðfélaginu?
Erum við í alvöru að tala um að einn maður eigi að sinna fjórum þrælvellaunuðum störfum?
Er skortur á hæfu fólki til að sinna ráðherrastörfum innan Samfylkingarinna?
Eða þjóðfélagsins?
Eða gera þessir ráðherrar kannski bara svona pínulítið?
Af hverju fá þeir þá öll þessi laun?
?
???
Fyrst á annað borð er farið að spyrja spurninga er engin leið að hætta.
Er þá ekki eitthvað bogið við það að ofan á þingmennskuna geti menn líka verið ráðherra?
Sem er starf sem gefur hálfgerð ofurlaun?
Tala nú ekki um þegar menn ætla sér að vera tvö- eða þrefaldir ráðherrar?
Er sólarhringur Össurar Skarphéðinssonar eitthvað lengri en annarra?
Er ekki atvinnuleysi í þjóðfélaginu?
Erum við í alvöru að tala um að einn maður eigi að sinna fjórum þrælvellaunuðum störfum?
Er skortur á hæfu fólki til að sinna ráðherrastörfum innan Samfylkingarinna?
Eða þjóðfélagsins?
Eða gera þessir ráðherrar kannski bara svona pínulítið?
Af hverju fá þeir þá öll þessi laun?
?
???
Fyrst á annað borð er farið að spyrja spurninga er engin leið að hætta.
Ár uxans
hófst í gær samkvæmt kínversku tímatali. Enda hættu menn alveg að smjúga milli þilja í Alþingishúsinu, að hætti rottanna, og fóru að ryðjast um og trampa fast hver á annars tám. En alveg er mér sama hvað formenn fyrrverandi stjórnarflokka segja um hver gerði hvað í stjórnarslitum. Ef menn væru nú soldið klárari þá myndu menn benda á háværar og margar raddir úti í þjóðfélaginu... í staðinn má ekki minnast á mótmælin. Guð forði að "skríllinn" fari nú að fá einhverjar ranghugmyndir um að hann sé þjóðin.
Í fyrsta skipti síðan ég fékk kostningarétt er Sjálfstæðisflokkurinn ekki í ríkisstjórn. Í ein tíu ár erum við búin að horfa á hugmyndafræði frjálshyggju blása sápukúlur sem springa jafnóðum í andlitin á okkur öllum (sérstaklega þeim sem síst skyldi og ekkert græddu í millinu) en aldrei sem undanfarna mánuði.
En nú heyri ég af fólki sem finnst nú fyrst ástæða til að hóta að flýja land.
Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur í ríkisstjórn!
Landamærin eru opin, gjöriðisvovel.
Ég veit ekki með minnihlutastjórn vinstri flokka. Mér heyrast allir pólitíkusar komnir í bullandi kosningabaráttu. Hefur kannski bæði sína kosti og galla. Helst vildi ég nú samt sjá fólk í ráðuneytunum sem er ekki að hugsa um pólitík og skammtímavinsældir heldur einungis verkefnin sem fyrir liggja.
Og svo þarf að kjósa til stjórnlagaþings samhliða almennum kosningum í vor. Það er ófrávíkjanleg krafa. Annars þarf bara að fara aftur út að berja.
Hraðbátur hefur annars ekki frétt af (næstum) fullnaðarsigri byltingarinnar. Í gærkvöldi náði hann sér í pott inn í pottaskáp, í fyrsta skipti, og fór að berja. Með því hrópaði hann "Va-va-va-va". Hann ætlar að verða búinn að læra orðin "vanhæf ríkisstjórn" næst þegar þarf að hrópa niður stjórnvöld.
Í fyrsta skipti síðan ég fékk kostningarétt er Sjálfstæðisflokkurinn ekki í ríkisstjórn. Í ein tíu ár erum við búin að horfa á hugmyndafræði frjálshyggju blása sápukúlur sem springa jafnóðum í andlitin á okkur öllum (sérstaklega þeim sem síst skyldi og ekkert græddu í millinu) en aldrei sem undanfarna mánuði.
En nú heyri ég af fólki sem finnst nú fyrst ástæða til að hóta að flýja land.
Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur í ríkisstjórn!
Landamærin eru opin, gjöriðisvovel.
Ég veit ekki með minnihlutastjórn vinstri flokka. Mér heyrast allir pólitíkusar komnir í bullandi kosningabaráttu. Hefur kannski bæði sína kosti og galla. Helst vildi ég nú samt sjá fólk í ráðuneytunum sem er ekki að hugsa um pólitík og skammtímavinsældir heldur einungis verkefnin sem fyrir liggja.
Og svo þarf að kjósa til stjórnlagaþings samhliða almennum kosningum í vor. Það er ófrávíkjanleg krafa. Annars þarf bara að fara aftur út að berja.
Hraðbátur hefur annars ekki frétt af (næstum) fullnaðarsigri byltingarinnar. Í gærkvöldi náði hann sér í pott inn í pottaskáp, í fyrsta skipti, og fór að berja. Með því hrópaði hann "Va-va-va-va". Hann ætlar að verða búinn að læra orðin "vanhæf ríkisstjórn" næst þegar þarf að hrópa niður stjórnvöld.
26.1.09
Alveg einstök tilfinning
Ég er búin að vera í stjórnarandstöðu meirihluta ævi minnar.
En vitiði hvað?
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn, núna.
Eftir að hafa sett þjóðina á hausinn með auðhyggjubrölti og frjálshyggjukjaftæði, er Sjálfstæðisflokkurinn ekki í ríkisstjórn.
Ég er enn að venjast þessari tilhugsun.
Það held ég að hann Fúsi afi dansi á kommahimnum.
Ég er hins vegar með Bob Dylan á heilanum. "Times they are changing!"
En vitiði hvað?
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn, núna.
Eftir að hafa sett þjóðina á hausinn með auðhyggjubrölti og frjálshyggjukjaftæði, er Sjálfstæðisflokkurinn ekki í ríkisstjórn.
Ég er enn að venjast þessari tilhugsun.
Það held ég að hann Fúsi afi dansi á kommahimnum.
Ég er hins vegar með Bob Dylan á heilanum. "Times they are changing!"
Og þá er stjórnlaust...
Hvernig líður mönnum? Stjórnlausum?
Mér þykir ólíklegt að fastheldni á forsætisráðuneyti sé raunveruleg ástæða stjórnarslita. Ég get ekki af því gert. Mér finnst seðlabankastjóralykt af málinu.
Ég er enn á því að utanflokkastjórn sé besti kosturinn. (Eins og ég útskýrði í þarsíðasta pistli, eða eitthvað.) Skil svosem að Geir þyki hún versti kosturinn. Hvorki hann né kóngurinn ætti þar neina stjórnunarleið hvorki fyrir framan né á bak við tjöldin.
Hvað ætli það sé eiginlega sem enginn má vita?
Ég er svo forvitin að ég finn nefið á mér lengjast. Sennilega eru afglöpin meiri og stærri en við vitum. Og skíturinn því dýpri.
Það verður skemmtilegt þegar Davíð verður dreginn froðufellandi út úr Seðlabankanum. Og byrjar að spúa eitri í allar áttir í undirbúningi fyrir sérframboðið sitt. Ég hlakka til að vita hvað það er sem hann hefur á alla.
En ég hugsa að sérframboð Satans fengi meira fylgi.
Mér þykir ólíklegt að fastheldni á forsætisráðuneyti sé raunveruleg ástæða stjórnarslita. Ég get ekki af því gert. Mér finnst seðlabankastjóralykt af málinu.
Ég er enn á því að utanflokkastjórn sé besti kosturinn. (Eins og ég útskýrði í þarsíðasta pistli, eða eitthvað.) Skil svosem að Geir þyki hún versti kosturinn. Hvorki hann né kóngurinn ætti þar neina stjórnunarleið hvorki fyrir framan né á bak við tjöldin.
Hvað ætli það sé eiginlega sem enginn má vita?
Ég er svo forvitin að ég finn nefið á mér lengjast. Sennilega eru afglöpin meiri og stærri en við vitum. Og skíturinn því dýpri.
Það verður skemmtilegt þegar Davíð verður dreginn froðufellandi út úr Seðlabankanum. Og byrjar að spúa eitri í allar áttir í undirbúningi fyrir sérframboðið sitt. Ég hlakka til að vita hvað það er sem hann hefur á alla.
En ég hugsa að sérframboð Satans fengi meira fylgi.
25.1.09
"Auðvitað"-aðferðin og aðrar blekkingar orðræðunnar
Einu sinni var ég mikill aðdáandi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Mér fannst hún satt að segja vonarstjarna í mykjuhaug stjórnmála á Íslandi þegar auðvaldskjaftæðið og græðgisvæðingin undir merkjum góðæris var að byrja að gleypa allt og alla. Núna getur hún ekki hætt að pirra mig.
En ég held ég sé búin að fatta af hverju mér fannst hún svona klár. Hún notar "Auðvitað"- aðferðina. Hún er enn að því.
"Auðvitað"-aðferðin felst í því að byrja allar setningar, sérstaklega þegar maður vill sannfæra fólk um eitthvað fráleitt, á orðum eins og: "Auðvitað er ÖLLUM ljóst..." eða "Það SÉR það náttúrulega HVER MAÐUR að..." Og svo framvegis.
Þessi framsetning gerir það að verkum að áheyranda finnst honum eiga að hafa verið framhald setningarinnar eigi að hafa verið honum ljóst, ellegar sé hann einstaklega mikill fáviti. Framhald setningarinnar er síðan oftast, sé talandi stjórnmálamaður, eitthvað fljótandi og loðið sem segir manni ekki neitt. En hljómar líklega. Svo maður getur látið sem manni hafi einmitt verið það alveg ofboðslega ljóst.
Formenn stjórnarflokkanna beita fyrir sig einni orðbykkju þessa dagana. Landið má ekki verða stjórnlaust. STJÓRNLAUST. Gefið er í skyn að hætti ríkisstjórnin ríki hér "stjórnleysi." Menn sjá fyrir sér ástand í líkingu við borgarastyrjöld. Enginn stjórnar neinu. Bardagar á götuhornum og rafmagnslaust. Landið er hins vegar ekki "stjórnlaust" þó hér sé ekki ríkisstjórn í nokkra daga. Alþingi starfar. Fólk sem vinnur í ráðuneytum mætir í vinnuna. Þetta gerist til dæmis ævinlega í einhverja daga eftir kosningar. Um leið og búið er að mynda ríkisstjórn fara menn síðan venjulega í laaaaaaaangt sumarfrí.
Ríkisstjórnarleysi er ekki það sama og stjórnleysi.
Einnig er orðinu stjórnarKREPPA haldið mjög á lofti. Meiri kreppa. Önnur kreppa ofan á kreppuna sem veldur því að nú missa allir vinnuna og enginn á pening og verðbólga hækkar allar vörur. StjórnarKREPPA. Ofan á allt annað!
Síðan ríkisstjórnin tók að riða til falls hefur krónan styrkst. Hér er kreppa. Og hún verður löng og erfið. En það skyldi þó aldrei vera að aðrar þjóðir væru frekar til í að hjálpa þjóð sem ekki situr enn undir ríkisstjórninni sem öllu kom í kaldakol?
StjórnarKREPPA er það ástand sem skapast þegar engir tveir flokkar geta komið sér saman um að mynda ríkisstjórn. Sem getur bara vel verið að gerist. En þá kemur í ljós hversu vel forsetinn er nýtilegur til heimabrúx eða hvort hann er algjör fjaðraskúfur.
Ég vona að hann sé búinn að vera að dunda sér við, í felunum, að raða saman utanþingsstjórn klárustu mannanna í þjóðfélaginu á hverju sviði. Hljómar eins og skemmtilegt verkefni.
Persónulega langar mig að setja Vigdísi Finnboga í menntamálaráðuneytið. (Ég veit alveg að hún er ellldgömul, en þetta eru nú ekki margir mánuðir.) Páll Skúlason væri hreint ekki vítlaus forsætisráðherra. Einhverja af þessum himinkláru hagfræðingum sem hafa skrifað gáfulega undanfarið (og ég man aldrei hvað heita) í viðskipta- og fjármálaráðuneytið. (Sama hvað ég reyni, ég get ekki haft áhuga á peningamálunum. Ég gleymi öllu svoleiðis um leið og ég heyri það, en margt af því hljómar alveg gáfulega á meðan.)
Geir Jón í dómsmála... Fá Jóhönnu til að hætta á þingi og halda áfram sem félagsmála... Ólaf eldgamlajálk fyrrverandi landlækni í heilbrigðis...
og svo man ég ekki fleiri ráðuneyti og á eftir að þýða einhvern treiler fyrir morgundaginn.
En ég held ég sé búin að fatta af hverju mér fannst hún svona klár. Hún notar "Auðvitað"- aðferðina. Hún er enn að því.
"Auðvitað"-aðferðin felst í því að byrja allar setningar, sérstaklega þegar maður vill sannfæra fólk um eitthvað fráleitt, á orðum eins og: "Auðvitað er ÖLLUM ljóst..." eða "Það SÉR það náttúrulega HVER MAÐUR að..." Og svo framvegis.
Þessi framsetning gerir það að verkum að áheyranda finnst honum eiga að hafa verið framhald setningarinnar eigi að hafa verið honum ljóst, ellegar sé hann einstaklega mikill fáviti. Framhald setningarinnar er síðan oftast, sé talandi stjórnmálamaður, eitthvað fljótandi og loðið sem segir manni ekki neitt. En hljómar líklega. Svo maður getur látið sem manni hafi einmitt verið það alveg ofboðslega ljóst.
Formenn stjórnarflokkanna beita fyrir sig einni orðbykkju þessa dagana. Landið má ekki verða stjórnlaust. STJÓRNLAUST. Gefið er í skyn að hætti ríkisstjórnin ríki hér "stjórnleysi." Menn sjá fyrir sér ástand í líkingu við borgarastyrjöld. Enginn stjórnar neinu. Bardagar á götuhornum og rafmagnslaust. Landið er hins vegar ekki "stjórnlaust" þó hér sé ekki ríkisstjórn í nokkra daga. Alþingi starfar. Fólk sem vinnur í ráðuneytum mætir í vinnuna. Þetta gerist til dæmis ævinlega í einhverja daga eftir kosningar. Um leið og búið er að mynda ríkisstjórn fara menn síðan venjulega í laaaaaaaangt sumarfrí.
Ríkisstjórnarleysi er ekki það sama og stjórnleysi.
Einnig er orðinu stjórnarKREPPA haldið mjög á lofti. Meiri kreppa. Önnur kreppa ofan á kreppuna sem veldur því að nú missa allir vinnuna og enginn á pening og verðbólga hækkar allar vörur. StjórnarKREPPA. Ofan á allt annað!
Síðan ríkisstjórnin tók að riða til falls hefur krónan styrkst. Hér er kreppa. Og hún verður löng og erfið. En það skyldi þó aldrei vera að aðrar þjóðir væru frekar til í að hjálpa þjóð sem ekki situr enn undir ríkisstjórninni sem öllu kom í kaldakol?
StjórnarKREPPA er það ástand sem skapast þegar engir tveir flokkar geta komið sér saman um að mynda ríkisstjórn. Sem getur bara vel verið að gerist. En þá kemur í ljós hversu vel forsetinn er nýtilegur til heimabrúx eða hvort hann er algjör fjaðraskúfur.
Ég vona að hann sé búinn að vera að dunda sér við, í felunum, að raða saman utanþingsstjórn klárustu mannanna í þjóðfélaginu á hverju sviði. Hljómar eins og skemmtilegt verkefni.
Persónulega langar mig að setja Vigdísi Finnboga í menntamálaráðuneytið. (Ég veit alveg að hún er ellldgömul, en þetta eru nú ekki margir mánuðir.) Páll Skúlason væri hreint ekki vítlaus forsætisráðherra. Einhverja af þessum himinkláru hagfræðingum sem hafa skrifað gáfulega undanfarið (og ég man aldrei hvað heita) í viðskipta- og fjármálaráðuneytið. (Sama hvað ég reyni, ég get ekki haft áhuga á peningamálunum. Ég gleymi öllu svoleiðis um leið og ég heyri það, en margt af því hljómar alveg gáfulega á meðan.)
Geir Jón í dómsmála... Fá Jóhönnu til að hætta á þingi og halda áfram sem félagsmála... Ólaf eldgamlajálk fyrrverandi landlækni í heilbrigðis...
og svo man ég ekki fleiri ráðuneyti og á eftir að þýða einhvern treiler fyrir morgundaginn.
Tíðkast nú stóru skærin
Varð hálfpirruð í gækvöldi. Þorgerður Katrín farin að undirbúa stjórnarandstöðu eftir kosningar með því að lýsa því yfir að kosningar myndu lengja kreppuna um 2 ár. Eins og einhver trúi því lengur að kreppan (sem er varla byrjuð) klárist á næsta ári.
Svo gerði Ingibjörg Sólrún heiðarlega tilraun til að búa til einhvern núning á milli höfuðborgar og landsbyggðar í Samfylkingunni. Yndislegt að vakna síðan við það Björgvin G. skriðtæklar þessa hallærislegu (og enn eina) tilraun til þess að búa til klofning og flokkadrætti innan raða mótmælenda.
Svo er hálffyndið að sjá Geir og Ingibjörgu enn í þessum leyndóleik. Ég veit ekkert hvað þau eru eiginlega að tala um. Enda langar mig bara að heyra þau segja eitt. Mér er alveg sama með hvaða fýlu þau reyna að spinna því og spá eldi og brennisteini yfir almenning fyrir að voga sér að sjá vanhæfi þeirra.
Og nú eru pólitíkusar komnir á fullt skrið í kosningabaráttu. En ég held að meirihluta þjóðarinnar sé eiginlega alveg sama. Er að horfa á Silfur Egils og ætla að reyna að læra að skilja hugtakið "stjórnlagaþing" í dag.
Mig langar til þess að einhvern tíma verði manni skítsama um hverjir eru formenn stjórnmálaflokkanna þar sem enginn þeirra fái lengur alræðisvald yfir Íslandi daginn eftir Alþingiskosningar.
Svo gerði Ingibjörg Sólrún heiðarlega tilraun til að búa til einhvern núning á milli höfuðborgar og landsbyggðar í Samfylkingunni. Yndislegt að vakna síðan við það Björgvin G. skriðtæklar þessa hallærislegu (og enn eina) tilraun til þess að búa til klofning og flokkadrætti innan raða mótmælenda.
Svo er hálffyndið að sjá Geir og Ingibjörgu enn í þessum leyndóleik. Ég veit ekkert hvað þau eru eiginlega að tala um. Enda langar mig bara að heyra þau segja eitt. Mér er alveg sama með hvaða fýlu þau reyna að spinna því og spá eldi og brennisteini yfir almenning fyrir að voga sér að sjá vanhæfi þeirra.
Og nú eru pólitíkusar komnir á fullt skrið í kosningabaráttu. En ég held að meirihluta þjóðarinnar sé eiginlega alveg sama. Er að horfa á Silfur Egils og ætla að reyna að læra að skilja hugtakið "stjórnlagaþing" í dag.
Mig langar til þess að einhvern tíma verði manni skítsama um hverjir eru formenn stjórnmálaflokkanna þar sem enginn þeirra fái lengur alræðisvald yfir Íslandi daginn eftir Alþingiskosningar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)