Afdankaðir pólitíkusar virðast í venju fremur lélegu sambandi við veruleikann þessa dagana. Nú heldur Ingibjörg "þið-eruð-ekki-þjóðin" Sólrún að eina ástæðan fyrir því að hún ætti (hugsanlega kannski ef til vill) að hætta í pólitík sé sú heilsufarslega. Gerir sér enga grein fyrir því að pólitískt byrjaði hún að skíta á sig á Þingvöllum í hitteðfyrra og virðist ekki geta hætt. Þessi blaðamannafundur bar heilmikinn keim af sprengidags-Kastljósinu, þar sem þær stöllur virtust búa í einhverjum allt öðrum veruleika en ég. Málið snýst ekki um jafnréttisbaráttuna. Ekki um hvað Ingibjörg er að spekúlera í sínum persónulegu baráttum og síst um hvað þær tvær eru góðar vinkonur og halda að þær geti "unnið vel saman." Allavega er mér skííííítsama um það alltsaman. (Og ég er VÍST, fokkíng, þjóðin. 1/320.000-asti)
Og nú hrynur fylgið af Samfylkingunni.
Málið er það að ég held að meirihluti þjóðarinnar vilji að næsta ríkisstjórn verði vinstrisinnuð félagshyggjustjórn. Og Samfylkingin undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er vissulega félagshyggjuflokkur. Samfylking Ingibjargar Sólrúnar er hins vegar eiginhagsmunapotandi auðvaldsklíka sem gefur Sjálfstæðisflokki Davíðs Oddssonar ekkert eftir. Og væri trúandi til hvers sem er eftir kosningar. Til dæmis endurtekningu á Þingvallasamstarfinu með nýjum forystumönnum Sjalla! Eina von vinstri arms Samfylkingarinnar er að einhver rústi henni bæði í prófkjöri og formannskjöri.
Djöfull varð ég allt í einu svartsýn á þessar kosningar og framtíðina yfirhöfuð.
Best að halda áfram að krúsa húsnæðismarkaðinn í Kanada.
28.2.09
27.2.09
Hreint borð?
Þetta er engin frammistaða í blogginu. En ég hef eitthvað ferlega litla þörf fyrir að tjá mig. Geðlyf? Kannski hefur skrifmanían verið af tómri kvíðaröskun? Það væri nú verra. En, best að fara aðeins yfir stöðuna, eins og er svo vinsælt að þykjast gera í pólitíkinni.
Enginn veit hvað við skuldum eða hvort er yfirhöfuð kreppa. Einhver sagði "lúxuskreppa". Betur að satt væri.
Og Árni Matt segir af sér daginn áður en endanlega var staðfest að hann klúðraði yfir okkur hryðjuverkalögunum með einu asnalegu símtali. Þar fóru samsæriskenningar fyrrverandi seðlabankastjóra fyrir lítið. Allavega ÞÆR kenningar. Maðurinn er náttúrulega hafsjór.
Baugur á hausnum og Dabbi á atvinnuleysisskránni. Ætli fari þá ekki að verða friður fyrir karpinu í þeim félögum, bara?
Allavega finnst mér ágætt að vakna með þá tilfinningu að DO er ekki lengur í valdastöðu í samfélaginu heldur bara afdankaður þusari úti í bæ. Engin ástæða til að tala við hann í neinum fjölmiðli fyrr en kannski þegar hann gefur út endurminningar sínar. (Ekki ætla ég að reikna með að þessi gósentíð endist lengi, en er á meðan er.)
Alltént vaknaði ég í dag með einhverja tilfinningu fyrir því að hugsanlega væri hægt að byrja að taka til í rústunum af fjármálakerfinu. Mig langar nú reyndar mest að láta jarðýturnar jafna restina af því við jörðu og halda svo áfram með þjóðfélagið eins og það var áður en nokkur hafði heyrt orðin "fjármálakerfi" og "peningamarkaður".
En ég er nú líka afturhaldskommatittur.
Enginn veit hvað við skuldum eða hvort er yfirhöfuð kreppa. Einhver sagði "lúxuskreppa". Betur að satt væri.
Og Árni Matt segir af sér daginn áður en endanlega var staðfest að hann klúðraði yfir okkur hryðjuverkalögunum með einu asnalegu símtali. Þar fóru samsæriskenningar fyrrverandi seðlabankastjóra fyrir lítið. Allavega ÞÆR kenningar. Maðurinn er náttúrulega hafsjór.
Baugur á hausnum og Dabbi á atvinnuleysisskránni. Ætli fari þá ekki að verða friður fyrir karpinu í þeim félögum, bara?
Allavega finnst mér ágætt að vakna með þá tilfinningu að DO er ekki lengur í valdastöðu í samfélaginu heldur bara afdankaður þusari úti í bæ. Engin ástæða til að tala við hann í neinum fjölmiðli fyrr en kannski þegar hann gefur út endurminningar sínar. (Ekki ætla ég að reikna með að þessi gósentíð endist lengi, en er á meðan er.)
Alltént vaknaði ég í dag með einhverja tilfinningu fyrir því að hugsanlega væri hægt að byrja að taka til í rústunum af fjármálakerfinu. Mig langar nú reyndar mest að láta jarðýturnar jafna restina af því við jörðu og halda svo áfram með þjóðfélagið eins og það var áður en nokkur hafði heyrt orðin "fjármálakerfi" og "peningamarkaður".
En ég er nú líka afturhaldskommatittur.
24.2.09
Ég ætla að taka Davíð mér til fyrirmyndar
og lesa aðeins, tala við og hlusta á, þá sem eru sammála MÉR.
Ákveða um leið að allir hinir séu heilaþveginn og óuppdreginn glæpaskríll með óhreint mjöl hvar sem þeir geta troðið því og hluti af ógnarstóru samsæri gegn MÉR.
Þá þarf ég allavega ekki að eyða tímanum framar í að hlusta á þusið í þessari bráðum fyrrverandi bankastjórablók. Það fer illa í blóðþrýstinginn í mér.
Ákveða um leið að allir hinir séu heilaþveginn og óuppdreginn glæpaskríll með óhreint mjöl hvar sem þeir geta troðið því og hluti af ógnarstóru samsæri gegn MÉR.
Þá þarf ég allavega ekki að eyða tímanum framar í að hlusta á þusið í þessari bráðum fyrrverandi bankastjórablók. Það fer illa í blóðþrýstinginn í mér.
Kundalini virkar
Er allavega með illvígar harðsperrur frá hnjám og upp í mitti. Einmitt á svæðinu sem gott væri að skryppi aðeins saman.
Mæti aftur gallhörð í fyrrramálið.
Annars er búið að boða þann sem ekki má nefna í Kastljósinu í kvöld.
Enda við hæfi að hafa sprengivörpur á eftir saltkjötogbaununum á sprengidaginn.
Svo getur alþjóð setið prumpandi undir ósköpunum.
Mæti aftur gallhörð í fyrrramálið.
Annars er búið að boða þann sem ekki má nefna í Kastljósinu í kvöld.
Enda við hæfi að hafa sprengivörpur á eftir saltkjötogbaununum á sprengidaginn.
Svo getur alþjóð setið prumpandi undir ósköpunum.
22.2.09
Helgarskýrslan
Eitthvað andlaus. (Kannski geðlyfin.)
Fór með fjölskylduna á Selfoss í dag og sá Sjóræningjaprinsessuna. Tjái mig um það á leiklist.is fljótlega. Fór svo og aðstoðarleikstýrði í kvöld. Gaman, bara.
Fór með fjölskylduna í eins árs afmæli kærustu Hraðbátsins í gær, hvar allir átu ærlega yfir sig.
Lifi í pólitísku tómi þar sem ég missti af Silfri Egils í dag og fréttum í kvöld.
Fékk ennfremur dásamlegan morgunverð eftir útsvefn í tilefni konudags, aukinheldur fagrar rósir og bók með einstaklega óviðeigandi titli.
Er farin í rúmið með Karla sem hata konur.
Fór með fjölskylduna á Selfoss í dag og sá Sjóræningjaprinsessuna. Tjái mig um það á leiklist.is fljótlega. Fór svo og aðstoðarleikstýrði í kvöld. Gaman, bara.
Fór með fjölskylduna í eins árs afmæli kærustu Hraðbátsins í gær, hvar allir átu ærlega yfir sig.
Lifi í pólitísku tómi þar sem ég missti af Silfri Egils í dag og fréttum í kvöld.
Fékk ennfremur dásamlegan morgunverð eftir útsvefn í tilefni konudags, aukinheldur fagrar rósir og bók með einstaklega óviðeigandi titli.
Er farin í rúmið með Karla sem hata konur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)