...mér barst nokkuð til augna um daginn. (Lesist: las í slúðurdálk einhversstaðar.)
Hann Jordan Catalano (sem gengur undir leikaranafninu Jared Leto) er víst kominn á laust. Ekki nóg með það, hann kveðst hættur í lambakjötinu og ætlar að snúa sér að eigulegum konum á sínum aldri.
Og þetta gerir NÚNA!
Hvar voru svona yfirlýsingar fyrir 5-10 árum síðan?
Er miður mín fyrir handir okkar Frúr Berglindar beggja.
Þessi fróðleiksmoli var í boði menningarnætur, og gleðilega svoleiðis.
PS: Varð mjög hissa þegar ég gúglaði Jordan Catalano, í von um að finna kannski mynd til að geta sett link á, þar sem ég bjóst ekki við því að neinn myndi eftir þessum karakter úr 15 ára gömlum sjónvarpsþáttum, eða svo. En, viti menn, veraldarvefurinn er enn fullur af myndum, aðdáendasíðum og ég veit ekki hvað! Nei, heimurinn hefur ekki gleymt Jordan Catalano. Sem er mjög fyndið þar sem þetta var algjör aukapersóna sem sagði eiginlega aldrei neitt heldur hafði það eitt sér til ágætis að vera sætur. (Gerði það reyndar mjög vel.) Var í þáttunum My so-called life sem aðeins var framleidd ein þáttaröð af.
19.8.05
18.8.05
Og þá...
urlaðist allt í annríki. Allt í einu gengur á með fundum og verkefnum auk þess sem innstreymi húsbúnaðar og eigna (okkar sem annarra) inn á nýja heimilið virðist engan endi ætla að taka. Ég er að gera mitt besta til að láta ekki geðbólgurnar ná undirtökunum í lífi mínu, gengur brösuglega þar sem dagarnir vilja engan veginn endast til alls sem er á skipulaginu.
Held að næstu skref séu:
-Að læra að þykja pappakassar fallegir.
-Að þykja undarleg afstaða á milli hlutanna artí.
-Að fara að taka fullan þátt í skyndibitamenningu landans.
-Kenna Rannsóknarskipinu slíkt hið sama, svo honum batni af dugnaðarkastinu.
Og byrja á því að rölta niður Laugaveginn á leiðinni heim í sólskininu og ímynda sér að það sé ekkert að gera í heiminum.
Held að næstu skref séu:
-Að læra að þykja pappakassar fallegir.
-Að þykja undarleg afstaða á milli hlutanna artí.
-Að fara að taka fullan þátt í skyndibitamenningu landans.
-Kenna Rannsóknarskipinu slíkt hið sama, svo honum batni af dugnaðarkastinu.
Og byrja á því að rölta niður Laugaveginn á leiðinni heim í sólskininu og ímynda sér að það sé ekkert að gera í heiminum.
17.8.05
Ekki fyrir hvern sem er!
Sumt er svo fáránlegt að maður trúir því ekki fyrr en maður hefur heyrt úr endalaust mörgum áttum og gegnið úr skugga um svo ekki verður um villst. Eitt af því hefur þvælst fyrir mér í allt sumar. En mér skilst að þarna sé, mér til mikils hneykslans, um raunverulega ákvörðun að ræða:
Reykjavíkurborg hefur semsagt lagt svo á og mælt um að enginn fái að stunda tónlistarskólanám í borg þessari sé hann yfir aldarfjórðung að aldri! Nám í söngli eða hljóðfæraslætti ku víst ekki vera fyrir hvern sem er, slíkt á hreint ekki að vera dægradvöl, heldur aðeins fyrir þá sem tök eiga á ferli á við Pavarottí eða Azkinasí. Þessi breyting fær tveggja ára aðlögunartíma.
Ég hélt fast í þá trú, von og vissu að menn væru að misskilja eða fíflast í mér. En það er nú víst aldeilis ekki. Þannig að Rannsóknarskipið má víst bara syngja hratt næstu 2 ár, þá fær hann kannski fyrir náð og miskunn að taka 8. stig. Það þýðir ekkert fyrir Báru syss að ætla að læra á fleiri hljóðfæri hér. Ætli hún flytji ekki bara á Stöðvarfjörð þegar hún kemur aftur eftir ofurnámið? Eða eitthvert annað þar sem tónlist er ekki bara fyrir ákveðna aldurshópa. Þórunn Gréta má víst líklega halda á spöðunum ef hún ætlar að ná burtförinni sinni áður en aldurinn skellur á og Ásta mín fær líklegast ekkert að halda áfram í nýbyrjaða söngnáminu sínu, sem henni fannst svo skemmtilegt og var öll svo upprennandi í.
Og allar eru þessar hrakfarir vina minna og fjölskyldu út af einhverri... FORDILD... í Stefáni Jóni Hafstein.
Ég meina, Stefán, ert þú hálfbjáni? Að menn skuli láta út úr sér annan eins hálfvitagang á tímum símenntunar, og það pakk sem kallar sig jafnaðarmenn! Vegna þess að tónlistarnám á ekki að vera á færi annarra en upprennandi snillinga? Háskólinn ætti kannski eingöngu að vera fyrir upprennandi doktora? Já, jafnvel kannski bara barnaskóli? Segja bara sem svo, "nei, heyrðu, þessi krakki getur ekki lært að lesa. Best að hann fari bara strax að grafa skurði." Það er kannski eitthvað í þessa áttina sem þín framtíðarsýn hljómar? Ha, Stefán?
Tónlist og tónlistarnám er hollt fyrir sálina. (Svo ég vitni í Rannsóknarskipið mitt.) Og það er að sjálfsögðu algjörlega fáránlegt að ætla að fara að halda meirihelmingi þjóðar á þunglyndislyfjum frá aðkomu að henni eftir augljósustu leiðinni.
Þetta er ein meginástæðan fyrir því að það hlakkar í mér yfir æ ljósari dánarfregnum af Rlistanum. Fyrst huxaði ég: Það er nú eins gott, annars hefði ég þurft að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. En vitiði hvað? Held ég geri það bara samt, þó Rlisti sé orðinn þríeinn. Ja, ekki kýs ég flokk sem hefur fíflið hann hr. Hafstein innanborðs. Því síður kellingarhálfvitann sem gerði sig að fífli í kvöldfréttum í gær með því að segja aftur og aftur, með ofstækisglampa í augum: "Það versta sem gæti gerst væri að Sjálfstæðismenn NÆÐU borginni..." án þess að rökstyðja frekar og látandi það hljóma eins og hér ríkti umsátursástand.
Nei, í augnablikinu sé ég marrrrga kosti verri en þann að Sjálfstæðismenn NÁI borginni í næstu kosningum. Og það þarf nú talsvert til að ég láti slíkt frá mér fara. Svona burtséð frá því finnst mér mikið þjóðþrifaverk að halda Gísla Marteini úr sjónvarpinu mínu. Stefán Jón mætti hins vegar alveg koma þangað aftur. Hann er ágætur í að tala, en ætti greinilega aldrei að fá að ráða neinu.
Reykjavíkurborg hefur semsagt lagt svo á og mælt um að enginn fái að stunda tónlistarskólanám í borg þessari sé hann yfir aldarfjórðung að aldri! Nám í söngli eða hljóðfæraslætti ku víst ekki vera fyrir hvern sem er, slíkt á hreint ekki að vera dægradvöl, heldur aðeins fyrir þá sem tök eiga á ferli á við Pavarottí eða Azkinasí. Þessi breyting fær tveggja ára aðlögunartíma.
Ég hélt fast í þá trú, von og vissu að menn væru að misskilja eða fíflast í mér. En það er nú víst aldeilis ekki. Þannig að Rannsóknarskipið má víst bara syngja hratt næstu 2 ár, þá fær hann kannski fyrir náð og miskunn að taka 8. stig. Það þýðir ekkert fyrir Báru syss að ætla að læra á fleiri hljóðfæri hér. Ætli hún flytji ekki bara á Stöðvarfjörð þegar hún kemur aftur eftir ofurnámið? Eða eitthvert annað þar sem tónlist er ekki bara fyrir ákveðna aldurshópa. Þórunn Gréta má víst líklega halda á spöðunum ef hún ætlar að ná burtförinni sinni áður en aldurinn skellur á og Ásta mín fær líklegast ekkert að halda áfram í nýbyrjaða söngnáminu sínu, sem henni fannst svo skemmtilegt og var öll svo upprennandi í.
Og allar eru þessar hrakfarir vina minna og fjölskyldu út af einhverri... FORDILD... í Stefáni Jóni Hafstein.
Ég meina, Stefán, ert þú hálfbjáni? Að menn skuli láta út úr sér annan eins hálfvitagang á tímum símenntunar, og það pakk sem kallar sig jafnaðarmenn! Vegna þess að tónlistarnám á ekki að vera á færi annarra en upprennandi snillinga? Háskólinn ætti kannski eingöngu að vera fyrir upprennandi doktora? Já, jafnvel kannski bara barnaskóli? Segja bara sem svo, "nei, heyrðu, þessi krakki getur ekki lært að lesa. Best að hann fari bara strax að grafa skurði." Það er kannski eitthvað í þessa áttina sem þín framtíðarsýn hljómar? Ha, Stefán?
Tónlist og tónlistarnám er hollt fyrir sálina. (Svo ég vitni í Rannsóknarskipið mitt.) Og það er að sjálfsögðu algjörlega fáránlegt að ætla að fara að halda meirihelmingi þjóðar á þunglyndislyfjum frá aðkomu að henni eftir augljósustu leiðinni.
Þetta er ein meginástæðan fyrir því að það hlakkar í mér yfir æ ljósari dánarfregnum af Rlistanum. Fyrst huxaði ég: Það er nú eins gott, annars hefði ég þurft að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. En vitiði hvað? Held ég geri það bara samt, þó Rlisti sé orðinn þríeinn. Ja, ekki kýs ég flokk sem hefur fíflið hann hr. Hafstein innanborðs. Því síður kellingarhálfvitann sem gerði sig að fífli í kvöldfréttum í gær með því að segja aftur og aftur, með ofstækisglampa í augum: "Það versta sem gæti gerst væri að Sjálfstæðismenn NÆÐU borginni..." án þess að rökstyðja frekar og látandi það hljóma eins og hér ríkti umsátursástand.
Nei, í augnablikinu sé ég marrrrga kosti verri en þann að Sjálfstæðismenn NÁI borginni í næstu kosningum. Og það þarf nú talsvert til að ég láti slíkt frá mér fara. Svona burtséð frá því finnst mér mikið þjóðþrifaverk að halda Gísla Marteini úr sjónvarpinu mínu. Stefán Jón mætti hins vegar alveg koma þangað aftur. Hann er ágætur í að tala, en ætti greinilega aldrei að fá að ráða neinu.
16.8.05
Úr kassanum
Horfði á tveggja hluta kanadíska mynd um Hitler á RÚV um daginn. Svona þegar maður var búinn að komast yfir skrýtnið með að Hitler talaði ensku, reyndist þetta ágætis mynd, að mörgu leyti. Tvennt hryllti mig.
a) Hef aldrei tekið eftir hvað Robert Carlyle er líkur Hitleri.
b) Ræða Hitlers, þegar Nasistaflokkurinn var búinn að ná völdum, um að til þess að vernda borgara fyrir erlendum hryðjuverkamönnum (og innlendum með ákveðin trúarbrögð) væri nauðsynlegt að skerða mannréttindi. Óþægilega samhljóma Bush og Blair.
Og hvað er þetta líka með Hitler? Mér finnst ekki vera þverfótandi núna fyrir myndum um hann. Er hann í tísku? Veit það á gott?
Úffpúff.
a) Hef aldrei tekið eftir hvað Robert Carlyle er líkur Hitleri.
b) Ræða Hitlers, þegar Nasistaflokkurinn var búinn að ná völdum, um að til þess að vernda borgara fyrir erlendum hryðjuverkamönnum (og innlendum með ákveðin trúarbrögð) væri nauðsynlegt að skerða mannréttindi. Óþægilega samhljóma Bush og Blair.
Og hvað er þetta líka með Hitler? Mér finnst ekki vera þverfótandi núna fyrir myndum um hann. Er hann í tísku? Veit það á gott?
Úffpúff.
Gremst!
Ég hef verið með hluta hugskotsins undir feldi. Þannig er að ég hef verið að heyra annað slagið leiðindaathugasemdir sem mér gremjast mjög. Sumir vilja meina að þessa dagana fjalli bloggið mitt ekki um NEITT annað en óléttur og barneignir. Og í framhaldi af því koma síðan aðdróttanir um að persónuleiki minn muni undirgangast heilarýrnun og að ég muni missa áhugann á öllu sem fram fer utan veggja heimilisins, hvort sem mér líka betur eða ver. Mér sárna þessar aðdróttanir og gremjast. Fyrir utan að ég skil þær ekki. Nú þekki ég heilan haug kvenna sem eiga börn og hef ekki orðið vör við það að þær hafi sérstaklega misst áhugann á umhverfi sínu. Hafa reyndar vissulega minni tíma til að sinna því, en þegar ég hitti þær snúast samræður okkar þó að minnstu leyti um heimilislífið eða barnauppeldið.
Og ég gerði úttekt á blogginu mínu. Síðan ástandið var opinberað hef ég skrifað 34 pósta. Þar af hafa 18 innihaldið einhverja vísun í það. (Þá tel ég allt sem getur mögulega talist tengjast því með. Þó aðeins sé minnst einu orði á það í framhjáhlaupi.) Það er örugglega ekkert hærra hlutfall heldur en fór í að fjalla um mastersritgerðina á sínum tíma. Eða fasteignaviðskiptin á meðan þau stóðu yfir. Og ekki var neinn að bregða mér um persónuleikaumskipting þegar þau mál voru efst á baugi.
Það sem mér gremst er að geta ekki tjáð mig um þessi mál, eins og annað sem er í gangi í mínu lífi, án þess að verða skotmark fyrir niðurlægjandi skítakomment. (Já, mér þykja forspár um greindargliðnun vegna barneigna niðurlægjandi.)
Menn ættu að þekkja mín pistlaskrif nógu vel til þess að vita að ég tjái mig ekki nema mér þyki eitthvað fyndið/athyglivert/ámælisvert við þessi mál, af hálfu þjóðfélaxins, kerfisins, skaparans eða annars. (Þetta tiltekna verandi eitt af því.)
Það sem hér er skrifað endurspeglar hins vegar ekkert mitt tilfinningalíf eða mínar hugsanir og væntingar um móðurhlutverkið. Slíkt kemur engum við utan minna nánustu og er þessutan erfitt að spá um. En mér þykir illt að menn skuli vera að reyna að segja mér hvaða væntingar ég EIGI að hafa eða spá hvernig framtíðin verði. (Á þeim forsendum að þannig séu ALLAR mæður og ALLTAF.) Ég fæ ekki betur séð en að hver móðir og hvert heimili sé með sínu lagi. Þar að auki vil ég ekkert vita það! Hef ævinlega verið mikið fyrir að láta lífið koma mér á óvart.
Í ljósi athugasemda mun ég samt varari um mig í framtíðinni og kem ekki til með að tjá mig um þessi mál nema í mjög miklu hófi og ef um er að ræða mikil þjóðþrif eða reglulega góða vinkla. Þessi málaflokkur mun semsagt ritskoðast af meiri hörku en aðrir. Komi mikið fleiri leiðinlegar athugasemdir hef ég hugsað mér að taka málið alfarið af dagskrá.
Það er ekki eins og það sé ekki fullt af heimsósóma til að tjá sig um og margir málefnapistlar bíða samningar.
Og ég gerði úttekt á blogginu mínu. Síðan ástandið var opinberað hef ég skrifað 34 pósta. Þar af hafa 18 innihaldið einhverja vísun í það. (Þá tel ég allt sem getur mögulega talist tengjast því með. Þó aðeins sé minnst einu orði á það í framhjáhlaupi.) Það er örugglega ekkert hærra hlutfall heldur en fór í að fjalla um mastersritgerðina á sínum tíma. Eða fasteignaviðskiptin á meðan þau stóðu yfir. Og ekki var neinn að bregða mér um persónuleikaumskipting þegar þau mál voru efst á baugi.
Það sem mér gremst er að geta ekki tjáð mig um þessi mál, eins og annað sem er í gangi í mínu lífi, án þess að verða skotmark fyrir niðurlægjandi skítakomment. (Já, mér þykja forspár um greindargliðnun vegna barneigna niðurlægjandi.)
Menn ættu að þekkja mín pistlaskrif nógu vel til þess að vita að ég tjái mig ekki nema mér þyki eitthvað fyndið/athyglivert/ámælisvert við þessi mál, af hálfu þjóðfélaxins, kerfisins, skaparans eða annars. (Þetta tiltekna verandi eitt af því.)
Það sem hér er skrifað endurspeglar hins vegar ekkert mitt tilfinningalíf eða mínar hugsanir og væntingar um móðurhlutverkið. Slíkt kemur engum við utan minna nánustu og er þessutan erfitt að spá um. En mér þykir illt að menn skuli vera að reyna að segja mér hvaða væntingar ég EIGI að hafa eða spá hvernig framtíðin verði. (Á þeim forsendum að þannig séu ALLAR mæður og ALLTAF.) Ég fæ ekki betur séð en að hver móðir og hvert heimili sé með sínu lagi. Þar að auki vil ég ekkert vita það! Hef ævinlega verið mikið fyrir að láta lífið koma mér á óvart.
Í ljósi athugasemda mun ég samt varari um mig í framtíðinni og kem ekki til með að tjá mig um þessi mál nema í mjög miklu hófi og ef um er að ræða mikil þjóðþrif eða reglulega góða vinkla. Þessi málaflokkur mun semsagt ritskoðast af meiri hörku en aðrir. Komi mikið fleiri leiðinlegar athugasemdir hef ég hugsað mér að taka málið alfarið af dagskrá.
Það er ekki eins og það sé ekki fullt af heimsósóma til að tjá sig um og margir málefnapistlar bíða samningar.
15.8.05
Heimsendir?
Í framhaldi af þessum pistli var mér nokkuð skemmt yfir Dateline í gær. Þar komu fram tveir spekingar sem þóttust nú heldur betur hafa lesið í táknin og voru með það algjörlega á hreinu að við værum á síðustu metrunum í heimsendi. Og ekki nóg með það, heldur væru allir sem ekki tryðu því á nákvæmilega sama hátt og þeir á hraðri leið beint til Helvítis.
Það setti þó ekki að mér almennilegt fliss fyrr en í lok þáttar þegar þeir félagar fóru að mæðast yfir því að vera gjarnan settir í flokk með rugludöllum eins og öðrum heimsendaspámönnum...
Það setti þó ekki að mér almennilegt fliss fyrr en í lok þáttar þegar þeir félagar fóru að mæðast yfir því að vera gjarnan settir í flokk með rugludöllum eins og öðrum heimsendaspámönnum...
Dásemd...
...daxins er Rannsóknarskipið sem kom heimili mínu í stand um helgina. Í staðinn þýddi ég fyrir hann commentary á zombie-mynd. Svona verkaskipting líkar mér einstaklega vel. Það er orðið fáránlega fínt heima hjá mér án þess að ég hafi lyft til þess fingri, og ég verð sennilega í allan vetur að læra á eldhúsið.
Og svo er vatnslaust á Bandalaxskrifstofunni í dag. Sem þýðir, ekkert kaffi. Sem er hörmulegt. Þó bót í máli að það er allt sundurgrafið fyrir framan og nánast ófært ef menn vilja koma í kaffi, þannig að það er líklega bara hörmulegt fyrir mig.
Um Hina Kvenlegu Minniháttarkennd
Og einhverjir fengu víst hlönd fyrir hjörtun sökum alhæfinga um kvenfólk í síðustu færslu. Best að langhunda. Það er nú svo að ég hef velt þessu mikið fyrir mér. Allar götur síðan við Berglind sátum uppi í brekku í Þórsmörk og veltum því fyrir okkur hví ókunnukt kvenfólk virtist oft svona forkastanlega leiðinlegt, þegar maður heyrði á samtalsbrot.
Það er nefnilega oft þannig að kvenfólk, meira að segja af minni kynslóð, talar varlegar. Passar sig meira, í orði og æði. Vandar sig og véfengir gjarnan eigið ágæti að ástæðulausu. Vissulega var kynslóð móður minnar ver haldin af þessum kvilla. Svo ekki sé minnst á kynslóð ömmu minnar sem helst sagði aldrei annað en "fyrirgefið hvað þetta er lítið og ómerkilegt." Fátt fer meira í pirrur mínar heldur en þegar maður á í samtali við einhverja konu af þeirri kynslóð, sem hefur frá mörgu merkilegu að segja, en er stöðugt að púnktera samtalið með því að baktryggja sig og fyrirverða fyrir alla skapaða hluti.
Þessu ber sem betur fer æ minna á með hverri kynslóð. En í sambandi við starfshæfni, að sjálfsögðu fer ekki hjá því að sé viðkomandi stöðugt með hjartað í buxunum, innst inni, yfir því að gera eitthvað vitlaust eða illa, þá er engin hætta á því að hann sinni starfi sínu eins vel og hann getur. Hin kvenlega minniháttarkennd lætur þolendur nefnilega eyða talsverðri orku í að skammast sín fyrir tilvist sína og gagnrýna eigin gjörðir u.þ.b. aðra hverja mínútu.
Það er engin spurning um að þetta var nákvæmlega ástæða þess að fasteignasalinn minn fékk taugadrullu þegar hún sá eitthvað sem hún hafði ekki séð áður í sölupappírum, og dömpaði geðbólgunni beint á mig í stað þess að setjast niður og athuga málið í rólegheitunum, eins og hver manneskja án kvíðaröskunar hefði gert.
Þess vegna áskil ég mér allan rétt og meira til á að kenna fyrirbærinu kvenlegri minniháttarkennd um þetta fokkopp alltsaman, sem og svo mörg önnur, og held því ennfremur fram að hið sama sé það sem stendur kvenréttindabaráttu fyrir þrifum þessa dagana.
Mér finnst menn eiga að venja sig af þessu, þetta er heimskulegt.
P.S. Tekið skal fram að hvorki ég sjálf né frú Ringsted erum haldnar þessum kvilla og erum því ekki að kasta grjóti úr neinu glerhúsi. Sem betur fer finnst inn á milli kvenfólk sem sannfært er um eigið ágæti og gengur ekki með neinar ranghugmyndir um að biðjast afsökunar á tilvist sinni.
Og svo er vatnslaust á Bandalaxskrifstofunni í dag. Sem þýðir, ekkert kaffi. Sem er hörmulegt. Þó bót í máli að það er allt sundurgrafið fyrir framan og nánast ófært ef menn vilja koma í kaffi, þannig að það er líklega bara hörmulegt fyrir mig.
Um Hina Kvenlegu Minniháttarkennd
Og einhverjir fengu víst hlönd fyrir hjörtun sökum alhæfinga um kvenfólk í síðustu færslu. Best að langhunda. Það er nú svo að ég hef velt þessu mikið fyrir mér. Allar götur síðan við Berglind sátum uppi í brekku í Þórsmörk og veltum því fyrir okkur hví ókunnukt kvenfólk virtist oft svona forkastanlega leiðinlegt, þegar maður heyrði á samtalsbrot.
Það er nefnilega oft þannig að kvenfólk, meira að segja af minni kynslóð, talar varlegar. Passar sig meira, í orði og æði. Vandar sig og véfengir gjarnan eigið ágæti að ástæðulausu. Vissulega var kynslóð móður minnar ver haldin af þessum kvilla. Svo ekki sé minnst á kynslóð ömmu minnar sem helst sagði aldrei annað en "fyrirgefið hvað þetta er lítið og ómerkilegt." Fátt fer meira í pirrur mínar heldur en þegar maður á í samtali við einhverja konu af þeirri kynslóð, sem hefur frá mörgu merkilegu að segja, en er stöðugt að púnktera samtalið með því að baktryggja sig og fyrirverða fyrir alla skapaða hluti.
Þessu ber sem betur fer æ minna á með hverri kynslóð. En í sambandi við starfshæfni, að sjálfsögðu fer ekki hjá því að sé viðkomandi stöðugt með hjartað í buxunum, innst inni, yfir því að gera eitthvað vitlaust eða illa, þá er engin hætta á því að hann sinni starfi sínu eins vel og hann getur. Hin kvenlega minniháttarkennd lætur þolendur nefnilega eyða talsverðri orku í að skammast sín fyrir tilvist sína og gagnrýna eigin gjörðir u.þ.b. aðra hverja mínútu.
Það er engin spurning um að þetta var nákvæmlega ástæða þess að fasteignasalinn minn fékk taugadrullu þegar hún sá eitthvað sem hún hafði ekki séð áður í sölupappírum, og dömpaði geðbólgunni beint á mig í stað þess að setjast niður og athuga málið í rólegheitunum, eins og hver manneskja án kvíðaröskunar hefði gert.
Þess vegna áskil ég mér allan rétt og meira til á að kenna fyrirbærinu kvenlegri minniháttarkennd um þetta fokkopp alltsaman, sem og svo mörg önnur, og held því ennfremur fram að hið sama sé það sem stendur kvenréttindabaráttu fyrir þrifum þessa dagana.
Mér finnst menn eiga að venja sig af þessu, þetta er heimskulegt.
P.S. Tekið skal fram að hvorki ég sjálf né frú Ringsted erum haldnar þessum kvilla og erum því ekki að kasta grjóti úr neinu glerhúsi. Sem betur fer finnst inn á milli kvenfólk sem sannfært er um eigið ágæti og gengur ekki með neinar ranghugmyndir um að biðjast afsökunar á tilvist sinni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)