Er að fara í það sem gárungarnir kalla "rannsóknarleiðangur" og á von á dásemdum. Ætla að sjá Taktu lagið Lóa hjá Freyvengjum, með systurskipinu. Og náttlega þarf að endurnýja kynnin við dásamlega manninn mínum sem ég hef ekki séð vikum saman. Hefðum þurft að samhæfa aðgerðir betur varðandi leikhúsvinnu.
Er annars búin að horfa linnulítið á sjónvarpið í þessari viku, eins og plön stóðu til, og kynntist í gær ástæðu til að halda fimmtudaxkvöld heilög á næstunni.
Desperate Housewifes eru einstaklega dásamlegir þættir. Eru á stöð 1. Þessar örvæntingarfullu húsmæður komu mér bæði til að flissa, fá hroll og verða forvitin.
Skenntilegt.
Svo er tölvan mín nú eitthvað farin að fá í sig undarlegt aðdráttarafl. Held ég fari alveg að skrifa eitthvað hvað úr hverju, meira að segja bara alveg af eigin hvötum. Hef allavega eina hugmynd...
Og önnur sýning á Patataz er í kvöld. Hvet þá sem ætla að sjá til að drífa sig. Hef grun um að markaðströllin sem eru í kynningar- og söluherferðum eigi eftir að selja nokkuð vel á komandi sýningar, en ég veit það það er eitthvað laust á þessa.
11.3.05
10.3.05
Það er svo skrítið með fyrstu dagana eftir frumsýningu, að það er alltaf eins og það hafi verið tekinn frá manni tilgangur lífsins. Hef ekki vitað neitt í minn haus síðan á sunnudag og finnst ég vera stanslaust að gleyma að gera eitthvað. (Og er að gleyma því sem ég á að gera líka, já.)
Til að lina aðeins fráhvörfin hitti ég Patataz-leikarana aðeins í gærkvöldi í einn Unga eða svo.
Og svo fékk ég flugu í höfuðið... en ætla að reyna að sitja á mér. Reynreyn.
Til að lina aðeins fráhvörfin hitti ég Patataz-leikarana aðeins í gærkvöldi í einn Unga eða svo.
Og svo fékk ég flugu í höfuðið... en ætla að reyna að sitja á mér. Reynreyn.
9.3.05
Vegna templeitfokks ákvað ég að breyta um útlit og taka aftur upp gamla nafnið, komst að því að það var of samgróið til að það virkaði að breyta því. Rafmagnið fór hins vegar af húsinu þegar ég var komin hálfa leið, þar með týndi ég öllum linkunum, sem ég var búin að leggja vandlega til hliðar, og svo þarf ég að róta eitthvað í þessu öllu saman til að þetta verði nú einhvern veginn með viti.
Sýnist þetta lúkk samt alveg virka... það heitir Scribe. Mér fannst það bara passa...
Sýnist þetta lúkk samt alveg virka... það heitir Scribe. Mér fannst það bara passa...
8.3.05
Já, ég held ég labbi mér á löggustöðina og kæri símaóbjóðinn.
Maður sendir bandröng skilaboð til samfélaxins með því að láta menn komast upp með svonalagað. Held ég alveg örugglega. Síminn segist hafa "ákveðnar leiðir" til að rekja þetta, ef maður kærir. Og ég er að huxa um að láta þá gera það bara. Til góða fyrir mannkynið og öðrum botnhorum til aðvörunar.
Hef reyndar fyllstu trú á að þetta sé randomperri. Þeir sem eitthvað þekkja til vors frenjuskapar vita betur en að ætla að pirra mig og komast upp með það...
En randomperra þarf að stöðva, svo þeir leggist ekki á börn og gamalmenni.
Ójá.
Maður sendir bandröng skilaboð til samfélaxins með því að láta menn komast upp með svonalagað. Held ég alveg örugglega. Síminn segist hafa "ákveðnar leiðir" til að rekja þetta, ef maður kærir. Og ég er að huxa um að láta þá gera það bara. Til góða fyrir mannkynið og öðrum botnhorum til aðvörunar.
Hef reyndar fyllstu trú á að þetta sé randomperri. Þeir sem eitthvað þekkja til vors frenjuskapar vita betur en að ætla að pirra mig og komast upp með það...
En randomperra þarf að stöðva, svo þeir leggist ekki á börn og gamalmenni.
Ójá.
Er í mjög alvarlegu spennufalli. Er búin að vera hálfsofandi síðan á sunnudaxkvöld og kem engu í verk. Er samt á leiðinni að gera fullt. Ójá.
Svo er eitthvað að brjótast um í hausnum á mér sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að orða eða hvort ég á að tjá mig um. En eftir að hafa séð þátt með fullt af viðtölum við Jónu Ingibjörgu og talsverðar vangaveltur um hvað er feimnismál og hvað ekki, þá held ég að ég geri það samt. Vegna þess að mér finnst þetta brenna á mörgum og jafnvel vera þjóðfélagsmein. Eftirfarandi pistill er þó e.t.v. ekki fyrir smekk kynslóðar foreldra minna...
Ég held þetta hafi byrjað að gerjast í mér á þegar ég átti spjall um fornar hjásvæfur við vinkonu mína um daginn. Svo las ég allavega eitt blogg sem tengdist, og svo rifjaðist upp fyrir mér allur skrattinn. Ég las konu sem þykir nauðsynlegt að "aftengja tilfinningarnar" áður en hún sefur hjá.
Alltaf hefur mér heyrst þetta vera að gerast einhvers staðar í kringum mig. Fólk er að sofa saman, jafnvel reglulega, og meinar ekkert með því... Ég skil ekki það. Er óforbetranlegur rómantíker og ef ég hef sofið hjá í einhverju tilfinningaleysi, þá hefur mér liðið illa yfir því. Mér finnst ég ekki hafa rétt á að nota líkama annarra til sjálfsfróunar. Hvorki með eða án samþykkis viðkomandi.
Vissulega er það örugglega hægt, að sofa hjá og meina ekkert með því, en þar sem hitt er bara svo miklu skemmtilegra, af hverju þá að standa í því? Fyrir svo utan það að tilfinningar eru óttalega óstýrilátar og fara oft að bögga fólk þó það ætli sér það ekki. Og þá geta menn nú aldeilis lent illa í því, setið uppi með einhliða samband sem ekki má gera opinbert vegna þess að upphaflegir samningar hljóðuðu ekki uppá tilfinningar.
Og svo heyrir maður oft í gegnum sjálfsblekkingarnar. Fólk (ja, aðallega stelpur...) sem eru að sofa hjá einhverjum, eru að reyna að sannfæra sjálfar sig og aðra um að engar tilfinningar þar að baki, en þær eru þar samt. Allir sem á hlýða heyra þær, en viðkomandi er hins vegar búinn að leggja mikið á sig til að ljúga að sjálfum sér, þar sem dysfúnksjónal eyminginn sem hún er að sofa hjá (og er skotin í) myndi umsvifalaust hætta því ef hann héldi að til hans færu að verða gerðar einhverjar kröfur.
Og svo virðist hjásofelsi án tilfinninga vera mjög bundið við ákveðna einstaklinga. Og konur hafa reynt að réttlæta fyrir mér hlutina með því að það sé "bara svo gaman að sofa hjá þeim"... Hef sjálf sofið hjá slatta af þessum mönnum og þar ber allt að sama brunni. Menn sem vilja geta notað líkama kvenna við sjálfsfróun án þess að bindast tilfinningaböndum eru alla jafna jafn sjálfselskir í rúminu og þeir eru í lífinu og ef þeir eru það "skemmtilegasta" sem menn sofa hjá, ja þá hafa menn nú bara ekki verið að skoða sig um.
Mér finnst aftenging tilfinninga við hjásof benda til þess að við séum farin að láta dysfúnksjónal vesalingum í té of mikla stjórnun á voru tilfinningalífi. Ég hef allavega áhuga á því að fá að hafa mínar tilfinningar og leyfa þeim bara gjörsamlega að rúla í mínum samböndum. Finnst það grundvallaratriði og hef ekki huxað mér að skammast mín fyrir það framar, hvað sem samfélag tilfinningalega vangefinna manna segir. Mæli frekar með kynlífi með tilfinningum, og þeim gagnkvæmum en án, það er hreinlega miklu skemmtilegra. Og fullnægjandi andlega jafnt sem líkamlega.
Held ég hafi komið frá mér því sem ég vildi sagt hafa. Nokkurn veginn.
Já, þessi pistill var kannski of opinskár fyrir viðskvæmar sálir. Bið þær afsökunar.
Svo er eitthvað að brjótast um í hausnum á mér sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að orða eða hvort ég á að tjá mig um. En eftir að hafa séð þátt með fullt af viðtölum við Jónu Ingibjörgu og talsverðar vangaveltur um hvað er feimnismál og hvað ekki, þá held ég að ég geri það samt. Vegna þess að mér finnst þetta brenna á mörgum og jafnvel vera þjóðfélagsmein. Eftirfarandi pistill er þó e.t.v. ekki fyrir smekk kynslóðar foreldra minna...
Ég held þetta hafi byrjað að gerjast í mér á þegar ég átti spjall um fornar hjásvæfur við vinkonu mína um daginn. Svo las ég allavega eitt blogg sem tengdist, og svo rifjaðist upp fyrir mér allur skrattinn. Ég las konu sem þykir nauðsynlegt að "aftengja tilfinningarnar" áður en hún sefur hjá.
Alltaf hefur mér heyrst þetta vera að gerast einhvers staðar í kringum mig. Fólk er að sofa saman, jafnvel reglulega, og meinar ekkert með því... Ég skil ekki það. Er óforbetranlegur rómantíker og ef ég hef sofið hjá í einhverju tilfinningaleysi, þá hefur mér liðið illa yfir því. Mér finnst ég ekki hafa rétt á að nota líkama annarra til sjálfsfróunar. Hvorki með eða án samþykkis viðkomandi.
Vissulega er það örugglega hægt, að sofa hjá og meina ekkert með því, en þar sem hitt er bara svo miklu skemmtilegra, af hverju þá að standa í því? Fyrir svo utan það að tilfinningar eru óttalega óstýrilátar og fara oft að bögga fólk þó það ætli sér það ekki. Og þá geta menn nú aldeilis lent illa í því, setið uppi með einhliða samband sem ekki má gera opinbert vegna þess að upphaflegir samningar hljóðuðu ekki uppá tilfinningar.
Og svo heyrir maður oft í gegnum sjálfsblekkingarnar. Fólk (ja, aðallega stelpur...) sem eru að sofa hjá einhverjum, eru að reyna að sannfæra sjálfar sig og aðra um að engar tilfinningar þar að baki, en þær eru þar samt. Allir sem á hlýða heyra þær, en viðkomandi er hins vegar búinn að leggja mikið á sig til að ljúga að sjálfum sér, þar sem dysfúnksjónal eyminginn sem hún er að sofa hjá (og er skotin í) myndi umsvifalaust hætta því ef hann héldi að til hans færu að verða gerðar einhverjar kröfur.
Og svo virðist hjásofelsi án tilfinninga vera mjög bundið við ákveðna einstaklinga. Og konur hafa reynt að réttlæta fyrir mér hlutina með því að það sé "bara svo gaman að sofa hjá þeim"... Hef sjálf sofið hjá slatta af þessum mönnum og þar ber allt að sama brunni. Menn sem vilja geta notað líkama kvenna við sjálfsfróun án þess að bindast tilfinningaböndum eru alla jafna jafn sjálfselskir í rúminu og þeir eru í lífinu og ef þeir eru það "skemmtilegasta" sem menn sofa hjá, ja þá hafa menn nú bara ekki verið að skoða sig um.
Mér finnst aftenging tilfinninga við hjásof benda til þess að við séum farin að láta dysfúnksjónal vesalingum í té of mikla stjórnun á voru tilfinningalífi. Ég hef allavega áhuga á því að fá að hafa mínar tilfinningar og leyfa þeim bara gjörsamlega að rúla í mínum samböndum. Finnst það grundvallaratriði og hef ekki huxað mér að skammast mín fyrir það framar, hvað sem samfélag tilfinningalega vangefinna manna segir. Mæli frekar með kynlífi með tilfinningum, og þeim gagnkvæmum en án, það er hreinlega miklu skemmtilegra. Og fullnægjandi andlega jafnt sem líkamlega.
Held ég hafi komið frá mér því sem ég vildi sagt hafa. Nokkurn veginn.
Já, þessi pistill var kannski of opinskár fyrir viðskvæmar sálir. Bið þær afsökunar.
7.3.05
Búið að frumsýna og mikil gleði með það.
Næsta mál á daxkrá er að reyna að láta sjást í gólfið á íbúðinni minni. Er ekki algjörlega að ná tengslum við alheiminn í dag. Pantaði mér samt flugfar til Akureyrar.
Fékk samt mjög truflandi "wakeupcall" í nótt. Fékk sem sagt sms með einhverju klámi og óbjóði, í gegnum sms þjónustu símans. Fór að skoða þennan fídus á símanetinu í dag og gat ekki betur séð en að þetta væri órekjanlegt, þannig að hver sem er getur semsagt sent hverjum sem er hvaða viðbjóð sem er án ábyrgðar. Látum nú vera með mig, en í samfélagi þar sem börn niður á leikskólaaldur eru komin með gsm síma finnst mér þetta svolítið truflandi staðreynd.
Og ég varð reyndar líka alveg fantabrjáluð þegar þetta kom og langar mikið að tjá mig nokkur orð á kjarnyrtu alþýðumáli við helvítis geðsjúklinginn sem þótti þetta vera góð hugmynd að senda mér á frumsýningarkvöldinu mínu. Ég ætla rétt að vona að þetta sé einhver "randomperri", en ef þetta er einhver sem ég þekki og hann les kannski þessa daglegu "útgáfu", vil ég allavega biðja hann vinsamlegast að drulla sér af blogginu mínu, og koma ALDREI aftur, þar sem nærvist þessa skítbleðils og botnhors úr mannlegu samfélagi, í hvaða formi sem vera skal, er algjörlega fyrir neðan mína virðingu.
Er einnig búin að senda þjónustuneti símans málið til rannsóknar.
Næsta mál á daxkrá er að reyna að láta sjást í gólfið á íbúðinni minni. Er ekki algjörlega að ná tengslum við alheiminn í dag. Pantaði mér samt flugfar til Akureyrar.
Fékk samt mjög truflandi "wakeupcall" í nótt. Fékk sem sagt sms með einhverju klámi og óbjóði, í gegnum sms þjónustu símans. Fór að skoða þennan fídus á símanetinu í dag og gat ekki betur séð en að þetta væri órekjanlegt, þannig að hver sem er getur semsagt sent hverjum sem er hvaða viðbjóð sem er án ábyrgðar. Látum nú vera með mig, en í samfélagi þar sem börn niður á leikskólaaldur eru komin með gsm síma finnst mér þetta svolítið truflandi staðreynd.
Og ég varð reyndar líka alveg fantabrjáluð þegar þetta kom og langar mikið að tjá mig nokkur orð á kjarnyrtu alþýðumáli við helvítis geðsjúklinginn sem þótti þetta vera góð hugmynd að senda mér á frumsýningarkvöldinu mínu. Ég ætla rétt að vona að þetta sé einhver "randomperri", en ef þetta er einhver sem ég þekki og hann les kannski þessa daglegu "útgáfu", vil ég allavega biðja hann vinsamlegast að drulla sér af blogginu mínu, og koma ALDREI aftur, þar sem nærvist þessa skítbleðils og botnhors úr mannlegu samfélagi, í hvaða formi sem vera skal, er algjörlega fyrir neðan mína virðingu.
Er einnig búin að senda þjónustuneti símans málið til rannsóknar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)