Það er internetsamband á Bandalaxþingi. Það þýðir að meðfram því að skrifa fundargerð get ég hangið á netinu, bloggað og híað á alla sem ekki eru hér. Það er nefnilega alveg hrrrroðalega gaman hér. Ekki nenni ég að fara nánar út í það, en það er alveg búið að hlæja talsvert.
Eitthvað vorum við, svona fyrirfram, í fýlu yfir mætingarleysi, en hér er nú samt besta fólkið, sem endranær, og nú stendur yfir jaðrakanaleit í Hallormsstaðaskógi, sem rannsóknar- og undirbúningsvinna til að athuga hvort hér væri hægt að halda Leiklistarskóla Bandalaxins, en aðgengi fyrir jaðrakana ku vera mikið atriði.
Í morgun er búið að djöfla dagskrá fundarins áfram af áður óþekktum hamagangi, og nú á að fara að hleypa frambjóðendum að með ræður og kosningaloforð. Og það er nú betra að bóka vandlega, svo ég ætla að fara að gera eitthvað af viti.
4.5.07
Átak í menningarmálum á landsbyggðinni
verður gert um helgina. Bandalag íslenskra leikfélaga fámennir á aðalfund samtakanna á Hallormsstað. Oft hafa nú skráningar verið lélegar, en aldrei sem nú. Það ku vera vegna þess að allir þurfa svo mikið að vinna.
Af sömu ástæðum er ég ekki nærri búin að pakka niður. Hvorki fyrir mig né Freigátuna, sem er að fara í sitt fyrsta tveggja daga útlán. Um helgina ætlar hún nefnilega að skemmta Ömmu-Freigátu og Huggu móðu á Egilsstöðum. Það þykir ágætistilraun, Móðurskipið verður uppi á Hallormsstað og kemur þá bara æðandi, ef á þarf að halda.
Oft hef ég nú átt í vandræðum með að vita í hverju ég ætti að vera á þingi, en aldrei sem nú. Og þar að auki þarf að muna eftir bílstól, kerru, og öllu öðru sem barnhlunkurinn þarfnast. Já, ég held ég fari bara í ríkið á Egilsstöðum.
Og hver skyldi svo hneppa hrossið og verða valinn athygliverðasta áhugaleiksýning ársins?
Þá sem eru í pottinum má sjá hér.
Af sömu ástæðum er ég ekki nærri búin að pakka niður. Hvorki fyrir mig né Freigátuna, sem er að fara í sitt fyrsta tveggja daga útlán. Um helgina ætlar hún nefnilega að skemmta Ömmu-Freigátu og Huggu móðu á Egilsstöðum. Það þykir ágætistilraun, Móðurskipið verður uppi á Hallormsstað og kemur þá bara æðandi, ef á þarf að halda.
Oft hef ég nú átt í vandræðum með að vita í hverju ég ætti að vera á þingi, en aldrei sem nú. Og þar að auki þarf að muna eftir bílstól, kerru, og öllu öðru sem barnhlunkurinn þarfnast. Já, ég held ég fari bara í ríkið á Egilsstöðum.
Og hver skyldi svo hneppa hrossið og verða valinn athygliverðasta áhugaleiksýning ársins?
Þá sem eru í pottinum má sjá hér.
2.5.07
Framþróun í fjarskiptamálum*
Í dag hófst átakið "að hjóla í vinnuna." Það frétti ég í bílnum á leiðinni í vinnuna. Sem er ferðamátu sem ég nota miklu sjaldnar en ég hjóla. En hefði ég verið á hjóli, hefði ég líklega ekki haft hugmynd um að ég væri með í átaksviku. Það sem eftir er vikunnar verður hjólað... eða labbað....
Allavega...
Áðurnefndur akstur í vinnuna kom til af því sem nefnt er í fyrirsögn. Þeir sem þurfa reglulega að hafa samband við mig símleiðis, munu vafalaust gleðjast við að heyra að nú hefi ég fjárfest í splunkunýju GSM símtæki, með battríi sem nær hálfa leið til Hólmavíkur, svo nú hætti ég að verða battríslaus í miðjum símtölum. Eins og var farið að gerast oftar en ekki. Í græjuna eyddi ég óheyrilegum fjárhæðum. Það sem valinu réð var sérviska og hringitónar. Sem er eina vitið að nota, þegar valin eru símtæki.
Ég hef hins vegar ekki alveg náð tökum á því hvernig maður gargar í græjuna, þannig að símhríngendur mega alveg eins eiga von á því að á þá verði skellt áður en samtal hefst... Byrjunarörðugleikar sem vonandi verður leyst úr fyrr en Varði.
*Fram að kosningum verða allar fyrirsagnir í ætt við torræð og misheppnuð kosningaloforð.
Allavega...
Áðurnefndur akstur í vinnuna kom til af því sem nefnt er í fyrirsögn. Þeir sem þurfa reglulega að hafa samband við mig símleiðis, munu vafalaust gleðjast við að heyra að nú hefi ég fjárfest í splunkunýju GSM símtæki, með battríi sem nær hálfa leið til Hólmavíkur, svo nú hætti ég að verða battríslaus í miðjum símtölum. Eins og var farið að gerast oftar en ekki. Í græjuna eyddi ég óheyrilegum fjárhæðum. Það sem valinu réð var sérviska og hringitónar. Sem er eina vitið að nota, þegar valin eru símtæki.
Ég hef hins vegar ekki alveg náð tökum á því hvernig maður gargar í græjuna, þannig að símhríngendur mega alveg eins eiga von á því að á þá verði skellt áður en samtal hefst... Byrjunarörðugleikar sem vonandi verður leyst úr fyrr en Varði.
*Fram að kosningum verða allar fyrirsagnir í ætt við torræð og misheppnuð kosningaloforð.
1.5.07
Fram, þjáðir...
Ætlaði að skrifa magnaðan pistil um atvinnuleysi í tilefni dagsins. En má ekki vera að því, þar sem ég þarf svo mikið að vinna. Sem er einmitt það sem ég ætlaði að kvarta yfir. Atvinnuleysileysi.
Ekki áfram! Stopp!
Það eru allir að verða geðveikir!
Ekki áfram! Stopp!
Það eru allir að verða geðveikir!
30.4.07
Laumarar!
Svo getur fólk í kringum mann bara laumast við að blogga árum saman, án þess að maður hafi grunmund. Allavega, Einar Hafberg, vinur hans Árna, og Sigga Rósa, kærastan hans, sem er þó aðallega Eskfirðingur, eru úti á Spáni þessa dagana. Hér má fylgjast með ferðum þeirra og hún fer að sjálfsögðu í varanlega hlekkjasafnið.
Enda á ég enga von á öðru en að kona sem heitir Sigríður Rósa Kristinsdóttir pistli skemmtilega.
Enda á ég enga von á öðru en að kona sem heitir Sigríður Rósa Kristinsdóttir pistli skemmtilega.
29.4.07
Jú, það nálgast...
Það var allavega hressilegt sumarveður í dag. Við Freigáta notuðum tækifærið í morgun og prófuðum nokkra leikskólaleikvelli. Þeir voru nú hver öðrum skemmtilegri. Tala nú ekki um þar sem aðrir krakkar voru að leika sér líka. Freigátan er orðin svo félagslega svelt að það verður ekkert lítil gleði þegar hún fær að byrja á leikskóla, sem verður vonandi í haust.
Gærdeginum eyddum við í sumarbústað uppi í Borgarfirði ásamt Smábáti, afa hans og ömmu. Lágum meðal annars í heitum potti klukkutímum saman og átums svo grillað, Brekkskt, lamb. Það var svo gífurlega afslappandi og næs að ég fór næstum að skilja hvernig fólk nennir að eiga sumarbústaði. (Samt ekki alveg.) (Nema, reyndar á Seyðisfirði. Ég sé algjörlega tilganginn með því að eiga hús þar.)
Annar vorboði, og öllu leiðinlegri, kom áðan, þegar við Freigáta horfðum á síðasta þátt Stundarinnar okkar í vetur. Þar heyrði ég ekki betur en að jólaóratorían úr Jólaævintýri Hugleix væri komin inn í sumarlag. Þessu er nottla ekkert heilagt...
Gærdeginum eyddum við í sumarbústað uppi í Borgarfirði ásamt Smábáti, afa hans og ömmu. Lágum meðal annars í heitum potti klukkutímum saman og átums svo grillað, Brekkskt, lamb. Það var svo gífurlega afslappandi og næs að ég fór næstum að skilja hvernig fólk nennir að eiga sumarbústaði. (Samt ekki alveg.) (Nema, reyndar á Seyðisfirði. Ég sé algjörlega tilganginn með því að eiga hús þar.)
Annar vorboði, og öllu leiðinlegri, kom áðan, þegar við Freigáta horfðum á síðasta þátt Stundarinnar okkar í vetur. Þar heyrði ég ekki betur en að jólaóratorían úr Jólaævintýri Hugleix væri komin inn í sumarlag. Þessu er nottla ekkert heilagt...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)