2.6.06

Viðburðir...

Í gærkvöldi duttu inn tveir af Mont-sonum mínum. Mikið ógurlega var nú gaman að sjá þá. Enda gaf ég þeim bjór og brennivín og sendi þá út á galeiðuna. Í morgun var ég svo smá fertug og fór í framhaldi af því út í bæ með Rannsóknarskipi og Freigátu og við redduðum engum smá helling. Í kvöld fór ég svo í leikhús. Lýsingin var góð.

En í fertuginu í morgun (sem er það sem Aðalsteinn Mont-sonur minn kallar það þegar ég hitti hina grindkvalina) gerðist það krúttlegasta sem nokkurn tíma hefur gerst á stofugólfinu mínu:Á morgun er afmælisdagur Magnúsar Grímssonar.

1.6.06

Undarleg staða

er komin upp á heimilinu. Rannsóknarskip er sofandi (eftir þýðinganótt) Freigáta er sofandi úti á hlaði og verður væntanlega um sinn. Smábátur verður í skólanum um svipað sinn. Það er einfaldlega dauðaþögn á heimilinu og ég sé fram á alveg tvo tíma sem ég get nýtt til leikritunar án nokkurrar fyrirstöðu... Nema auðvtað þurfti ég að byrja á að eyða stundarkorni á bloggið.

En sem ég hlusta á þögnina er ég að fatta hvað við eigum geðveikt margar klukkur. Það bóxtaflega morar allt í tikktakki.

Og svo fattaði ég eitt.

Allir klúðra stundum.
En það sem menn gera næst skiptir þeim í tvo flokka.
Þá sem biðjast afsökunar og þá sem afsaka sig.

Þetta var heimspekj daxins.

30.5.06

Merkisviðburðir

Það bara rignir inn merkisviðburðunum. Í gær varð Freigátan til dæmis alveg gríðarlega stór, allt í einu, þegar hún var borin saman við hana Úlfhildi litlu Stefaníu.


Og þær voru alveg í stíl.

Nú getum við Nanna sko farið að fara í dúkkó!

Í dag fékk Freigáta sinn fyrsta graut. Þvert ofan í öll fyrirmæli um að börn eigi ekki að þurfa að borða neitt nema mjólk fyrstu sex mánuðina, þá var hún nú bara orðin dauðleið á mjólk og farið að þurfa eitthvað staðbetra. Og úr því varð hið skemmtilegasta sullumbull. Alfeiðingarnar urðu þær að við erum báðar með graut í hárinu.


Skemmtileg tilraun...


...en ég veit nú ekki hversu mikið fór niður í maga.

28.5.06

Dagur afmæla

Í dag á ég fjögurra kjörtímabila leikafmæli. Leikafmæli tel ég í kjörtímabilum og held aðeins upp á daginn eftir bæjarstjórnarkosningar, vegna þess að það var einmitt á þeim degi, 1990, sem ég mætti á mína fyrstu leikæfingu, sem stand-in gítarleikari í Sölku Völku fyrir ferð Leikfélax Fljótsdalshéraðs á leiklistarhátíð Bandalaxins í Hveragerði. Með alveg svakalegum afleiðingum sem enn sér ekki fyrir endann á. Á þessari hátíð í Hveragerði sá ég t.d. Hugleik í fyrsta sinn. Djöfull þóttu mér þau öll nú skrítin.

Í dag er líka fjögurra mánaða afmæli Freigátunnar. Af því tilefni birtum við nokkrar myndir af henni að gera ýmislegt bannað. Svo sem...

Að drekka kaffi:
Mmmm. Kaffi.

Í göngugrind:


Hvað er nú aftur síminn hjá ömmu?

Og í tilefni daxins í dag var henni troðið í kjól...

...sem hún var síðan snögg að gubba í eftir myndatöku.