er komin upp á heimilinu. Rannsóknarskip er sofandi (eftir þýðinganótt) Freigáta er sofandi úti á hlaði og verður væntanlega um sinn. Smábátur verður í skólanum um svipað sinn. Það er einfaldlega dauðaþögn á heimilinu og ég sé fram á alveg tvo tíma sem ég get nýtt til leikritunar án nokkurrar fyrirstöðu... Nema auðvtað þurfti ég að byrja á að eyða stundarkorni á bloggið.
En sem ég hlusta á þögnina er ég að fatta hvað við eigum geðveikt margar klukkur. Það bóxtaflega morar allt í tikktakki.
Og svo fattaði ég eitt.
Allir klúðra stundum.
En það sem menn gera næst skiptir þeim í tvo flokka.
Þá sem biðjast afsökunar og þá sem afsaka sig.
Þetta var heimspekj daxins.