8.2.08

Ásettur

Fe��gar sofandi �� hrei��rinu
�� dag ��tti hra��b��tur litli a�� f����ast. �� sta��inn f��kk hann a�� fara �� fimm daga sko��un upp �� Barnasp��tala. Hann f��kk bara f��na einkunn ��ar. Er eiginlega alveg kominn upp �� f����ingar��yngd og er ekki vitund gulur. Vi�� lj��sm����irin erum b��nar a�� vera miki�� a�� horfa eftir ��v�� hvort hann s�� nokku�� gulur, af ��v�� a�� hann er svo svakalega duglegur a�� sofa. ��g hugsa a�� hann sofi um 22 t��ma �� s��larhring, og M����urskipi�� sem mj��lkar nottla eins og Huppa �� sterum ��arf a�� vekja hann reglulega svo ekki ver��i sprengislys. Annars get ��g varla liti�� af honum og hann f��r oft a�� k��ra �� bumbunum �� f��lki algj��rlega ��n ��st����u. Hann er l��ka duglegur a�� sofa �� v��ggunni sinni og bara hvar sem er.

��g �� n�� l��ka erfitt me�� a�� l��ta af Freig��tunni ��essa dagana. H��n er allt �� einu or��in svo g��furlega st��r og fullor��in og getur og kann allt m��gulegt. Fram a�� sunnudeginum s����asta var h��n n��f��dd.

��a�� er l��ka erfitt a�� h��tta a�� d��st a�� Sm��b��tnum. Hann er allt �� einu or��inn fullor��inn. Kemur og fer og hj��lpar til eins og hann getur og tekur vonbrig��um eins og a�� fluginu hans til nor��ursins s�� afl��st vegna ve��urs me�� heimspekilegri r��.

��ll b��rnin m��n fur��a mig ��essa dagana.

��ll fj��lskyldan sameinast s����an um a�� horfa stansl��ti�� �� n��ja kraftaverki�� og ��au afrek sem hann fremur ���� sjaldan hann rumskar, svo sem eins og a�� spr��na undantekningal��ti�� eins og brunab��ll �� skiptibor��inu, vekja hamslausa gle��i og hamingju.

M����urskipi�� er svol��ti�� ��reytt eftir daginn, (Freig��tan var �� leiksk��lafr��i) og ��tlar �� ba��.

7.2.08

Brjálað veður...


og gott að hafa bestu ástæðu í heimi til að kúra inni. Svona sefur litli kútur vel eftir fyrsta baðið.

6.2.08

Dagur 4.

Móðurskipið var duglegt að leggja sig í dag, en var ekki alveg nógu iðið við það í gær. En það kom nú ekkert að sök. Mjólkurframleiðsla orðin samkeppnishæf við Mjólkurbú Flóamanna og allt gengur í ljómanum. Amman kvartar yfir að hafa of lítið að gera, svo nú þarf að finna handa henni verkefni, annars heimtar hún tvíbura næst. En við fáum nú víst bara að hafa hana fram á helgina og Freigátan er til dæmis í fríi í leikskólanum á föstudag, svo á eftir að senda hana út að versla með Huggu móðu, svo vonandi leiðist henni ekkert mikið.

En litli maðurinn sefur bara og sefur og sefur á milli þess sem hann drekkur. Var einmitt farin að skrifa þessa færslu, meðan Rannsóknarskip var að baða Freigátuna, og krossbrá þegar allt í einu fóru að heyrast hljóð úr vöggunni. Ég er sem sagt strax farin að gleyma honum. En ljósmóðirin sem heimaþjónustar okkur er svaka ánægð með okkur og man aldrei eftir neinu til að segja okkur, og við munum aldrei eftir neinu til að spyrja hana að, svo við erum nú almennt bara í einhverju spjalli með henni. En á morgun ætlum við að rifja upp Böðun.

Og ég var að frétta af að prinsessa Siggudísar og Einsa væri mætt á svæðið og óska þeim innilega til hamingju með það. Nú bíður maður bara eftir myndum og málum á blogginu hennar.

Börnin hrynja líka úr sundfélögum mínum þessa dagana. Það koma fréttir af einum eða tveimur í hverri viku, og gjarnan myndir með þannig að maður er farinn að eiga ógurlega margt fallegt í pósthólfinu sínu. En sundfélagarnir sem stofnuðu póstgrúppu einhverntíma í haust telur uppundir 20 manns og í þennan hóp hefur nú fæðst ein eða tvær stelpur og örugglega tíu strákar. Einhver smá slagsíða á þessu.

Er annars, að ég held, búin að afboða allt óléttu-  sem ég ætlaði að gera í þessari viku. Þá er bara eftir að skrifa mergjaða og ítarlega fæðingarsögu til að senda henni Auði í Lótusjóga. Svoleiðis les hún síðan fyrir meðgöngujógakonurnar, og það er offfsalega gaman að hlusta á þær. Og verðlaunaskáldið hlýtur að geta barið saman sæmilega áheyrilega sögu.

5.2.08

Gestir og pestir

Allt í einu eru börnin orðin alveg gríðarlega mörg! Reyndar erum við með liðsauka þessa viku, Amma-Freigáta er í heimsókn og Hugga móða er líka dugleg að hjálpa til. En á venjulegum degi í náinni framtíð verða börnin komin í meirihluta á heimilinu. Og karlmennin líka. É'v'tekki hvar þetta endar eiginlega.

Annars eru líka hálfgerð skörð í uppalendahópnum. Rannsóknarskip var lasinn í dag, en er nú allur að skríða saman. Enda má eiginlega enginn fullorðinn verða veikur hér svona næstu... fimm árin, eða eitthvað. Nema auðvitað að liðsauki væri á svæðinu.

Dagurinn er annars búinn að vera ágætur. Hraðbátur sefur og sefur og ég þarf að vekja hann til að borða. Enn sem komið er vill hann reyndar helst sofa í föngum fólks. En þessa dagana eru margir boðnir og búnir. Sem þetta skrifast liggur hann til dæmis grjótsofandi á bringunni á mér.

Freigátan er ógurlega hrifin af nýja fjölskyldumeðlimnum og hló svakalega í morgun þegar hún sá hann vakandi í fyrsta skipti. En svo vill hún fá hann með að púsla og leira og það er ekki alveg áhugi fyrir því ennþá hjá litla sofandanum. Það getur valdið minniháttar pirringi.

Fólk er alltaf að segja mér að leggja mig. En ég er hreint ekki nógu dugleg við það. Það er víst alltaf eitthvað sem maður getur verið að gera. En litli ætlar að vera rólegur og sofa aftur vel í nótt svo ég fái nóg að hvíla mig þá. Annars er ég bara ferlega hress og ekkert mikið eins og ég hafi verið að eiga barn í fyrradag. En maður verður víst að passa að taka öllu með ró, svona allavega á meðan brjóstagjöf er að komast almennilega í gang og svona.

Og hríðakveðjur til Siggudísar sem ku eiga að þrusa af stað í fæðingu með öllum ráðum í síðasta lagi annað kvöld.

4.2.08

Ofurlítill Hraðbátur


Já, það er nú fyrst í fréttum að það er bolludagur, og ég er akkúrat hætt að vera bolla! Eins og áður sagði spýttist Ofurlítil Duggan í heiminn, öllum að óvörum, í gærmorgun, og reyndist vera karlkyns og fær því Bloggnefnip Hraðbátur. (Sem á -örugglega oft eftir að verða mikið öfugnefni þar sem hann sýnir þess strax greinileg merki að hafa lyndiseinkunn Rannsóknarskips. Rólegheitamaður, sem sagt.)

Úrdráttur úr fæðingarsögu:
Eins og sást á misvísandi færslum frá kvöldi og nótt 2. - 3. feb. bar sóttin heldur brátt að. Þrátt fyrir einhverja fyrirvaraverki dagana áður, þá áttum við nú ekki neitt von á barninu í heiminn strax. Alla fæðinguna og dvölina í Hreiðrinu var að rifjast upp fyrir mér fleira og fleira sem enn er týnt í geymslunni, óþvegið, óleyst skipulaxmál, og þannig. Amma-Freigáta kemur í kvöld og verpur hjá mér hérna út vikuna, og mér súnist bara verða nóg að gera hjá okkur vip fæðingarundirbúning.

Allavega. Við vorum mætt uppá fæðingardeild um 2-leytið um nóttina. En við skoðun kom í ljós að það var ekkert að gerast (hálfur í útvíkkun), þrátt fyrir brjálaða verki á 3 mínútna fresti. Ljósmóðurinni þóttu þessir verkir þó of miklir til að geta verið plat (auk þess sem ekkert var að gera hjá þeim) þannig að við vorum sett á "hóld" fengum að bíða og sjá til í tvo tíma til ap gá hverju yndi fram. Máttum alveg fara fram og horfa á sjónvarpið eða labba um en ég hafði nú ekki alveg heilsu til þess, þannig að við vorum bara inni á fæðingarstofu þar sem ég rölti á milli verkja og ruggaði mér í mjöðmunum og Rannsóknarskip stóð sig vel í verkjanuddi og dottaði á milli.

Klukkan 5 var tékkað á málunum og þá var nú alveg eitthvap smá að ske (3 í útvíkkun) svo við vorum formlega innrituð í fæðingu og ég fékk að fara í bað. Við vorum á stofu með riiiisastóru baði og það var ofboðslega þægilegt ap svamla í því. Svona framanaf. Sóttin fór þó hratt vaxandi og um sjöleytið vældi ég í örvæntingu á ljósmóðurina "fer þetta ekki að verða búið?" En miðað við fyrri reynslu vorum við Rannsóknarskip auðvitað viss um að við ættum einhvern hálfan sólarhring eftir.
Ég fór uppír af því að mér var orðið heitt og óglatt og í ljós kom að allt var bara tilbúið til útspýtingar og snáðinn var fæddur 24 mínútum síðar.


Svona var nú mamman sæt, alveg nýborin

Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið.
Það fyndna er að eftir hina martraðarkenndu fæðingu Freigátunnar spratt ég upp og var tilbúin að fara að skipuleggja næsta erfingja. Eins og ekkert væri. Þetta yrði allavega aldrei verra næst. Rannsóknarskip var hins vegar harður á því að næst yrði fyrirframpantaður keisari, ef samningar næðust um frekari barneignir á annað borð. Sem var sko ekkert víst.
Núna væri Rannsóknarskip til í að ég fæddi hálft fótboltalið í viðbót. Ég er hins vegar til í að ræða ættleiðingu, ef okkur langar í fleiri, eftir einhver ár. Sennilega vegna þess að þetta var jú líklega eins "þægileg" fæðing og hægt er að huxa sér... Og ég jógaði hana þvílíikt og ljósmóðurinni þótti við ótrílega flínk og hún þurfti næstum ekkert að gera, það þurfti næstum ekkert að sauma og engin verkjalyf eða neitt. (Ég hafði ekki einu sinni tíma til að læata mér detta verkjameðferðir í hug.)
En þetta var nú samt frekar óþægilegt og í dag er ég ekki alveg viss um að ég nenni aftur...
athugum nú samt að drengurinn er víst bara fæddur í gær.


Og svona lítur hann út

Allavega, allt hefur gengip eins og í lygasögu síðan. Við fórum í Hreiðrið í gærmorgun og þar voru feðgarnir ógurlega duglegir að sofa í allan gærdag. Ég var ekki alveg jafndugleg, hafði of mikið að gera við að liggja og horfa dolfallin á nýja sköpunarverkið. Greinilegt að þeir púluðu meira í fæðingunni en ég. Enda er það bara líklegt.

Ekki fannst okkur nú auðvelt að sjá hverjum snáðinn væri líkur, svona allavega til að byrja með. En á myndunum sýnist okkur hann nú bara vera nokkup líkur Freigátunni, eins og hún leit út þegar hún fæddist. Annars er hann ennþá með "kónhed", var lengi skorðaður með hnakkann á undan, eins og hann átti að vera, og er enn með smá bjúg í kringum augun. Svo svipmót er enn óljóst.Bára frænka náði að koma í Hreiðrið og sjá frændann áður en hún fór aftur til útlanda. Athugist að Hraðbátur er í pólitískt röngum galla í eigu ríkisspítalanna.

Hann er annars búinn að vera duglegur að drekka á milli blunda, pissa kúka og prumpa og við erum á undan áætlun með brjóstagjöfina. Hann er líka búinn að pissa á bæði mig og pabba sinn og yfir næstum öll hrein föt sem hann átti. Núna sefur hann á sitt græna.
Við komum sem sagt heim í morgun, svo Smábáturinn hitti gripinn í fyrsta sinn þegar hann kom heim úr skólanum og Freigátan þegar hún kom úr leikskólanum. Hann sló alveg í gegn hjá þeim báðum. Freigátan ætlaði ekki að fá nóg af að klappa honum og kyssa og pota í nebbann, eyrun, tásurnar og allt hitt sem hann er með. Það ber ekki á því að hún sé afbrýðisöm út í hann, en hann er reyndar búinn að sýna henni þá tillitssemi að sofa nánast allan tímann sem hún er búin að vera heima. (Ég er tortryggin og hef hann grunaðan um að vera að skipuleggja að halda móður sinni rækilega vakandi í nótt.)

Sætu systkinin
Þannig er nú það. Mér finnst svakalega skrítið að vera allt í einu ekki lengur í bumbusundi og er alltaf að muna eftir fleiru og fleiru sem ég þarf að afpanta. Mæðraskoðun, meðgöngunudd og fleira. Ég fattaði líka að sennilega væri ég ekki að fara að mæta í skólann á morgun...
Allir eru annars fínir til heilsunnar, nema svolítið sybbnir.
Myndskreytingar eru frá síðasta einum og hálfum sólarhring.

Barn er oss fætt

Sonur er oss gefinn.

Fæddist í gærmorgun kl. 07.24. 13 merkur og 48,5 cm.

Vorum að detta inn heima hjá okkur. Myndir og meiri smáatriði síðar, þegar ég hef afnot af báðum höndum.

3.2.08

Eða jú annars...

Allt fór á milljón um miðnættið og núna, 01.40 eru svona 2-3 mínútur "á milli".

Mér finnst þetta nú vera að gerast grunsamlega hratt, og bíð eiginlega bara eftir að þetta gangi alltsaman til baka, en við ætlum nú samt að skreppa upp á deild... til öryggis.

Tónskáldið er á leiðinni og ætlar að standa vaktina þar til afi og amma Smábátsins koma brunandi úr sumarbústaðnum, hvaðan við ræstum þau út, með látum.

(Auðvitað áttum við ekkert von á öðru en að ganga 2 vikur framyfir, eins og síðast.)

Mar er ekki einu sinni kominn á tíma!

Meira síðar. Vonandi bara miklu meira.