Og nýjir bloggarar hrynja inn.
Eiginmaður minn í þessu leikriti hefur haldið greinargóða dagbók um framvindu ferlisins. Kominn linkur á blinda hnífakastaratröllið El Toro.
Annars mæti ég svo yfirgengilegum skilningi í vinnunni minni að í dag er ég í yfirlýstu frumsýningarfríi og er búin að sofa næstum fram að hádegi. Undarleg tilfinning. Svo halda áfram þrætur á spjalli leiklistarvefsins þar sem sitt sýnist hverjum og einhverjir virðast vera að fara yfirum á tilvist áhugaleikara. Gaman að því.
Komst nú samt ekki upp með að sofa alla leið fram að hádegi þar sem Toggi hringdi í mig og bauð mér að koma í útvarpsviðtal seinnipartinn þar sem á að ræða við okkur nokkur leikritið og málefni líðandi stundar. Klukkan fimm í dag verðum við Toggi, Sævar og Viddi semsagt á Rás 2 að láta segja okkur hvað hefur verið í fréttum. Sparar manni ómakið að þurfa að ná í skottið á alheiminum á sunnudaginn.
Generalprufa í kvöld og ég er alveg örugglega að gleyma einhverju sem ég á að vera að gera. Ekki mikið í því að gera, samt, á meðan ég er enn að stríplast á náttfötunum í Hafnarfirði.
27.2.04
26.2.04
25.2.04
Þá er runninn upp ösku-r-dagur sá sem Spunkhildur mín nefnir á sínu bloggi tilbeiðslu djöfulsins. Klukkan 09.00 voru útsjónarsömustu börnin mætt niður á Laugaveg og byrjuð að betla. Heimur versnandi fer.
Ég man (reyndar ekki alveg) þá tíð þegar hefðir öskudags fólust aðallega í því að ungar stúlkur hengdu öskupoka á bök pilta þeirra sem þeim þóttu skverlegastir, og höfðu þá jafnvel skilaboð í. Mér skilst reyndar að sá siður hafi lagst af þegar hætt var að framleiða títuprjóna sem hægt var að beygja í hæfilega hengikróka. Það er erfitt, ef ekki ómögulegt að hengja eitthvað laumulega aftan á fólk með öryggisnælum.
Mér finnst allavega komið óþægilega mikið Hrekkjavökubragð af öskudeginum okkar og er mest að spá í að gera, í anda þess, skrifstofuna að draugalegum splatter-vettvangi (fullt af gerfiblóði, -greftri og -hori) og henda hverjum þeim krakkagemling sem hingað villist öfugum niður stigann.
Niðurtalning til frumsýningar æðir áfram, geðprýði hópsins alls minnkar með hverjum deginum og ég man ekki hvenær ég fór síðast í sturtu.
Ég man (reyndar ekki alveg) þá tíð þegar hefðir öskudags fólust aðallega í því að ungar stúlkur hengdu öskupoka á bök pilta þeirra sem þeim þóttu skverlegastir, og höfðu þá jafnvel skilaboð í. Mér skilst reyndar að sá siður hafi lagst af þegar hætt var að framleiða títuprjóna sem hægt var að beygja í hæfilega hengikróka. Það er erfitt, ef ekki ómögulegt að hengja eitthvað laumulega aftan á fólk með öryggisnælum.
Mér finnst allavega komið óþægilega mikið Hrekkjavökubragð af öskudeginum okkar og er mest að spá í að gera, í anda þess, skrifstofuna að draugalegum splatter-vettvangi (fullt af gerfiblóði, -greftri og -hori) og henda hverjum þeim krakkagemling sem hingað villist öfugum niður stigann.
Niðurtalning til frumsýningar æðir áfram, geðprýði hópsins alls minnkar með hverjum deginum og ég man ekki hvenær ég fór síðast í sturtu.
24.2.04
Hahaha.
You're Canada!
People make fun of you a lot, but they're stupid because you've
got a much better life than they do. In fact, they're probably just jealous.
You believe in crazy things like human rights and health care and not
dying in the streets, and you end up securing these rights for yourself and
others. If it weren't for your weird affection for ice hockey, you'd be
the perfect person.
Take
the Country Quiz at the href="http://bluepyramid.org">Blue Pyramid
Og, það er kominn sprengidagur!
Því miður ekkert saltkjötogbaunir í ár sökum búsetu minnar í Tjarnarbíó þessa dagana. Ég missti líka af bolludeginum, ekki ein einasta bolla. Enda er ég eitthvað slatta farin að missa stjórn á útlimum, gaf einni tölvu kaffibað í vinnunni í gær og byrjaði daginn í dag á því að hella upp á, ja, vatn. Gleymdi að setja kaffið.
En svona er þetta bara viku fyrir frumsýningu. Ég var einmitt að lofa heppni mína yfir því að nú ríkir skilningur á þessu ástandi á öllum vígstöðvum. Vinnan mín skilur mig fullkomnlega, heimili okkar Ástu verður bara að líta út eins og því sýninst þangað til við megum vera að því að taka til og meira að segja maðurinn minn skilur mig! Það er eiginlega ekki hægt að fara fram á mikið meira.
Dró Hugrúnu á leikritið Vegurinn Brennur í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld. Er ekki enn búin að ákveða hvort ég nenni að tjá mig eitthvað um þá sýningu opinberlega. Fór með gífurlegar væntingar og varð þar af leiðandi fyrir einhverjum vonbrigðum, þetta var ekki hin fullkomna uppsetning á hinu fullkomna leikriti... En, það er nú kannski eiginlega aldrei hægt að ætlast til þess.
Alltaf þegar ég held að við séum að verða búnar að föndra alla búningana þá er eitthvað eftir. Í gærkvöldi prófaði ég t.d. snilli mína með límbyssu í myrkri. Ég brenndi mig mikið á puttunum og límdi ýmislegt saman sem átti ekkert að límast sérstaklega. Það er soldið fyndið að standa, akkúrat þessa dagana í umræðum á leiklist.is um ágæti þess að starfa með áhugaleikfélagi. Ef einhver spyrði mig í þessari viku af hverju ég væri að þessu mundi ég sennilega rífa hár mitt og skegg, bresta í grát og veina: "Ég veit það ekki, man það ekki AAARRRRRGGHHH!"
Svarið við sömu spurningu í næstu viku væri heins vegar eflaust útsofið og brosmilt: "Af því að það er svoooooo gaman..." Með dreymnum svip.
Tímasetning er allt.
Því miður ekkert saltkjötogbaunir í ár sökum búsetu minnar í Tjarnarbíó þessa dagana. Ég missti líka af bolludeginum, ekki ein einasta bolla. Enda er ég eitthvað slatta farin að missa stjórn á útlimum, gaf einni tölvu kaffibað í vinnunni í gær og byrjaði daginn í dag á því að hella upp á, ja, vatn. Gleymdi að setja kaffið.
En svona er þetta bara viku fyrir frumsýningu. Ég var einmitt að lofa heppni mína yfir því að nú ríkir skilningur á þessu ástandi á öllum vígstöðvum. Vinnan mín skilur mig fullkomnlega, heimili okkar Ástu verður bara að líta út eins og því sýninst þangað til við megum vera að því að taka til og meira að segja maðurinn minn skilur mig! Það er eiginlega ekki hægt að fara fram á mikið meira.
Dró Hugrúnu á leikritið Vegurinn Brennur í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld. Er ekki enn búin að ákveða hvort ég nenni að tjá mig eitthvað um þá sýningu opinberlega. Fór með gífurlegar væntingar og varð þar af leiðandi fyrir einhverjum vonbrigðum, þetta var ekki hin fullkomna uppsetning á hinu fullkomna leikriti... En, það er nú kannski eiginlega aldrei hægt að ætlast til þess.
Alltaf þegar ég held að við séum að verða búnar að föndra alla búningana þá er eitthvað eftir. Í gærkvöldi prófaði ég t.d. snilli mína með límbyssu í myrkri. Ég brenndi mig mikið á puttunum og límdi ýmislegt saman sem átti ekkert að límast sérstaklega. Það er soldið fyndið að standa, akkúrat þessa dagana í umræðum á leiklist.is um ágæti þess að starfa með áhugaleikfélagi. Ef einhver spyrði mig í þessari viku af hverju ég væri að þessu mundi ég sennilega rífa hár mitt og skegg, bresta í grát og veina: "Ég veit það ekki, man það ekki AAARRRRRGGHHH!"
Svarið við sömu spurningu í næstu viku væri heins vegar eflaust útsofið og brosmilt: "Af því að það er svoooooo gaman..." Með dreymnum svip.
Tímasetning er allt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)