28.3.08

Myndir!

R��legur morgunn sem ma��ur hef��i vissulega ��tt a�� br��ka til leikritunar, ritger��aritunar e��a h��sverka. En hva�� gera menn? J��, leika s��r a�� myndunum s��num, lengi. Me�� ��eim ��rangri, reyndar, a�� n�� eru komnar �� veraldarvefinn myndir fr�� j��lum 2007 og p��skum 2008.

Annars er ��g �� h��lfger��i basli me�� ��essi vefalb��m. Bj�� ��vart einhvern t��ma til alveg ��rj��, eins og s��st �� linkunum, og gaman v��ri a�� sameina allavega ��au tv�� st��ru. En n��na, allavega, finnur iwebbi�� bara eitt. Hmmmm...

Allavega:

Mynd sem pabbi t��k �� kirkjunni. Mi��barni�� var reyndar eitthva�� erfitt �� myndat��ku.

Ragnhei��ur tengdamamma og barnab��rnin n��u.��
Fr�� vinstri: Kristj��n El��sabetarson, R��bert Steind��r okkarson me�� Gy��u systur s��na, Mikael El��sabetarson, Ragnhei��ur me�� Fri��rik n��sk��r��a, Fri��rik Ingi ����r��arson me�� systur s��na Gu��r��nu Mist, Steinar Logi br����ir ��eirra me�� yngstu systur ��eirra, Ragnhei��i Katr��nu.

Og ��essu fallega brosi n����i ��g �� g��r.

27.3.08

Það er að koma kreppa!

Og verðbólga. Og allir sem selja hégóma og óþarfa eru alveg að kúka á sig af hræðslu.
Éld þeir ættu að vera alveg rólegir. Engin kreppa eða verðbólga hefur hingað til komið í veg fyrir að Íslendingar taki neyslulán og eyði í vítleysu.

Ofboðslega eru annars þessir dagar eftir páska erfiðir. Mig dreymir súkkulaði. Í alvöru. Bruddi heilan poka af gulrótum í gærkvöldi í einni beit til að reyna að slá á fráhvörfin. Og eldaði þvílíkan kvöldmat í kvöld. Það dugði ekki. Og endalaust sönglar í höfði mér:
Mig langar í súkkulaaaaaði! (Syngist með rödd Óla í Geimtíví)
Hef samt ekki fallið. Enn.

Hraðbátur fór í sex vikna skoðun í dag. Þó hann sé reyndar alveg að verða 8 vikna. Hann er orðinn yfir 5 kíló og 56 og hálfur sentímetri. Búinn að stökkva upp um nokkrar meðalkúrfur í lengd og þyngd og stefnir í að verða hinn mesti risi. Þrátt fyrir að hafa fæðst svoddan trítill. Honum virðist sumsé ekki ætla að verða meint af því að gubba næstum öllu sem hann borðar.
Myndir frá skírn og síðar eru alveg að fara að detta inn... um leið og verður tími.

Sem maður veit nú ekki alveg hvenær verður. Hugleikur er nefnilega að fara að frumsýna.
Sumc:
39 og 1/2 vika
Eftir Hrefnu Friðriksdóttur
Í leikstjórn Ástu Gísladóttur, Júlíu Hannam og Sigurðar H. Pálssonar
Frumsýnt á föstudag, sýnt í Möguleikhúsinu. Nánari upplýsingar á hugleikur.is.

Og kemur mér það við?
Jú, mín spratt upp á kantinum þegar vantaði í miðasöluna. Þ.e.a.s. eftir nokkurn eftirrextur Rannsóknarskipsins. Ég var efins um að litli mathákurinn myndi þola svo langar fjarvistir, en mér sýnist þetta sleppa ef ég skrepp heim annað hvort í fyrri eða síðari hálfleik til að gefa. Kem sem sagt til með að sjá þetta leikrit, en ekki allt í einu.

26.3.08

Spámaðurinn Sævar hinn óbermski

Eins og fram hefur komið er ég að lesa mig upp á blogginu mínu. Hjá mér í þeirri yfirferð er nú kominn septembermánuður 2005. Og menn eru byrjaðir að skemmta sér við að finna upp kjánaleg nöfn á ófædda Freigátuna (sem þá hét Kafbátur) í kommentakerfinu. Og mig rak í rogastanz þegar ég raxt á eftirfarandi brot úr annars kommentslanghundi frá Sævari:

Af bátatengdum nöfnum er Fley dáldið gott. Virkar á bæði kyn. Friðrik Fley. Gyða Fley. Freygáta er annað.
(Kommentakerfið, 07.09.05)

Nöfnin Friðrik og Gyða höfðu ekki komið neins staðar til tals fyrr. (Þó það hafi svosem ekki verið erfitt að giska á þau, hefði alveg legið jafnbeint við að skjóta á Ragnheiði og Sigurjón...)

Svo finnst mér gott að geta kennt Sævari um að ég misritaði Freigátuna með ufsuloni fyrst eftir að hún fæddist.

Sjúkrasagan endalausa

Í gær dró til tíðinda.

Á annan í páskum fór Freigátan aftur að kvarta yfir að sér væri illt í eyranu. Um leið fékk hún grænt hor í þá nös. Enda búin að vera pensillíns- og horlaus í heila tíu daga. Svo í gær var Rannsóknarskip sendur með hana til læknis.

Sá tók nú aldeilis til hendinni. Hann tók röntgenmyndir af kinnholunum hennar og lungunum, eftir að hafa úrskurðað að eyrnabólgan í hægri lifði góðu lífi. Lungun voru í sæmilegu lagi, sýndu allavega engin merki um að hún hefði nokkurn tíma fengið lungnabólgu. Sem er nú gott þar sem það hefði þá farið framhjá foreldrum hennar. Einhverja bólgu var hún síðan með í annarri kinninni, en ekki eins mikla og læknirinn bjóst við.

Heim komust þau eftir langa mæðu og nú er Freigátan komin á:
- Ofnæmislyf einu sinni á dag meðan birgðir endast.
- Pensillín tvisvar á dag í viku.
- Nefsprey þrisvar á dag í 10 daga.

Hraðbáturinn fékk líka nefdropa til að nota í 10 daga, en hann er enn með eitthvað smá hor sem hann er búinn að vera með meirihluta ævi sinnar.

Eftir 10 daga er ég að ímynda mér að heimilið verði horlaust!

Annars, við Hraðbátur fórum og nutum frelsisins sem felst í barnavagnaeign í gær. Önduðum að okkur snjókomunni og svifrykinu og þrömmuðum bæinn endilangann. Enda eins gott. Í dag er skítaveður og snjóhraglandi og við förum ekki baun út.

25.3.08

Vírinn

Það var verið að auglýsa eftir enskukennara í MA. Rannsóknarskip er löggiltur enskukennari.
Gústa Óla vantar víst fréttamann á RúvAk. Ég þekki hann.
Á Akureyri gætum við tvöfaldað fermetrafjöldann á heimilinu fyrir sama pening.
Líklega þrefaldað ef við byggjum í Eyjafjarðarsveitinni eins og Rannsóknarskip vill.

En framhjá einu varð ekki litið.
Önnur sería af The Wire féxt hvergi nokkursstaðar.

Svo við snerum aftur. Og ég fór í Nexus í dag.

Enda eins gott. Það er nefnilega þriðjudagur.

Hlé

Auðvitað var síðasta færsla hreint ekki skrifuð í gærkveldi, heldur í fyrrakvöld. Svo allt sé nú kórrétt í annálum. Og nú erum við komin heim, eftir langan, langan bíltúr í gær. Sem gekk furðuvel. En mér líður eins og ég sé alveg næfurþunn eftir góða verslunarmannahelgi.

Og ég ætti að vera að taka til. Það sést ekki í gólfið nema á stöku stað og næstum ekkert er á sínum. En það er svo ákaflega langt frá því að ég nenni því. Hinn nýskírði situr í ömmustólnum sínumog er búinn að stækka og mannast alveg fáránlega mikið um páskana. Nú situr hann bara og brosir upp í bókahillurnar. Honum kippir nefnilega í kynið báðumegin og hann heilsar bókahillum gjarnan eins og um fólk væri að ræða og frá fæðingu hefur hann mænt löngunaraugum upp í bókahillurnar í stofunni, á Karamazov-Bræðurna og fleira spaklegt. Verður líklega bókaormur og fræðimaður.

Annars er frá allt of mörgu og miklu að segja. En líklega er best að reyna að grynnka eitthvað á draslinu áður en maður ræðst í það.

24.3.08

Páskapistillinn

Af gífurlegri þjófhræðslu hafa Akureyringar, allir sem einn, harðlæst internetunum sínum. Þessvegna verður þessi páskapistill allur eftirá og í belg og biðu, skrifaður af Móðurskipinu, rangeygu af þreytu, að kvöldi páska/skírnardax.

Reynum samt að byrja einhversstaðar nálægt því sem frá var horfið.

Á skírdag var bévað skítaveður.Rannsóknarskip var þar að auki með hálsbólgu svo allir höfðu einstaklega hægt um sig, Freigátunni til lítillar gleði.

Á föstudaginn langa barst oss síðan liðsauki að austan, en þá bættust afinn og amman þaðan í hóp umsinnenda.

Laugardagurinn var síðan gífurlega annasamur en þá hafði tekist að skipuleggja ótrúlega mikið af genginu í leikhúsferðir. Freyvengir gjörðu oss þann greiða að hafa þann dag tvær sýningar á sýningu sinni, Þið munið hann Jörund. Frá okkar bæjardyrum fór það þannig fram að fyrst fór ég með foreldrum mínum, en Rannsóknarskip fór með börnin þrjú í sveitina á meðan. Eftir sýningu brunuðum við síðan þangað og tókum með okkur þau tvö litlu, en Rannsóknarskip og Smábátur fóru á seinni sýninguna með ömmu í sveitinni meðferðis.

Mikið afskaplega var nú gaman. Auðvitað litast álit mitt á þessari sýningu af því að ég hef ekki í leikhús komið í talsvert margar vikur, en það er langur tími. Þrátt fyrir talsverðar taugadrullur og geðbólgur í aðdragandanum, yfir því að þurfa að skilja ungabarnið eftir mjólkurlaust í tvooghálfan tíma var hreint dásamlegt að fara með mömmu og pabba í leikhús. Sitja afturí og vera í mesta lagi unglingur.

Þetta leikrit er reyndar hreinræktaður hroði, en sýningin var ljómandi góð og líklega þessu handriti bjargað eins vel og því var viðbjargandi. En voðalega hefði nú þurft að stytta þetta rækilega mikið og meira. Eitt er þó snjallt í því. Eins og hinn almenni Íslendingur er "teiknaður" er hlutverk allra aukaleikara í þessu verki að standa álkulega og utangátta og stara tómlega og áhugalaust á aðalleikarana eða út í bláinn. Svosem eins og maður sér þá alloft gera þó þeir eigi alls ekki að gera það. En tekið skal fram að Freyvengir leystu þessi hlutverk mun betur en þeir sem gjarnan gera þetta óvart.

En, semsagt, hreint ljómandi sýning.

Daginn eftir, á páskadag, kom síðan að því að Hraðbáturinn skyldi vatni ausinn og gefið nafn í leiðinni. Charlie Brown leysti það snaggaralega af hendi. Hraðbáturinn heitir núna, semsagt:

Friðrik

Það er enginn hissa, allir segja bara: Ég vissi það, Og svoleiðis.

Já, við erum frekar hefðbundin. Freigátan heitir eftir ömmu sinni í móðurætt, Hraðbáturinn eftir afa sínum í föðurætt. Enda fæddist drengurinn ári eftir dánardægur afa síns, næstum uppá dag, og er þar að auki einkar Friðríkur og Friðrikslega útlítandi. Og verður sennilega öllum Friðrekum til sóma, bæði til orðs og æðis, þegar fram líða stundir.

Eftir nafngjöfina tók við verkefnið að láta heyrast í prestinum (sem var nokkuð raddlaus eftir leiksigrana tvo daginn áður) fyrir tveimur yngstu fjölskyldumeðlimunum. Það gekk ágætlega lengi vel. Einhvern tíma fór reyndar hinn nýskírði Friðrekur að ókyrrast. Ég bað himnaföðurinn alllrabestu afsökunar áður en ég vippaði út hægra brjóstinu í musteri hans og nærði drenginn. Enda fylltist hann við það heilögum anda og þagði og svaf lengi vel. Eftir predikun fannst mér á þoli barnanna og því sem eftir væri líklega af messunni, að þetta yrði nú sennilega einn leiksigurinn enn, þar sem tvö yngri börnin mín gætu látist vera þæg og hljóðlát í heilan klukkutíma. En þar varð mér á... í messunni.

Messan tók allt í einu undarlega beygju til vinstri og ég blótaði næstum. Auðvitað var altarisganga í páskamessunni. Ormarnir náðu báðir að halda einsöngstónleika. Messan varð einni altarisgöngu of löng.

Að láta skíra börnin sín er annars ýmsum vandkvæðum bundið.
- Þetta er gjarnan í fyrsta sinn sem nýbornar mæður þurfa að troða sér í nælonsokkabuxur eftir burð. Í þetta sinn hafði ég þó vit á því að hafa þær einum fjórum númerum stærri en í meðalári.
- Maður þarf að klæða sig í eitthvað sem er ekki of glyrðulegt til að mæta í til kirkju, en er þó nógu flegið til að maður geti afklætt á sér brjóstin, helst með lítilli fyrirhöfn.
- Maður þarf að mála sig að morgni dax. Það hef ég einu sinni gert áður, þegar ég skírði hitt barnið, og kann ekkert á förðun sem virkar í daxbirtu.

Ég hefndi mín þó á alheiminum með því að hafa athöfnina sjálfa að morgni og veisluna ekki fyrr en seinnipartinn, og pína þannig alla stórfjölskylduna í allar áttir til að vera í sparifötunum ALLAN DAGINN. Sem er nú rúmlega það ljótasta sem hægt er að gera fólki.

Það afrek var unnið í veislunni að öllum barnabörnum ömmunnar í sveitinn var hrúgað í einn sófa, ásamt henni sjálfri, og myndir teknar á allar viðstaddar vélar. Var það mikið afrek og gott.

Núna erum við óðum að hamast við að ganga frá eftir okkur og éta leifarnar, sem eru talsverðar. Á morgun ökum við svo á nokkra staði með skírnartertuafganga, ekki síst í sveitina þar sem ku hafa fæðst í dag þrír lambakóngar. Ég spurði hvort þeir hétu Kasper, Jesper og Jónatan, en fékk þau svör að þeir heiti Friðrik I II og III.
Í dag er bara eitt nafn í ættinni.