10.11.05

Útvarp...

verð á rás 2 um 2-leytið, held ég, ásamt með Varrjussi. Ekki svo ógurlega víst að mikið verði sagt af viti, frá mínum bæjardyrum, en að vinna í dag reyndist alveg forkastanleg heimska og ég ætla að semja við Ármann um að vinna fyrir mig á morgun. (Enda eins gott hann fái aðeins að æfa sig, ætlar að leysa mig af í barneignafríinu.)

Þarf annars að gera fullt í dag og held ég hafi aldrei á ævinni verið svona hryllilega veik. Blerrg, hor og slef.

Leiðrétting: Tímasetning á útvarpinu reyndist lygi. Við vorum í upptöku áðan, en verðum ekki spiluð fyrr en einhvern tíma á milli 16.00 og 18.00 á morgun í Dægurmálaútvarpinu á Rás 2.

Ehemm.

Heiðarleg tilraun til að vera aftur þátttakandi í mannheimum er í gangi. Er allavega í vinnunni. Reyndar meira af vilja en nokkru öðru og veit ekki alveg hvað ég er að gera hérna. En, eins og Gummi E sagði, nú er kominn tími til að plögga. Og þó miklu fyrr hefði verið.

Hugleikur verður með Þetta Mánaðarlega í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld og hitt kvöldið. Húsið opnar í báðum tilfellum klukkan 21.30 og sýningar hefjast klukkan 22.00.

Og svo fer að styttast í frumsýningu á Jólaævintýri Hugleix. Það frumsýnist í Tjarnarbíó um næstu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 19. nóvember klukkan 20.00. Dagbók verkefnisins má lesa hér og miðapantanir á báða viðburði má fremja hér:


9.11.05

Ojts

Læknirinn segir að við séum með veiru. Og hún sé lennngi að fara. (Nó sjitt?)

Og nú liggjum við öll í hrúgu. Smábátur veiktist í gærkvöldi, Rannsóknarskip var óþægur í gær og er allur niðursleginn í dag, og ég ætlaði að fara í vinnuna í morgun, þangað til ég leit í spegil. Sá eini sem ekki kennir sér meins er Kafbátur, en hann er víst gífurlega vel varinn fyrir öllu. Honum leiðist hins vegar herfilega, sparkar og potar og vill að ég hreyfi mig meira með hann.

Verð nú samt eitthvað að reyna að þjónusta sjúklingana mína í dag og halda litla æfingu á einþáttunginum mínum í kvöld. Og vinna á morgun, hvað sem það kostar.

En við erum ekki orðin neitt smá hundleið á þessu.
Foj!

7.11.05

Öppdeit

Og það kom líka flensa í internet heimilisins, er búin að gera tvær mjög heiðarlegar tilraunir til að blogga (og vera mjög fyndin í bæði skiptin) en þeir pistlar hurfu út í hið eilífa sæberspeis án þess að skilja neitt eftir sig. En þetta er það sem hefur gerst síðan:

3.11. Fimmtudagur.
Lenti í sálarháska á milli Scrubs og That 70s Show, þar sem á öðrum stöðvum var í þessu ágæta auglýsingahléi boðið upp á annars vegar Íslenska baddsélorinn og hins vegar Ástarfleyið. Hefur sjaldan leiðst jafn mikið á jafn stuttum tíma.

4.11. Föstudagur.
Ákvað að mér hefði skánað nógu mikið til að breggða mér bæjarleið og horfa á Ædolið með Nönnu og co. Það var alveg skemmtilegt. Ég á samt ennþá erfitt með þá staðreynd að hann Simmi litli Vilhjálms hafi orðið ötulsti talsmaður Egilsstaða sem besta staðar heims, svona á opinberum vettvangi.

5.11. Laugardagur.
Rannsóknarskipið varð 33 ára, sjálfum sér til mikillar furðu. Var búinn að upplifa sig ári eldri en hann var í heilt ár. Veit ekki alveg hvað það segir um okkar samvistir, sem eru einmitt búnar að standa yfir síðan um það leyti sem hann fór að ljúga upp um aldur að sjálfum sér.

6.11. Sunnudagur.
Fólk einhvers staðar á efri hæðunum ákvað að taka jólahreingerninguna snemma og með trukki og henda sófasettinu sínu fram af svölunum, ásamt með ýmsu fleiru. Ég held það geti verið að það búi dáldið af geðsjúklingum hér í grennd...

7.11. Mánudagur.
Hef endurheimt Flotann og er það ljómandi vel. Hins vegar er heilsufarið á okkur hjónaleysum enn hreint afleitt og tímar hafa verið pantaðir hjá læknum, fyrramáls. Og ég held kannski að ég sé að tefja fyrir bata með því að hafa endalausar áhyggjur af öllu sem ég þyrfti að gera en er ekki að gera vegna þess að ég þarf að liggja hérna alveg endalaust. Hrmpfh!