Gasalega er mar eitthvað bissí og important í dag. Það er svo skrítið að stundum á föstudögum virðist landslýð vanta heil reiðannar ósköp af sminki, allt í einu. Vill til að hún Hulda mín blessunin er í útlöndum og er líklega ekkert búin að vera að bíða eftir morgunskammtinum í dag. (Af bloggi, sko, ekki sminki. Hún er ekkert vön að þurfa svoleiðis... Lengi vel hélt ég að Varríus væri minn dyggasti lesandi. Fyrir nokkru kom síðan í ljós að það var konan hans.)
Og það er einmitt á svona dögum sem maður kemur hlutum í verk. Sýnist einþáttungaprógramm Hugleiks verða. Þátttaka nurlaðist saman á síðustu stundu. Ég er til dæmis búin að klára að manna einþáttunginn sem mig langar að leikstýra á næstu vikum, og komin með einhverja hugmynd um hvenær hægt væri að hafa æfingar. Hef hins vegar enga hugmynd hvernig maður leikstýrir... það verður þá bara að koma í ljós.
Svo þarf ég að þýða dáldið og svo er elsku Rannsóknarskipið mitt að koma til hafnar í kvöld. Verða mikil gleðilæti og rómantík, alla helgina. Ojamm. (Huxanlega lesum við líka saman fyllibyttuþáttinn sem ég ætla að fara að leikstýra og ég segi honum hvernig ég ætla að gera hann og læt hann segja mér hvað ég er klár og fögur og flínk. Hann er mjög góður í því og heldur aldrei öðru fram, sama hvað ég geri.)
Og kæri sálinn hún systir mín segist vera komin með gömluna. Einhver krakki spurði hvort hún væri amma einhvers. Ég held ég fái svipaða tilfinningu, eða allavega snert af gömlunni þegar ég heyri talað um mig sem "konuna".
„Láttu konuna hafa þetta.“ eða „Konan sagði það.“
Hryllingur. Þá vil ég nú frekar heita "fröken".
Eníveis, gleðilega hvítasunnu, til sjávar og sveita, og skemmti sér allir hvar sem þeir ætla að verða. Jammjamm.
13.5.05
12.5.05
Mér finnst ég vera nýbúin að setja helv... nagladekkin undir bílinn. Og hvað veit maður? Er ekki bara komið sumar! Og aftur kominn tími á inniskóna. Ég held, í alvöru talað, að maður spari tíma á því að eiga ekki bíl. Þó maður sé pínulítið lengur á milli staða á fótunum. Það þarf alltaf að vera að gera eitthvað viðetta! (Fyrir nú utan það að fótaferðir stórminnka líkur á feitunni.)
En ég er ekki að nenna nokkru þessa dagana. Enn er ég að reyna að gabba menn til að ákveða hvort þeir nenni að leikstýra þætti hjá Hugleik í vor, og byrja NÚNA. Það vantar líka ennþá fylgiskjal í skattframtalið og þakið bara lekur og lekur á íbúðinni sem ég er ekki búin að setja á sölu.
Og mig má gjarnan finna heimahjámér með breitt uppfyrir nef að lesa Önnu í Grænuhlíð í sjöhundruðogfimmtugasta skipti, að farast út verkkvíðaröskun.
Held ég sé ennþá þunn síðan um helgina.
En ég er ekki að nenna nokkru þessa dagana. Enn er ég að reyna að gabba menn til að ákveða hvort þeir nenni að leikstýra þætti hjá Hugleik í vor, og byrja NÚNA. Það vantar líka ennþá fylgiskjal í skattframtalið og þakið bara lekur og lekur á íbúðinni sem ég er ekki búin að setja á sölu.
Og mig má gjarnan finna heimahjámér með breitt uppfyrir nef að lesa Önnu í Grænuhlíð í sjöhundruðogfimmtugasta skipti, að farast út verkkvíðaröskun.
Held ég sé ennþá þunn síðan um helgina.
11.5.05
Amms
Þakka gífurlegan stuðning eftir síðustu færslu! En nú hafa mál leyst farsællega.
1. Hef huxað mér að leysa feituna með stærri fötum.
2. Ljótuna með því að vera bara ekkert að glápa í spegla.
3. Og tilvistarkreppan leystist farsællega þegar ég talaði við systur mína, fjölmiðlagúruna, í gær og í ljós kom að hún verður í innblaði DV að skrifa sálfræðigreinar. (Það þýðir, með hennar eigin orðavali, að hún er ekki að fara að skrifa um Kaptein Kókaín, heldur Ronju Rítalín.) Og það er nú betra.
Ennfremur hefur skráðst þannig á skólann okkar núna á allra síðustu dögum að hann stendur allur undir sér og ekki þarf að fella neitt námskeið niður. Líka betra.
Og nú bíður fundargerð aðalfundar athygli minnar algjörlega spriklandi. Ojts.
1. Hef huxað mér að leysa feituna með stærri fötum.
2. Ljótuna með því að vera bara ekkert að glápa í spegla.
3. Og tilvistarkreppan leystist farsællega þegar ég talaði við systur mína, fjölmiðlagúruna, í gær og í ljós kom að hún verður í innblaði DV að skrifa sálfræðigreinar. (Það þýðir, með hennar eigin orðavali, að hún er ekki að fara að skrifa um Kaptein Kókaín, heldur Ronju Rítalín.) Og það er nú betra.
Ennfremur hefur skráðst þannig á skólann okkar núna á allra síðustu dögum að hann stendur allur undir sér og ekki þarf að fella neitt námskeið niður. Líka betra.
Og nú bíður fundargerð aðalfundar athygli minnar algjörlega spriklandi. Ojts.
10.5.05
Feitan og ljótan
Nú er ég með eftirsjokk helgarinnar og er bæði komin með feituna og ljótuna.
Feituna uppgötvaði ég þegar fundarmenn á bandalaxþingi fóru að bera á mig óléttu. Það var ekki fyrr en þá sem ég tók eftir því hvað ég er orðin feit. Og ég hef sko engar óléttur mér til afsökunar með það. Er bara hreinlega með feituna.
Sökum óhóflegrar ofneyslu áfengis um helgina er ég þar að auki með ljótuna. Hún kemur líka til vegna þess að ég svaf mjög illa í nótt, af því að ég hafði svo miklar áhyggjur af feitunni.
Það er ljóst að við svo búið má ekki standa. Nú þarf víst að setja battrí í walkmanninn og blása til gönguferðar. Ekki tjóar að vaða inn í sumarið með bæði feituna og ljótuna.
Annars óska ég systur minni til hamingju með nýja starfið... með örlitlum semingi þó.
Ég verð nú að viðurkenna að mér er það mikil martröð ef næst þegar ég skrifa eitthvað af viti sem verður sýnt einhversstaðar, að systir mín verði kannski búin að skapa sér nafn sem blóðsuga á DV. Og að einhver frétti það huxanlega í samhengi. Já, mér finnst soldið verið að skeina sig á framtíðardraumum mínum núna. Með tilvistarkreppu, ofan á feituna og ljótuna.
Burrrg.
Feituna uppgötvaði ég þegar fundarmenn á bandalaxþingi fóru að bera á mig óléttu. Það var ekki fyrr en þá sem ég tók eftir því hvað ég er orðin feit. Og ég hef sko engar óléttur mér til afsökunar með það. Er bara hreinlega með feituna.
Sökum óhóflegrar ofneyslu áfengis um helgina er ég þar að auki með ljótuna. Hún kemur líka til vegna þess að ég svaf mjög illa í nótt, af því að ég hafði svo miklar áhyggjur af feitunni.
Það er ljóst að við svo búið má ekki standa. Nú þarf víst að setja battrí í walkmanninn og blása til gönguferðar. Ekki tjóar að vaða inn í sumarið með bæði feituna og ljótuna.
Annars óska ég systur minni til hamingju með nýja starfið... með örlitlum semingi þó.
Ég verð nú að viðurkenna að mér er það mikil martröð ef næst þegar ég skrifa eitthvað af viti sem verður sýnt einhversstaðar, að systir mín verði kannski búin að skapa sér nafn sem blóðsuga á DV. Og að einhver frétti það huxanlega í samhengi. Já, mér finnst soldið verið að skeina sig á framtíðardraumum mínum núna. Með tilvistarkreppu, ofan á feituna og ljótuna.
Burrrg.
9.5.05
Fundarstjóri...
...ágæta samkoma. Mig hefur lengi grunað að óráð væri að detta hressilega íða á laugardaxkvöldi um bandalaxþing. Vegna þess að aðalfundi er jafnan framhaldið löngu fyrir hádegi sunnudax.
Nú hefur þetta einmitt verið endanlega staðfest. Er á öðrum degi þynnku dauðans og líður soldið eins og það hafi verið verzlunarmannahelgi 1990 eða þar um bil, um helgina. Og seinni hluti aðalfundar, í gærmorgun, var einkar þjáningafullur.
En, víst var gaman. Ekki yfir því að kvarta. Var þess samt ekki alls kostar virði í gærmorgun. Hefði samt kannski verið betra hefði ég látið verða af því að láta þingheim hefja morguninn á því að bresta í fjöldasöng af "I feel pretty" úr West Side Story. Var einmitt að spekúlera í að gera það að skyldu á seinni morgni aðalfundar með lagabreytingatillögu. Annað hvort það, eða festa í lög að fundur megi ekki hefjast að nýju fyrr en síðasti fundargestur sé vaknaður, af sjálfsdáðum.
Já, og á föstudag sáum við Fiðlarann á þakinu í flutningi leikfélagsins Grímnis í Stykkishólmi. Það þótti mér algjört... Dínamít.
Svo þegar við Vilborg komum í vinnuna í morgun blasti við okkur skrítin sjón. Búið var að þrusa heilmiklum grjóthnullungi inn um framglugga á skrifstofunni, nánar tiltekið beint inn í fundarherbergi. Þykir mér þetta hið grunsamlegasta mál. Sérstaklega í ljósi þess að margir voru í kjöri á aðalfundi til hinna ýmsustu embætta en náðu ekki.
Mig grunar að þarna hafi verið að verki fyrrverandi varamaður í kjörnefnd, sem var bolað burt með harðfylgi (og hefur reyndar ekki mætt til aðalfundar árum saman).
Annað hvort hann eða hún Guðrún Esther sem hefur hugað á hefndaraðgerðir vegna þess að hún komst ekki í varastjórn.
(Þeir sem til þekkja, búiði til mynd í huganum af Guðrúnu úti á Laugavegi að kasta grjóti og ykkur mun skemmt verða.)
Málið er í rannsókn.
Nú hefur þetta einmitt verið endanlega staðfest. Er á öðrum degi þynnku dauðans og líður soldið eins og það hafi verið verzlunarmannahelgi 1990 eða þar um bil, um helgina. Og seinni hluti aðalfundar, í gærmorgun, var einkar þjáningafullur.
En, víst var gaman. Ekki yfir því að kvarta. Var þess samt ekki alls kostar virði í gærmorgun. Hefði samt kannski verið betra hefði ég látið verða af því að láta þingheim hefja morguninn á því að bresta í fjöldasöng af "I feel pretty" úr West Side Story. Var einmitt að spekúlera í að gera það að skyldu á seinni morgni aðalfundar með lagabreytingatillögu. Annað hvort það, eða festa í lög að fundur megi ekki hefjast að nýju fyrr en síðasti fundargestur sé vaknaður, af sjálfsdáðum.
Já, og á föstudag sáum við Fiðlarann á þakinu í flutningi leikfélagsins Grímnis í Stykkishólmi. Það þótti mér algjört... Dínamít.
Svo þegar við Vilborg komum í vinnuna í morgun blasti við okkur skrítin sjón. Búið var að þrusa heilmiklum grjóthnullungi inn um framglugga á skrifstofunni, nánar tiltekið beint inn í fundarherbergi. Þykir mér þetta hið grunsamlegasta mál. Sérstaklega í ljósi þess að margir voru í kjöri á aðalfundi til hinna ýmsustu embætta en náðu ekki.
Mig grunar að þarna hafi verið að verki fyrrverandi varamaður í kjörnefnd, sem var bolað burt með harðfylgi (og hefur reyndar ekki mætt til aðalfundar árum saman).
Annað hvort hann eða hún Guðrún Esther sem hefur hugað á hefndaraðgerðir vegna þess að hún komst ekki í varastjórn.
(Þeir sem til þekkja, búiði til mynd í huganum af Guðrúnu úti á Laugavegi að kasta grjóti og ykkur mun skemmt verða.)
Málið er í rannsókn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)