Ég hóf daginn á því að fara í fjármálaráðgjöf hjá Sparnaði. (Í boði námskeiðsins sem ég fór á um daginn.) Og það var eins gott. Útgjöld daxins námu nokkurra áratuga meðalneyzlu.
1. Fjárfest í ísskáp. Sluppum vel. (Þ.e.a.s., fengum flottari skáp fyrir péninginn sem við vorum búin að reikna með.)
2. Bíllinn af inniskónum. Kaupa þurfti tvö ný dekk. Sijitt.
3. Smábátur endurheimtist og í ljós kom að hjólinu hans hefur verið rænt. Sjittfokkhell.
4. Í kvöldfréttunum kom síðan í ljós að þetta skipti engu máli þar sem búið er að hengja á okkur skuldahala sem nær alla leið til Helvítis og barnabarnabörnin okkar verða líklega enn að borga. Hvað er þá einn ísskápur, nokkur vetrardekk og eitt innanviðársgamalt reiðhjól, á milli vina?
Þegar ég var svo búin að fá leið á Geir og komin í tölvuna komu í ljós svo stórkostleg tíðindi að allir skuldahalar týndust í gleymskunnar dá.
Glettingur kom úr umbrotinu!
Og hann er svo fagur að ég var næstum farin að grrrrrenja.
Má samt ekki vera að því að liggja mikið yfir honum þar sem ég ætla að reyna að svæfa áður en ég fer að sjá hinn margslátraða Makkbeþþ í Þjollanum.,
Stuð!