Var að lesa lýsingu á þætti sem Auddi og Sveppi eru að gera þar sem þeir ætla að safna milljón til styrkjar Mæðrastyrksnefndar. 250 kall frá fjórum fyrirtækjum sem hvert um sig fær að velja eitt útúrkorti atriði til að hafa í þættinum.
Mottumars var snilld. UNICEF-ævintýrið í vetur líka. Listahátíð barna. Þjóðfundir, borgarafundir, umræðufundir, samtök um allan fjandann í þjóðfélaginu spretta upp eins og gorkúlur. Fólk pælir í hlutunum, kemur með allskonar hugmyndir um þjóðmálin, stjórnmálin, skipulag á öllu milli himins og jarðar. Ég nenni ekki einu sinni að telja allt sniðugt upp sem maður hefur heyrt af. Yfirhöfuð hefur fólk sýnt það eftir hrun að það er ekki allt í volli og það er alveg ferlega margt hægt.
En í fréttum er yfirleitt eitthvað alltannað helst. Efnahagsmál. Stjórnmál. Einhver loðin mál sem ku skipta ferlega miklu máli og enginn hefur vit á nema sérfræðingar... já, og stjórnmálamenn. Merkilegt hvað menn ku hafa vit á mörgu eftir að hafa verið í Morfís síðan þeir mundu eftir sér. Fólk úti í þjóðfélaginu öskrar sig hást. Bíddu, eigum við að borga klúðrið ykkar? Afhverju eruð þið ennþá með grilljón í mánaðarlaun? Af hverju eru sömu fávitarnir enn að stjórna bönkunum? Af hverju eiga sömu glæpamennirnir ennþá fyrirtækin sín?
Afhverju ERUÐ ÞIÐ ENNÞÁ ÞARNA?!?!
Venjulega fólkið er að gera allskonar. Það er bara alls ekki helst í fréttum. Í fréttum er glæpamafían og valdaklíkan. Sami grautur í sömu skál og heldur kjötkötlunum vandlega fyrir sig. Vill alls ekki skipta jafnt. Kunningjar og vinir í stöður hjá ríkinu, í atvinnuleysinu. Þaðldégnú. Óbreytt ástand hversu rækilega sem menn eru búnir að skíta á sig.
Eini maðurinn sem virðist vera að gera eitthvað af viti í málum hrunara lætur ekki mikið yfir sér. Er aldrei montinn í fjölmiðlum. Bara ferlega venjulegur. Sennileg er Sérstakur saksóknari venjulegast maður á Íslandi.
Venjulega fólkið hefur þegar reynt að stíga á stokk í pólitík. Tala mál stjórnmálaflokkanna, sigra þá í eigin leik. En ekki átt erindi sem erfiði. Enda er leikurinn riggaður, asnalegur og frátekinn fyrir þá sem kunna að Morfísa sig út úr hlutunum, segja ekkert og gera fátt. Afsaka spillinguna fyrir sjálfum sér með fjarstæðukenndum rökum. Löngu búnir að missa alla tilfinningu fyrir því hvað er eðlilegt of hvað óeðlilegt í viðskiptum, vinavild, styrkjum frá fyrirtækjum... lífinu.
Og nú erum við á leiksýningu. Jón Gnarr er í hlutverki sakleysingjans úr "Ég var einu sinni nörd." Ofursakleysingi sem ætlar að leika leik stjórnmálamannanna en fattar ekki að hann á ekki að segja frá því að hann langi bara í þægilega innivinnu. Fíflið sem segir sannleikann, í Shakespeare. Þegar hann verður kominn í borgarstjórn (hvort sem félagar hans verða einn eða átta) finnst mér líklegt að hann segi sannleikann um hvernig er að vera í borgarstjórn. Hælir sér af því hvað hann þarf að vinna lítið og svona. Vitnar í The Wire þangað til allir á Íslandi verða búnir að freistast til að horfa á þá þætti og fatta að við búum í Baltimore. Stundum þarf að draga upp ýkta mynd til að fólk sjái raunveruleikann. Og þori að stíga skrefið til fulls.
Margir eru hræddir. Vita ekki hvað við fáum í staðinn spillingarliðið. Það er ekkert skrítið. Málheimur stjórnmálamannanna hefur um langt skeið verið algjörlega óskyldur neinu sem venjulegt fólk skilur. Og margir halda að til þess að stjórna landinu þurfi menn að hafa tök á þessu umræðuformi. Hafa verið í Morfís og JC. Ég held að það sé ekki rétt.
Menn benda líka á þá staðreynd að það eru ekki ALLIR stjórnmálamenn spilltir. Margir eru afar sárir fyrir hönd sinna flokka. Sinna frambjóðenda, sem eru kannski ekkert vont fólk. Vandamálið er að aðferðirnar sem notaðar hafa verið til að greina góða stjórnmálamenn frá slæmum virka alls ekki. Virka reyndar alveg þveröfugt. Gott fólk sem hefur áhuga á að vinna samfélagi sínu gagn þarf að tileinka sér nýjar leikreglur. Þegar næsta kjörtímabili lýkur er ekki víst að borgarstjórnarstólarnir verði lengur hlý sæti í þægilegri innivinnu með lífstíðarstarfi í kerfinu. Þeir sem vilja í þessi störf þurfa þá að hafa áhuga á þeim, í alvöru. Stefnumál sem þeir ætla sér að standa við. Tala mannamál.
Staðreyndin er sú að fólkið í borgarstjórn Reykjavíkur og á Alþingi á að vera venjulega fólkið. Fólkið sem þar situr á líka að kunna að gera eitthvað annað. Ekki vera samkvæmt óskráðum lögum æviráðið á ríkisspenanaum og á himinháum eftirlaunum eftir það. Embættismenn borgarinnar og ráðherrar eiga að vera fagmenn. Ópólitískt ráðnir vegna hæfni, hæfis og hlutleysis.
Þetta er ekkert flókið.
„Stjórnmálastéttin“ er á förum.
21.5.10
18.5.10
Besti flokkurinn – Miklu meira en grín
Þeir sem hamast gegn framboði Besta flokksins þessa dagana beita því gjarnan fyrir sig að tala um grínframboð eða jafnvel "bara eitthvað grín." Ég held að þarna sé þó um talsvert merkilegra fyrirbæri að ræða.
Það sem talsmenn Besta flokksins hafa verið að gera, með góðum árangri, er að afhjúpa orðræðu stjórnmálanna. Þeir taka stjórnmálin og gera úr þeim háðsádeilu, án þess í raun að breyta mjög miklu. Taka taktíkina, ræðuna, kosningaskrumið og ganga ekki nema örlítið lengra. Sýna fram á að hvaða fáviti sem er getur tileinkað sér þennan málheim, og varpa ljósi á hversu innantómur hann er.
Borgarahreyfingin og önnur sérframboð hafa líka verið nefnd í þessu samhengi og menn spyrja gjarnan hvers vegna fólk kjósi þá ekki frekar "sérframboð með viti" heldur en að "fleygja atkvæði sínu" í "eitthvað grín." Svarið við því er einfalt. Gengi Borgarahreyfingarinnar í síðustu kosningum var ágætt, en skipti engum sköpum. Ástæðan fyrir því er sú að það er ekki enn búið að ryðja pólitíkinni úr vegi, eins og hún hefur verið stunduð. Menn komast enn upp með klisjurnar, innantómu loforðin og að berja sér á brjóst fyrir það sem þeir telja sig hafa gert gott og jákvætt á síðasta kjörtímabili, þó þar hafi allt verið í skítnum. Svo sem eins og nú er að gerast í Reykjavík. Eigum við eitthvað að ræða sölu HS, Geysi-Green-Magma skandalana, fjóra borgarstjóra á launum í einu, styrkjakónginn í námi í útlöndum og svo framvegis?
Svo ætlar fólk að fara að væla um börnin? Bíddu, hvað gerðist við hrunið? Jú, það var byrjað á að skera rækilega niður í skólum og leikskólum, sem fyrir voru undirmannaðir og undirlaunaðir. Já, ég trúi því alveg fimm sinnum að þetta pakk ætli að fara að "hugsa um börnin" meira en Jón Gnarr og félagar.
Besti flokkurinn er fólk sem er óreynt í stjórnmálum. Að vissu leyti. Virðist þó sjá í gegnum skrumið og á aldrei eftir að geta notfært sér hina pólitísku orðræðu í neinni alvöru. Fyrirsjáanleg útkoma? Þegar þau verða komin í borgarstjórn verða þau að segja satt. Og á mannamáli. Um leið og þau nota tungumál pólitíkurinnar eru þau farin að grínast.
Ástæða þess að "alvöru" sérframboðum gengur ekki neitt er sú að pólitíkin, fjórflokkurinn, hin pólitíska orðræða sem nokkrir valdagráðugir einstaklingar hafa smíðað sér á undanförnum fimmtíu árum, lifir góðu lífi. Til þess að eitthvað nýtt geti rutt sér til rúmst þarf að moka flórinn. Kasta sprengju inn í hina pólitísku umræðu. Smassa hana í mask.
Og Besti flokkurinn er sprengjan. Þegar búið verður að moka flórinn skapast rými fyrir framboð "með viti" til að vaxa og dafna og láta til sín taka. Þá verður hægt að fara að meta stjórnmálamenn af öðru en litnum á skruminu. Það er nefnilega ekkert sérstaklega mikill munur á kúk og skít, hvaða hugmyndafræði sem menn þykjast hafa að leiðarljósi, þegar allir þurfa að hamast áfram á sérgæskunni og hrokanum.
Ég held að þetta "grín" verði afdrifaríkara en nokkurn grunar og ég sé ekki hvernig það á að verða til annars en góðs.
---
Viðbót – The Wire
Besti flokkurinn mun ekki ganga til meirihlutasamstarfs við neinn nema þá sem séð hafa þættina The Wire. Það er ekki tilviljun að talað er um þessa sjónvarpsþætti, en ekki t.d. Friends eða Sex and the City. The Wire fjallar um vanmáttugt rannsóknarteymi í Baltimore sem rannsakar umfangsmikla glæpastarfsemi sem í raun stjórnar samfélaginu. Þaðan er til dæmis frasinn, nokkurn veginn orðréttur: „Follow the drugs and you get drugdealers. Follow the money and you have no idea where you end up.“ Eiturlyfjahringirnir, pólitíkusarnir, fjölmiðlarnir, krakkarnir... allir í samfélaginu koma við sögu.
Allir Íslendingar í dag þyrftu að sjá The Wire. Sérstaklega stjórnmálamenn.
Það sem talsmenn Besta flokksins hafa verið að gera, með góðum árangri, er að afhjúpa orðræðu stjórnmálanna. Þeir taka stjórnmálin og gera úr þeim háðsádeilu, án þess í raun að breyta mjög miklu. Taka taktíkina, ræðuna, kosningaskrumið og ganga ekki nema örlítið lengra. Sýna fram á að hvaða fáviti sem er getur tileinkað sér þennan málheim, og varpa ljósi á hversu innantómur hann er.
Borgarahreyfingin og önnur sérframboð hafa líka verið nefnd í þessu samhengi og menn spyrja gjarnan hvers vegna fólk kjósi þá ekki frekar "sérframboð með viti" heldur en að "fleygja atkvæði sínu" í "eitthvað grín." Svarið við því er einfalt. Gengi Borgarahreyfingarinnar í síðustu kosningum var ágætt, en skipti engum sköpum. Ástæðan fyrir því er sú að það er ekki enn búið að ryðja pólitíkinni úr vegi, eins og hún hefur verið stunduð. Menn komast enn upp með klisjurnar, innantómu loforðin og að berja sér á brjóst fyrir það sem þeir telja sig hafa gert gott og jákvætt á síðasta kjörtímabili, þó þar hafi allt verið í skítnum. Svo sem eins og nú er að gerast í Reykjavík. Eigum við eitthvað að ræða sölu HS, Geysi-Green-Magma skandalana, fjóra borgarstjóra á launum í einu, styrkjakónginn í námi í útlöndum og svo framvegis?
Svo ætlar fólk að fara að væla um börnin? Bíddu, hvað gerðist við hrunið? Jú, það var byrjað á að skera rækilega niður í skólum og leikskólum, sem fyrir voru undirmannaðir og undirlaunaðir. Já, ég trúi því alveg fimm sinnum að þetta pakk ætli að fara að "hugsa um börnin" meira en Jón Gnarr og félagar.
Besti flokkurinn er fólk sem er óreynt í stjórnmálum. Að vissu leyti. Virðist þó sjá í gegnum skrumið og á aldrei eftir að geta notfært sér hina pólitísku orðræðu í neinni alvöru. Fyrirsjáanleg útkoma? Þegar þau verða komin í borgarstjórn verða þau að segja satt. Og á mannamáli. Um leið og þau nota tungumál pólitíkurinnar eru þau farin að grínast.
Ástæða þess að "alvöru" sérframboðum gengur ekki neitt er sú að pólitíkin, fjórflokkurinn, hin pólitíska orðræða sem nokkrir valdagráðugir einstaklingar hafa smíðað sér á undanförnum fimmtíu árum, lifir góðu lífi. Til þess að eitthvað nýtt geti rutt sér til rúmst þarf að moka flórinn. Kasta sprengju inn í hina pólitísku umræðu. Smassa hana í mask.
Og Besti flokkurinn er sprengjan. Þegar búið verður að moka flórinn skapast rými fyrir framboð "með viti" til að vaxa og dafna og láta til sín taka. Þá verður hægt að fara að meta stjórnmálamenn af öðru en litnum á skruminu. Það er nefnilega ekkert sérstaklega mikill munur á kúk og skít, hvaða hugmyndafræði sem menn þykjast hafa að leiðarljósi, þegar allir þurfa að hamast áfram á sérgæskunni og hrokanum.
Ég held að þetta "grín" verði afdrifaríkara en nokkurn grunar og ég sé ekki hvernig það á að verða til annars en góðs.
---
Viðbót – The Wire
Besti flokkurinn mun ekki ganga til meirihlutasamstarfs við neinn nema þá sem séð hafa þættina The Wire. Það er ekki tilviljun að talað er um þessa sjónvarpsþætti, en ekki t.d. Friends eða Sex and the City. The Wire fjallar um vanmáttugt rannsóknarteymi í Baltimore sem rannsakar umfangsmikla glæpastarfsemi sem í raun stjórnar samfélaginu. Þaðan er til dæmis frasinn, nokkurn veginn orðréttur: „Follow the drugs and you get drugdealers. Follow the money and you have no idea where you end up.“ Eiturlyfjahringirnir, pólitíkusarnir, fjölmiðlarnir, krakkarnir... allir í samfélaginu koma við sögu.
Allir Íslendingar í dag þyrftu að sjá The Wire. Sérstaklega stjórnmálamenn.
16.5.10
Bjartar nætur
Ég verð alltaf alveg haugþunglynd á þessum árstíma. Sem er alls ekki rökrétt. Ég er kuldaskræfa og finnst æðislegt þegar hlýnar. Björt kvöld og nætur finnst mér alveg jafn unaðsfögur og öllum íslenskum skáldum sem nokkurn tíma hafa vemmað um það.
Og ég held að ég sé að verða búin að átta mig á í hverju þetta liggur.
Í maí er nefnilega alltaf eitthvað alveg fáránlega mikið að gera. Og þessi maí virðist ætla að slá öll met í annríki bæði í vinnunni og menningunni. Sem aftur þýðir að maður sér ekki vorið nema í gegnum stressgleraugun, rétt á leiðinni í vinnuna. Björtu kvöldin sér maður bara á leiðinni á tónleika eða á leiðinni heim úr leikhúsi. Vorið líður hjá í svipmyndum. Þunglyndið líður ekki almennilega hjá fyrr en ég er komin út úr bænum. Sem venjulega hefur verið í Svarfaðardalinn í júní, verður núna í Húnavatnssýsluna.
Ég held það sé sveitavargurinn í mér sem fílar ekki þessa upplifun á vorum. Á vorin myndi ég vilja fá svona mánuð af atvinnuleysi. Þvælast um fjöll og sveitir og fara réttsvo inn til að sofa. Eða vera garðyrkjufræðingur. Eða vera úti í sveit í sauðburði. Alltaf úti og sofa aldrei.
Að vissu leyti hjálpar til að eiga börn. Eftir leikskóla er hreinlega ekki um neitt annað að ræða en að vera áfram úti, á vorin. Þvælast um bæinn og finna rólóa og hluti til að príla á. Þá er það bara að reyna að hunska sér út í gönguferðir á kvöldin, og geðinu ætti að vera nokkurn veginn bjargað.
Og ég held að ég sé að verða búin að átta mig á í hverju þetta liggur.
Í maí er nefnilega alltaf eitthvað alveg fáránlega mikið að gera. Og þessi maí virðist ætla að slá öll met í annríki bæði í vinnunni og menningunni. Sem aftur þýðir að maður sér ekki vorið nema í gegnum stressgleraugun, rétt á leiðinni í vinnuna. Björtu kvöldin sér maður bara á leiðinni á tónleika eða á leiðinni heim úr leikhúsi. Vorið líður hjá í svipmyndum. Þunglyndið líður ekki almennilega hjá fyrr en ég er komin út úr bænum. Sem venjulega hefur verið í Svarfaðardalinn í júní, verður núna í Húnavatnssýsluna.
Ég held það sé sveitavargurinn í mér sem fílar ekki þessa upplifun á vorum. Á vorin myndi ég vilja fá svona mánuð af atvinnuleysi. Þvælast um fjöll og sveitir og fara réttsvo inn til að sofa. Eða vera garðyrkjufræðingur. Eða vera úti í sveit í sauðburði. Alltaf úti og sofa aldrei.
Að vissu leyti hjálpar til að eiga börn. Eftir leikskóla er hreinlega ekki um neitt annað að ræða en að vera áfram úti, á vorin. Þvælast um bæinn og finna rólóa og hluti til að príla á. Þá er það bara að reyna að hunska sér út í gönguferðir á kvöldin, og geðinu ætti að vera nokkurn veginn bjargað.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)