Nú er ég komin í síðasta helgarfríið. Ég fæ aldrei aftur helgarfrí hjá Bandalaginu!
(Aðallega vegna þess að ég á bara eftir að vinna fram í miðja næstu viku, þá tekur við húsmóðurhlutverk í fullu starfi þangað til skóli byrjar.) Stuð.
Er annars mikið að velta fyrir mér tölvumálum heimilisins. Til er:
- Öldruð heimilistölva Rannsóknarskips, sem er löngu farin að þurfa alvarlega tiltekt í sér, huxanlega straujun og flatskjá svo hún hætti að vera svona mikill plásshákur. Hún er heldur ekki að fíla samskiptin við loftnetkortið sem við keyptum handa henni, svo líklega þyrfti að koma henni í þráðsamband við alnetið, sem er ekki andskotalaust, eins og heimilið snýr. Til þess þyrfti eiginlega að láta Smábát skipta um herbergi við skrifstofuna.
- Mín ektafartölva, sem er farin að hita sig eins og hún sé með gat á vatnskassanum og senda villuskilaboð hægri og vinstri um allt milli himins og jarðar og þarf alvarlega að komast í heilmikla viðgerð. Sérstaklega eftir að Freigátan plokkaði o-ið og u-ið af lyklaborðinu.
- Litli Makki sem er í fangelsi og ég fer alveg að efast um að ég sjái framar. Og ég veit ekki einu sinni hvar í fangelsismálayfirvöldum ég ætti að byrja að spyrjast fyrir um hann. (Og ekki bætir úr skák að Míka-diskurinn er í honum, sem og eiginlega allar sumarleyfismyndirnar frá Frakklandi.)
Og ég veit eiginlega ekki á hvaða enda ég á að byrja á því að koma einhverju skikki á þetta tölvuástand á heimilinu. Liggur við að maður ætti að bjóða dæmið út, bara.
Best að fara að kenna Freigátunni að borða alla brauðsneiðina, ekki bara smjörið ofan af.
10.8.07
9.8.07
Þetta er helvíti...
...sönglast í hausnum á mér, með sínu lagi.
Getraun daxins er: Í hvaða staf er ég þá í handritasafninu?
Getraun daxins er: Í hvaða staf er ég þá í handritasafninu?
En hvers vegna ertu svona reið?
Spurði Dr. Phil konuna sem öskraði alltaf á manninn sinn og börnin sín og sagði þeim að þau væru hálfvitar og öjmingjar. Áður en hún kynntist þeim hafði hún víst bara öskrað svoleiðis á annað fólk. Þannig að ástæðan var greinilega ekki sú að maðurinn hennar og börnin væru hálfvitar og öjmingjar.
Ég nöldra. Aðallega inni í mér, samt. En á flestum tímapunktum er ég búin að finna mér eitthvað til að pirrast yfir, hafi ég ekkert betra að gera. Eitthvað til að lesa yfir hausamótunum á einhverjum sem mér finnst vera fáviti, þá stundina. Ef mér text ekki að finna neitt slíkt í nánasta umhverfi, er pólitíkin og samfélaxmálin ágætisuppbót. Ég veit ekki hvað ég geri við pirrið t.d. þegar hún Hillarí tekur við í hvíta húsinu. Ætli maður verði ekki bara að ganga í Seivíng Æsland?
Nei, í alvöru. Þessi spurning hans Doktors Pilla varð mér mikil vakning. Af hverju ætli ég sé alltaf svona pirruð inni í mér? Hmmm... mér er reyndar eiginlega alveg sama af hverju, en ætli ég geti hætt því ef ég reyni? Orðið alltumfaðmandi hamingjusamlega hamingjusöm alla leið innúr með broshrukkur og jákvætt hugarfar handa öllu og öllum (þó þeir séu fávitar) ?
Ég allavega reyndi pínu og fékk fljótlega bara hugmynd að flunkunýju leikriti sem ég ætla að skrifa í ágúst. Það tengist þessu ekki neitt og það er leyndó hvað það er um. Og þegar ég ætla að fara að pirrast við sjálfa mig yfir að einhver sé fáviti, í ágúst, þá ætla ég bara að huxa um leikritið, sem á að verða skemmtilegt og allt.
Ég nöldra. Aðallega inni í mér, samt. En á flestum tímapunktum er ég búin að finna mér eitthvað til að pirrast yfir, hafi ég ekkert betra að gera. Eitthvað til að lesa yfir hausamótunum á einhverjum sem mér finnst vera fáviti, þá stundina. Ef mér text ekki að finna neitt slíkt í nánasta umhverfi, er pólitíkin og samfélaxmálin ágætisuppbót. Ég veit ekki hvað ég geri við pirrið t.d. þegar hún Hillarí tekur við í hvíta húsinu. Ætli maður verði ekki bara að ganga í Seivíng Æsland?
Nei, í alvöru. Þessi spurning hans Doktors Pilla varð mér mikil vakning. Af hverju ætli ég sé alltaf svona pirruð inni í mér? Hmmm... mér er reyndar eiginlega alveg sama af hverju, en ætli ég geti hætt því ef ég reyni? Orðið alltumfaðmandi hamingjusamlega hamingjusöm alla leið innúr með broshrukkur og jákvætt hugarfar handa öllu og öllum (þó þeir séu fávitar) ?
Ég allavega reyndi pínu og fékk fljótlega bara hugmynd að flunkunýju leikriti sem ég ætla að skrifa í ágúst. Það tengist þessu ekki neitt og það er leyndó hvað það er um. Og þegar ég ætla að fara að pirrast við sjálfa mig yfir að einhver sé fáviti, í ágúst, þá ætla ég bara að huxa um leikritið, sem á að verða skemmtilegt og allt.
7.8.07
Var að athuga framtíðina
Á tarotvefnum, eins og maður gerir. Allt meikaði alveg talsverðan sens. Sérstaklega síðasta spilið, sem átti að segja til um: the final outcome unless you change course
Síðasta setningin í því var: May indicate the birth of a child.
Nó sjitt!
Þetta hefði ég nú getað fundið út sjálf. ;-)
Síðasta setningin í því var: May indicate the birth of a child.
Nó sjitt!
Þetta hefði ég nú getað fundið út sjálf. ;-)
Jæjah
Þá er nú verslunarmannahelgin búin. Og það er nú gott. Og þá fer maður að skipuleggja jólin. Þau næstu ber nefnilega svo við að Smábáti hefur verið boðið að eyða jólum úti á Flórída með móðurfjölskyldunni sinni. Þar kemur hann til með að jóla í sól og hita frá Þollák til 9. jan. Móðurskipið hefur huxað sér að bregðast við þessu með því að jóla bara heimilið einstaklega snemma, baka einu sortina snemma desembers og halda einhvers konar litlujól áður en hann fer.
En þá er komin upp sú undarlega staða að fjölskyldan jólar þriggja manna. Og alveg pottþétt í allra síðasta sinn þar sem Ofurlítil Duggan verður væntanlega rétt ómætt. Og allur flotinn í menntakerfinu með frí milli jóla og nýjárs. Þá er spurning hvort við vendum kvæðinu í kross og jólum e.t.v. fyrir austan og áramótum kannski bara fyrir norðan, ef húsrúm hjá formæðrum okkar leyfir. Eina áhyggjuefnið er hvort Hugga móða standi þá kannski uppi jólalaus, en hún er nú í menntakerfinu líka þannig að hún getur bara komið austur. Við getum þess vegna tekið hana með!
Sko, ekki seinna vænna að fara að skipuleggja jólin.
En fyrst er nú að afgreiða slatta. Það er sko alveg greinilega gei præd um næstu helgi!
En þá er komin upp sú undarlega staða að fjölskyldan jólar þriggja manna. Og alveg pottþétt í allra síðasta sinn þar sem Ofurlítil Duggan verður væntanlega rétt ómætt. Og allur flotinn í menntakerfinu með frí milli jóla og nýjárs. Þá er spurning hvort við vendum kvæðinu í kross og jólum e.t.v. fyrir austan og áramótum kannski bara fyrir norðan, ef húsrúm hjá formæðrum okkar leyfir. Eina áhyggjuefnið er hvort Hugga móða standi þá kannski uppi jólalaus, en hún er nú í menntakerfinu líka þannig að hún getur bara komið austur. Við getum þess vegna tekið hana með!
Sko, ekki seinna vænna að fara að skipuleggja jólin.
En fyrst er nú að afgreiða slatta. Það er sko alveg greinilega gei præd um næstu helgi!
6.8.07
Gamall prumpari
er maður nú orðinn þegar:
...manni finnst verslunarmannahelgin eiginlega vera orðin hálfgert húmbúkk og finnst hún aðallega notuð til að berja, naugða og drepa.
...manni þykja útihátíðir um verslunarmannahelgi orðnar óttaleg húmbúkk, helst notaðar til að berja, nauðga og drepa og verður bara fegin þegar þær eru litlar og fáar.
...það sem mann langar mest að taka þátt í um verslunarmannahelgi er sandkastalakeppnin í Önundarfirði, nema að maður myndi aldrei nenna að keyra þangað í verslunarmannahelgarumferðinni.
...maður flýr í sumarbústað um verslunarmannahelgina af því að maður hefur grun um að huxanlega komi til með að heyrast í nágrönnunum að nóttu til.
...maður fær fólk í kaffi um verslunarmannahelgina og gefur því bara bleksvart kaffi og meððí en ekkert útí.
...maður er því fegnastur þegar verslunarmannahelgin er búin og maður getur farið að huxa um jólin.
Eitt gerði ég samt alveg eins og á sokkabandsárum mínum. Rannsóknarskip og Freigáta fóru að leika við Völu vinkonu (og Magga vin) þegar við komum í bæinn, og dvaldist, svo ég svaf frídag verslunarmanna næstum alveg af mér, eins og venjan var forðum.
Næs!
...manni finnst verslunarmannahelgin eiginlega vera orðin hálfgert húmbúkk og finnst hún aðallega notuð til að berja, naugða og drepa.
...manni þykja útihátíðir um verslunarmannahelgi orðnar óttaleg húmbúkk, helst notaðar til að berja, nauðga og drepa og verður bara fegin þegar þær eru litlar og fáar.
...það sem mann langar mest að taka þátt í um verslunarmannahelgi er sandkastalakeppnin í Önundarfirði, nema að maður myndi aldrei nenna að keyra þangað í verslunarmannahelgarumferðinni.
...maður flýr í sumarbústað um verslunarmannahelgina af því að maður hefur grun um að huxanlega komi til með að heyrast í nágrönnunum að nóttu til.
...maður fær fólk í kaffi um verslunarmannahelgina og gefur því bara bleksvart kaffi og meððí en ekkert útí.
...maður er því fegnastur þegar verslunarmannahelgin er búin og maður getur farið að huxa um jólin.
Eitt gerði ég samt alveg eins og á sokkabandsárum mínum. Rannsóknarskip og Freigáta fóru að leika við Völu vinkonu (og Magga vin) þegar við komum í bæinn, og dvaldist, svo ég svaf frídag verslunarmanna næstum alveg af mér, eins og venjan var forðum.
Næs!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)