19.4.08

OJ!

Hólí mólí.
Alltaf skulu nú ævintýrin gerast þegar maður er einn heima. Var að skipta á Hraðbátnum fyrir svefninn og var litið yfir í þvottahúshlutann á baðherberginu, upp í loftið, fyrir einhverja rælni. Tek ég ekki allt í einu eftir því að kverkin í loftinu þeim megin er gjörsamlega SVÖRT. Við nánari athugun, af myglu.

Ég fær tilfelli af viðbjóði, flý út með barnið, kem því í háttinn og ræðst síðan þegar til atlögu með tusku, skrúbb og terpentínu. (Sem var það sterkasta sem ég fann.) Auðvitað náði ég ekki nærri öllu, en ég þorði ekki að fara að príla uppá stóla, borð og þvottavélar, svona ein heima með litlu börnin. (Amman kom sko og rændi Smábátnum í dag, svo hér er ekki einu sinni neinn annar semí-fullorðinn, ef ég skyldi hrynja niður og hausbrjóta mig.) Þarf að gera þetta betur á morgun, en gat bara ekki látið þetta alveg vera, fyrst ég var búin að sjá það.

Gúgglaði síðan óbjóðnum og komst að því (sem ég sosum vissi) að svona mygluviðbjóður er alveg kol-heilsuspillandi... þarna er kannski komin skýring á einhverju af heilsuleysinu... en ég hef grun um að þetta hafi nú bara komið með þurrkaranum. Hann þykist nefnilega vera barkalaus. Sem er svo sem óþarfi fyrir hann, það er innbyggður barki þarna úti í horni og allt. En þvottahús-baðherbergið hefur verið alveg ógurlega rakt síðan. Sennilegast þarf ég að fá mér svona rakaétara, sem kostar meira en þurrkarakvikindið.

Jukk. Best að reyna að sofa. Og reyna aftur á morgun, með klór, Þrifi, Jifi, tannkremi og öllu öðru sem maður finnur í kotinu. Dugi það ekki til skal gerður leiðangur í leit að baneitri fyrir mylgusvepp. Kann einhver húsráð? Þarf kannske bara að kveikja í kofanum?

Helgarplön

Veðrið virðist hafa hlýtt mér. Allavega hefur hlýnað og stillst svo núna er svona... ekkert veður. Sem ég veit ekki hvort ég get eitthvað nýtt mér um helgina. Rannsóknarskip er með Freigátu og Smábát í Húsdýragarðinum, Hraðbáturinn er sofandi og ég á að vera að reyna að skrifa eitthvað. Seinnipartinn verður líklega eitthvað meira af því sama, þangað til ég tek við allri súpunni um sexleytið. Þá fær Rannsóknarskipið útivistarleyfi, hann fær að fara á árshátíð og rorrandi fyllerí. Og verður vel að því kominn. Árshátíðin er meiraðsegja haldin í nágrenninu þannig að hann getur alveg skriðið heim, ef hann verður nógu iðinn við kolann.

Á morgun er síðan planið að leyfa heimilisföðurnum að sofa vel og lengi og hvíla sig mikið allan daginn. Hugga móða ætlar að taka litlu frænku sína að sér seinnipartinn, annars sjáum við Smábáturinn bara um heimilið. Það verður nú spennandi.

En duglega fyrirvinnan hefur gott af því að fá að skvetta aðeins úr klaufunum. Enda eru þetta tóm fyrirfram mútur. Til þess að ég eigi inni fyrir ærlegu djammi einhvern tíma með haustinu. Svosem eins og að senda hann nú á Bandalaxskólann fjórða árið í röð. Þegar ég verð hætt að vera alltaf ýmist ólétt eða brjóstmjólkandi ætla ég að fá að fara OFFFFT.

18.4.08

Andleysi

Það er ferlegt að eiga fyrir höndum einhvern mánuð af allskonar skrifum og vera svona hryllega andlaus. En þá grípur maður til ódýrra trixa. Er búin að eyða morgninum í að finna klénar ástæður fyrir eltingaleikjum á leikritinu og hamra saman enn klénni söngtexta við annað hvert fótmál persónanna.

Í kvöld hef ég síðan huxað mér að lesa leikritið upphátt ásamt Rannsóknarskipi og Smábát og sjá hvaða vankantar öskra hæst. Eftir skítareddingar á þeim ætla ég að senda dæmið til leikstjóra og tónlistarhöfundar, og svo fer ég að panta lestur hjá leikhópi og annan fund með leikstjóra og huxanlega fleirum.

En það er kominn 18. Fari andagiftin ekki að láta sjá sig fer ég nú alveg að verða stressuð.
Það er séns að í þessu leikriti verði ekki einn einasti stuðull né höfuðstafur. Þá er bara að vona að Sævar verði ekkert að þvælast með börnin sín austur í sumar...

17.4.08

Hví í fokkinu

getur annars aldrei veðrið verið bara gott, hérna neðan á landinu?

Undanfarið hefur það litið ljómandi vel út. Svona út um gluggann. En léti maður blekkjast og ræki trýnið út? Mannskaðakuldi. Núna virðist komið vor. Allavega hitatölurnar eitthvað að mjakkast uppundir tuginn. Og í dag var svo mikið rok að ípotturinn fauk úr eyrunum og svuntan af vagninum uppí ungabarnið.

Mætti ég þá frekar biðja um reykvíska vorrigningu í stillu.

Erum annars búin að lengja Austurlandstímann. Ætlum að vera þar í alveg tvo mánuði í sumar.
Þar sem veðrið á sumrin er yfirleitt annað hvort VONT eða GOTT.

Vorið og ípotturinn.

Hraðbátur sefur allar nætur. Fer að sofa um leið og ég og vaknar um það leyti sem aðrir heimilismenn eru að hafa sig út úr húsi á morgnana. Nema í dag. Við sváfum til 10! Enda er hann hinn brattasti, brosir hringinn og segir: Agú. (Sem er einhverra hluta vegna oft fyrsta orðið sem ungabörn segja að einhverju ráði.)
Þessi ofursvefn hefur kannski eitthvað með það að gera að um fimmleytið í nótt ákvað ég að treysta á að vorið væri komið, hætta að gufusjóða fjölskylduna og skrúfa niður í ofninum í svefnherberginu. Ýmislegt fleira er til marx um vorkomuna. Freigátan hefur snarminnkað horframleiðslu, alveg án utanaðkomandi aðstoðar í lyfjaformi, og í gær var moldrok.

Annars tók ég einnar evru ípottinn minn í fyrsta sinn í notkun í gær. (Og kann Þórunni Grétu góðar þakkir fyrir þessa þýðingu á æpodd.) Byrjaði að dæla uppáhaldslögunum mínum af hverjum disk inn á tölvuna í gær. Þetta er mikil snilld fyrir fólk eins og mig sem á yfirleitt ekki nema eitt eða tvö uppáhaldslög á hverjum hljómdiski. Enn sem komið er hef ég ekki hugmynd um hvernig ég myndi raða á spilunarlista, en eftir að hafa tekioð prufugöngu upp í Möguleikhús og til baka með græjuna í eyrunum held ég helst að það færi eftir hvort ég ætlaði að labba hratt eða hægt. Gallinn er hins vegar sá að þegar maður er eingöngu með uppáhaldslögin sín, fer ekki hjá því að það er alltaf nýbyrjað eitthvað ógurlega skemmtilegt þegar maður kemur þangað sem maður ætlar.

Gaman hefði nú verið að fara út og halda áfram að hlusta seinnipartinn... en þessi frameftirsvefn fór nú þannig með leikritanir morgunsins að líklega þurfum við að hýrast alfarið inni í dag. Sem er þó bærilegra eftir að ég lækkaði líka á ofninum í stofunni.

16.4.08

Ritvor

Sannleikurinn hljómar vel. En í dag gerir lygin það líka. 
Þannig hefst stjörnuspáin mín í mogganum í dag. Vel viðeigandi. Í dag er nefnilega leikritunardagur, eftir tvo ritgerðunardaga.

Og gengur vel. Í gærkvöldi var ég komin með svona rúmlega fjórðung, í lengd. Með betrumbótum morgunsins er ég komin í rúmlega þriðjung. Og í allan dag og á morgun ætla ég að keppast við og ljúga og ljúga.

Mér finnst lygin hljóma alveg ljómandi vel í dag. Allavega svona á tölvunni.

Við Hraðbátur ætlum samt að reyna að komast aðeins út seinnipartinn. Það er nefnilega kominn sunnanþeyr í stað norðangarrans. Kannski sé komið vor...

15.4.08

Fávitinn

En ljóst er að Hraðbáturinn hefur gáfurnar ekki frá Móðurskipinu.

Var búin að sitja lengi og semja minn fyrsta söngtexta. Var harla ánægð með mér. Stundum söng önnur persónan, stundum hin, og stundum báðar saman. Mér fannst ég bara nokkuð lúnkin...

...þangað til ég áttaði mig á því að ég var að skrifa fyrir leikkonu með handbrúðu.
Er Halldóra Malin ekki örugglega tvírödduð?

Ofvitinn

Best a�� f��ra �� ann��la a�� �� dag m��tti Hra��b��turinn Fri��rik ��rnason �� s��na fyrstu kennslustund �� H��sk��la ��slands. Reyndar var bara um a�� r����a kaffispjall �� annarlok �� kaffistofunni �� ��j����minjasafninu og drengurinn svaf �� sitt gr��na ��ti �� vagni allan t��mann og t��k engan ����tt �� umr����um um samt��maleiklist.

A�� ��essum merka ��fanga �� uppeldinu loknum h��ldum vi�� yfir �� Heilsug��slu Mi��b��jar hvar fremja skyldi 9 vikna sko��un �� litla menntamanninum. N��justu t��lur segja a�� hann s�� or��inn 59 cm langur og ein 5,8 k��l��gr��mm a�� ��yngd. ��ykir ��a�� afbrag��ss��rangur �� samanbur��arranns��knum heimilisins og ��yngist og st��kkar heldur hra��ar en systkini s��n �� sama aldri. Enda Hra��b��tur, og ��tlar greinilega a�� n�� ��eim �� fyllingu t��mans.

Eftir heimkomu var M����urskipi�� a�� sn��ast eitthva�� �� eldh��sinu en s�� stutti sat �� ��mmust��lnum �� me��an og var a�� b����a eftir s��num m��lsver��i og n��ldra��i svol��ti�� yfir ��v��. Ger��i hann s����an stutt hl�� �� m��li s��nu. Allt �� einu heyr��ist s����an, h��tt og pirra��: MAMMA!

Drengurinn er greinilega vel a�� hinni snemmb��nu h��sk��lamenntun kominn.

(��essa listr��nu mynd t��k st��ri br����ir hans um daginn.)

14.4.08

Hin háalvarlega tilvera við leikritanir og önnur ritstörf

Það verður dáldið að gera næsta mánuðinn. Sérstaklega þann hálfa. Fyrsti dagurinn í þessari vinnutörn lofar ágætu. Er búin að hamast í allan morgun við að safna saman öllu sem menn hafa skrifað í blöðin um hann Hugleik. (Ekki Daxson, heldur þann sem heitir í hausinn á honum.) Það er nú illa gaman. Eiginlega verst hvað það er gaman.

Í þessari umferð er ég nefnilega bara að reyna að safna þessu saman, án þess að lesa það, mikið. En eftir því sem ég mjakast nær nútímanum fer að detta inn meira af verkum sem ég sjálf hef komið að, leikið í og jafnvel skrifað. Þá er nú orðið erfitt að stilla sig um að lesa og vera ýmist montin eða skammast sín.

Allavega, í dag og á morgun eru ritgerðadagar, svo koma nokkrir leikritunardagar. Enda þarf leikritið nú eiginlega að hafa forgang svona alveg í bili, það á að skila því langt á undan. Það á víst að fara í æfingar... eftir hálfan mánuð. Hmmm. Bára? Heyriru þetta? Fokk, maður. Jæja, á fimmtudaxkvöld fara næstu drög til allra viðkomenda. Og verð vonandi þá búin að semja allra fyrstu drögin að allra fyrstu söngtextum ævi minnar.

Annars er þetta alltsaman alveg bara drullugaman. Enda lítið mál þegar börnin eru svona þæg. Strákarnir mínir eru báðir heima núna, Hraðbáturinn sofandi og búinn að vera það í allan dag, og Smábáturinn að læra, eins og lítið (en samt hratt stækkandi) ljós. Bráðum kemur síðan Rannsóknarskipið með Freigátuna og ætlar að hleypa mér aðeins einni út að erinda. Það er nú ágætt. Hætt við að útivist verði eitthvað af skornum skammti á næstunni.

Svo kemur vorið á morgun. Það stendur í mogganum.


13.4.08

Top Gear!

Smábátur er bílaáhugamaður. En það umræðuefni mætir gjarnan yfirþyrmandi áhugaleysi annarra fjölskyldumeðlima, honum til armæðu. Þó hefur eitt gerst. Þættirnir Top Gear, sem hann horfði lengi vel einn á fjölskyldumeðlima, hafa fundið leið sína að hjarta mínu.

Vissulega fjalla þessir þættir alfarið um bifreiðar, sem ég hef ekki snefil af áhuga á. En. Í þeim er einnig áberandi sú þrætubókarlist engilsaxa að tala ævinlega eins og sá sem vitið og valdið kemur og takast síðan á við allar aðstæður eins og fullkominn fáviti. Og allt á fullkomlega Martin-Regalskri háskólaensku. (Einhversstaðar í Frakklandi hirti ég upp hroðalega fordóma sem valda því að ef ég heyri minnsta hint af kokkneyi snýr nefið á mér beinustu leið upp í loft. Jamie Oliver fengi aldrei að sjá annað en nasahárin á mér.) Og þegar þáttagerðarmenn eru þrír og aldrei sammála verður útkoman ævinlega sú að ég missi varla af þætti lengur og hlæ eins og hýena að hverjum einasta. 

Fyndið liggur ekki síður í fjölbreytileika uppátækja þessara félaga. Ég hef séð þá ferðast um suður-Bandaríkin á þarlendum druslum, fá sér venjulega bíla og gera þá langa, og núna áðan voru þeir að sigla á pallbíl yfir Ermasund. Og þetta eru bara örfá dæmi.

Annars eru Rannsóknarskip og Smábátur í leikhúsi, Freigátan að syngja sig í svefn og Hraðbátur skemmtir okkur með magapínu á milli blunda.