...en ég bý með tveimur jólæðingum.
Í kvöld myndaðist huxanlega upphaf af skemmtilegri hefð, fólk kom við hjá okkur á leið í bæinn eftir kvöldmat á Þollák. Þótti mér það gaman, og að ári verður til bjór og snaps. Að því loknu lagðist ég í símann til fjölskyldunnar fyrir austan og truflaði menn þar frá menningarlegri konjaksdrykkju. Á heimilinu þar sem enginn nennti að skreyta. Á meðan jólaði flotinn allt í kringum mig.
Á meðan á þessu símtali stóð jólnaði heimilið svakalega. Í geymslunni okkar reyndust vera fleiri tonn jólaskrauts. Í húsinu er ekki lengur ónotuð innstunga, það eru seríur Allsstaðar. Kom mér skemmtilega á óvart. Er sjálf mikið jólabarn en vissi ekki hvað yrði mikið úr skreytingum þar sem ég sjálf væri lítt gangfær. Var satt að segja farin að halda að allir strákar væru, ja allavega svona á yfirborðinu, of miklir töffarar til að láta sjást að þeir hefði ánægju af jóli.
Reyndist það rangt vera, og er vel.
24.12.05
22.12.05
Það eru allir í Kringlunni
Og við vorum þar líka áðan. Og keyptum allan jólamatinn. Sem við ætlum að eyða öllum aðfangadeginum í að elda. Aldeilis fínt. Allt er að mjakast í átt til hreinlætis. Mér finnst gaman hvað Rannsóknarskipi er umhugað um að taka vel til í skrifstofukytrunni. Minnir mig á hvað pabbi skreytir alltaf kjallarann af mikilli alúð fyrir jólin.
Í sjónvarpinu eru Rob og Amber að gifta sig. Mér leiðast þau bæði jafnmikið. Þannig að það er nú gott á þau bæði. En mikið var ég pirruð þegar þau unnu Survivor.
Mér leiðist ógurlega að blogger hafi tekið uppá þeim óskunda að hafa sett lengdarmörk á bloggfærslurnar mínar. Ég hef áhuga á að gera langhunda á jólum og/eða áramótum. Kann einhver bloggsnjall ráð við þessu fetli?
Annars er þetta kannski að koma sér ágætlega núna. Ætti að vera að leggja lokahönd á heilan haug af þýðingum sem þurfa helst að skilast í kvöld. Ætti ekkert að vera að langhunda. Þannig að kannski er bara eins gott að það er ekki hægt...
Í sjónvarpinu eru Rob og Amber að gifta sig. Mér leiðast þau bæði jafnmikið. Þannig að það er nú gott á þau bæði. En mikið var ég pirruð þegar þau unnu Survivor.
Mér leiðist ógurlega að blogger hafi tekið uppá þeim óskunda að hafa sett lengdarmörk á bloggfærslurnar mínar. Ég hef áhuga á að gera langhunda á jólum og/eða áramótum. Kann einhver bloggsnjall ráð við þessu fetli?
Annars er þetta kannski að koma sér ágætlega núna. Ætti að vera að leggja lokahönd á heilan haug af þýðingum sem þurfa helst að skilast í kvöld. Ætti ekkert að vera að langhunda. Þannig að kannski er bara eins gott að það er ekki hægt...
21.12.05
Nú er heima
Og Rannsóknarskip búinn að vera uppi á annarri í allan dag. Uppi á annarri hæð, þ.e.a.s., að þrífa, svo þar verði nú allt hreint og fínt ef mér dettur í hug að missa legvatnið þar og láta sjúkraflutningamenn missa mig niður stigann.
Húseigendur á leið í bæinn og rífandi gangur í öllusaman.
Hef klikkað alvarlega á einu þennan jólaundirbúninginn. Flotinn hefur enn ekki hugmynd um nöfn eða röð jólasveinanna. Þykir mér það afleitt, en hef bara hreint ekki staðið mig í að hlýða yfir eða hafa húslestur á jólasveinavísum hvert kvöld. Eins og ég ætlaði þvílíkt að gera.
Ojæja. Það koma jól eftir þessi jól.
Húseigendur á leið í bæinn og rífandi gangur í öllusaman.
Hef klikkað alvarlega á einu þennan jólaundirbúninginn. Flotinn hefur enn ekki hugmynd um nöfn eða röð jólasveinanna. Þykir mér það afleitt, en hef bara hreint ekki staðið mig í að hlýða yfir eða hafa húslestur á jólasveinavísum hvert kvöld. Eins og ég ætlaði þvílíkt að gera.
Ojæja. Það koma jól eftir þessi jól.
Mikið verður nú skrítið
að jóla í Reykjavík. Sennilega einhvern vegin rauðgræn jól með rigningu, án þess að sjá inn í Kaupfélagið á Egilsstöðum. Jæja, það verður væntanlega ekki jafn kjánalegt og það var að áramóta í Montpellier. Í sumarblíðu og án þess að sjá svo mikið sem eina rakettu. Ef ég man rétt eyddi ég þeim hjá Aðalsteini, MontFrumburði mínum, og við eyddum kvöldinu í að éta hangikjöt og skemmta Jean Luc vini okkar með ljóðalestri á íslensku.
Áður hafði sami Jón-Láki boðið okkur að halda jól með sér og fjölskyldu. Þar átum við nítjánréttað og ég kynntist besta mat í heimi sem varð til þess að ég fékk smekk fyrir patéum. Og við komumst að því að frönsk jólamatarlykt er alveg eins og íslensk. Jólamatarlykt er nefnilega bara lykt af bráðinni fitu.
Áður hafði sami Jón-Láki boðið okkur að halda jól með sér og fjölskyldu. Þar átum við nítjánréttað og ég kynntist besta mat í heimi sem varð til þess að ég fékk smekk fyrir patéum. Og við komumst að því að frönsk jólamatarlykt er alveg eins og íslensk. Jólamatarlykt er nefnilega bara lykt af bráðinni fitu.
20.12.05
Ef,
ég eignast barn fyrir 28. desember, fæ ég að fara í sjúkrabíl! Er að huxa um að reyna og ýta alveg eins og ég get. Ég hef nefnilega aldrei komið í sjúkrabíl.
Er annars náttúrulega í fyrsta skipti á ævinni að jóla ein og sjálf og "með". Skil móður mína að mörgu leyti betur. Finn fyrir undarlegum tilhneigingum eins og að langa sjúklega til að skúra eldhúsgólfið og þessháttar. Slíkt þarf þó víst að bælast þennan jólaundirbúninginn. Í staðinn má ég þýða fyrir Rannsóknarskip, að meðan hann skúrar þar sem ég segi honum, og huxa upp sálþvingandi samtöl til að fá Smábát til að taka til í herberginu sínu. En það finnst honum alveg hreint ekki gaman. Spurning hvort jólasveinninn/skórinn dugar eða hvort huxa þarf upp alvarlegri þvingunaraðgerðir eða hreinlega setja hnefann í borðið. Er búin að læra að til að vera foreldri þarf maður oft að vera blanda af fasista og evil mastermind.
En ég held ég sé búin að skipta um skoðun á einu. Áður þóttu mér jól og rómantík hreint ekki fara saman. Nú er öldin önnur og mér finnst ógurlega skemmtilegt þegar við Rannsóknarskip höldumst í hendur og horfum yfir draslið á heimilinu og tölum um að golfkylfurnar þurfi nú eiginlega að fara að fara niður í geymslu.
2005 var árið sem ég kom út úr skápnum sem rómantík og uppalari.
Er annars náttúrulega í fyrsta skipti á ævinni að jóla ein og sjálf og "með". Skil móður mína að mörgu leyti betur. Finn fyrir undarlegum tilhneigingum eins og að langa sjúklega til að skúra eldhúsgólfið og þessháttar. Slíkt þarf þó víst að bælast þennan jólaundirbúninginn. Í staðinn má ég þýða fyrir Rannsóknarskip, að meðan hann skúrar þar sem ég segi honum, og huxa upp sálþvingandi samtöl til að fá Smábát til að taka til í herberginu sínu. En það finnst honum alveg hreint ekki gaman. Spurning hvort jólasveinninn/skórinn dugar eða hvort huxa þarf upp alvarlegri þvingunaraðgerðir eða hreinlega setja hnefann í borðið. Er búin að læra að til að vera foreldri þarf maður oft að vera blanda af fasista og evil mastermind.
En ég held ég sé búin að skipta um skoðun á einu. Áður þóttu mér jól og rómantík hreint ekki fara saman. Nú er öldin önnur og mér finnst ógurlega skemmtilegt þegar við Rannsóknarskip höldumst í hendur og horfum yfir draslið á heimilinu og tölum um að golfkylfurnar þurfi nú eiginlega að fara að fara niður í geymslu.
2005 var árið sem ég kom út úr skápnum sem rómantík og uppalari.
19.12.05
Að segja að ég sé feit!
Hihi. Hef notað ýmislegt til að greina að systur mínar á þessu bloggi Þær heita yfirleitt systir mín hin... (hvað sem við á). Og auðvitað beit það í rassinn á mér. Núna heiti ég á bloggi Báru (sem heitir yfirleitt systir mín hin norskari þess dagana) "hin digrari". Það finnst mér mjög fyndið. En var hins vegar að átta mig á því að fáu fötin sem ég kemst ennþá í eru af systrum mínum hinum... ja... ódigrari(?).
Er annars bara að veifa tánum og þýða einhverjar dobíur. Við hjónaleysin settumst niður áðan og skrifuðum lista yfir allt sem við eigum eftir að gera. Í ljós kom að:
- Hann var langur.
- Rannsóknarskip þarf að gera næstum allt sem er á honum.
Sem þýðir að ég reyni að sjá um þyðingaverkefni heimilisins á meðan. Veit reyndar ekki hvað verður mikið vit í því. Virðist vera búin að missa niðrum mig hæfileikann til að sofa almennilega. Það er ótrúlega glatað. Er alltaf hálfsofandi, en aldrei alveg.
Er þó að lesa Da Vinci lykilinn og hún er nú alveg að hjálpa til. Mér finnst þetta nefnilega eiginlega frekar leiðinleg bók.
Er annars bara að veifa tánum og þýða einhverjar dobíur. Við hjónaleysin settumst niður áðan og skrifuðum lista yfir allt sem við eigum eftir að gera. Í ljós kom að:
- Hann var langur.
- Rannsóknarskip þarf að gera næstum allt sem er á honum.
Sem þýðir að ég reyni að sjá um þyðingaverkefni heimilisins á meðan. Veit reyndar ekki hvað verður mikið vit í því. Virðist vera búin að missa niðrum mig hæfileikann til að sofa almennilega. Það er ótrúlega glatað. Er alltaf hálfsofandi, en aldrei alveg.
Er þó að lesa Da Vinci lykilinn og hún er nú alveg að hjálpa til. Mér finnst þetta nefnilega eiginlega frekar leiðinleg bók.
18.12.05
Fjölfatlað annríki
Fórum í gær í gífurlegt ferðalag. Nú eru næstum allar jólagjafir komnar í hús auk þess sem fjölskyldumeðlimurinn verðandi á nú rúm og sæng. Mér er mjög hughægra. Litla syss kom til landsins í gær, fór beint að djamma og er sofandi. Það var víst mikklu kaldara og jólalegra í Noregi og hún tjáði mér að ég væri feit. Sem voru mér nú engar fréttir.
Svo er ég búin að koma mér upp þýðingaraðstöðu fyrir hreyfihamlaða, sem er eins gott. Fékk mjög merkilegt verkefni. Að því tilefni er getraun:
Sé maður að texta hvaða mynd getur maður lent í þeim ósóma að þurfa að texta allan textann við Moon River, en er samt allan tímann með allt annað lag á heilanum hvers texti hefst á orðnum:
You say, that we've got nothing incommon
No common ground to start from
And we're falling apart
?
Svo er ég búin að koma mér upp þýðingaraðstöðu fyrir hreyfihamlaða, sem er eins gott. Fékk mjög merkilegt verkefni. Að því tilefni er getraun:
Sé maður að texta hvaða mynd getur maður lent í þeim ósóma að þurfa að texta allan textann við Moon River, en er samt allan tímann með allt annað lag á heilanum hvers texti hefst á orðnum:
You say, that we've got nothing incommon
No common ground to start from
And we're falling apart
?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)