Mér skilst að það sé tiltektardagur á Eyjarslóðinni á laugardag. Við hjónin verðum sennilega nokkuð vant við látin, en til þess að leggja mitt að mörkum til mætingar hef ég ákveðið að yfirmaður Tiltektardax, hún Júlía Hannam, verður ein þeirra allra fyrstu til að fá fréttir í sms-i. Og það verður örugglega löngu áður en þær birtast hér. Þannig að ef menn vilja vera með þeim fyrstu með fréttirnar þurfa þeir að vinna fyrir þeim með skítverkum.
Og, Árni var að frétta að morgundagurinn væri alls ekki sem verstur til fæðinga. Það ku vera afmælisdagurinn hans Mozarts. Hvernig hljómar Amadeus Árnason? Kallaður Ammi?
26.1.06
+13
Jájájá. Þá er nú þessi aldeilis ljómandi skemmtilegi hangitími að renna sitt skeið. Best að nota tækifærið og þakka kærlega fyrir allan veittan stuðning, hollráð, brandara og fallegar huxanir sem eru gjörsamlega búnar að streyma til okkar Árna í gegnum kommentakerfið og alheiminn síðustu vikur. Þrátt fyrir allt hangið þá verður nú því mikilvægasta náð. Að eiga um helgi þegar ekkert er í sjónvarpinu, og vera búin að því áður en Lost og Desperate Housewifes hefja göngu sína.
Eitthvað var ég búin að hugsa um hvort okkur yrði svefnsamt þegar komið yrði svona afgerandi deddlæn á dæmið. En það varð okkur sko heldur betur. Eftir 16 tíma svefn síðasta sólarhring er ég núna að láta heimilið undirgangast meiriháttar tiltekt og viðringu til að reyna að undirbyggja sömu svefnsemi næstu nótt.
Mér skilst að morgundagurinn gæti orðið dáldið langur og leiðinlegur, en við erum við öllu búin, búin að pakka kotrunni, sjóorustunni, Gísla Halldórssyni að lesa Góða dátann Svejk, fartölvunni og 3. seríu af Angel. Meðal annars.
Og svo er bara að sjá hvað zetur.
Eitthvað var ég búin að hugsa um hvort okkur yrði svefnsamt þegar komið yrði svona afgerandi deddlæn á dæmið. En það varð okkur sko heldur betur. Eftir 16 tíma svefn síðasta sólarhring er ég núna að láta heimilið undirgangast meiriháttar tiltekt og viðringu til að reyna að undirbyggja sömu svefnsemi næstu nótt.
Mér skilst að morgundagurinn gæti orðið dáldið langur og leiðinlegur, en við erum við öllu búin, búin að pakka kotrunni, sjóorustunni, Gísla Halldórssyni að lesa Góða dátann Svejk, fartölvunni og 3. seríu af Angel. Meðal annars.
Og svo er bara að sjá hvað zetur.
25.1.06
Stjörnuvitlaus?
Stjörnukort Godots fer að verða hið áhugaverðasta. Fyrirfram hafði verið gert ráð fyrir að hann fæddist steingeit skv. vestrænni stjörnuspeki og tréhani skv. þeirri kínversku. Einhvers staðar var ég búin að gera persónlueikaspá byggða á þeim vísindum. Nú er hann hins vegar kominn vel inn í vatnsbera og ætti að vera mjög eindreginn slíkur. Ekki nóg með það, heldur eru kínversk áramót á sunnudaginn. Hann fæðist því líklega 1 til 2 dögum fyrir þau, og verður því einhvers staðar á milli þess að vera tréhani eins og mamma mín, og eldhundur eins og pabbi minn.
Þetta barn gæti því átt við mjög alvarlega margklofinn persónuleika að stríða, svo það gæti komið sér vel fyrir það að eiga móðursystur sem er vel útfarin í barnasálgreiningarferlum.
Er annars búin að gera eins og mér var sagt og sofa í allan dag. Annars finnst mér orðið að enginn hafi nokkurn tíma sagt nokkuð annað við mig en að ég ætti að fara rólega og varlega og hvíla mig. Hlakka til þegar ég má fara að fara órólega, óvarlega, hvíla mig ekki neitt og fá mér bjór!
Þetta barn gæti því átt við mjög alvarlega margklofinn persónuleika að stríða, svo það gæti komið sér vel fyrir það að eiga móðursystur sem er vel útfarin í barnasálgreiningarferlum.
Er annars búin að gera eins og mér var sagt og sofa í allan dag. Annars finnst mér orðið að enginn hafi nokkurn tíma sagt nokkuð annað við mig en að ég ætti að fara rólega og varlega og hvíla mig. Hlakka til þegar ég má fara að fara órólega, óvarlega, hvíla mig ekki neitt og fá mér bjór!
+12
Áhugaverður morgunn. Fæðingalæknirinn var rétt rúmlega 12 ára. Hann framkvæmdi frekar þjáningafulla skoðun og tilkynnti svo að leghálsinn á mér væri lokaður og læstur og næði hálfa leið til Öxarfjarðar. Í framhaldinu á ég að leggjast inn á meðgöngudeild fyrir allar aldir á föstudagsmorgun þar sem hafist skal handa við að "troða upp" ýmsu dóti sem ku eiga að koma af stað fæðingu. Er ekki viss um að ég hafi mikla trú á að það hafist... Það sem hefur aldrei gerst áður...
Bibba- og Siggudísardagur virðist allavega ætla að vera tíðindalaus, eins og barneignadagur Rannveigar sem var í gær.
Og þá er best að reyna að hlýða fyrirmælum ljósmæðrafélaxins og sofa til föstudax.
Bibba- og Siggudísardagur virðist allavega ætla að vera tíðindalaus, eins og barneignadagur Rannveigar sem var í gær.
Og þá er best að reyna að hlýða fyrirmælum ljósmæðrafélaxins og sofa til föstudax.
24.1.06
+11
Ellefu dögum framyfir er ekki rétti tíminn til að kerfið fokki í manni. Ónei. Í dag átti ég að mæta í þessa fínu mæðraskoðun. Var alveg ósofin og úldin og kenndi mér ýmissa meina og hafði í fyrsta skipti alveg heilan haug til að kvarta og kveina yfir og ætlaði að skemmta mér vel við það.
En, þegar ég mætti á svæðið þá var ljósmóðirin mín veik, hafði ekki skrifað mig neitt niður og sú sem var að leysa hana af var farin heim. Og það hafði átt að gera allskyns ráðstafanir varðandi eftirlit og eitthvað sem ég kunni ekki frekari skil á. Heimurinn fórst, ég fór að grenja og hringdi uppá Miðstöð Mæðraverndar. Sem betur fór hafði konan þar mikinn skilning á vandamálinu og kom málum þannig fyrir að í fyrramálið á ég að fara á fæðingardeildina í... eitthvað sem ég kann ennþá engin skil á, en ég held allavega að ég sé aftur komin í eitthvað... svona... eftirlit.
Ég hélt nú eiginlega að eftir 42 vikna meðgöngu ætti maður að vera orðinn of breiðvaxinn til að detta niður um glufur í kerfinu...
En, þegar ég mætti á svæðið þá var ljósmóðirin mín veik, hafði ekki skrifað mig neitt niður og sú sem var að leysa hana af var farin heim. Og það hafði átt að gera allskyns ráðstafanir varðandi eftirlit og eitthvað sem ég kunni ekki frekari skil á. Heimurinn fórst, ég fór að grenja og hringdi uppá Miðstöð Mæðraverndar. Sem betur fór hafði konan þar mikinn skilning á vandamálinu og kom málum þannig fyrir að í fyrramálið á ég að fara á fæðingardeildina í... eitthvað sem ég kann ennþá engin skil á, en ég held allavega að ég sé aftur komin í eitthvað... svona... eftirlit.
Ég hélt nú eiginlega að eftir 42 vikna meðgöngu ætti maður að vera orðinn of breiðvaxinn til að detta niður um glufur í kerfinu...
23.1.06
+10
Murrrr. Kann einhver að búa til svona myndaalbúm á alnetinu, eitthvað sem er þokkalega þægilegt að vinna með til framtíðar? Er langt komin með að pirra úr mér barnið með tilraunastarfsemi sem klúðrast svo og fer bara í pirrurnar á mér. (Sem þýðir náttlega að ég ætti að halda áfram að reyna...?)
Í dag er víst ömurlegasti dagur ársins, skv. Mogganum, þannig að ég er að huxa um að eiga ekki í dag. (Gá hvort asnaaðferðin virkar.) Rannsóknarskip fór í skólann með nokkrum semingi. Hann er þess alltaf fullviss að barnið spýtist úr mér um leið og hann snýr sér undan.
Allavega, held mér ætti að takast að birta hér, vegna fjölda áskorana, myndir af Kafbátnum Godoti eins og hann leit út daginn sem hann átti að fæðast:
Í dag er víst ömurlegasti dagur ársins, skv. Mogganum, þannig að ég er að huxa um að eiga ekki í dag. (Gá hvort asnaaðferðin virkar.) Rannsóknarskip fór í skólann með nokkrum semingi. Hann er þess alltaf fullviss að barnið spýtist úr mér um leið og hann snýr sér undan.
Allavega, held mér ætti að takast að birta hér, vegna fjölda áskorana, myndir af Kafbátnum Godoti eins og hann leit út daginn sem hann átti að fæðast:
22.1.06
+9
Maður fer nú alveg að gefast upp og byrja bara að telja niður í gangsetningu í vikulokin. Erum nú samt búin að taka eina tiltekt í morgun og Rannsóknarskip planar að taka mig með í testósterónmettað umhverfi að horfa á brjálaðan fótboltaleik (Liverpúl - Júnæted) til þess að athuga hvort ekki gerist eitthvað. Hann var líka búinn að ákveða Kafbátur GO skyldi horfa á þennan leik. Og það verður víst bara að hafa það þó hann sé enn pakkaður inn í mig.
Annars finnst mér þessi barneign vera farin að fá frekar myglað yfirbragð. Fæðingadeildartaskan rykfellur uppi í herbergi. Ég er löngu búin að gleyma hvar ég gekk frá barnafötunum og eiginlega bara alveg hætt að bíða með neinni óþreyju. Bara orðinn þreytt á að vera alltaf syfjuð og geta ekki gert allt sem ég vil. Huxa að það endi bara með því að ég fari að sauma gluggatjöld í vikunni. Og láti bara sem ekkert c.
Annars finnst mér þessi barneign vera farin að fá frekar myglað yfirbragð. Fæðingadeildartaskan rykfellur uppi í herbergi. Ég er löngu búin að gleyma hvar ég gekk frá barnafötunum og eiginlega bara alveg hætt að bíða með neinni óþreyju. Bara orðinn þreytt á að vera alltaf syfjuð og geta ekki gert allt sem ég vil. Huxa að það endi bara með því að ég fari að sauma gluggatjöld í vikunni. Og láti bara sem ekkert c.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)