Var rétt búin með Marple þegar ég fann aðra. Við Freigáta erum komnar austur. Sem er gott. Þá hef ég pössun til að klára Marple. Svo komum við heim um leið og Rannsóknarskip og Smábátur á sunnudag, en þá fá þeir að rogast með Freigátuna þangað til ég er búin að jafna mig í bakinu. Hún er búin að átta sig á því hvernig fjölskyldan hefur farið minnkandi undanfarið og ætlast nú til skýlauss og stanslauss áhalds af hálfu Móðurskipsins, sem er greinilega ekki búið að vera nógu duglegt í ræktinni.
Litlan er líka að hamast við að læra orð, þessa dagana. Amma-Freigáta er í öngum sínum eftir að hafa óvart kennt henni sögnina að ulla. Og hvernig það lítur út.
Yfir og út í góða veðrið. (Sem aldrei slíku vant er hérna, í alvöru.)
13.6.07
Enn fækkar
Þá er Smábáturinn sigldur (með flugi) norður í land, og við Freigáta orðnar einar í kotinu. Ba frænka er reyndar ennþá á meðal vor, en hún ætlar til Vestmannaeyja í fyrramálið. Við Freigáta förum svo austur á föstudag og svo styttist líka óðum í Frakklandsferð. En ég er ekki einu sinni byrjuð að pakka.
Hvaða rólegheit?
Jú, ég er að lesa allt of spennandi bók fyrir einstæðar mæður. Er búin að komast að því að ef maður ætlar að "halda heimili" að einhverju viti, svona einn og sjálfur, þá þýðir ekkert að vera að lesa spennandi bækur. Þó maður lesi fram á nótt, tekur barnormurinn ekkert tillit til þess og rífur mann upp jafneldsnemma morguninn eftir. Ef maður síðan les á meðan ormurinn leggur sig, þá hefur maður misst af eina tækifærinu til laggningar þann daginn. Svo er mar bara úldinn og sybbinn og heimilisstörfin sitja endanlega á hakanum. Hvað þá niðurpakkningar. Og ætla ég að lofa bót og betrun? Hreint ekki. Geri ekki rassgat af viti fyrr en ég er búin með Dauðann á Prestssetrinu, og hananú! Þó það þýði að allir fari nærbuxnalausir til Frakklands.
Í öðrum fréttum er það helst að Rannsóknarskip sigraði Bandaleika í gærkveldi, við mikinn fögnuð sinn. Ég þurfti að hætta að tala við hann snarlega, þegar ég fór að heyra of mikil skemmtihljóð í kringum hann. Það er víst nóg að fást við Montpellier-kastið sem ég hef haft síðan í maí, þó ég ætli ekki að fá heimþrær í Svarfaðardalinn líka. Þá fyrst held ég að ég fengi annað staðleysutilfelli ("displacement disorder") sem ég upplifði fyrst þegar ég fór frá Frakklandi til Þýskalands á námskeið, fyrir sléttum fimm árum, bæðevei. Það ruglaði mig alveg í ríminu. Bóxtaflega.
Hvaða rólegheit?
Jú, ég er að lesa allt of spennandi bók fyrir einstæðar mæður. Er búin að komast að því að ef maður ætlar að "halda heimili" að einhverju viti, svona einn og sjálfur, þá þýðir ekkert að vera að lesa spennandi bækur. Þó maður lesi fram á nótt, tekur barnormurinn ekkert tillit til þess og rífur mann upp jafneldsnemma morguninn eftir. Ef maður síðan les á meðan ormurinn leggur sig, þá hefur maður misst af eina tækifærinu til laggningar þann daginn. Svo er mar bara úldinn og sybbinn og heimilisstörfin sitja endanlega á hakanum. Hvað þá niðurpakkningar. Og ætla ég að lofa bót og betrun? Hreint ekki. Geri ekki rassgat af viti fyrr en ég er búin með Dauðann á Prestssetrinu, og hananú! Þó það þýði að allir fari nærbuxnalausir til Frakklands.
Í öðrum fréttum er það helst að Rannsóknarskip sigraði Bandaleika í gærkveldi, við mikinn fögnuð sinn. Ég þurfti að hætta að tala við hann snarlega, þegar ég fór að heyra of mikil skemmtihljóð í kringum hann. Það er víst nóg að fást við Montpellier-kastið sem ég hef haft síðan í maí, þó ég ætli ekki að fá heimþrær í Svarfaðardalinn líka. Þá fyrst held ég að ég fengi annað staðleysutilfelli ("displacement disorder") sem ég upplifði fyrst þegar ég fór frá Frakklandi til Þýskalands á námskeið, fyrir sléttum fimm árum, bæðevei. Það ruglaði mig alveg í ríminu. Bóxtaflega.
12.6.07
Góða frúin á O'Carolans
Ótrúlega margir sem ég þekki hafa einhvern tíma búið í Montpellier. (Fyrir utan þá sem ég kynntist þar.) Og flestir þeirra áttu sér einhvern aðal-hangistað. Fæstir þann sama. Minn var lítill og fallegur írskur bar sem var rétt hjá þar sem ég bjó. Þar myndaðist, sérstaklega á seinni hluta ársins, afskaplega skemmtilegur fjölþjóðlegur hópur af allskyns fólki. Sem ég hélt að væri síðan allur farinn í sitthverja áttina.
Um daginn fann ég út að pöbburinn minn var kominn með mæspeis. Ég fann út að það var vegna þess að eigandinn var búinn að giftast tölvuvísri konu. Þetta varð til þess að ég bjó mér til mæspeis, til þess að geta sett komment, sem upprunalega átti bara að vera svona "hæ, ég ætla aldrei að koma aftur, en bið að heilsa öllum og gaman að sjá staðinn í netheimum." Nema hvað, í því ferli miðju ákváðum við að fara einmitt til Montpellier í sumar. Svo kommentið var svona, "hæ, það man örugglega enginn eftir mér, en ég er samt að koma." Svo fékk ég skilaboð frá góðu og tölvuvísu konunni. Hún baðst afsökunar á að hafa ekki svara fyrr. (Var í brúðkaupsferð.) En var síðan hreinlega búin að reikna út hverja ég þekkti sem ennþá væru þarna, sagði mér hvað þeir allir væru að gera, og spurði hvenær ég yrði á svæðinu, því hún ætlaði að segja þeim öllum það. Skemmst frá því að segja að ég þekki ennþá heilan haug af fólki í Montpellier. Og nú veit ég það.
Ég á ekki orð yfir alminilegheitin og hlakka núna ennþá meira til útlandafararinnar, ef það er hægt. Svo vorum við Gyða að ákveða að skreppa til Egilsstaða um helgina. Svo það eru bara brjáluð ferðalðg framundan.
Húsbóndalausa heimilið
er allt að komast í röð og reglu. Fyrstu dagana var Móðurskipið á barmi taugaáfalls og geðstrops af álaginu að vera einstæð móðir í nokkra daga. (Tekið skal fram að Móðurskip er alvarlega ofdekrað af heimilislegum og óstjórnlegum hæfileikum Rannsóknarskips til feðrunar.) En í dag virðist kominn vanagangur. Allavega er klukkan rúmlega níu, búið að ganga frá eftir kvöldmatinn í gær, fæða og klæða mig og sig og stefnan tekin út. Smábátur og Systurskútan sofa reyndar enn á sín grænu eyru, en Móðurskipið er nú aldeilis búin að hella uppá og leggja á borð fyrir m0rgunmatinn, svo þau þurfi nú örugglega ekkert annað að gera en að gúlla í sig þegar þau rakna úr rotinu. (Eins og mamma mín gerði alltaf.)
Stefna okkar Freigátu er annars tekin á einhvern róló. Það eru staðir sem hún fær aldrei nóg af, og alltaf kostar talsverðan hávaða að ná henni þaðan, sama hvað við erum lengi. Hún verður hroðboðslega hamingjusöm þegar hún byrjar á leikskóla í haust og fær slíkan til heimilis- og einkanota að vild, flesta daga. Svo er sólskin, svo ég ætla að taka með mér eina ólesna Agöthu sem ég fann, mér til mikillar gleði, í gær.
Ein saga að lokum: Freigátan átti óvenju órólegan dag í gær. Hún stoppaði aldrei, ekki einu sinni til að sofa, og gerði eingöngu það sem hættulegt var. Hún er núna 16 mánaða, hefur fulla hreyfigetu, en skilur enn mjög lítið um orsakir eða afleiðingar hlutanna. Ég ávað að gera tilraun, þegar ég var komin með nóg, og prófaði að slá létt á hendina hennar, um leið og ég sagði: "Má ekki!". Hún horfði á mig, ásökunaraugum, benti á hendina á sér og sagði: "Æ, æ!" Oft og lengi. Ég beið bara eftir að hún hringdi á barnaverndarnefndina. Og skilaboðin komust greinilega engan veginn til skila, því tveimur mínútum seinna var hún aftur farin að afklæða geisladiska föður síns.
Stefna okkar Freigátu er annars tekin á einhvern róló. Það eru staðir sem hún fær aldrei nóg af, og alltaf kostar talsverðan hávaða að ná henni þaðan, sama hvað við erum lengi. Hún verður hroðboðslega hamingjusöm þegar hún byrjar á leikskóla í haust og fær slíkan til heimilis- og einkanota að vild, flesta daga. Svo er sólskin, svo ég ætla að taka með mér eina ólesna Agöthu sem ég fann, mér til mikillar gleði, í gær.
Ein saga að lokum: Freigátan átti óvenju órólegan dag í gær. Hún stoppaði aldrei, ekki einu sinni til að sofa, og gerði eingöngu það sem hættulegt var. Hún er núna 16 mánaða, hefur fulla hreyfigetu, en skilur enn mjög lítið um orsakir eða afleiðingar hlutanna. Ég ávað að gera tilraun, þegar ég var komin með nóg, og prófaði að slá létt á hendina hennar, um leið og ég sagði: "Má ekki!". Hún horfði á mig, ásökunaraugum, benti á hendina á sér og sagði: "Æ, æ!" Oft og lengi. Ég beið bara eftir að hún hringdi á barnaverndarnefndina. Og skilaboðin komust greinilega engan veginn til skila, því tveimur mínútum seinna var hún aftur farin að afklæða geisladiska föður síns.
10.6.07
Ekkja grass
Nú erum við Freigáta búnar að vera einar heima um helgina. Bára og Hugga Móðu hafa reyndar verið duglegar að taka einn og einn Barbapapalestur. Svo fáum við Smábátinn aftur í kvöld. Hann verður píndur til að taka til í herberginu sínu, og síðan sendur norður á miðvikudag.
Freigátan er farin að myndast við að telja, og er farin að vera nokkurn veginn skiljanleg upp í þrjá. Hún er hins vegar ekki farin að segja pabbi. Þrátt fyrir mikla kennslutilburði Rannsóknarskips frá fæðingu. (Hennar.) Ég tjáði henni áðan að nú kæmi pabbi ekkert aftur fyrr en húnn segði "pabbi". Hún brosti sínu blíðasta og tróð upp í sig heilum naglaklippum.
Fórum annars lenngi á leikvöll í morgun og í sund seinnipartinn svo nú á ég von á auðveldri svæfingu í kvöld. Fyrsta kvöldið grenjaði hún þangað til hún gubbaði, annað kvöldið lá hún í rúminu sínu og söng fram undir miðnætti. Rannsóknarskip er orðinn allt of nauðsynlegur í þessu ferli. Hann lætur annars mjög vel af námskeiðinu sem hann er á, og í gær þegar ég heyrði í honum mátti heyra óm af söng. Líklega bara ekkert leiðinlegt í dal Svarfaðar.
Eins og myndirnar súna er farið að pjattast við að máta sumarfötin fyrir Frakklandsferð, og svo kom Hugga móða frá Barcelona með þennan flotta senjórítukjól.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)