Það er ekki mikið mál að halda ammli fyrir 18 10 ára börn. Maður þarf bara að gefa þeim að borða, að öðru leyti sjá þau alveg um sig sjálf. Gummi Erl (sem heitir líka Pabbans Kolbeins í ákveðnum kreðsum) hjálpaði til við afgreiðslu pulsa og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Þegar við Guðmundur stungum af á Hugleixfund var allt að stefna í eitthvað sem kallast "Kyssustríð". Hljómar spennandi...
Í nótt dreymdi mig að ég væri á framlínunni hjá Man. Utd. Og ég skoraði meiraðsegja, yfir hausinn á Rooney! Merkilegur draumur.
Smábátur er fyrir norðan heiðar þessa helgina og deginum eyddi restin af fjölskyldunni í hömlulausu búðarrápi upp og niður Laugaveginn. Samtals eyddum við formúgu. En ég held líka að nú eigum við öll nóg föt. Og Rannsóknarskip á bók.
Og ég var að koma af japanskri gestasýningu í Noh stíl í Þjóðleikhúsinu. Kannski skrifa ég einhverskonar rýni... ef ég nenni.
Freigátan hefur fullorðans ógurlega á síðustu dögum. Hún er lengi búin að ormast um á maganum, en nú er hún farin að skríða eins og manneskja og fer í nokkuð langa leiðangra um stofuna. Svo kann hún að segja mamma og segir það mikið og oft í ýmsum tóntegundum. Móðurskipinu til mikillar hamingju. Hún kann líka að segja pabba, en það er miklu meira spari.
Skilnaðarkötturinn heldur enn til hérna, svona stundum, en passar sig að láta ekki sjá sig á opnunartímum í Kattholti. Frekar snjall.
Og það er kominn september. Og sumarblíða.
2.9.06
31.8.06
Djísuss Kræst!
Það er nebblega það. Það er hægt að fá Uppreisn Æru hjá forsetanum. (Það er reyndar líka hægt að fá hana hjá Ármanni Guðmundssyni og trúlega hérna í handritasafninu...) Og þar með er maður kominn með óflekkað mannorð. Mér finnst þetta nú soldið eins og að kaupa sér syndaaflausn hjá kaþólsku kirkjunni. Komm on! Ef maður skítur á sig, og skiptir svo um buxur, breytir það ekki þeirri staðreynd að maður skeit á sig. Og maður er ekkert með óflekkað mannorð meðan allir vita að maður er steliþjófur. Mér finnst að eina leiðin til að Árni Jónsen geti farið til að fá einhverskonar uppreisn sé að skila aftur grjótinu sem hann stal. Og ef þessi fordómafulla risaeðla fer aftur á þing er ég flutt til útlanda. (EKKI Vestmannaeyja.)
Í öðrum fréttum, í dag gerist sá stórviðburður að ég held mitt fyrsta barnaafmæli. Smábátur, sem varð 10 ára á Jónsmessu, fær að bjóða öllum bekknum í pulsupartí. Ku eiga að verða mikið stuð. Ég veit ekki baun hvað ég er að fara útí. En sting af á höfundafund hjá Hugleiki klukkan 19.00 eða uppúr því.
Og hún Halla mín er farin að blogga. Það er kominn linkur á hana í linkalistann.
Og, í dag, klukkan 11, fer Hogwarts-lestin frá brautarpalli 9 og 3/4. Nú vita alls ekki allir um hvað ég er að tala. Lagðist í njósnir um daginn og mér sýnist vera orðrómur á kreiki um að 7. Harry Potter bókin komi út þann 07.07.07 sem er nú bara svo kúl að ég treysti mér næstum alveg til að bíða eftir því.
Og, var að rekast á þau tíðindi, á förnum vegi í bloggheimum, að nú væri farið að samlesa leikritið mitt fyrir austan. Einhvernveginn gleymi ég alltaf að það sé í gangi. Nú þarf ég að fara að njósna og forvitnast. Og vita hvort ég þarf ekki að laga eitthvað.
Í öðrum fréttum, í dag gerist sá stórviðburður að ég held mitt fyrsta barnaafmæli. Smábátur, sem varð 10 ára á Jónsmessu, fær að bjóða öllum bekknum í pulsupartí. Ku eiga að verða mikið stuð. Ég veit ekki baun hvað ég er að fara útí. En sting af á höfundafund hjá Hugleiki klukkan 19.00 eða uppúr því.
Og hún Halla mín er farin að blogga. Það er kominn linkur á hana í linkalistann.
Og, í dag, klukkan 11, fer Hogwarts-lestin frá brautarpalli 9 og 3/4. Nú vita alls ekki allir um hvað ég er að tala. Lagðist í njósnir um daginn og mér sýnist vera orðrómur á kreiki um að 7. Harry Potter bókin komi út þann 07.07.07 sem er nú bara svo kúl að ég treysti mér næstum alveg til að bíða eftir því.
Og, var að rekast á þau tíðindi, á förnum vegi í bloggheimum, að nú væri farið að samlesa leikritið mitt fyrir austan. Einhvernveginn gleymi ég alltaf að það sé í gangi. Nú þarf ég að fara að njósna og forvitnast. Og vita hvort ég þarf ekki að laga eitthvað.
30.8.06
Þær björtu
Það er staðreynd að sjaldan er ein báran stök og flónska heimsins ríður aldrei við einteyming. Það er líka staðreynd að síðan Freigátan fæddist hefur allur minn persónuleiki lagst á mýkri hliðina og þar liggur hann enn. Ég má því ekkert aumt sjá, heyra eða frétta af án þess að verða fullkomlega miður mín. Slæmir hlutir mega ekki einu sinni næstum koma fyrir börn í sjónvarpinu. Fyrir var ég komin með andstyggð á hvers konar ofbeldi í kvikmyndum eða sjónvarpi, nema þá og því aðeins að viðfangsefni væru forynjur.
Í raunverulega lífinu skilur fólk og flytur úr hverfinu og lokar öllum símunum sínum og skilur hálfvaxna kettlinga eftir á vergangi á veröndinni minni. Í mogganum má lesa um stríð í Úganda sem að mestu leyti er háð af börnum. Þeir sem helst vilja brúka börn í byssufóður þar í landi kalla sig Andspyrnuhreyfingu Drottins. Ef það ætti nú að gera úttekt á höfðatölunni á því í nafni hvaða trúar viðurstyggilegustu glæpirnir hafa verið framdir og flestir drepnir, svona yfirhöfuð, held ég að Islemirnir eigi ekkert í okkur. Fyrir nú utan að nær okkur verða börn móðurlaus, fólk fellur fyrir eigin höndum og af slysförum og svo mætti áfram telja. Stundum gerist þetta allt í einu.
Þegar vonska heimsins nær og fjær verður svo yfirþyrmandi að konan í sjálfri mér verður miður sín, þarf maður að gera úttekt á björtu hliðunum. Hér eru nokkrar:
1. Rannsóknarskip Orton. Ég átti ekkert sérstaklega von á að giftast. Enn síður átti ég von á að eignast jafn frábæran mann og raun ber vitni. Elsku Árni minn er mjög alvarlega frábær í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Aukinheldur algjörlega laus við dramb eða hroka þessvegna, heldur er ekkert nema hógværðin, tillitssemin og góðsemin í hvívetna, í ofanálag. Algjörlega dásamlegur eiginmaður og fjölskyldufaðir. Auðvitað einblínir maður nú ekki lengi á dekkri hliðar tilverunnar þegar maður á svona ljósgeisla í lífinu sínu.
2. Smábátur siglir hraðbyri í að verða fyrirmynd annarra barna í einu og öllu. Byrjar veturinn einstaklega vel, ekkert nema þægðin, duglegurnar og yndislegheitin. Hvers manns hugljúfi og þar að auki að byrja að verða leikskáld.
3. Heilsuátak fjölskyldunnar. Sennilega það snjallasta sem okkur hefur dottið í hug. Það gengur svona líka glimmrandi vel. Mörinn rennur af strákunum mínum í stríðum straumum og allir eru ánægðir með heilsufæðið.
4. Veðrið. Ég er nú svo undarleg að mér finnast haustveður æðisleg. Hvort sem það er rok og rigning eða sól og kalt. Það er alltaf góð lykt úti núna.
5. Hugleikurinn minn er æði. Hann er svoleiðis að springa úr sköpunarkrafti og spennandi verkefnum núna að allir sem koma nálægt honum smitast. Mikill hugur í mönnum varðandi vetrarstarfið og þegar svoleiðis er er nú gaman að vera í stjórn. Þá er bara spurning um að beina hugmyndaflóðunum í farvegi.
6. Vinnan er skemmtileg. Gaman að vera komin þangað aftur, og svo er hún alveg passlega löng. (Og Rannsóknarskipið stendur sig auðvitað eins og hetja á meðan ég er það. Þegar ég kem heim er ævinlega búið að taka til og elda.)
7. Og um helgina er spennandi gestasýning í Þjóðleikhúsinu. Brúðuheimili Ibsens í japanskri noh-uppsetningu. Hana ætla ég að sjá, ef ég mögulega get.
Sko! Eiginlega bara gaman í mínum bekk.
Í raunverulega lífinu skilur fólk og flytur úr hverfinu og lokar öllum símunum sínum og skilur hálfvaxna kettlinga eftir á vergangi á veröndinni minni. Í mogganum má lesa um stríð í Úganda sem að mestu leyti er háð af börnum. Þeir sem helst vilja brúka börn í byssufóður þar í landi kalla sig Andspyrnuhreyfingu Drottins. Ef það ætti nú að gera úttekt á höfðatölunni á því í nafni hvaða trúar viðurstyggilegustu glæpirnir hafa verið framdir og flestir drepnir, svona yfirhöfuð, held ég að Islemirnir eigi ekkert í okkur. Fyrir nú utan að nær okkur verða börn móðurlaus, fólk fellur fyrir eigin höndum og af slysförum og svo mætti áfram telja. Stundum gerist þetta allt í einu.
Þegar vonska heimsins nær og fjær verður svo yfirþyrmandi að konan í sjálfri mér verður miður sín, þarf maður að gera úttekt á björtu hliðunum. Hér eru nokkrar:
1. Rannsóknarskip Orton. Ég átti ekkert sérstaklega von á að giftast. Enn síður átti ég von á að eignast jafn frábæran mann og raun ber vitni. Elsku Árni minn er mjög alvarlega frábær í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Aukinheldur algjörlega laus við dramb eða hroka þessvegna, heldur er ekkert nema hógværðin, tillitssemin og góðsemin í hvívetna, í ofanálag. Algjörlega dásamlegur eiginmaður og fjölskyldufaðir. Auðvitað einblínir maður nú ekki lengi á dekkri hliðar tilverunnar þegar maður á svona ljósgeisla í lífinu sínu.
2. Smábátur siglir hraðbyri í að verða fyrirmynd annarra barna í einu og öllu. Byrjar veturinn einstaklega vel, ekkert nema þægðin, duglegurnar og yndislegheitin. Hvers manns hugljúfi og þar að auki að byrja að verða leikskáld.
3. Heilsuátak fjölskyldunnar. Sennilega það snjallasta sem okkur hefur dottið í hug. Það gengur svona líka glimmrandi vel. Mörinn rennur af strákunum mínum í stríðum straumum og allir eru ánægðir með heilsufæðið.
4. Veðrið. Ég er nú svo undarleg að mér finnast haustveður æðisleg. Hvort sem það er rok og rigning eða sól og kalt. Það er alltaf góð lykt úti núna.
5. Hugleikurinn minn er æði. Hann er svoleiðis að springa úr sköpunarkrafti og spennandi verkefnum núna að allir sem koma nálægt honum smitast. Mikill hugur í mönnum varðandi vetrarstarfið og þegar svoleiðis er er nú gaman að vera í stjórn. Þá er bara spurning um að beina hugmyndaflóðunum í farvegi.
6. Vinnan er skemmtileg. Gaman að vera komin þangað aftur, og svo er hún alveg passlega löng. (Og Rannsóknarskipið stendur sig auðvitað eins og hetja á meðan ég er það. Þegar ég kem heim er ævinlega búið að taka til og elda.)
7. Og um helgina er spennandi gestasýning í Þjóðleikhúsinu. Brúðuheimili Ibsens í japanskri noh-uppsetningu. Hana ætla ég að sjá, ef ég mögulega get.
Sko! Eiginlega bara gaman í mínum bekk.
28.8.06
Lífsháski
Eftir grimmilega árás geitungs á baðherberginu, og frækilegt framferði Rannsóknarskips við að ráða niðurlögum hans, ákváðum við Freigáta að eyða afmælisdegi hennar í IKEA. Heimilið er mörgum nytsamlegum þarfaþingum ríkara, en afmælisbarninu 7 mánaða var farið að leiðast þófið nokkuð, þrátt fyrir það nýnæmi að fá að aka í innkaupakerru. Það varð mjög gamalt á þessum tveimur tímum.
Allavega, í tilefni daxins eru myndir af dugnaði heimasætunnar. Nú kann hún að:
Raða klassísku diskunum hans pabba síns...
...og hjálpa mömmu sinni að prjóna.
Allavega, í tilefni daxins eru myndir af dugnaði heimasætunnar. Nú kann hún að:
Raða klassísku diskunum hans pabba síns...
...og hjálpa mömmu sinni að prjóna.
Drama
Þá eru vetrardaxkrár leikhúsanna farnar að liggja fyrir. Mig langar alveg að sjá ýmislegt af þeim. Ef ég get. Verð allavega örugglega duglegri en í fyrra. Var einmitt að sjá vetrardaxkrá Þjóðleikhússins og þar langar mig m.a. að sjá Sitji guðs englar (bækur Guðrúnar Helga í leikgerð Illuga Jökuls, getur ekki klikkað) Leg (söngleikur eftir Hugleik Dagsson) og japönsku gestasýningarnar (m.a. vegna þess að hið herfileiðinlega stykki Brúðuheimili hljómar mun skátta í Noh stíl.)
Annars átti Rannsóknarskip Orton góðan og dramatískan einlínung, upp úr eins manns hljóði, fyrir nokkru þegar hann var að horfa á auglýsingu frá hjálparsíma Rauða krossins í sjónvarpinu:
Mikil mildi er það nú fyrir íslensku þjóðina að Linda Pétursdóttir skuli ekki hafa ákveðið að leggja fyrir sig leiklist.
Annars átti Rannsóknarskip Orton góðan og dramatískan einlínung, upp úr eins manns hljóði, fyrir nokkru þegar hann var að horfa á auglýsingu frá hjálparsíma Rauða krossins í sjónvarpinu:
Mikil mildi er það nú fyrir íslensku þjóðina að Linda Pétursdóttir skuli ekki hafa ákveðið að leggja fyrir sig leiklist.
27.8.06
Af hárlitun og fleiru...
Lét mér detta sú fásinna í hug að lita á mér hárið á meðan Rannsóknarskip var í golfi. Freigátan var sofandi þegar ég byrjaði, en ekki lengi. Og fékk þessutan sitt fyrsta mömmuskjóðukast þannig að Smábátur gat ekki bjargaðmálum þó hann gerði sitt besta. Þess vegna varð haddur vor ekki páskaungagulur, heldur páksaungagul-flekkóttur. Sem er reyndar bara meira fönkí. Næst ætla ég að fá mér fjólubláan lit ofan á og gá hvað gerist. Spennandi tímar.
Annars er það helst í fréttum að við Smábátur fórum í gær á Pærets off ðe karabían númer tvö. Við vorum sammála um að hin hefði verið skeríari, en þessi væri slímugri. Við komumst líka að því að það liggur ofboðslega beint við að hjóla í Háskólabíó.
Dagurinn í dag er ekki byrjaður, við erum bara að hafa það notalegt fyrir framan barnatímann. Rannsóknarskip er í einhverju ofur-þýðingarverkefni þessa dagana svo ætlunin er að gefa honum vinnufrið í dag. Og hryggurinn sem var í frystinum reyndist vera HJÚDS þannig að hann verður geymdur þangað til við nennum að hafa matarboð. Í sunnudaxhádeginu ætla ég þess í stað að elda kjúklingaævintýru með tortellini. Mun verða einstök uppfinning. Get samt ekki sett uppskriftir á bloggið mitt, eins og Ylfa, af því að ég man aldrei stundinni lengur hvernig ég elda neitt. Ég er nefnilega haldin tilraunaeldhús-heilkenni.
Annars er það helst í fréttum að við Smábátur fórum í gær á Pærets off ðe karabían númer tvö. Við vorum sammála um að hin hefði verið skeríari, en þessi væri slímugri. Við komumst líka að því að það liggur ofboðslega beint við að hjóla í Háskólabíó.
Dagurinn í dag er ekki byrjaður, við erum bara að hafa það notalegt fyrir framan barnatímann. Rannsóknarskip er í einhverju ofur-þýðingarverkefni þessa dagana svo ætlunin er að gefa honum vinnufrið í dag. Og hryggurinn sem var í frystinum reyndist vera HJÚDS þannig að hann verður geymdur þangað til við nennum að hafa matarboð. Í sunnudaxhádeginu ætla ég þess í stað að elda kjúklingaævintýru með tortellini. Mun verða einstök uppfinning. Get samt ekki sett uppskriftir á bloggið mitt, eins og Ylfa, af því að ég man aldrei stundinni lengur hvernig ég elda neitt. Ég er nefnilega haldin tilraunaeldhús-heilkenni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)