Kallaði dóttur mína hlandfötu áðan. Það þótti nú Smábátnum aldeilis skemmtilegt orð.
Þá er búið að sinna uppeldinu í dag.
11.5.06
Úff
Er alveg bara ve-heik. EIns og sést á fáránlegum fjölda pikkvilla í síðustu færslu. Og er á milli svefna að áhyggjast yfir að þurfa að pakka niður í dag, fara austur á morgun og fara í jarðarför hinn daginn.
Akkurru verður maður aldrei lasinn þegar mar má vera að því? Hef t.d. ekkert betra að gera í næstu viku.
Akkurru verður maður aldrei lasinn þegar mar má vera að því? Hef t.d. ekkert betra að gera í næstu viku.
10.5.06
Jarðarför
Um síðustu helgi lést hann fóstri minn, Gísli sem lengst af bjó á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu. Hann kenndi mér ýmislegt, eins og t.d. að morgunsárið er ekki morgun-sárið, heldur morguns-árið. Sbr. árla morguns. Hann kenndi mér líka að brúka stuðla og höfuðstafi í kveðskap áður en ég varð 10 ára, og hugðist gera úr mér hagyrðing mikinn. Tóxt það reyndar ekki, en gerði það að verkum að ég fæ klíju og grænar ef ég heyri leirburð. (Nema eftir mjöööög mikið áfengi.)
Hann Gísli varð ekkert ógurlega gamall, en þó kannski eldri en nokkur bjóst við, þar sem hann var búin að eiga lengi við veikindi að stríða.
Um næstu helgi er ég sumsé að fara eystra með Rannsóknarskipip og Freigátu meðferðis, til að jarða þennan heiðursmann. Verð því utan þjónustusvæðis frá föstudegi til mánudax. Áður er ég að huxa um að skrifa minningargrein. Og Freigátan fær að fara í fyrsta sinn í flugvél. Það verður nú spennandi að sjá hvernig henni líkar það...
Annars er ég búin að ná mér í einhverja kveftangda veiki. Skrópaði í jógað í morgun (ákvað að vera ekki að smita 20 ungabörn ef ég kæmist hjá því) og ligg núna bara eins og eymingi með hor og slef á meðan Rannsóknarskip ryksugar. Verð að gera svo vel og jafna mig fyrir helgi, svo ég geti nú verið skemmtileg í jarðarför.
Í gær fór ég á tónlistarprógramm Hugleix í Þjóðleikhúskjallaranum. Það var skemmtilegt. Allir sungu og spiluðu óstjórnlega fallega. Hrifnust var ég af kántríútgáfi Ripps Rapps og Garfunkel á Söng Meyvants.
Allir að drífa sig á fimmtudaxkvöldið!
Hósópósíanna!
Hann Gísli varð ekkert ógurlega gamall, en þó kannski eldri en nokkur bjóst við, þar sem hann var búin að eiga lengi við veikindi að stríða.
Um næstu helgi er ég sumsé að fara eystra með Rannsóknarskipip og Freigátu meðferðis, til að jarða þennan heiðursmann. Verð því utan þjónustusvæðis frá föstudegi til mánudax. Áður er ég að huxa um að skrifa minningargrein. Og Freigátan fær að fara í fyrsta sinn í flugvél. Það verður nú spennandi að sjá hvernig henni líkar það...
Annars er ég búin að ná mér í einhverja kveftangda veiki. Skrópaði í jógað í morgun (ákvað að vera ekki að smita 20 ungabörn ef ég kæmist hjá því) og ligg núna bara eins og eymingi með hor og slef á meðan Rannsóknarskip ryksugar. Verð að gera svo vel og jafna mig fyrir helgi, svo ég geti nú verið skemmtileg í jarðarför.
Í gær fór ég á tónlistarprógramm Hugleix í Þjóðleikhúskjallaranum. Það var skemmtilegt. Allir sungu og spiluðu óstjórnlega fallega. Hrifnust var ég af kántríútgáfi Ripps Rapps og Garfunkel á Söng Meyvants.
Allir að drífa sig á fimmtudaxkvöldið!
Hósópósíanna!
8.5.06
Lovely!
Mikið hryllilega svakalega er nú gott að vera hætt að vera einstæð móðir. Allir einstæðir foreldrar eiga alla mína samúð, enn meira en áður. Uppeldi er algjörlega tveggja manna verk. Þokkalega.
Jóga í morgun var sama snilldin og venjulega. Í dag fékk ég að sofa í tvo tíma eftir hádegi á meðan Rannsóknarskip passaði Freigátu. (Sem var reyndar líka sofandi.) Og svo eru núna alveg þrír til að skiptast á um að halda á litla klumpi. Það munar nú slatta um það!
Og svo er það hann Hugleikur. Hann er með tónlistardaxkrá í Þjóðleikhúskjallaranum á morgun. Rannsóknarskip syngur, uððitað. Amma Smábáts ætlar að koma og passa börnin til að ég geti farið að sjá. Hún og Smábátur fá svo að fara á fimmtudag.
Og það er komið brjálað sumar! Jeij!
Jóga í morgun var sama snilldin og venjulega. Í dag fékk ég að sofa í tvo tíma eftir hádegi á meðan Rannsóknarskip passaði Freigátu. (Sem var reyndar líka sofandi.) Og svo eru núna alveg þrír til að skiptast á um að halda á litla klumpi. Það munar nú slatta um það!
Og svo er það hann Hugleikur. Hann er með tónlistardaxkrá í Þjóðleikhúskjallaranum á morgun. Rannsóknarskip syngur, uððitað. Amma Smábáts ætlar að koma og passa börnin til að ég geti farið að sjá. Hún og Smábátur fá svo að fara á fimmtudag.
Og það er komið brjálað sumar! Jeij!
Systur
Það er ekki svo oft sem maður fer með talsverðar væntingar í leikhús og sýningin gerir talsvert meira en að standa undir þeim. Ég hef lesið handritið af þessu verki, Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur, þekkti leikkonur og leikstjóra af góðu og var því með miklar væntingar. Og þessi sýning er þvílík öskrandi gargandi snilld að ég hef nú bara sjaldan vitað annað eins. Enda var troðfullt á þessa lokasýningu í vor, og útlit fyrir að sýningar verði teknar aftur upp í haust. Og það er vel.
Mikil snilld! Húrra fyrir öllum! Vei!
(Tek mér bessaleyfi að ranta um sýningu míns eigins félax, þar sem ég kom alls ekki neitt nálægt henni.)
Annars, feðgunum var vel fagnað þegar þeir komu heim í gærkvöldi, en Freigátan þverneitaði að fara að sofa fyrr en ég var komin aftur úr leikhúsinu. Svo nagar hún og slefar og er eitthvað ferlega geðvond þessa dagana... börn fara ekkert að taka tennur þriggja og hálfs mánaðar, er það?
Mikil snilld! Húrra fyrir öllum! Vei!
(Tek mér bessaleyfi að ranta um sýningu míns eigins félax, þar sem ég kom alls ekki neitt nálægt henni.)
Annars, feðgunum var vel fagnað þegar þeir komu heim í gærkvöldi, en Freigátan þverneitaði að fara að sofa fyrr en ég var komin aftur úr leikhúsinu. Svo nagar hún og slefar og er eitthvað ferlega geðvond þessa dagana... börn fara ekkert að taka tennur þriggja og hálfs mánaðar, er það?
7.5.06
Ónýti
Við Freigáta gerðumst skrópagemlingar í dag. Skrópuðum á bandalaxþing. Hún er búin að vera með mömmuskjóðukast og ég er búin að þurfa helst að halda á henni stanslaust síðan eldsnemma í morgun, og móðurskipið hefur eitthvað forkastað á sér bakinu við einstæðið um helgina. Nú bíðum við bara eftir að Rannsóknarskip og Smábátur komi heim úr helgarferðinni, en það ku gerast á hverri stundu.
Er samt hálfskúffuð að hafa ekki meikað það á restina af fundinum, er að farast úr forvitni fyrir vikið. Nú veit ég ekki einu sinni hverjir eru í stjórn Bandalaxins! Bót í máli að ég ætla að draga sjálfa mig á Systur í Möguleikhúsinu í kvöld og þar hlýtur einhver að vera sem getur sagt mér fréttir. Veit þó að það eru Selfyssingar sem fara í Þjóðleikhúsið í ár.
Annars er bara eins gott að þeir feðgar fari að láta sjá sig. Ef ég þarf að lyfta Freigátueinu sinni enn held ég geti verið að ég lendi í hjólastól.
Er samt hálfskúffuð að hafa ekki meikað það á restina af fundinum, er að farast úr forvitni fyrir vikið. Nú veit ég ekki einu sinni hverjir eru í stjórn Bandalaxins! Bót í máli að ég ætla að draga sjálfa mig á Systur í Möguleikhúsinu í kvöld og þar hlýtur einhver að vera sem getur sagt mér fréttir. Veit þó að það eru Selfyssingar sem fara í Þjóðleikhúsið í ár.
Annars er bara eins gott að þeir feðgar fari að láta sjá sig. Ef ég þarf að lyfta Freigátueinu sinni enn held ég geti verið að ég lendi í hjólastól.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)