Við systur urðum harla glaðar áðan, að sjá frétt úr nágrenni heimabyggðar vorrar. Nánar tiltekið úr ríkasta sveitarfélagi Íslands, Fljótsdal. Enn nánar tiltekið var fréttin af einhverri góðærisbyggingu í tengslum við Vatnajökulsþjóðgarð sem nú hefur risið á Skriðuklaustri.
(Enda í góðu lagi að Fljótsdælingar byggi þannig. Eina sveitarfélagið sem syndir í peningum.)
En þar endaði fréttaskilningur okkar systra. Híbýlið ku vera "gestastofa" og "alnotahús."
Ég hef heyrt um "gestastofur" en aldrei skilið hvað veraldar ku eiga að fara þar fram. Ég reikna ekki með því að neinn búi þarna, svo allir sem koma þar inn ættu að vera "gestir"... er þá húsið fyrir alla þá sem inn í það koma? Mega allir koma þangað eða bara sérstaklega boðnir "gestir"?
"Alnota" er enn loðnara orð en hið kafloðna "fjölnota" (sem reyndar þýðir yfirleitt bara tónleikar og fundir). Eiga að vera tónleikar og fundir? Er þetta einhvers konar náttúrugripasafn í leiðinni?
Og, kannski spurði Bára syss forvitnilegustu spurningarinnar:
Ætli megi drekka brennivín þarna?
Alnota gestastofa hefur sem sagt risið í Fljótsdal. Og ég er engu nær.
24.6.10
Fráhvörf
Ég er í tónlistarfráhvörfum. Líka fólks- og ábyrgðarleysisfráhvörfum. Er hreint ekki að ná sambandið við fræðin en fæ bara hugmyndir af einhverju "öðru" til að skrifa, spila og semja. Og er síðan ekki að nenna því. Þyrfti að vera heima hjá mér að gera eitthvað... en er ekki að nenna því og flý í vinnuna. Og nenni síðan ekki að gera neitt þar. Allavega ekkert flókið.
Hvað skal gera þegar heilinn og nennan halda að hann sé kominn í sumarfrí?
Er líka orðin ónæm fyrir öllum fréttum sem fjalla um peninga. Farin að vera eins og fólkið í lokin á Zeitgeist Addendum og er sannfærð um að peningakerfið sé alveg að fara að hrynja inní sig. Hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Og hvað verður þá um hinn heilaga eignarrétt? Hann fer til fjandans. Og þar sem okkur hefur aldrei tekist að hafa taumhald á föntum og sækópötum með neinum árangri með einu öðru en fasisma, hvað í veröldinni gerist næst? Ætli Gnarrisminn boði einhver svör? Veriði almennileg hvert við annað og bannað að vera með vesen? Gott væri.
Þessi færsla er úr félagsheimilinu. Hér er eeenginn að huxa neitt af viti.
Keypti mér hlaupabuxur í gær. Þyrftu að vígja þær. Er ekki að nenna því, frekar en öðru.
Best að vera bara með HM.
Hvað skal gera þegar heilinn og nennan halda að hann sé kominn í sumarfrí?
Er líka orðin ónæm fyrir öllum fréttum sem fjalla um peninga. Farin að vera eins og fólkið í lokin á Zeitgeist Addendum og er sannfærð um að peningakerfið sé alveg að fara að hrynja inní sig. Hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Og hvað verður þá um hinn heilaga eignarrétt? Hann fer til fjandans. Og þar sem okkur hefur aldrei tekist að hafa taumhald á föntum og sækópötum með neinum árangri með einu öðru en fasisma, hvað í veröldinni gerist næst? Ætli Gnarrisminn boði einhver svör? Veriði almennileg hvert við annað og bannað að vera með vesen? Gott væri.
Þessi færsla er úr félagsheimilinu. Hér er eeenginn að huxa neitt af viti.
Keypti mér hlaupabuxur í gær. Þyrftu að vígja þær. Er ekki að nenna því, frekar en öðru.
Best að vera bara með HM.
22.6.10
Lífið er dásamlegt!
Fór í dag að kaupa föt á ormana. Sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Hraðbáturinn hefur bara allt í einu tekið uppá því að stækka svo allar buxur eru orðnar of stuttar og Freigátu vantaði sumarjakka.
Eftir leikskóla var heilmikið mál að lokka ormana inn, eins og venjulega, og tókst ekki fyrr en eftir hjólatúr og heilmikið japl og jaml. Loks kom að fatasýningu.
Móðurskip breiddi úr varningnum eins og stoltur farandsali. Þeirri stuttu hafði áskotnast, auk jakkans sem vantaði, stuttbuxur og bolur. Freigátan horfði á sýninguna alveg grafalvarleg á svip í þögn.
Ég var farin að halda að innkaupin væru henni ekki að skapi og spurði: Finnst þér þetta ekki flott?
Hún: Jú. Lífið er dásamlegt.
Eftir leikskóla var heilmikið mál að lokka ormana inn, eins og venjulega, og tókst ekki fyrr en eftir hjólatúr og heilmikið japl og jaml. Loks kom að fatasýningu.
Móðurskip breiddi úr varningnum eins og stoltur farandsali. Þeirri stuttu hafði áskotnast, auk jakkans sem vantaði, stuttbuxur og bolur. Freigátan horfði á sýninguna alveg grafalvarleg á svip í þögn.
Ég var farin að halda að innkaupin væru henni ekki að skapi og spurði: Finnst þér þetta ekki flott?
Hún: Jú. Lífið er dásamlegt.
21.6.10
Allt Af
Þegar maður fer alveg út úr heiminum í nokkra daga kemur maður undarlegur til baka. Þegar fólk var talið hafa gengið í björg í gamla daga og "varð aldrei samt" eftir það finnst mér líklegt að það hafi rambað á einhverja svipaða samkundu og Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga er.
Fyrir "ókunnuga" ef einhverjir svoleiðis villast hingað, hefur þessi skóli verið haldinn á hverju sumri síðan 1997 og gengur útá að þrjú til fjögur námskeið eru kennd samtímis í nokkuð þéttum pakka. 67 klukkustundir á 9 dögum. Menntaðir og flinkir kennarar kenna áhugafólki leiklistartengt. um 50 manns úr samhengi við umheiminn í rúma viku. Núna var kennt byrjendanámskeið í leiklist, byrjendanámskeið í leikstjórn, Complete Vocal Technique og svo voru nokkrir "höfundar í heimsókn", fólk sem var ekki á formlegu námskeiði en fékk að nota aðstöðuna sem afdrep til að vinna að ritverkum sínum. Í þetta sinn var skólinn haldinn að Húnavöllum en hefur fram til þessa verið á Húsabakka í Svarfaðardal.
Allavega. Nú þegar 12 tíma svefn er afstaðinn verð ég vör við allnokkrar persónuleikabreytingar. Ég get ekki nennt að byrja að setja mig aftur inn í þjóðmálin. Bara dey úr leiðindum við tilhugsunina um að mynda mér skoðun á einhverju. Langar talsvert meira að fara að koma mér inní stöðuna á HM. Hverjir þurfa að vinna hvaða leiki til að komast hvert, og svona. Svo langar mig að halda áfram að æfa mig að spila og syngja alveg útí eitt. Langar miklu meira að skrifa leikrit og/eða tónlist heldur en að halda áfram að berja saman fræðitexta um orðræðugreiningu. Langar líka til að stela krökkunum snemma úr leikskólanum og fara með þau í lannnngan hjólatúr.
Svona verða líklega þeir sem hafa gengið í björg. Hafa upplifað eitthvað svo merkilegt að ýmislegt í daglega amstrinu virðist ferlega ómerkilegt eftir. Sem kemur kannski öðrum dáldið spánskt fyrir sjónir.
Fyrstu árin sem þessi skóli var haldinn komu margir heim með heiftarleg fráhvarfseinkenni. Það voru ríjúnjon seint og snemma og menn reyndu að endurskapa stemminguna hvar sem þeir komu því við. En nú eru flestir rólegri, held ég. Það er nefnilega orðið alveg á hreinu að þetta fyrirbæri er komið til að vera og líklega hægt að endurupplifa herlegheitin eftir eitt ár, fimm eða tíu, eftir því sem menn nenna.
Í millitíðinni er svo hægt að reyna að djöfla sér í samband við "veruleikann" aftur.
Fyrir "ókunnuga" ef einhverjir svoleiðis villast hingað, hefur þessi skóli verið haldinn á hverju sumri síðan 1997 og gengur útá að þrjú til fjögur námskeið eru kennd samtímis í nokkuð þéttum pakka. 67 klukkustundir á 9 dögum. Menntaðir og flinkir kennarar kenna áhugafólki leiklistartengt. um 50 manns úr samhengi við umheiminn í rúma viku. Núna var kennt byrjendanámskeið í leiklist, byrjendanámskeið í leikstjórn, Complete Vocal Technique og svo voru nokkrir "höfundar í heimsókn", fólk sem var ekki á formlegu námskeiði en fékk að nota aðstöðuna sem afdrep til að vinna að ritverkum sínum. Í þetta sinn var skólinn haldinn að Húnavöllum en hefur fram til þessa verið á Húsabakka í Svarfaðardal.
Allavega. Nú þegar 12 tíma svefn er afstaðinn verð ég vör við allnokkrar persónuleikabreytingar. Ég get ekki nennt að byrja að setja mig aftur inn í þjóðmálin. Bara dey úr leiðindum við tilhugsunina um að mynda mér skoðun á einhverju. Langar talsvert meira að fara að koma mér inní stöðuna á HM. Hverjir þurfa að vinna hvaða leiki til að komast hvert, og svona. Svo langar mig að halda áfram að æfa mig að spila og syngja alveg útí eitt. Langar miklu meira að skrifa leikrit og/eða tónlist heldur en að halda áfram að berja saman fræðitexta um orðræðugreiningu. Langar líka til að stela krökkunum snemma úr leikskólanum og fara með þau í lannnngan hjólatúr.
Svona verða líklega þeir sem hafa gengið í björg. Hafa upplifað eitthvað svo merkilegt að ýmislegt í daglega amstrinu virðist ferlega ómerkilegt eftir. Sem kemur kannski öðrum dáldið spánskt fyrir sjónir.
Fyrstu árin sem þessi skóli var haldinn komu margir heim með heiftarleg fráhvarfseinkenni. Það voru ríjúnjon seint og snemma og menn reyndu að endurskapa stemminguna hvar sem þeir komu því við. En nú eru flestir rólegri, held ég. Það er nefnilega orðið alveg á hreinu að þetta fyrirbæri er komið til að vera og líklega hægt að endurupplifa herlegheitin eftir eitt ár, fimm eða tíu, eftir því sem menn nenna.
Í millitíðinni er svo hægt að reyna að djöfla sér í samband við "veruleikann" aftur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)