21.9.03

Þyki mönnum gaman...
- að vaða reyk og hávaða yfir hættumörkum
- að láta fara um og við sig niðurlægjandi og hlutgerandi athugasemdum vegna þeirrar óheppni að vera kvenkyns
- að upplifa áður óþekkt blæbrigði svitalyktar/táfýlu/ofnotkunar á rakspíra

Þá er skemmtanalífið á Egilsstöðum á laugardagskvöldi rétti staðurinn.
Í vor varð ég nett hneyksluð á fyrirspurn ítalskra yfirmanna á því hvar hóruhúsin væru, núna segi ég: Í guðanna bænum, er einhver til í að stofna svoleiðis STRAX!?!

Hingað í bæinn streymir um hverja helgi fleiri hundruð manna skriða, íslensk sem erlend, alltsaman hálfvitlaust af kvenmannsleysi með tittlingana út úr augunum og búnir að steingleyma öllum mannasiðum, svo ekki sé minnst á hvernig á að þrífa sig. Það er eins gott að við græðum almennilega peninga á þessu öllu saman, en þangað til það er búið held ég að allt sæmilega huxandi kvenfólk á Héraði verði bara að halda sig innandyra, allavega svona um helgar.
Það fer alltént að vera vel athugandi að redda nokkrum bílförmum af keellingum þarna upp eftir þó ekki væri nema til að hinn almenni verkamaður við Kárahnjúka muni/geri sér grein fyrir, að svoleiðis fyrirbæri eru líka fólk, ekki gangandi pjöllur á priki.

Stormur í aðsigi
Núna er búið að vera að hræða Íslendinga með stormi. Allir búnir að taka inn útigrillin, negla þakplöturnar betur og svo er það bara að bíða...
dammdammdammdammm.... hvað gerist næst?
Kannski fáum við þakplötu inn um stofugluggann... eða útigrill?
Þetta er allavega góð afsökun fyrir því að vera inni, helst undir sæng, og gera ekkert gáfulegt eða nytsamlegt... vegna veðurs.
Skyldu vinnubúðirnar uppi við Kárahnjúka kannski fjúka á haf út?
Fátt er svo með öllu illt...

Engin ummæli: