5.7.04

Strandir eru skemmtilegar. Þar er m.a. sundlaug með útsýni og ekkert símasamband. Og þegar ég kom heim aftur var heimurinn allur á hvolfi. Grikkir orðnir evrópumeistarar og hvur veit hvað.

Og forsætisráðherra vor fattaði loxins að hann var búinn að kúka á sig og hamast nú við að láta eins og lyktin sé af einhverjum öðrum.

Úr tónlistarheiminum: Upplifði ball með eðalgrúppunni Hraun. Er ennþá með stimpil á hendinni sem á stendur: Félagsheimili Trékyllisvíkur. Eignaðist líka bol með áletruninni "Ég er rebell, sjáðu mig dansa" fyrir vel unnin störf sem grúppía. Einnig hlýddi ég á tónlistarflutning í lýsistönskunum við gömlu verksmiðjuna í Djúpuvík. Það er með því flottara sem ég hef heyrt. Og Dóri minn að fara að leika karlrembusvín í tónlistarmyndbandi.

Og ég hef ekki ennþá hugmynd um hvað ég ætla að segja eða spila í útvarpsþættinum mínum eftir 3 vikur.
Fussumsvei og kæruleysi.

Engin ummæli: