21.9.04

Rifjaði upp eitt fynd með stúlkunum mínum í gær. Það var samtalsbrot sem við heyrðum á Vitabar fyrir mörgum árum.

Ung stúlka og ungur maður sátu saman við borð. Maðurinn snéri baki í okkur og þess vegna heyrðum við bara hvað stúlkan sagði.

Stúlkan: ...en við vorum hætt saman. Þú sagðir mér upp áðan, manstu það ekki?
Maðurinn: [Muldrar eitthvað sem við heyrum ekki]
Stúlkan: (Endurtekur muldrið hátt og skýrt með nokkurri hneykslan í röddinni.)
VAR ÞAÐ BARA DJÓK?!?!

Þegar þarna var komið sögu áttum við erfitt með okkur og gott ef einhverjir hlógu ekki drykkjarföngum út um nef sér. Þetta er enn þann dag í dag með absúrdari undanbrögðum sem ég hef nokkurn tíma heyrt.

Og vissuð þið að það er búið að loka þjóðskrá fyrir almennings og einkanotum?
Hvernig á maður þá að gera framið ritúal annars dags eftir uppsögn, þ.e.a.s. fletta upp gömlum sénsum og gá hvort þeir séu giftir? Þetta setur sístemið úr skorðum.

Sé fram á að þurfa bara að setjast að þar sem piparinn grær...

Engin ummæli: