23.11.04

Man, ég er orðin skammdegisgeðvond. Held þetta heiti ekki þunglyndi, lítur miklu meira út eins og venjuleg geðvonska.

Í morgun er einn viðskiptavinur, ein ljósritunarvél og faxmaskínan búin að pirra mig ógurlega og klukkan er ekki orðin 11. Í gær pirraði einn leikfélagsformaður mig svo mikið um morguninn að ég gat ekki sofnað um kvöldið. Held sé kominn tími á að fá sér milljón sjónvarpsstöðvar í gegnum breiðband, internet heim og reyna svo að halda sig frá mannlegu samfélagi fram á vor.

Og í dag ætlar hún móðir mín með mér í gluggatjaldaleiðangur. Öjmingja konan, hún veit ekki hvað hún er að fara út í.

Verð að reyna að ná einhverri stjórn á þessu fyrir fimmtudag svo ég hræði nú ekki Rannsóknarskipið út í hafsauga.

Engin ummæli: