29.11.04

Nú ætla ég að éta ofan í mig orð mín og gera leikskáldin ómerk sinna.

Í gærkvöldi þegar ég kom heim úr vinnunni var þar fyrir maður. Ójá, rannsóknarskipið mitt var búið að ELDA! Og var svona líka ógurlega kátur yfir sigri Liverpool á Arsenal. Ókei. Ég verð að viðurkenna að ég gat ekki annað en glaðst með Dásamlega Manninum og svarti listinn er farinn veg allrar veraldar.

Enda er bara ekki hægt að vera með einhverja fjúríu þegar lífið er svona dandalagott.

Sennilega þarf maður að ákveða hvort maður nennir að vera Scorned.

Þetta var annars með betri helgum í heiminum. Frumsýning á Mementó á fimmtudag gekk ljómandi, held ég. Nú er bara að gá hvað rýnendur segja. Mér skilst að þeir hafi mætt á sýningu í gær.

Svo var bara gargandi rómantík, svona inn á milli helgarvakta á DV og stjórnarfundar á Bandalaginu. Og rannsóknarskipið siglir eftir hádegi. Alheiminum til armæðu. Og ég veit ekki hvenær ég hitti það aftur. *Andvarp*

En það þýðir víst lítið að væla yfir því. Komin vinnuvika og allt mögulegt að gera í henni. Er með mikil plön um aðventuföndur, ekki get ég þó enn séð hvenær tími gefst til slíks. Bíllinn er enn óskoðaður með sprungna framrúðu á inniskónum og á víst líka að fara í sprautun einhverntíma. Gluggatjaldamál í helberum ólestri, enda saumavélin að leika í Mementó, og yfirhöfuð undarleg afstaða á milli hlutanna heima hjá mér og ýmsar mublur ósóttar út um allan bæ.

Já, ég held að það verði örugglega komin jól áður en ég verð tilbúin fyrir þau.

Engin ummæli: